Á ég að lifa eða deyja?

Steindór Erlingsson
sunnyday.jpg
Auglýsing

Þagn­ar­hjúpur og skömm hefur umlukið sjálfs­víg og sjálfs­vígs­hugs­anir í gegnum ald­irn­ar. Það er ekki skrýtið þegar haft er í huga að sjálfs­víg voru lengi tal­inn glæp­ur, sbr. orðið sjálfs­morð, hægt var að gera eigur sjálfs­vegenda upp­tækar og greftrun þeirra í kirkju­görðum var oft bönn­uð. Ísland er þar engin und­an­tekn­ing, því eins og sagn­fræð­ing­ur­inn Hrafn­kell Lár­us­son bendir á í nýlegri grein voru „lög sem giltu um sjálfs­vegendur á Íslandi fram til árs­ins 1870 [] mörkuð af for­dæm­ingu á sjálfs­víg­um“.

Með lagaum­bót­unum árið 1870 end­ur­spegl­uðu Íslend­ingar hæg­fara hug­ar­fars­breyt­ingu sem hófst í Evr­ópu á End­ur­reisn­ar­tím­anum og náði hámarki á tímum Upp­lýs­ing­ar­inn­ar.  En þrátt fyrir lagaum­bætur í sumum löndum og þá opnun umræð­unnar um sjálfs­víg, sem David Hume, Wolf­gang von Goethe og aðrir 18. aldar hugs­uðir stuðl­uðu að, varð ávinn­ing­ur­inn ekki lang­vinn­ur. Þetta er nið­ur­staða franska sagn­fræð­ings­ins Geor­ges Minois í bók­inni History of Suicide: Volunt­ary Death in Western Cult­ure því þegar kom fram á 19. öld urðu sjálfs­víg aftur tabú sem var umlukið þögn. Minios segir vís­indi 20. aldar ekki hafa rofið þagn­ar­múr­inn.  Í dag ætla ég að rjúfa þögn­ina og ræða um bar­áttu mína við til­hugs­un­ina um eigin tor­tím­ingu.

Sjálfs­vígs­hugs­anir hafa legið á mér eins og mara í tæp­lega 30 ár. Í vís­inda­sögu­rann­sóknum mínum hef ég ekki einu sinni fengið frið fyrir þessum hryll­ingi enda voru tvö af helstu við­fangs­efnum rann­sókna minna, bresku líf­fræð­ing­arnir Julian Huxley (1887-1975) og Lancelot Hog­ben (1895-1975), illa haldnir af sjálfs­vígs­hugs­unum sem ungir menn. Á þessum langa tíma hef ég gengið í gegnum gríð­ar­lega erf­ið­leika. Hér er hvorki staður nér stund til þess að rekja þá sögu, enda geri ég hana að umtals­efni í grein­inni „Hug­leið­ing um áföll og sjálfs­vígs­hugs­an­ir“ sem birt­ist í nýjasta hefti Tíma­rits Máls og menn­ingar. Þess í stað hyggst ég ein­blína á tvö afdrifa­rík augna­blik úr ævi minni þar sem ég stóð við dauð­ans dyr og velta fyrir mér hvaða lær­dóm er hægt að draga af reynsl­unni.

Auglýsing

Sjálfs­vígstil­raun á sól­ríkum sum­ar­degi



Það var á sól­ríkum sum­ar­degi sem ég gerði fyrstu alvar­legu sjálfs­vígstil­raun­ina, þá 25 ára gam­all. Allt þetta sumar heltóku sjálfs­vígs­hugs­anir líf mitt. Frá því ég vakn­aði og þar til ég fór að sofa þutu hugs­anir um eigin tor­tím­ingu stöðugt í gegnum hug­ann. Svefn­inn veitti mér því miður enga hvíld enda herj­uðu hrylli­legar martraðir á mig á hverri nóttu. Ég fyr­ir­leit sjálfan mig og þráði svefn­inn langa.

Það er mér í fersku minni þegar ég kom dag einn heim frá vinnu, náði í öll lyfin mín og inn­byrti þau af mik­illi yfir­veg­un. Á meðan á þessu stóð fann ég ekki fyrir neinni hræðslu og upp­lifði í raun ánægju­lega spennu. Þetta breytt­ist fljótt. Þegar ég fór að finna fyrir áhrifum lyfj­anna fyllt­ist ég skyndi­lega mik­illi hræðslu og fann að mig lang­aði eftir allt saman ekki að deyja. Hringdi því strax í besta vin minn og bað hann um að keyra mig á bráða­mót­tök­una.  Ég man óljóst eftir að því að setj­ast upp í bíl­inn hans en eftir það verður allt svart.

Þegar kvikn­aði á með­vit­und­inni lá ég í spít­ala­rúmi tengdur alls konar tækj­um. Fyrstu ein­stak­ling­arnir sem ég sá voru systir mín og móð­ir. Næst kom ég auga á lækni og hugs­aði: „Af hverju léstu mig ekki deyja?“ Ég man ekki eftir að hafa rætt þessa reynslu af alvöru, hvorki við geð­heil­brigð­is­starfs­mann, fjöl­skyld­una né vin minn. Hér liggur hund­ur­inn einmitt graf­inn því þessi þrúg­andi þögn gerði það að verkum að hvorki ég né fjöl­skylda mín höfðum nokkurn mögu­leika á að skilja hvað lá að baki sjálfs­vígs­hugs­un­um, sjálfs­fyr­ir­litn­ing­unni og þeirri ólýs­an­legu ein­man­a­kennd sem ég upp­lifði. Hin lam­andi þögn átti lík­lega stóran þátt í því að ég losn­aði ekki úr fang­elsi þess­ara skelfi­legu hugs­ana.

Get ég bjargað lífi manns­ins?



Á einum stað í Mýtu Sisy­fosar veltir franski rit­höf­und­ur­inn Albert Camus upp nokkrum lík­legum skýr­ingum á sjálfs­víg­um. En eins og Camus bendir á verðum við einnig „að vita hvort vinur örvænt­ing­ar­fulla manns­ins hafi nokkuð ávarpað hann kæru­leys­is­lega þann sama dag. Hann er sá seki“. Ég lenti í hlið­stæðri reynslu undir lok síð­asta árs.

Allan síð­asta vetur var ég undir miklu álagi. Á sama tíma og ég gekk í gegnum erf­iða en árang­urs­ríka áfalla­með­ferð hjá sál­fræð­ingi á Land­spít­al­anum fet­aði ég mig aftur út í lífið eftir að hafa meira og minna ein­angrað mig frá umheim­inum í mörg ár. Ég fékk vinnu­að­stöðu á stórum vinnu­stað þar sem ég gat sinnt rit­störfum mín­um. Það var mjög erfitt að horfa dag­lega framan í hóp af ein­stak­lingum sem vissu lík­lega ekki hver ég er. Óör­yggið minnk­aði þó smátt og smátt þegar leið á vet­ur­inn.

Til­finn­inga­lega álagið sem fylgdi rit­stör­f­unum flækti lífið hins vegar veru­lega. Ástæða þessa er sú að áföll, sjálf­vígs­hugs­an­ir, sjálfs­fyr­ir­litn­ing og gríð­ar­legur ein­mana­leiki spil­uðu stórt hlut­verk í text­unum sem ég skrif­aði síð­ast lið­inn vet­ur. Hér er ann­ars vegar um að ræða grein um breska líf­fræð­ing­inn Lancelot Hog­ben, sem er vænt­an­leg í Journal of the History of Biology, og hins vegar greinin um sjálfan mig, sem hefst á þess­ari setn­ingu: „Í ljós­inu frá jepp­anum blasti gap­andi brjóst­kass­inn við og ég hugs­aði skelf­ingu lost­inn: ‚Get ég bjargað lífi manns­ins‘?“

Álagið sem fylgdi sál­fræði­með­ferð­inni, veru minni á vinnu­staðnum stóra og rit­stör­f­unum tók því veru­lega á mig. Þegar maður býr við svona ágjöf getur áreiti, sem virð­ist sára­saklaust, kveikt gríð­ar­lega sterkar sjálfs­vígs­hugs­an­ir. Þetta gerð­ist nokkrum sinnum síð­asta vet­ur.

Eft­ir­minni­leg­asta atvikið átti sér stað á nöprum nóv­em­ber­degi er ég var á gangi við Þjóð­ar­bók­hlöð­una. Þá fékk ég sím­tal þar sem mér var til­kynnt að ég þyrfti að flytja mig yfir á annað skrif­borð. Minn við­kvæmi hugur ein­blíndi hins vegar bara á fyrstu setn­ing­una sem ég heyrði: „Það er búið að flytja dótið þitt af skrif­borð­in­u.“  Þá kvikn­aði strax gríð­ar­legur ótti um að nú ætti á henda mér út af vinnu­staðn­um. Þó setn­ing­arnar sem fylgdu strax í kjöl­farið leið­réttu þennan mis­skiln­ing var stíflan brostin og ekki aftur snú­ið. Óhugn­an­legar sjálfs­vígs­hugs­anir hellt­ust yfir mig og gekk ég eins og í leiðslu niður á höfn og hugð­ist henda mér í sjó­inn. Þegar þangað var komið rank­aði ég við mér og vissi, ólíkt því þegar ég var 25 ára gam­all, nákvæm­lega hvað ég átti að gera. Ég hringdi í sál­fræð­ing­inn, sagði henni frá atvik­inu og róaði hún mig nið­ur.

Hér erum við komin að kjarna máls­ins. Ég hafði aðgang að mjög færum sál­fræð­ingi (og hef raunar enn) sem hlýddi kalli mínu sam­stundis þegar svart­nættið virt­ist vera að kaf­færa mig. Það er ekki allt, því for­senda þess að ég gat nýtt mér skyndi­hjálp­ina var leið­sögn hennar sem gerði mér kleift að rata hægt og rólega út úr dimmu völ­und­ar­húsi sjálfs­hat­urs og –fyr­ir­litn­ing­ar. Nú stend í fyrsta skipti í ára­tugi, nokkuð óstyrkum fót­um, í sól­björtu lands­lagi þar sem kær­leikur og gleði eru eðli­legur hluti af líf­inu. Sólin blindar mig en dag­bók­in, þar sem ég skrái niður jákvæðar lýs­ingar á athöfnum dags­ins, verndar mig fyrir glýj­unni. Það vaknar eðli­lega ótti innra með mér við til­hugs­un­ina um að halda út í lands­lag sem ég hef ekki gengið um í ára­tugi. En sá ótti er létt­vægur í sam­burði við val­kost­inn, sem er að halda aftur inn í völ­und­ar­húsið dimma. Á veg­ferð­inni sem er framundan mun ég örugg­lega gæjast þanngað inn af og til en mark­miðið er að fjar­lægj­ast völ­und­ar­húsið hægt og rólega og læra að njóta sól­ar­innar með fjöl­skyld­unni og vin­um.

Þakk­látur fyrir að lífi mínu var bjargað



Þó líf mitt hafi verið gríð­ar­lega erfitt í tæp­lega 30 ár er ég í dag óend­an­lega þakk­látur starfs­fólki Borg­ar­spít­al­ans sem bjarg­aði lífi mínu fyrir 23 árum. Ef ég hefði dáið hefði ég ekki séð æsku­draum minn um að verða líf­fræð­ingur ræt­ast. Ég hefði ekki kynnst eig­in­konu minni sem hefur staðið mér við hlið eins og klettur í 22 ár.  Ég hefði ekki horft á börnin okkar þrjú fæð­ast og vaxa úr grasi. Ég hefði ekki fengið meist­ara- og dokt­ors­gráður vís­inda­sagn­fræði. Ég hefði ekki skrifað gena­bók­ina örlaga­ríku. Ég hefði ekki birt greinar í alþjóð­legum fræði­tíma­rit­um. Ég hefði ekki skrifað hátt í eitt­hund­rað blaða­grein­ar.

Ég hefði ekki kynnst iðju­þjálf­unum tveimur sem kenndu mér að meta verð­mætin sem fel­ast í reynslu­sögu minni. Ég hefði ekki kynnst geð­lækn­inum sem hefur ekki gef­ist upp á mér síðan leiðir okkar lágu saman fyrir 5 árum. Og síð­ast en ekki síst þá hefði ég ekki kynnst sál­fræð­ingnum sem hjálp­aði mér að lyfta grettistaki síð­ast lið­inn vet­ur. Með hennar hjálp hefur mér tek­ist að öðl­ast sjálfs­skiln­ing sem gerir það að verkum að ef ég þarf aftur að skipta um borð á vinnu­staðnum stóra eða yfir­gefa hann mun ég hlíta beiðn­inni af yfir­veg­un. Í fyrsta skipti í langan, langan tíma horfi ég nokkuð björtum augum framan í aðsteðj­andi vet­ur.

Álitið byggir á erindi sem flutt var á mál­þingi í Þjóð­minja­safn­inu á alþjóð­lega sjálfs­vígs­for­varna­dag­inn, sem helgað var sjálfs­vígum ungra karla. 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None