Andvana kanína

Indriði H. Þorláksson
fjarmala-1.jpg
Auglýsing

Í „út­spili” rík­is­stjórn­ar­innar til að greiða fyrir gerð kjara­samn­inga er greint frá fyr­ir­hug­uðum breyt­ingum í skatta­mál­um. Eins og búast mátti við var það venju­leg dúsa, þ.e. lækkun á tekju­skatts­pró­sentu. Áhrif skatta­breyt­inga eru margræð og oft önnur en látið í veðri vaka. Lækkun skatt­hlut­falla ekki alltaf lækkun skatta og lækkun skatta er í sjálfu sér ekki kjara­bót. Við breyt­ingar á sköttum þarf að minnsta kosti að greina á milli mis­mun­andi áhrifa þeirra, m.a. áhrifa á rík­is­fjár­mál, áhrifa á kjör og vel­ferð og áhrifa á tekju­dreif­ingu.

Boðuð breyt­ing á tekju­skatti ein­stak­linga er ekki flók­in. Hún felst í að fella niður mið­þrep skatt­stig­ans og lækka hátekju­þrepið um 1% auk þess sem mörkin fyrir það þrep eru lækkuð nokk­uð. Verð­gildi hátekju­þreps­ins er svo tryggt með launa­vísi­tölu frá árs­lokum 2015 en per­sónu­af­slátt­ur­inn, sem er nú tryggður með þeim hætti verður tengdur verð­lags­breyt­ing­um.

Áhrif á tekjur rík­is­sjóðs



Í yfir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar er því slegið föstu að „tekju­tap” rík­is­sjóðs verði 9-11 millj­arðar króna. Sam­kvæmt laus­legum útreikn­ingum er fjár­hæð sem slík nærri lagi. En er það tekju­tap? Tekju­skatts­kerfið er þannig upp­byggt að í því felst sjál­krafa hækkun skatta við hækkun launa og er hækkun skatt­anna veru­lega meiri en hækkun laun­anna, þ.e. skatt­byrðin eykst sjálf­krafa. Það er m.a. ann­ars skýr­ingin á hækkun skatt­byrði á ára­tugnum fyrir hrun. Þessi áhrif sjást vel þegar skoð­aðar er breyt­ingar á skatt­tekjum og und­ir­liggj­andi skatt­stofni frá ári til árs. Sem dæmi hækk­uðu tekju­skattar milli álagn­ingar 2013 og 2014 um 3,2% en tekju­skatt­stofn­inn um 1,8%.

Þessar sjálf­virku skatta­breyt­ingar eru kostur við stjórn efna­hags­mála því þær draga úr sveiflum í hag­kerf­inu en til lengdar verður að huga að áhrifum þeirra á skatt­byrði og dreif­ingu henn­ar. Hefur það verið gert reglu­lega með breyt­ingum á skatt­hlut­föll­um, per­sónu­af­slætti og skatt­þrepum allt eftir þeim áherslum sem stjórn­völd hafa haft á hverjum tíma.

Auglýsing

Gangi breyt­ingar skv. nýlega und­ir­rit­uðum samn­ingum eftir má ætla að laun hækki um ca 15% á næstu þremur árum. Taki sú breyt­ing einnig til líf­eyris og ann­arra tekna sem ásamt launum mynda tekju­skatts­stofn­inn, sem er nú ca 1.000 millj­arðar króna, mun hann vaxa um ca 150 millj­arða króna. Að óbreyttum skatta­reglum myndi almennur tekju­skattur og útsvar hækka um ca 55 millj­arða króna sem er um 17 millj­örðum umfram þá ca 38 millj­arða sem þarf til að halda skatt­heimtu hlut­falls­lega óbreyttri. Útsvarið er fast hlut­fall af tekju­skatt­stofn­inum og því myndi þessi aukna skatt­heimta skila sér að fullu til rík­is­sjóðs. Til við­bótar skilar launa­hækk­unin ca 5 millj­örðum í trygg­inga­gjaldi.

Sú lækkun tekna rík­is­sjóðs sem boðað er í yfir­lýs­ing­unni er því ekki „tekju­tap” hans heldur er til þess að draga úr hækkun skatt­tekna vegna launa­breyt­ing­anna. Af þeim 17 millj­örðum sem ella hefðu komið í tekju­auka er 9 -11 millj­örðum skil­að. Þannig er ekki verið að boða skatta­lækkun heldur það hvernig menn hyggj­ast bregð­ast við fyr­ir­sján­legri sjálf­virkri hækkun skatta. Það er í sjálfu sér ekk­ert við það að athuga að móta fyr­ir­fram stefnu í þeim efnum ef hún er boðuð sem slík og er skyn­sam­leg sem varla verður sagt um það sem liggur á borð­inu nú.

Áhrif á rík­is­fjár­mál og vel­ferð­ar­kerfið



Raun­veru­leg skatta­lækkun hefur áhrif á rík­is­fjár­mál. Verði hún til þess að draga verði saman þá þjón­ustu, sem ríkið veit­ir, kann hún að leiða til vel­ferð­ar­taps sem gerir meira en að vega upp meinta kjara­bót af skatta­lækk­un. Eins og ástand er nú í heil­brigð­is­kerf­inu og flestum sviðum opin­berrar þjón­ustu má með sterkum rökum halda því fram að svo sé ástatt nú hér á landi. Svig­rúm til raun­veru­legrar lækk­unar skatta sé ekki fyrir hendi. Lækkun skatta á laun er því ein­ungis raun­veru­leg kjara­bót fyrir launa­fólk að öflun tekna frá öðrum komi í stað­inn til að standa undir opin­berri þjón­ustu.

Sú breyt­ing sem nú er boðuð er ein­ungis tak­mörkun á hækkun skatta sem ella hefði orðið og ekki svo mikil að hún skerðir núver­andi þjón­ustu­stig rík­is­ins. Að því leyti er hún ekki skað­leg fyrir rík­is­fjár­málin og vel­ferð­ar­kerf­ið. Eftir stendur þó sú spurn­ing hvort ekki hefði verið unnt að styrkja það með annarri útfærslu sem hefði leitt til auk­ins stíg­anda í skatt­lagn­ingu og auk­inna tekna í stað þess að hefja á ný þann feril að lækka skatta á hátekju­fólk.

Áhrif á tekju­dreif­ingu



Áhrifin á tekju­dreif­ingu eru nei­kvæð­ustu þættir boð­aðra skatta­breyt­inga. Sú mynd sem dregin er upp af þeim í yfir­lýs­ing­unni er ófull­komin og vafasöm. Matið á stærð­argráðunni er að vísu nærri lagi eða um 1% lækkun á með­al­skatt­hlut­falli en vel að merkja til að vega á móti um 1,7% sjálf­virkri hækkun á hlut­fall­inu ef ekk­ert væri að gert. En það segir ekki allt um áhrif breyt­ing­anna á tekju­dreif­ingu.

Fyrst er rétt að setja þessar breyt­ingar í sam­hengi við aðrar skatta­breyt­ingar á síð­ustu árum. Boðuð end­an­leg “lækk­un” skatta á launa­menn er um 10 millj­arðar króna á ári. (Orð yfir­lýs­ing­ar­innar um 16 millj­arða króna á fjórum árum og að reikna það sem hlut­fall af eins árs tekju­skatti er und­ar­leg til­raun til and­lits­lyft­ing­ar). Gjald­endur eru um 250 þús­und. Til sam­an­burðar er afnám auð­legð­ar­skatts­ins um 11 millj­arðar króna á ári á 6,5 þús­und tekju- og eigna­mesta fólk lands­ins. Lækkun hans 2014 til 2017 er um 33 millj­arðar króna. Lækkun veiði­gjalda er um 15-20 millj­arðar króna á ári eða 60 til 80 millj­arðar á sama tíma­bili. Ljóst er að launa­menn skora ekki hátt á for­gangs­skala stjórn­valda.

En það er ekki bara að fyr­ir­hug­aðar tekju­skatts­breyt­ingar séu háf­gerð mark­leysa. Sú leið sem er farin er slæm með til­liti til tekju­jöfn­unar og dreif­ingar á skatt­byrði. Það liggur m.a. í atlögu að stíg­anda í skatt­lagn­ingu með því að fara úr þriggja þrepa kerfi í tvö  þrep.  Betra hefði verið að nota svig­rúmið til að lækka skatt­hlut­fallið í lægsta þrepi, lengja bilið upp í næsta þrep og að bæta við skatt­þrepi fyir ofur­tekj­ur. Með því hefði mátt auka tekju­jöfnun kerf­is­ins og bregð­ast að ein­hverju leyti við vax­andi tekju­ó­jöfn­uði og ofur­launa­þró­un.

Til­hneig­ingin til að draga úr tekju­jöfnun birt­ist einnig í breyt­ingu skatt­hlut­fall­anna. Lægsta hlut­fall­inu er lítið breytt en þeim efri meira.  Það efsta er lækkað um 1%, þótt aldrei sé það sagt beint út í yfir­lýs­ing­unni. Áhrifin eru þau að skattar þeirra sem eru með tekjur undir fyrsta skatt­þrep­inu, nú tæp­lega 3,5 m.kr. á ári mun ekki lækka svo orð sé á ger­andi. Í því skatt­þrepi eru ekki bara tekjur þeirra sem eru á lægstu töxt­unum heldur hefur þetta áhrif upp eftir launa­ska­l­anum þannig að árs­laun verða að hafa náð um 4,8 m.kr. til að náð verði þeirri lækkun sem þeir tekju­hæstu njóta. Í þessu skatt­þrepi eru einnig tekjur stórra hópa líf­eyris og bóta­þega þ.e. hópa sem ekki munu njóta samn­ings­bund­inna breyt­inga lág­marks­launa og mik­ill fjöldi skóla­fólks og náms­manna sem eru með árs­laun undir þessum mörkum vegna skamms árlegs vinnu­tíma.

Þessar reikn­uðu lækk­anir eru statiskar í þeim skiln­ingi að þær taka ekki til greina áhrif launa- og verð­lags­breyt­inga á skatt­lagn­ing­una á samn­ings­tím­anum en boð­aðar eru breyt­ingar sem auka munu á mis­ræmið tekju­lágum í óhag. Tekju­mörkin fyrir hærra skatt­þrepið muni fylgja launa­breyt­ingum frá árs­lokum 2015 en per­sónu­af­sláttur verður lát­inn fylgja verð­lagi. Það þýðir í stuttu máli að ef launa­hækk­an­irnar leiða til kjara­bóta þ.e. laun hækka meira en verð­lag munu hæstu tekjur njóta þess aukna kaup­máttar að mestu en lægri tekjur einkum þær lægstu munu gjalda fyrir með auk­inni skatt­byrði.

Í eft­ir­far­andi línu­riti er sýnd breyt­ing á skatt­hlut­föllum þegar tekið er til­liti til launa- og verð­lags­breyt­inga. Miðað er við að á þriggja ára samn­ings­tím­anum verði launa­hækk­anir 15% að jafn­aði, þar af 5% fyrir árs­lok 2015 þannig að efra skatt­þrepið hækki um 10% eftir það. Þá er miðað við að veð­lags­breyt­ingar verði 2,5% á ári eða 7,5% á þremur árum og að per­sónu­af­slátt­ur­inn hækki um þá pró­sentu.

Nið­ur­staðan er sú að skatta­lækk­unin sem vera átti um og yfir 1% fyrir alla verður að skatta­hækkun fyrir alla sem eru með laun undir með­al­launum en nokkur lækkun skilar sér til hærra laun­aðra,  þó um helm­ingi minni en ætlað var. Þetta á ekki að koma á óvart og er í sam­ræmi við áður sagt að þrátt fyrir um 10 millj­arða lækkun tekju­skatts myndu um 7 millj­arðar króna af 17 millj­arða hækkun á sköttum umfram óbreytt skatt­hlut­fall sitja eftir hjá rík­is­sjóði. Hækkun skatt­heimtu um 7 millj­arða króna hlýtur að skila sér í hækkun með­al­skatt­hlut­falls.

Nið­ur­staða



Boð­aðar skatta­breyt­ingar eru umfangs­lítil og óhjá­kvæmi­leg aðlögun skatt­kerf­is­ins að verð­lags­breyt­ingum fremur en inn­legg í kjara­samn­inga.

skatt

 

Er það af hinu góða því slík inn­grip í skatt­kerfið eru yfir­leitt skað­leg. Enn­fremur má segja þeim til ágætis að þær stefna rík­is­fjkár­málum ekki í óefni né kalla sem slíkar á nið­ur­skurð í vel­ferð­ar­kerf­inu.

Frá öðrum sjón­ar­miðum verður þeim vart hrós­að. Að því leyti sem þær hafa áhrif á tekju­dreif­ingu eru þær aft­ur­hvarf til þess skatt­kerfis fyr­ir­hrunsár­anna sem leiddi til síauk­innar skatt­byrði á lágar tekjur og hlífði hinum hærri. Vax­andi ójöfn­uði í tekju- og eigna­skipt­ingu er þannig mætt með því að draga úr tekju­jöfn­un­ar­á­hrifum skatt­kerf­is­ins og auka mis­skipt­ingu tekna.

Þá er ekki hjá því kom­ist að gera athuga­semdir við fram­setn­ingu og túlkun stjórn­valda á þessum breyt­ing­um. Ein­faldar breyt­ingar á stuðlum skatt­kerf­is­ins er vafðar inn í orða­flækj­ur, skýr­ingar litlar og afleið­inga ekki getið eða vafðar í orð­skrúð.

Und­ir­rót óánægju í þjóð­fé­lag­inu er m.a. ójöfn­uður í skipt­ingu eigna og tekna. Hlutur launa­tekna í lands­fram­leiðslu hefur farið minnk­andi síð­ustu ár. Hluti af þeirri þróun er sú stað­reynd að vax­andi arði af auð­lindum þjóð­ar­innar er beint fram hjá sam­eig­in­legum sjóði lands­manna. Þetta er öllum ljóst. Stjórn­völd voru í þeirri stöðu að geta haft áhrif á gerð kjara­samn­inga með því að boða stefnu­breyt­ingu í þessu efni og ákveða aðgerðir á næstu miss­erum sem hefðu getað fært marg­falt fleiri tugi millj­arða í vasa rík­is­sjóðs og almenn­ings en gert er með þeirri hung­ur­lús sem nú er borin á borð. Með henni reyna stjórn­völd enn einu sinni að draga kan­ínu úr töfra­hatti teboðs­ins en gæta þess ekki að hún er and­vana.

Fyrri tengd skrif má sjá á vef­síðu minni: htt­p://indri­di­h.com

Kakan og kjörin A: htt­p://indri­di­h.com/skatt­ar-og-at­vinnu­rekst­ur/kakan-og-kjor­in-a/

Kakan og kjörin B: htt­p://indri­di­h.com/skatt­ar-og-at­vinnu­rekst­ur/kakan-og-kjor­in-b/

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None