8. mars 2021

Í tilefni hins alþjóðlega baráttudags kvenna ætlar Sólveig Anna Jónsdóttir að hugsa til allra kvennanna sem vinna í dag eins og alla daga hina lífsnauðsynlegu kvennavinnu og um þær fórnir sem þær hafa fært fyrir íslenskt samfélag.

Auglýsing

Hvað gerum við í dag, við sem til­heyrum stétt verka og lág­launa­kvenna? Hvað gerum við í dag, á þessum degi sem ætti með réttu að vera okk­ar; fyrst hald­inn hátíð­legur af rót­tæk­um, sós­íal­ískum verka­kon­um, í þeim til­gangi að senda skila­boð um stór­kost­legt mik­il­vægi kven­vinnu­aflsins og hvetja til sam­stöðu í bar­átt­unni fyrir frelsi og rétt­læti? Sumar okkar gera það sem við gerum alla daga. Við seljum vinnu­aflið okkar á útsölu­mark­aði sam­ræmdrar lág­launa­stefnu, sem ómissandi starfs­fólk, und­ir­stöðu­starfs­fólk, á leik­skól­um, hjúkr­un­ar­heim­il­um, í heima­þjón­ustu, við þrif. Þar vinnum við og þar finnum við að án okkar hættir allt að virka, án okkar stoppar sam­fé­lag­ið. En okkur er samt aldrei þakkað fyrir nokkurn skap­aðan hlut, ekki fyrir eitt ein­asta hand­tak, hvorki í dag né aðra daga.

Og sumar okkar vakna inn í atvinnu­leysið, vakna inn í vit­und­ina um pen­inga-­leysið; átt­undi dagur mán­að­ar­ins er runn­inn upp og það er ekki mikið eftir inn á einka­bank­anum af atvinnu­leys­is­bót­un­um, ein­hverjir þús­und­kallar sem munu klár­ast á næstu dög­um. Fyrir þær okkar sem svo er komið fyrir er til­veran orðin ein­hvers­konar fanga­vist, stöðug bið frá einum mán­aða­mótum til þeirra næstu, stöðug bið eftir að þau sem fara með völd ákveði að leggja nokkra þús­und­kalla í við­bót inn, stöðug bið eftir því að eitt­hvað breyt­ist, ein­hvern tím­ann.

Sumar okkar er ekki hægt að nýta til vinnu. Við erum „bóta­þeg­ar“ sem íþyngjum valda­stétt­inni með „ör­orku­byrð­i“. Okkar er í aðdrag­anda kosn­inga lofað því að nú verði örlítið rétt­læti, smá sann­girni fundin ein­hvers staðar í fjár­kistum yfir­valds­ins en alltaf svikn­ar, af valda-­konum jafnt sem valda-­mönn­um. Við eigum ekk­ert og megum ekk­ert, eigum að skamm­ast okkar fyrir að vera til, vera byrði á flotta valda­fólk­inu. Eigum að skamm­ast okkar fyrir það í dag, líkt og alla aðra daga.

Auglýsing

En í dag, 8. mars, ætlar for­sæt­is­ráð­herra Íslands, ekki að gera neitt af þessu. Katrín Jak­obs­dóttir ætlar að hringja bjöllu í Kaup­höll­inni. Hún ætlar að fagna þar með þeim sem eiga og mega, fjár­magns­eig­endum sem hafa auðg­ast stór­kost­lega í krepp­unni; þar er eng­inn að hugsa um þús­und­kalla, þar hefur á kreppu­ár­inu met­hækkun orðið í hluta­bréfa­verði og til að sýna aðdáun sína á auð­stétt­inni hefur rík­is­stjórnin ákveðið að útbúa sér­stakan skatta­af­slátt fyrir kaup­endur hluta­bréf. Hin ríku verða rík­ari. Og rík­ari. Því ber að fagna, finnst for­sæt­is­ráð­herra.

Ef að eitt­hvað rétt­læti væri að finna væri 8. mars dagur verka og lág­launa­kvenna. En í stað þess að okkur séu færðar þakkir fyrir að halda umönn­un­ar­kerf­unum gang­andi og í stað þess að gripið sé til sér­staka ráð­staf­ana til að gera til­veru þeirra kvenna sem þjást í atvinnu­leys­inu betri, er í dag líkt og alla hina dag­ana athygl­inni beint að fjár­magns­eig­endum og valda­stétt­inni. Og þess kraf­ist af okk­ur, enn eina ferð­ina, að við hyllum stjór­ana í und­ir­gefni og aðdáun á þeim sem ráða. Við eigum enn og aftur að til­biðja brauð­mola­kenn­ingu kven­frels­is­ins, eigum að til­biðja vel­gengi ein­stakra kvenna, eigum að glápa eins og ein­feldn­ingar á sjón­ar­spilið í Kaup­höll­inni þar sem for­sæt­is­ráð­herra ætlar að hringja bjöllu arð­ráns­ins og ímynda okkar að við getum líka orðið svona flottar stelp­ur, eigum að fest­ast í dagdraumum um pen­inga og frelsið sem þeir færa fólki. En hverja okkar myndi nokkru sinni langa að ríkja yfir þeirri mis­skipt­ingu og stétt­skipt­ingu sem hér fær að vaxa og dafna? Hver vill ríkja yfir kerfi þar sem að aldrei hafa fleiri konur þurft að leita á náðir hjálp­ar­sam­taka til að fá mat handa sér og sínum á meðan að sam­fé­lags­leg auð­æfi renna í pen­inga-­geymslur hina ríku? Því­lík móðgun að láta sér detta til hugar að við viljum nokkuð hafa með þetta ömur­lega rugl að gera.

Ég hvet okkur sem til­heyrum stétt verka- og lág­launa­kvenna, fæddar hér á landi og hingað flutt­ar, til að hafna hinni femínísku brauð­mola­kenn­ingu. Hættum að til­biðja frelsi ein­stakra kvenna til að ráða yfir okk­ur. Hættum að taka þátt í skurð­goða­dýrkun á valdi og per­sónu­legri vel­gengni ein­stakra kvenna. Hættum að leyfa þeim sem ráða að kom­ast upp með enda­lausa sjálfs­upp­hafn­ing­una og sjálfs­dýrk­un­ina. Okkar eigin sjálfs­virð­ing hlýtur að segja okkur að þær sem sjá ekk­ert rangt við með­ferð­ina á verka og lág­launa­konum eru ekki full­trúar okk­ar, hvorki í dag né aðra daga.

Í dag, á meðan valda­stéttin heldur áfram að stela deg­inum okkar án þess að skamm­ast sín, ætla ég að hugsa til allra kvenn­anna, alls staðar að úr heim­in­um, ómissandi starfs­fólks­ins sem vinnur í dag eins og alla daga alla hina lífs­nauð­syn­legu kvenna­vinnu, og til allra kvenn­anna sem þjást í atvinnu­leys­inu og þeim skelfi­legu fjár­hags­á­hyggjum sem því fylgja. Ég ætla að hugsa um sam­stöðu okkar og bar­áttu. Ég ætla að hugsa um þær fórnir sem við höfum fært fyrir íslenskt sam­fé­lag og færum á degi hverj­um. Og ég ætla, eins og aðra daga, að lofa sjálfri mér því að gera allt sem í mínu valdi stendur til að breyta þessu kven­fjand­sam­lega arð­ráns­kerfi. Ég vona af öllu hjarta að þið gerið slíkt hið sama.

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar