Hvaðan eiga milljarðarnir að koma?

fors..umynd_..kr_.fuhafast.ff_.jpg
Auglýsing

Áður en aðgerða­pakki rík­is­stjórn­ar­innar til að liðka fyrir kjara­samn­ingum var kynntur höfðu Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra viðrað hug­myndir um fækkun skatt­þrepa og hækkun per­sónu­af­slátt­ar. Um það var rætt í bak­her­berg­inu þegar þeir ræddu þetta á fundi með for­svars­mönnum ASÍ og þá var reiknað út hversu mikið hækkun per­sónu­af­sláttar hefði kostað rík­is­sjóð. Það hefði kostað tæpa 30 millj­arða á ári.

Ekki var á end­anum ráð­ist í að hækka per­sónu­af­slátt­inn svona veru­lega, heldur á hann að fylgja verð­lags­breyt­ing­um. Hins vegar var til­kynnt um aðgerðir sem munu kosta rík­is­sjóð enn meira, um 34 millj­arða króna sam­kvæmt útreikn­ingum Frétta­blaðs­ins í dag. Þeir útreikn­ingar taka þó ekki til kostn­aðar sem mun verða af bygg­ingu 2.300 félags­legra íbúða, en sá kostn­að­ur­ verður lík­lega önnur eins upp­hæð hið minnsta.

Þegar til stóð að verja 30 millj­örðum í hækkun per­sónu­af­sláttar var spurt í bak­her­berg­inu hvernig ríkið ætl­aði að ná sér í þennan pen­ing. Nú þegar búið er að til­kynna um ennþá meiri fjár­út­lát, en eng­inn hefur greint frá því hvaðan pen­ing­arnir í þetta allt saman eiga að koma, er spurn­ingin orðin enn hávær­ari í bak­her­berg­inu. Hvaðan eiga þessir pen­ingar að koma?

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None