Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið

Hugmyndafræðin á bakvið þjóðgarða hefur reynst vel á Íslandi og er góð aðferð til að skapa sátt, en ekki sundrung, um nýtingu og verndun merkilegra landsvæða í almannaeign, skrifar framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.

Auglýsing

Mikið er nú rætt um hálend­is­þjóð­garð, sem rík­is­stjórnin hefur lagt til að verði stofn­aður og fyrir liggur frum­varp um á Alþingi. Þetta er mál sem mik­il­vægt er að fái mikla og góða umræðu en sem fram­kvæmda­stjóri stærsta þjóð­garðs Íslands, Vatna­jök­uls­þjóð­garðs, þykir mér oft erfitt að sjá mína góðu stofnun dregna inn í umræður um hálend­is­þjóð­garð­inn með nei­kvæðum for­merkj­u­m. 



Oft finnst mér nefni­lega örla á nokk­urri van­þekk­ingu þegar fjallað er um Vatna­jök­uls­þjóð­garð og virð­ist sem að fyr­ir­fram gefnar hug­myndir fólks um starf­semi stofn­un­ar­innar rati stundum inn í umræð­una. Þetta á við um rekstr­ar­hlið þjóð­garðs­ins, stjórnun og verndun ólíkra svæða og nú síð­ast þró­un­ar­verk­efni um inn­leið­ingu á sér­stakri atvinnu­stefnu fyrir þjóð­garð­inn. Þá hefur jafn­vel verið efast um vilja stjórn­enda þjóð­garðs­ins til sam­ráðs og sam­starfs við hags­muna­að­ila, sem ég get full­yrt að er mjög mik­ill.

Auglýsing



Fag­legur metn­aður er ráð­andi á öllum fram­an­greindum sviðum í starf­semi þjóð­garðs­ins. Vatna­jök­uls­þjóð­garður er sjálf­stæð rík­is­stofnun með sér­staka stjórn þar sem sitja m.a. full­trúar sveit­ar­fé­laga, úti­vist­ar­sam­taka, ferða­mála­sam­taka og umhverf­is­sam­taka. Rekst­ur­inn hefur gengið vel síð­ustu ár og til marks um það þá hefur þjóð­garð­ur­inn verið rek­inn með rekstr­ar­af­gangi á hverju ári síð­ustu þrjú ár. Árleg rekstr­ar­velta nemur um 950 millj­ónum króna og var stofn­unin orðin að fullu skuld­laus við rík­is­sjóð um síð­ustu ára­mót. 



Betri árangur í rekstri og öflugt faglegt starf er grundvöllur fyrir áframhaldandi þróun þjóðgarðsins, skrifar framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Mynd: Af vef þjóðgarðsinsBetri árangur í rekstri og öfl­ugt fag­legt starf er grund­völlur fyrir áfram­hald­andi þróun þjóð­garðs­ins. Nú stendur yfir mikil upp­bygg­ing á innviðum innan marka þjóð­garðs­ins, svo sem á gesta­stof­um, þjón­ustu­hús­um, göngu­leið­um, merk­ingum og brúm en alls nema fram­kvæmd­irnar rúm­lega einum millj­arði króna yfir tveggja ára tíma­bil. Um nær allt ríkir almenn sátt en þó eru ákveðnar und­an­tekn­ing­ar. 

Um hríð hefur verið uppi ágrein­ingur um akst­urs­slóð­ann um Von­ar­skarð, nánar til­tekið um hvort heim­ila skuli á ný för ann­arra en gang­andi þar um. Sú deila er þó ekki ein­kenn­andi fyrir stöðu þess­ara mála innan þjóð­garðs­ins. Breið sam­staða er almennt um aðgengi og umferð í þjóð­garð­in­um. Alls eru innan þjóð­garðs­ins um 1052 km af akst­ursleiðum og er meiri­hluti veg­anna á ábyrgð Vega­gerð­ar­inn­ar. Flesta vegi og slóða innan þjóð­garðs­ins er að finna uppi á hálend­inu þar sem þeir voru lagðir á sínum tíma en almennt hafa vegir og slóðar sem heim­ilt er að aka innan þjóð­garðs­ins, verið skil­greindir í nánu sam­starfi við hags­muna­að­ila. 



Inn­viðir sem þessir skipta máli til að tryggja góða umgengni um þjóð­garð­inn. Árið 2019 voru gestir Vatna­jök­uls­þjóð­garðs vel yfir eina milljón og hefur verið byggð upp fjöl­breytt þjón­usta, tjald­stæði og upp­lýs­inga­mið­stöðvar til að hægt sé að taka vel á móti öllum þessum gest­u­m. 

Frá norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Mynd: Af vef þjóðgarðsinsStarfs­menn Vatna­jök­uls­þjóð­garðs brenna fyrir verk­efn­unum sem stofn­un­inni er ætlað að sinna. Hjá okkur eru 35 fastir starfs­menn en á sumrin fjölgar í hópnum þegar við bæt­ast 80-100 sum­ar­starfs­menn sem sinna land­vörslu, þjón­ustu og fræðslu. Einn mæli­kvarði á starf þessa hóps er ánægja gest og þjóð­garð­ur­inn varð nýverið í 2. sæti yfir bestu þjóð­garða í Evr­ópu og í 17. sæti á heims­vísu hjá Trip Advisor ferða­vefn­um.



Auk starfs­manna þá kemur að starfi þjóð­garðs­ins margt fleira fólk, í gegnum setu í ann­ars vegar stjórn og hins vegar fjórum svæð­is­ráðum þjóð­garðs­ins. Í svæð­is­ráðin hefur valist fólk með þekk­ingu á aðstæðum í heima­byggð sem er mik­il­vægur þáttur í að þróa þjóð­garð sem þenn­an. Allt þetta fólk sinnir störfum sínum af óþrjót­andi áhuga og metn­aði, bæði fyrir nátt­úr­unni og því að sam­fé­lögin í kringum þjóð­garð­inn blóm­stri. 



Starf­semi þjóð­garðs­ins hefur á flesta mæli­kvarða gengið afar vel síð­ustu ár og vona ég að þessi yfir­ferð sýni þeim sem nú kynna sér hug­mynda­fræð­ina á bak­við þjóð­garða að hún hafi reynst vel á Íslandi, eins og víð­ast hvar um heim­inn og sé góð aðferð til að skapa sátt, en ekki sundr­ung, um nýt­ingu og verndun merki­legra land­svæða í almanna­eign. 



Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Vatna­jök­uls­þjóð­garðs.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar