Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé

Meðlimir í félaginu Femínískum fjármálum skrifa um efnahagsaðgerðir stjórnvalda í kjölfar COVID 19, út frá jafnréttissjónarmiðum.

steinunnar.jpg
Auglýsing

Margar þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í kjöl­far efna­hags­á­hrifa COVID-19 heims­far­ald­urs­ins miða að því að örva hag­kerfið og auka pen­inga­magn í umferð. Þetta telst til dæmi­gerðra kreppu­við­bragða og eru margar þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til sam­bæri­legar þeim sem not­ast var við í Hrun­inu. Ólíkt Hrun­inu sem kom til vegna ofþenslu hag­kerf­is­ins, kemur COVID-kreppan til fyrir til­stilli utan­að­kom­andi óút­reikn­an­legra þátta. Heims­far­aldur hefur valdið tekju­stoppi í ferða­þjón­ustu og tengdum þjón­ustu­greinum og starfs­fólk þeirra missir vinn­una. Þetta starfs­fólk eru til að mynda konur og fólk af erlendum upp­runa, og mest eru áhrifin á Suð­ur­nesj­u­m. 

Ekki hefur dregið eins mikið úr einka­neyslu eins og í fyrstu var talið og sama má segja um íbúða­fjár­fest­ingu. Hér er lík­lega um sam­spil margra þátta að ræða en ljóst er að sá hluti þjóð­ar­innar sem haldið hefur vinn­unni, hefur færi á að vinna heima og hefur ekki mjög íþyngj­andi umönn­un­ar­skyldur heima fyr­ir, heldur áfram að búa við efna­hags­legt öryggi. Á sama tíma heldur atvinnu­lausum áfram að fjölga. Þetta dregur fram ólík áhrif COVID-krepp­unnar á mis­mun­andi hópa fólks.

Það er ljóst að Hrunið og COVID-kreppan koma ólíkt við heim­ilin í land­inu og óvenju­leg kreppa líkt og þessi kallar á sér­tæk við­brögð til að koma til móts við þau sem hafa orðið verst úti fjár­hags­lega. Sú leið sem hefur verið farin er að reyna að koma pen­ingum til fólks og fyr­ir­tækja í gegnum mark­að­inn og banka­kerfið í formi almennra aðgerða, en vegna áhrifa heims­far­ald­urs og sótt­varn­ar­að­gerða skila þessir pen­ingar sér ekki endi­lega í hendur þeirra sem höllustum fæti standa. 

Auglýsing
Dæmi um þetta er barna­bóta­auki, sem er almenn aðgerð og skil­aði sér til allra fram­fær­enda barna, burt­séð hvort þau þurftu á stuðn­ingnum að halda. Með þessu var vikið frá því kerfi sem er við líði í íslenska barna­bóta­kerf­inu, þar sem þau tekju­lægstu fá barna­bæt­urnar ólíkt þeim tekju­hærri. Ekki er ætl­unin að ræða hér hvar tekju­mörk barna­bóta eigi að liggja, en það er þó ljóst að í fjöl­skyldum þar sem eru t.d. tveir for­eldrar til staðar sem báðir hafa haldið atvinnu og orðið fyrir lít­illi tekju­skerð­ingu, getur ekki verið brýn þörf fyrir stuðn­ing­inn sem um ræð­ir, eða 30.000 kr. ein­greiðslu pr. barn. Hér er aðgerð sem hefði auð­veld­lega getað aukið jöfn­uð, en í raun var fjár­magni varið í að styðja fjölda ein­stak­linga sem þurfa ekki á því að halda. 

Annað dæmi er ferða­gjöfin sem er aðgerð sem átti að virkja þær greinar sem urðu fyrir tekju­stoppi vegna heims­far­ald­urs, og kost­aði tæp­lega 800 millj­ónir (hingað til). Nú er ljóst að stór hluti þess fjár­magns end­aði í höndum fyr­ir­tækja sem urðu ekki fyrir veru­legum beinum áhrifum af heims­far­aldr­inum og standa nú jafn­vel sterk­ari en þau gerðu áður, s.s KFC, Olís og N1. Það kann að vera að ferða­gjöfin hafi átt þátt í auknum ferða­lögum Íslend­inga inn­an­lands, en í ljósi fram­an­greinds sést að aukið pen­inga­magn í umferð skil­aði sér ekki nógu vel þangað sem mark­aðs­brest­ur­inn átti sér stað.

Úttekt­ar­heim­ild val­frjáls sér­eign­ar­sparn­aðar er enn annað dæmi. Úttektin hentar fremur þeim sem eru með stöðuga þátt­töku á vinnu­mark­aði, í fullri vinnu og með með­al­tekjur eða hærri. Konur eru lík­legri til að vera í hluta­starfi, hafa almennt lægri tekjur og taka meiri tíma frá laun­aðri vinnu vegna þyngri umönn­un­ar­byrði. Það er því lík­legt að konur eigi almennt lægri sér­eign­ar­sparnað en karl­ar, ef þær eiga hann yfir höf­uð. Karlar hafa tekið út meiri­hluta fjár­hæð­ar­innar sem greidd hefur verið út, enda hentar úrræðið þeim betur en kon­um. Auk þess er ólík­legt að úrræðið gagn­ist fjölda fólks af erlendum upp­runa sem nú er án atvinn­u. 

Þá má einnig spyrja sig hverjir hafa notið góðs af á átak­inu Allir vinna. Aðgerðin á að hvetja fólk til að nýta sér þjón­ustu og fá 100% end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts af vinn­unni, en sú þjón­usta sem þar fellur undir er að stærstum hluta unnin af körlum og ólík­leg til að skapa störf fyrir þann hóp sem misst hefur vinn­una vegna Covid-19 heims­far­ald­urs. Aðgerðin á að auka umsvif hag­kerf­is­ins, en gerir slíkt á kostnað jafn­réttis því stuðn­ing­ur­inn fer fyrst og fremst til karla-­stétta og nýt­ist best þeim sem eru það efna­hags­lega vel stæð að þau hafi yfir höfðu efni á að nýta sér þá þjón­ustu sem end­ur­greiðslan nær til­.  

Við komum þá óhjá­kvæmi­lega að spurn­ing­unni um for­gangs­röðun fjár­magns sem stjórn­völd veita í stuðn­ing til fólks og fyr­ir­tækja vegna COVID-19. Efna­hags­að­gerðir stjórn­valda vegna COVID eru ann­ars vegar hugs­aðar til að auka umsvif og hins vegar til að auka jöfn­uð. Er nokkuð til of mik­ils mælst að þær aðgerðir sem auka eiga umsvif í hag­kerf­inu stuðli sömu­leiðis að jafn­rétti og rétt­læti? Því það er besta nýt­ingin á almanna­fé. 

Höf­undar eru félagar í Femínískum fjár­mál­um, félagi áhuga­fólks og sér­fræð­inga um kynjuð fjár­mál.

Sjá nánar á fem­inisk­fjarmal.is

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar