Á grænni grein

Sigurður Hannesson skrifar um áskoranirnar sem eru fram undan í loftslags- og orkumálum.

Auglýsing

Lofts­lags- og orku­mál verða eitt stærsta við­fangs­efni nýs árs. Þessi mál eru sam­ofin enda er nýt­ing end­ur­nýj­an­legrar orku lyk­ill­inn að árangri í lofts­lags­málum á heims­vísu. Önnur ríki vinna hörðum höndum að því að fram­leiða hreina orku í meira mæli. Þar hefur okkar stærsta fram­lag til lofts­lags­mála legið hingað til en við, líkt og önnur ríki þurfum að afla meiri hreinnar orku. Fram undan eru þriðju orku­skiptin sem eiga sér stað í sam­göngum þegar olíu er skipt út fyrir hreina orku­gjafa eða raf­elds­neyti. Fram­tíðin er háð orku og því þarf nauð­syn­lega að bregð­ast við með auk­inni orku­öflun og upp­bygg­ingu inn­viða í takt við orku­spár hins opin­bera og þarfir lands­manna. Það er sann­ar­lega verk að vinna enda er fram­kvæmda­tími mældur í árum.

Tæki­færi í grænum umskiptum

Grænu umskiptin sem nú eiga sér stað eru iðn­bylt­ing út af fyrir sig en þau eru komin til vegna ákalls ríkja heims til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Vilji ríkja heims og atvinnu­lífs til aðgerða kallar á miklar fjár­fest­ingar á næstu árum og ára­tugum í nýsköpun og nýrri tækni sem og í orku­skiptum til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Grænu umskiptin munu eiga það sam­eig­in­legt með öðrum iðn­bylt­ingum að drif­kraftur breyt­inga er efna­hags­legur ávinn­ing­ur. Það þýðir að nýjar lausnir verða bæði hag­kvæm­ari en þær sem fyrir eru auk þess að hafa minni umhverf­is­leg áhrif og helst eng­in. Í þessu fel­ast tæki­færi. Á móti kemur að það verður áskorun að tryggja að umskiptin séu rétt­lát. Ólíkt öðrum iðn­bylt­ingum þá er þessi skipu­lögð af stjórn­völdum og árangur mun ekki nást nema með sam­vinnu við atvinnu­líf­ið. Stofnun Græn­vangs, sam­starfs­vett­vangs stjórn­valda og atvinnu­lífs um orku­þekk­ingu og grænar lausnir, var því mik­il­vægt skref í átt að árangri. Þannig eru tæki­færin á þessu sviði sótt á sama tíma og atvinnu­líf og stjórn­völd ganga í takt og hvetja hvort annað til aðgerða í lofts­lags­mál­um. Vit­und­ar­vakn­ing hefur skilað til­ætl­uðum árangri en tími aðgerða er runn­inn upp.

Atvinnu­lífið er á fleygi­ferð

Lofts­lags­veg­vísir atvinnu­lífs­ins var gef­inn út um mitt ár 2021 og er eitt skref atvinnu­lífs­ins á leið kolefn­is­hlut­leys­is. Helstu greinar atvinnu­lífs hafa lagt af stað og mátað sig við verk­efn­ið. Innan iðn­aðar má nefna fyr­ir­tæki í stór­iðju sem hafa náð miklum árangri nú þegar við að draga úr útblæstri en losun hefur dreg­ist saman um 75% á hvert fram­leitt tonn frá árinu 1990, fyr­ir­tæki í bygg­ing­ar­iðn­aði sem vinna af metn­aði að aðgerða­á­ætlun um kolefn­is­hlut­leysi og svo tækni­fyr­ir­tæki sem hafa þróað grænar lausnir til dæmis á sviði raf­elds­neytis og nið­ur­dæl­ingar koltví­oxíðs. Á vett­vangi Græn­vangs hafa hátt í eitt hund­rað lausnir á þessu sviði í íslensku atvinnu­lífi verið kort­lagðar sem sýnir glöggt þá grósku sem er til stað­ar. Fyr­ir­tæki lands­ins hafa metnað og vilja til að gera meira og betur í þessum málum eins og dæmin sanna. Á sviðum orku­skipta og nýsköp­unar liggja helstu tæki­færi atvinnu­lífs­ins til aðgerða.

Auglýsing

Stjórn­völd móta hvata

Til að ná til­settum árangri þurfa stjórn­völd að móta umgjörð sem er hvetj­andi til nýsköp­unar og fjár­fest­inga í nýrri tækni og orku­skipt­um. Það er ekki nóg að setja upp boð og bönn heldur þarf jákvæða hvata. Beina þarf fjár­munum í réttan far­veg grænna lausna. Það er umhugs­un­ar­efni í því sam­hengi hversu lít­ill Lofts­lags­sjóður er og hve miklum fjár­munum hann hefur varið í vit­und­ar­vakn­ingu á sama tíma og beinna aðgerða er þörf. Á sama tíma verja fyr­ir­tækin á annan millj­arð króna á ári í kaup á los­un­ar­heim­ildum en þeir fjár­munir rata hins vegar ekki í græn verk­efni sem er þó til­gangur kerf­is­ins. Þessu þarf að breyta ef ná á settum mark­mið­um.

Aðgerða er þörf í orku­málum

Helsta fram­lag Íslands í lofts­lags­málum hingað til felst í orku­skipt­um, ann­ars vegar nýt­ingu hreinnar raf­orku og svo nýt­ingu jarð­varma til hús­hit­un­ar. Þessi umskipti urðu löngu áður en nokkur vissi um lofts­lagsvá en drif­kraft­ur­inn var af efna­hags­legum toga. Það er hag­kvæmara að nýta ork­una í fall­vötnum og jarð­varma en að flytja inn olíu og kol til brennslu. Fram­tíðin er orku­háð eins og orku­spá hins opin­bera sýnir svart á hvítu, bæði vegna fjórðu iðn­bylt­ing­ar­innar sem nú stendur yfir og vegna grænna umskipta þar sem spurn eftir hreinni orku er nær ótæm­andi. Þegar við bæt­ast nýlegar fréttir af raf­orku­málum lands­ins hlýtur öllum að vera ljóst að aðgerða er þörf. Eft­ir­spurn eftir orku vegna orku­skipta og grænna skrefa fram á við árið 2022 verður ekki mætt með hátt í hálfrar aldar byggða­línu. Ekki verður lengur beðið með nauð­syn­legar aðgerðir hvað varðar öflun orku og styrk­ingu inn­viða til að tryggja landsmönnum næga orku og örugga orku. Þegar fram­kvæmda­tími er mældur í árum liggur í hlut­ar­ins eðli að ákvarð­anir í þessum málum eru ekki teknar í flýti. Við eflum sam­keppn­is­hæfni Íslands og þar með lífs­kjör allra lands­manna með aðgengi að nægu magni raf­orku til að mæta kröfum fram­tíð­ar­inn­ar. Slík nálgun er líka eitt mik­il­væg­asta fram­lag okkar til umhverf­is- og lofts­lags­mála.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit