Vinstri Græn Samfylking

Finnur Torfi Stefánsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðuflokksins, skrifar andsvar við nýlegri grein Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur.

Auglýsing

Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifaði nýverið grein í Fréttablaðið til þess að við jafnaðarmenn getum áttað okkur á því veganesti sem hún færir okkur úr Vinstri Grænum. Þeir tímar eru nú uppi að slíkt mat er ekki mögulegt nema með því að rifja upp hvað jafnaðarstefna er. Hér eru nokkur atriði:

Jafnaðarmenn vilja leggja skatta á ríkt fólk í hlutfallslegu samræmi við þá skatta sem lagðir eru á almenning og nota féð til að efla velferð fólks í heilsugæslu, skóla og svo framvegis. Hér vantar mikið upp á og mikið verk er óunnið.

Jafnaðarmenn leggja áherslu á raunhæft lýðræði með jöfnum kosningarétti allra óháð búsetu. Hér er líka mikið verk óunnið.

Jafnaðarmenn berjast gegn því að einstaklingar og hópar geti sölsað undir sig, með stuðningi ríkisins, atvinnugreinar og eignir og orðið þannig ríki í ríkinu sem stendur utan áhrifavalds kjörinna fulltrúa. Þeir vilja því breyta úthlutun kvóta í sjávarútvegi og bjóða kvótann út eftir venjulegum lögmálum siðmenntaðra þjóða. Þangað til það næst skulu kvótagreifar að borga gjald fyrir kvótann.

Auglýsing
Þótt jafnaðarmenn leggi megináherslu á hlutverk ríkisins í því að skapa mannsæmandi lífskjör fyrir fólk eru þeir jafnframt baráttumenn fyrir frjálsum markaði og að einkaframtak geti blómstrað hjá þeim sem það vilja. Nú á dögum hefur slíkt verið gert nánast ómögulegt með boðum og bönnum, leyfum, gjöldum og alls kyns fargani sem drepur framtak manna í dróma. Báknið burt segja jafnaðarmenn.

Jafnaðarmenn vilja vinna með nágrannaþjóðum til gagnkvæms ávinnings allra og taka þátt í samtökum ríkja sem berjast saman fyrir aukinni velferð þegna sinna. Hér skiptir Evrópusambandið mestu máli. Þetta samband okkar nágrannaríkja er það svæði jarðarinnar þar sem lög og réttur,  lýðræði, menning og velferð almennings stendur hæst og ekkert annað svæði nær því að vera sambærilegt að þessu leyti.

Jafnaðarmenn vinna að inngöngu í sambandið þegar tækifæri gefst og í millitíðinni þarf að reyna að taka upp evruna, sem yrði mikil bót fyrir hag almennings og fyrirtækja á Íslandi.

Jafn réttur kynja

Síðast en ekki síst eru jafnaðarmenn baráttumenn fyrir jafnrétti, jafnt kynjanna sem annarra.

Svo vikið sé loks að grein Rósu Bjarkar má strax sjá að hún styður ekki þetta síðasta boðorð jafnaðarmanna. Hún hefur miklar áhyggjur af „karllægum yfirgangi“ sem virðist vera eitthvað allt annað og verra en kvenlægur yfirgangur. Þá kvartar hún undan kvenfyrirlitningu Trumps Bandaríkjaforseta en virðist ekki hafa áhyggjur af þeim svívirðingum sem þessi fyrrum forseti hellti yfir karlkyns andstæðinga. Það er engu líkara en Rósa Björk sé á móti karlmönnum eða telji þá í það minnsta varasama. Slíkir fordómar hafa ekkert með jafnaðarstefnu að gera.

Grein Rósu Bjarkar er athyglisverð fyrir þá sök að hún fjallar ekki neitt um þau grundvallarmálefni sem skilgreina jafnaðarmenn nútímans og tilgreind voru hér að ofan. Kannski hún hyggist gera það síðar þegar nær dregur kosningunum. 

Hvað með Evrópusamstarf?

Í greininni fjallar Rósa Björk um samband Íslands og Bandaríkjanna, sem eru auðvitað vinsælt efni um þessar mundir eftir uppákomurnar með Trump. Hún telur rétt að hugleiða viðskiptasamning við Bandaríkin þegar ný ríkisstjórn hefur tryggt sig í sessi. Hún hlýtur að eiga við tvíhliða viðskiptasamninga eins og þá sem Brexit menn í Bretlandi hafa barist fyrir að gera utan Evrópusambandsins og Trump barðist einnig fyrir. Afar fáir aðrir en róttækustu hægri menn hafa trú á tvíhliða viðskiptasamningum nú á dögum. Tilefni er því til að spyrja hvort Rósa Björk sé með þessu tali að lýsa fjandskap sínum við Evrópusamstarfið eins og Brexitmennirnir gerðu. Eða veit hún kannski ekki hvað hún er að gera?

Í þessu samhengi er hollt að hafa í huga að hinn gamli flokkur Rósu Bjarkar, VG, er í grunninn eins konar Framsóknarflokkur án erfðagóss SÍS. Það er stutt í útlendingahræðsluna þar á bæ. Þá styður VG kvótakerfið með kvótagreifum og tilheyrandi. Það er meira en að segja það að hlaupa úr þeim flokki yfir í krataflokk, nema Samfylkingin sjálf hafi misst trúna á jafnaðarstefnunni og vilji ganga glöð inn í þoku hins ljúfa stefnuleysis.

Höfundur er tónskáld.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar