Áburðurinn er ekki fyrir ríkissjóð

Auglýsing

Sjö þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins, þau Þor­steinn Sæmunds­son, Vig­dís Hauks­dótt­ir, Páll Jóhann Páls­son, Líneik Anna Sæv­ars­dótt­ir, Har­aldur Ein­ars­son, Silja Dögg Gunn­ars­dóttir og Þór­unn Egils­dótt­ir, hafa end­ur­nýjað póli­tískan áhuga sinn á því að reist verði 120 millj­arða áburða­verk­smiðja í Helgu­vík eða í Þor­láks­höfn. Þings­á­lykt­un­ar­til­laga þess efnis liggur nú fyrir þing­inu, en upp­legg hennar er að sjömenn­ing­arnir vilja að rík­is­stjórn Íslands beiti sér fyrir hag­kvæmni­at­hugun og könnun á mögu­leika á því að reisa „sem fyrst“ áburða­verk­smiðju.

Að baki til­lög­unni er for­senda sem er bundin við eft­ir­talin orð í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni sjálfri í formi grein­ar­gerð­ar: „Und­an­farin ár hefur heims­mark­aðs­verð á áburði hækkað umtals­vert, einkum vegna auk­inna áburð­ar­kaupa Kín­verja og Ind­verja. Heims­mark­aðs­verð áburðar náði hámarki árið 2008. Síðan hefur verðið lækkað nokkuð en er nú heldur hærra en fyrir árið 2006. Ljóst er að áburð­ar­verð mun að öllum lík­indum hald­ast hátt í næstu fram­tíð vegna auk­innar rækt­unar mat­væla sem nauð­syn er á til að brauð­fæða síauk­inn mann­fjölda.“

Verð­sveiflur og áhættaÁstæðan fyrir áhuga sjömenn­ing­ana á áburða­verk­smiðj­unni er því aðal­lega bundin við það mat þeirra að um ein­stakt við­skipta­tæki­færi er að ræða. Ekki er þó annað hægt en að nefna að þessi texti grein­ar­gerð­ar­innar í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni sýni glögg­lega um hversu mikla áhættu er að ræða. Verð­sveiflur eru miklar og eft­ir­spurnin hefur verið drifin áfram af ótrú­legu hag­vaxt­ar­skeiði Ind­lands og Kína á und­an­förnum árum. Verðið á áburði nú er það lægsta í átta ár og ómögu­legt að segja til um það með vissu hvernig það mun þró­ast. Til lengdar litið mun fjölgun mann­kyns vafa­lítið kalla á meiri áburð­ar­notk­un, en hugs­an­lega gæti ein­hverjum öðrum en sjömenn­ing­unum dottið í hug að byrja að fram­leiða hann og þannig tekið til sín tekjur sem ann­ars gætu komið hing­að.

Í þessum skrifum er ekki gengið út frá því að íslenska ríkið eigi að fjár­magna verk­smiðj­una og eiga hana en sam­kvæmt til­lög­unni er kostn­aður við hana um 120 millj­arðar króna og um 150 til 200 störf verði við hana til fram­tíð­ar. Því verður ekki trúað upp á sjömenn­ing­ana að þeir vilji setja skuldum vaf­inn rík­is­sjóð, sem borgar 85 millj­arða á ári í vexti, í þá stöðu að fjár­magna 120 millj­arða fífl­djarfa áhættu­fjár­fest­ingu eins og mál standa. Ég ætla í það minnsta að leyfa þeim að njóta vafans, og geri ráð fyrir að þeir séu að hvetja rík­is­stjórn­ina til þess að leggja út í vinnu og kostnað við und­ir­bún­ing fyrir mögu­lega áburða­verk­smiðju ann­arra. Reyndar hefur verið á orðum Þor­steins Sæmunds­sonar í við­tölum við fjöl­miðla að skilja að honum sé alvara með það að rík­is­sjóður eigi að greiða 120 millj­arða fyrir verk­smiðj­una og eiga hana, en það er ekki úti­lokað að það sé mis­skiln­ingur. Áhug­inn sem slíkur á verk­smiðj­unni er nægt til­efni til þess að velta þessum málum fyrir sér.

Auglýsing

Ef að sjö menn­ing­arnir eru að koma fram með þessa til­lögu fyrir hönd ein­hverra einka­fjár­festa, og þannig að láta ríkið taka á sig kostnað við hag­kvæmni­at­hugun á þessu verk­efni, þá er lág­marks­krafa að koma fram með upp­lýs­ingar um slíkt áður en lengra er hald­ið. Allt annað er óboð­legt.

Einka­fjár­festar meiga gera þettaÍ ljósi þess að bygg­ing áburða­verk­smiðj­unnar felur í sér mikla áhættu fyrir þá sem leggja fjár­magn í hana, og rekstur hennar vita­skuld líka í ljósi verð­sveiflna og óvissu um þróun mála, sam­an­ber grein­ar­gerð sjömenn­ing­ana, þá er það ákveðin fífldirfska að fara út í bygg­ingu verk­smiðj­unn­ar. Fyrir mitt leyti þá vona ég þó að einka­fjár­festar séu til­búnir að taka þessa áhættu með sína eigin pen­inga. Það yrði gott fyrir hag­kerfið ef ein­hver annar en rík­is­sjóður er til­bú­inn til þess að fjár­magna verk­efnið að fullu og borga allar skuld­bind­ingar sem því fylgja. Það myndi skapa störf og hafa áhrif á þjón­ustu til góðs. Áhætta getur verið góð. Hugs­an­lega myndi þetta ganga upp. Hugs­an­lega ekki. En þá geta þeir sem stóðu í þessum fjár­fest­ingum borið ábyrgð­ina á öllu sam­an, tapi eða gróða.

Allt um áburð­inn upp á borðiðSjömenn­ing­arnir þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum þegar kemur að áburð­in­um. Í ljósi þess hve upp­lýs­ing­arnar í grein­ar­gerð­inni með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni eru fátæk­legar þá er ekki á hreinu hvað sjömenn­ing­unum gengur til með þess­ari til­lögu. Það er ekki í verka­hring stjórn­mála­manna að vera að reyna að sikta út við­skipta­tæki­færi hér og þar sem aldrei undir nokkrum kring­um­stæðum geta talist til verk­efna sem fé úr rík­is­sjóði ætti að fara í. Eins og mál standa núna þá verða sjömenn­ing­arnir að koma með fleiri upp­lýs­ingar um áburða­verk­smiðj­una sem þeir vilji að rísi upp á borð­ið. Ann­ars er ekki annað hægt en að dæma þessa end­ur­fluttu þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um áburða­verk­smiðj­una sem tóma dellu sem þing­menn eiga að ekki að vera eyða dýr­mætum tíma sínum og launum frá okkur skatt­greið­endum í.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None