Vinstri Græn Samfylking

Finnur Torfi Stefánsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðuflokksins, skrifar andsvar við nýlegri grein Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur.

Auglýsing

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir skrif­aði nýverið grein í Frétta­blaðið til þess að við jafn­að­ar­menn getum áttað okkur á því vega­nesti sem hún færir okkur úr Vinstri Græn­um. Þeir tímar eru nú uppi að slíkt mat er ekki mögu­legt nema með því að rifja upp hvað jafn­að­ar­stefna er. Hér eru nokkur atriði:

Jafn­að­ar­menn vilja leggja skatta á ríkt fólk í hlut­falls­legu sam­ræmi við þá skatta sem lagðir eru á almenn­ing og nota féð til að efla vel­ferð fólks í heilsu­gæslu, skóla og svo fram­veg­is. Hér vantar mikið upp á og mikið verk er óunn­ið.

Jafn­að­ar­menn leggja áherslu á raun­hæft lýð­ræði með jöfnum kosn­inga­rétti allra óháð búsetu. Hér er líka mikið verk óunn­ið.

Jafn­að­ar­menn berj­ast gegn því að ein­stak­lingar og hópar geti sölsað undir sig, með stuðn­ingi rík­is­ins, atvinnu­greinar og eignir og orðið þannig ríki í rík­inu sem stendur utan áhrifa­valds kjör­inna full­trúa. Þeir vilja því breyta úthlutun kvóta í sjáv­ar­út­vegi og bjóða kvót­ann út eftir venju­legum lög­málum sið­mennt­aðra þjóða. Þangað til það næst skulu kvóta­greifar að borga gjald fyrir kvót­ann.

Auglýsing
Þótt jafn­að­ar­menn leggi meg­in­á­herslu á hlut­verk rík­is­ins í því að skapa mann­sæm­andi lífs­kjör fyrir fólk eru þeir jafn­framt bar­áttu­menn fyrir frjálsum mark­aði og að einka­fram­tak geti blómstrað hjá þeim sem það vilja. Nú á dögum hefur slíkt verið gert nán­ast ómögu­legt með boðum og bönn­um, leyf­um, gjöldum og alls kyns fargani sem drepur fram­tak manna í dróma. Báknið burt segja jafn­að­ar­menn.

Jafn­að­ar­menn vilja vinna með nágranna­þjóðum til gagn­kvæms ávinn­ings allra og taka þátt í sam­tökum ríkja sem berj­ast saman fyrir auk­inni vel­ferð þegna sinna. Hér skiptir Evr­ópu­sam­bandið mestu máli. Þetta sam­band okkar nágranna­ríkja er það svæði jarð­ar­innar þar sem lög og rétt­ur,  lýð­ræði, menn­ing og vel­ferð almenn­ings stendur hæst og ekk­ert annað svæði nær því að vera sam­bæri­legt að þessu leyti.

Jafn­að­ar­menn vinna að inn­göngu í sam­bandið þegar tæki­færi gefst og í milli­tíð­inni þarf að reyna að taka upp evr­una, sem yrði mikil bót fyrir hag almenn­ings og fyr­ir­tækja á Íslandi.

Jafn réttur kynja

Síð­ast en ekki síst eru jafn­að­ar­menn bar­áttu­menn fyrir jafn­rétti, jafnt kynj­anna sem ann­arra.

Svo vikið sé loks að grein Rósu Bjarkar má strax sjá að hún styður ekki þetta síð­asta boð­orð jafn­að­ar­manna. Hún hefur miklar áhyggjur af „karllægum yfir­gangi“ sem virð­ist vera eitt­hvað allt annað og verra en kven­lægur yfir­gang­ur. Þá kvartar hún undan kven­fyr­ir­litn­ingu Trumps Banda­ríkja­for­seta en virð­ist ekki hafa áhyggjur af þeim sví­virð­ingum sem þessi fyrrum for­seti hellti yfir karl­kyns and­stæð­inga. Það er engu lík­ara en Rósa Björk sé á móti karl­mönnum eða telji þá í það minnsta vara­sama. Slíkir for­dómar hafa ekk­ert með jafn­að­ar­stefnu að gera.

Grein Rósu Bjarkar er athygl­is­verð fyrir þá sök að hún fjallar ekki neitt um þau grund­vall­ar­mál­efni sem skil­greina jafn­að­ar­menn nútím­ans og til­greind voru hér að ofan. Kannski hún hygg­ist gera það síðar þegar nær dregur kosn­ing­un­um. 

Hvað með Evr­ópu­sam­starf?

Í grein­inni fjallar Rósa Björk um sam­band Íslands og Banda­ríkj­anna, sem eru auð­vitað vin­sælt efni um þessar mundir eftir upp­á­komurnar með Trump. Hún telur rétt að hug­leiða við­skipta­samn­ing við Banda­ríkin þegar ný rík­is­stjórn hefur tryggt sig í sessi. Hún hlýtur að eiga við tví­hliða við­skipta­samn­inga eins og þá sem Brexit menn í Bret­landi hafa barist fyrir að gera utan Evr­ópu­sam­bands­ins og Trump barð­ist einnig fyr­ir. Afar fáir aðrir en rót­tæk­ustu hægri menn hafa trú á tví­hliða við­skipta­samn­ingum nú á dög­um. Til­efni er því til að spyrja hvort Rósa Björk sé með þessu tali að lýsa fjand­skap sínum við Evr­ópu­sam­starfið eins og Brex­it­menn­irnir gerðu. Eða veit hún kannski ekki hvað hún er að gera?

Í þessu sam­hengi er hollt að hafa í huga að hinn gamli flokkur Rósu Bjark­ar, VG, er í grunn­inn eins konar Fram­sókn­ar­flokkur án erfða­góss SÍS. Það er stutt í útlend­inga­hræðsl­una þar á bæ. Þá styður VG kvóta­kerfið með kvóta­greifum og til­heyr­andi. Það er meira en að segja það að hlaupa úr þeim flokki yfir í kra­ta­flokk, nema Sam­fylk­ingin sjálf hafi misst trúna á jafn­að­ar­stefn­unni og vilji ganga glöð inn í þoku hins ljúfa stefnu­leys­is.

Höf­undur er tón­skáld.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
AGS mælir með þrengri skilyrðum á húsnæðislánum
Seðlabankinn ætti að beita þjóðhagsvarúðartækjum sínum til að takmarka hlut íbúðalána hjá bönkunum eða tryggja endurgreiðslugetu lánanna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjarninn 22. apríl 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar