Á öskuhaugum samtímasögunnar

„Það sem nú gerist í heiminum er flóknara og mun verra en að úr leysist með því einu að ljúka þessu vonda stríði,“ skrifar Stefán Jón Hafstein. Fyrir utan Úkraínu geisa „gleymd“ og „ósýnileg“ stríð.

Auglýsing

Það segir sína sögu að Mat­væla­á­ætlun Sam­ein­uðu þjóð­anna (World Food Programme) metur fjár­þörf sína frá júní til nóv­em­ber á þessu ári upp á 22 milj­arða doll­ara. Nei, ég efast reyndar um að margir les­endur skilji þessa sögu eins og hún er. Okkur er bók­staf­lega drekkt í alls konar tölum og tíma­bilum sem eru óskilj­an­leg. Setjum þetta þá í sam­hengi: Fjár­þörf fyrir sex mán­aða tíma­bil í ár fyrir stærstu stofnun heims­ins sem veitir mat­væla­að­stoð er sem sagt 22 millj­arð­ar, sem er nærri þrisvar sinnum stærri tala en fyrir sömu stofnun heilt ár áður en Kóvid og stríð í Úkra­ínu skullu á. Þrisvar sinnum meiri þörf núna á hálfu ári en var fyrir heilt ár áður. Það skilur maður ein­hverjum skiln­ingi.

Auglýsing

Það er líka hægt að útskýra þetta með fjölda þeirra sem eru í bráðum mat­ar­skorti svo stappar nærri hung­ursneyð: 350 millj­ónir manna í meira en 80 ríkjum heims. Talan hefur tvö­fald­ast á skömmum tíma.

Stríð­inu að kenna?

Já, að hluta, bara að hluta. Eins og David Beasley fram­kvæmda­stjóri WFP útskýrði í Silfr­inu fyrir stuttu blasti við hrika­leg mat­vælakreppa FYRIR far­aldur og löngu áður en stríðið skall á. Úkra­ína flytur vissu­lega út mikið af mat­vælum og mörg lönd reiða sig á inn­flutn­ing það­an, en það eru ekki mjög mörg ríki sem eiga næstum allt sitt undir mat það­an.

Það sem nú ger­ist í heim­inum er flókn­ara og mun verra en að úr leys­ist með því einu að ljúka þessu vonda stríði. Í fyrri grein minni í Kjarn­anum fjall­aði ég um mat­vælakrepp­una og því kom­inn tími til að bæta við um heim­inn eins og hann er.

Marg­föld­un­ar­tafla hörm­unga

Nokkrir marg­fald­arar ganga gegnum mat­væla­kerfi heims­ins. Sá fyrsti er auk­inn kostn­aður við aðföng og flutn­inga á sama tíma og fjöldi þeirra sem býr við neyð eykst gríð­ar­lega og gjaf­mildi þeirra sem mest eiga minnk­ar.

„Gleymdu stríð­in“ hafa ekki horf­ið. Í Afganistan búa 97% íbúa undir fátækt­ar­mörk­um. Í Suð­ur­-Súd­an, Jemen og Sýr­landi hefur ófriður geysað í meira en ára­tug og svo bæt­ast við „ósýni­legu stríð­in“ sunnan Sahara og enn trompa svo stöð­una „stein­gleymdu stríð­in“ í Írak, Líbíu og Mjan­mar.

Úr bókinni Heimurinn eins og hann er. Mynd: Stefán Jón Hafstein

Allar þessar töl­ur, ólíku svið og enda­lausa óáran er ofar skiln­ingi okk­ar. Við bara náum þessu ekki þótt það standi á blaði og myndir segi meira en þús­und orð. Það er veru­leg áskorun fyrir rit­höf­unda og lista­menn að koma þessum skiln­ingi að ein­hverju leyti til almenn­ings. Þetta var vel túlkað í mynd­verki á Fen­eyjat­ví­ær­ingnum 2019 þar sem Christ­ian Marclay sýndi 40 War Movies. Þar eru Hollywood-­stríðs­myndir lagðar hver ofan á aðra með sama fjölda hljóðrása þar sem bland­ast saman sprengjuregn og þján­ing­ar­hljóð.

„Það grillir bara í mjóa ræmu frá hverju „stríð­i“, en heildin myndar sam­felldan hryll­ing. Heim­ur­inn birt­ist eins og hann er meðan sin­fónía morða, rána og nauð­gana ómar.“ Allt teng­ist eins og León­ardó da Vinci sagði 500 árum fyrr: „Jem­en, Tsjad, Suð­ur­-Súd­an, Sómal­ía, Níger­ía, Malí, Búr­kína Fasó, Líbía, Afganistan, Írak, Kongó, Mjan­mar, Sýr­land, Líbanon, Palest­ína … Bang, bang, búmm. Ösk­ur. Vein.“ (Úr Heim­ur­inn eins og hann er).

Þriðji marg­fald­ar­inn er svo nátt­úru­ham­farir og lofts­lags­á­föll. Man nokkur eftir að Madaga­skar hefur átt við langvar­andi þurrka að stríða og hung­ursneyð? Að tugir millj­óna manna hafa ekki fengið upp­skeru í sam­fellt fimm ár á Horni Afr­íku (Sómal­ía, Eþíópía, Ken­í­a)? Hita­bylgjur með sviðna jörð í Evr­ópu og flóð í Pakistan og Flór­ída. Tjónið af þessum völdum er metið á tæpa þrjá­tíu millj­arða doll­ara á árinu.

Og meira til

Mynd: Stefán Jón Hafstein

Marg­fald­ari númer fjögur er þre­föld áhætta sam­tímis í mörgum ríkj­um: Hækk­andi orku­verð, hærra mat­væla­verð, fjár­málakreppa sem skekur fátæk skuld­sett ríki með vaxta­byrði og geng­is­á­hættu.

Af þeim rúm­lega 100 ríkjum sem kreppan ógnar eru 40 í Afr­íku sunnan Sahara og WFP líkir ástand­inu hjá þeim við „fár­viðri“ enda meðal fátæk­ustu ríkja heims.

Ósigrar

Þeir les­endur sem fylgd­ust með lofts­lags­ráð­stefn­unni í Egypta­landi (COP 27) vita ugg­laust að þar náð­ist eng­inn árangur í þá átt að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Eitt dæmi um að fögur fyr­ir­heit stefni á ösku­hauga sam­tíma­sög­unn­ar. Þau eru fleiri:

1) Heims­mark­miðin fyrir 2030 munu ekki nást. Algjör upp­gjöf blasir við í bar­átt­unni fyrir „Zero hun­ger“ – eða heimi án hung­urs.

2) Par­ís­armark­miðið í lofts­lags­málum um að halda hlýnun innan við 1,5 gráður mun ekki nást, hugs­an­lega stefnir í 2-3 gráður að lág­marki.

3) Lof­orð 90 þjóð­ar­leið­toga (2020) um „nátt­úru­vænt hag­kerfi 2030“ mun ekki nást þótt þeir hafi lýst yfir „hnatt­rænu neyð­ar­á­standi“ (e. planet­ary emergency).

Hvað þarf eig­in­lega til? Í Heim­inum eins og hann er fannst mér nauð­syn­legt að fjalla líka um póli­tísku vídd­ina sem varðar þetta allt og felur í sér enn eina upp­gjöf­ina - fyrir þeim sem græða á óbreyttu ástandi.

Stefán Jón Haf­stein er höf­undur bók­ar­innar Heim­ur­inn eins og hann er. Myndir eru úr bók­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar