Vinstri Græn Samfylking

Finnur Torfi Stefánsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðuflokksins, skrifar andsvar við nýlegri grein Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur.

Auglýsing

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir skrif­aði nýverið grein í Frétta­blaðið til þess að við jafn­að­ar­menn getum áttað okkur á því vega­nesti sem hún færir okkur úr Vinstri Græn­um. Þeir tímar eru nú uppi að slíkt mat er ekki mögu­legt nema með því að rifja upp hvað jafn­að­ar­stefna er. Hér eru nokkur atriði:

Jafn­að­ar­menn vilja leggja skatta á ríkt fólk í hlut­falls­legu sam­ræmi við þá skatta sem lagðir eru á almenn­ing og nota féð til að efla vel­ferð fólks í heilsu­gæslu, skóla og svo fram­veg­is. Hér vantar mikið upp á og mikið verk er óunn­ið.

Jafn­að­ar­menn leggja áherslu á raun­hæft lýð­ræði með jöfnum kosn­inga­rétti allra óháð búsetu. Hér er líka mikið verk óunn­ið.

Jafn­að­ar­menn berj­ast gegn því að ein­stak­lingar og hópar geti sölsað undir sig, með stuðn­ingi rík­is­ins, atvinnu­greinar og eignir og orðið þannig ríki í rík­inu sem stendur utan áhrifa­valds kjör­inna full­trúa. Þeir vilja því breyta úthlutun kvóta í sjáv­ar­út­vegi og bjóða kvót­ann út eftir venju­legum lög­málum sið­mennt­aðra þjóða. Þangað til það næst skulu kvóta­greifar að borga gjald fyrir kvót­ann.

Auglýsing
Þótt jafn­að­ar­menn leggi meg­in­á­herslu á hlut­verk rík­is­ins í því að skapa mann­sæm­andi lífs­kjör fyrir fólk eru þeir jafn­framt bar­áttu­menn fyrir frjálsum mark­aði og að einka­fram­tak geti blómstrað hjá þeim sem það vilja. Nú á dögum hefur slíkt verið gert nán­ast ómögu­legt með boðum og bönn­um, leyf­um, gjöldum og alls kyns fargani sem drepur fram­tak manna í dróma. Báknið burt segja jafn­að­ar­menn.

Jafn­að­ar­menn vilja vinna með nágranna­þjóðum til gagn­kvæms ávinn­ings allra og taka þátt í sam­tökum ríkja sem berj­ast saman fyrir auk­inni vel­ferð þegna sinna. Hér skiptir Evr­ópu­sam­bandið mestu máli. Þetta sam­band okkar nágranna­ríkja er það svæði jarð­ar­innar þar sem lög og rétt­ur,  lýð­ræði, menn­ing og vel­ferð almenn­ings stendur hæst og ekk­ert annað svæði nær því að vera sam­bæri­legt að þessu leyti.

Jafn­að­ar­menn vinna að inn­göngu í sam­bandið þegar tæki­færi gefst og í milli­tíð­inni þarf að reyna að taka upp evr­una, sem yrði mikil bót fyrir hag almenn­ings og fyr­ir­tækja á Íslandi.

Jafn réttur kynja

Síð­ast en ekki síst eru jafn­að­ar­menn bar­áttu­menn fyrir jafn­rétti, jafnt kynj­anna sem ann­arra.

Svo vikið sé loks að grein Rósu Bjarkar má strax sjá að hún styður ekki þetta síð­asta boð­orð jafn­að­ar­manna. Hún hefur miklar áhyggjur af „karllægum yfir­gangi“ sem virð­ist vera eitt­hvað allt annað og verra en kven­lægur yfir­gang­ur. Þá kvartar hún undan kven­fyr­ir­litn­ingu Trumps Banda­ríkja­for­seta en virð­ist ekki hafa áhyggjur af þeim sví­virð­ingum sem þessi fyrrum for­seti hellti yfir karl­kyns and­stæð­inga. Það er engu lík­ara en Rósa Björk sé á móti karl­mönnum eða telji þá í það minnsta vara­sama. Slíkir for­dómar hafa ekk­ert með jafn­að­ar­stefnu að gera.

Grein Rósu Bjarkar er athygl­is­verð fyrir þá sök að hún fjallar ekki neitt um þau grund­vall­ar­mál­efni sem skil­greina jafn­að­ar­menn nútím­ans og til­greind voru hér að ofan. Kannski hún hygg­ist gera það síðar þegar nær dregur kosn­ing­un­um. 

Hvað með Evr­ópu­sam­starf?

Í grein­inni fjallar Rósa Björk um sam­band Íslands og Banda­ríkj­anna, sem eru auð­vitað vin­sælt efni um þessar mundir eftir upp­á­komurnar með Trump. Hún telur rétt að hug­leiða við­skipta­samn­ing við Banda­ríkin þegar ný rík­is­stjórn hefur tryggt sig í sessi. Hún hlýtur að eiga við tví­hliða við­skipta­samn­inga eins og þá sem Brexit menn í Bret­landi hafa barist fyrir að gera utan Evr­ópu­sam­bands­ins og Trump barð­ist einnig fyr­ir. Afar fáir aðrir en rót­tæk­ustu hægri menn hafa trú á tví­hliða við­skipta­samn­ingum nú á dög­um. Til­efni er því til að spyrja hvort Rósa Björk sé með þessu tali að lýsa fjand­skap sínum við Evr­ópu­sam­starfið eins og Brex­it­menn­irnir gerðu. Eða veit hún kannski ekki hvað hún er að gera?

Í þessu sam­hengi er hollt að hafa í huga að hinn gamli flokkur Rósu Bjark­ar, VG, er í grunn­inn eins konar Fram­sókn­ar­flokkur án erfða­góss SÍS. Það er stutt í útlend­inga­hræðsl­una þar á bæ. Þá styður VG kvóta­kerfið með kvóta­greifum og til­heyr­andi. Það er meira en að segja það að hlaupa úr þeim flokki yfir í kra­ta­flokk, nema Sam­fylk­ingin sjálf hafi misst trúna á jafn­að­ar­stefn­unni og vilji ganga glöð inn í þoku hins ljúfa stefnu­leys­is.

Höf­undur er tón­skáld.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar