Á að veita fólki húsnæðislán ef greiðslumat sýnir að það geti ekki borgað af þeim?

9954417613_8888c2a1ab_z.jpg
Auglýsing

Í vik­unni voru kynntar stór­tækar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar í hús­næð­is­mál­um. Sitt sýn­ist hverjum eins og oft vill verða þegar ríkið beitir sér með jafn stór­tækum hætti og nú stendur til. Aðgerð­irnar sem ráðu­neyti Eyglóar Harð­ar­dóttur ætlar að ráð­ast í hafa allar göf­ugt mark­mið. Með þeim á að reyna að tryggja tekju­lægsta fólki lands­ins hús­næði á verði sem það ræður við, breyta hús­næð­is­bóta­kerf­unum þannig að þau verði sann­gjarn­ari og finna leiðir til að hjálpa kaup­endum fyrstu íbúða að kom­ast inn á mark­að­inn. Þótt mark­miðin séu góð þá eru hins vegar mjög skiptar skoð­anir um útfærsl­urnar og hvort þær muni raun­veru­lega skila ein­hverju öðru en auk­inni þenslu og fleiri krónum inn á reikn­inga leigu­sala.

Eitt atriði í til­lögum Eyglóar hefur vakið meiri eft­ir­tekt í bak­her­berg­inu en önn­ur. Það er sú hug­mynd að sett verði sér­lög um fast­eigna­lán til neyt­enda sem veiti lán­veit­endum „svig­rúm til að horfa til fleiri þátta en nið­ur­stöðu greiðslu­mats við ákvörðun um lán­töku“.

Greiðslu­mat er, líkt og flestir þekkja, tæki til að finna út hversu háar afborg­anir af lánum fólk ræður við að greiða. Á grund­velli þess ákveða bankar hversu há lán þeir eru til­búnir til að lána fólki, og lág­marka þá áhættu sína á því að fólkið borgi lánin ekki til baka.

Auglýsing

Und­ir­rót þeirra vand­ræða sem alþjóð­legt efna­hags­kerfi rataði í fyrir hrun var einmitt sú að fullt af fólki fékk fullt af pen­ingum lánað án þess að hafa nokkra getu til að end­ur­greiða lán­in. Á íslensku voru þessi lán kölluð und­ir­málslán.

Neyt­enda­sam­tökin létu sér svona lán­veit­ingar á Íslandi tölu­vert varða á árunum eftir hrun. Þau sendu meðal ann­ars bréf á Gylfa Magn­ús­son, þá efna­hags- og við­skipta­ráð­herra, árið 2009 þar sem þau sögðu m.a.: „Und­an­farin miss­eri hefur ber­lega komið í ljós að sumir lán­tak­endur hafa tekið að láni meira fé en þeir ráða í raun við að greiða til baka. Greiðslu­örð­ug­leikar heim­il­anna skrif­ast ekki ein­göngu á geng­is­fall íslensku krón­unnar eða vax­andi verð­bólgu og atvinnu­leysi, heldur einnig það að fram­boð af lánsfé var of mik­ið. Láns­fjár­hæðir voru því oft í engu sam­ræmi við greiðslu­getu og fram­færslu­kostnað lán­taka. [...]­Gera má ráð fyrir því að hefði íslensku bönk­unum verið skylt að fram­kvæma raun­hæft greiðslu­mat fyrir allar lán­veit­ingar væru færri heim­ili í greiðslu­vand­ræð­u­m.“

Á árinu 2013 voru sam­þykkt ný lög um neyt­enda­lán á Alþingi. Þau byggðu að mestu á Evr­óputil­skipun um neyt­enda­lán. Í þeim var kveðið á um skyldu til greiðslu­mats og eftir gild­is­töku lag­anna hafa ugg­laust margir fundið fyrir því hversu reglur um lán, til dæmis yfir­drátt­ar­lán, hafa verið hert­ar.

Í ljósi þess að stór hluti vand­ræða heims­ins í hrun­inu staf­aði af lánum til fólks sem gat ekki borgað af þeim, þess að aðgerðir sem gripið hefur verið til út um allan heim í kjöl­farið miða allar að því að herða reglur um lán­veit­ingar þá er útspil Eyglóar frekar ein­kenni­legt og þarfn­ast hið minnsta frek­ari skýr­inga. Ef ekki á að miða við getu fólks til þess að borga af láni þegar láns­fjá­ræð er ákveð­in, hvað á þá að miða við?

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None