Áburðurinn er ekki fyrir ríkissjóð

Auglýsing

Sjö þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins, þau Þor­steinn Sæmunds­son, Vig­dís Hauks­dótt­ir, Páll Jóhann Páls­son, Líneik Anna Sæv­ars­dótt­ir, Har­aldur Ein­ars­son, Silja Dögg Gunn­ars­dóttir og Þór­unn Egils­dótt­ir, hafa end­ur­nýjað póli­tískan áhuga sinn á því að reist verði 120 millj­arða áburða­verk­smiðja í Helgu­vík eða í Þor­láks­höfn. Þings­á­lykt­un­ar­til­laga þess efnis liggur nú fyrir þing­inu, en upp­legg hennar er að sjömenn­ing­arnir vilja að rík­is­stjórn Íslands beiti sér fyrir hag­kvæmni­at­hugun og könnun á mögu­leika á því að reisa „sem fyrst“ áburða­verk­smiðju.

Að baki til­lög­unni er for­senda sem er bundin við eft­ir­talin orð í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni sjálfri í formi grein­ar­gerð­ar: „Und­an­farin ár hefur heims­mark­aðs­verð á áburði hækkað umtals­vert, einkum vegna auk­inna áburð­ar­kaupa Kín­verja og Ind­verja. Heims­mark­aðs­verð áburðar náði hámarki árið 2008. Síðan hefur verðið lækkað nokkuð en er nú heldur hærra en fyrir árið 2006. Ljóst er að áburð­ar­verð mun að öllum lík­indum hald­ast hátt í næstu fram­tíð vegna auk­innar rækt­unar mat­væla sem nauð­syn er á til að brauð­fæða síauk­inn mann­fjölda.“

Verð­sveiflur og áhættaÁstæðan fyrir áhuga sjömenn­ing­ana á áburða­verk­smiðj­unni er því aðal­lega bundin við það mat þeirra að um ein­stakt við­skipta­tæki­færi er að ræða. Ekki er þó annað hægt en að nefna að þessi texti grein­ar­gerð­ar­innar í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni sýni glögg­lega um hversu mikla áhættu er að ræða. Verð­sveiflur eru miklar og eft­ir­spurnin hefur verið drifin áfram af ótrú­legu hag­vaxt­ar­skeiði Ind­lands og Kína á und­an­förnum árum. Verðið á áburði nú er það lægsta í átta ár og ómögu­legt að segja til um það með vissu hvernig það mun þró­ast. Til lengdar litið mun fjölgun mann­kyns vafa­lítið kalla á meiri áburð­ar­notk­un, en hugs­an­lega gæti ein­hverjum öðrum en sjömenn­ing­unum dottið í hug að byrja að fram­leiða hann og þannig tekið til sín tekjur sem ann­ars gætu komið hing­að.

Í þessum skrifum er ekki gengið út frá því að íslenska ríkið eigi að fjár­magna verk­smiðj­una og eiga hana en sam­kvæmt til­lög­unni er kostn­aður við hana um 120 millj­arðar króna og um 150 til 200 störf verði við hana til fram­tíð­ar. Því verður ekki trúað upp á sjömenn­ing­ana að þeir vilji setja skuldum vaf­inn rík­is­sjóð, sem borgar 85 millj­arða á ári í vexti, í þá stöðu að fjár­magna 120 millj­arða fífl­djarfa áhættu­fjár­fest­ingu eins og mál standa. Ég ætla í það minnsta að leyfa þeim að njóta vafans, og geri ráð fyrir að þeir séu að hvetja rík­is­stjórn­ina til þess að leggja út í vinnu og kostnað við und­ir­bún­ing fyrir mögu­lega áburða­verk­smiðju ann­arra. Reyndar hefur verið á orðum Þor­steins Sæmunds­sonar í við­tölum við fjöl­miðla að skilja að honum sé alvara með það að rík­is­sjóður eigi að greiða 120 millj­arða fyrir verk­smiðj­una og eiga hana, en það er ekki úti­lokað að það sé mis­skiln­ingur. Áhug­inn sem slíkur á verk­smiðj­unni er nægt til­efni til þess að velta þessum málum fyrir sér.

Auglýsing

Ef að sjö menn­ing­arnir eru að koma fram með þessa til­lögu fyrir hönd ein­hverra einka­fjár­festa, og þannig að láta ríkið taka á sig kostnað við hag­kvæmni­at­hugun á þessu verk­efni, þá er lág­marks­krafa að koma fram með upp­lýs­ingar um slíkt áður en lengra er hald­ið. Allt annað er óboð­legt.

Einka­fjár­festar meiga gera þettaÍ ljósi þess að bygg­ing áburða­verk­smiðj­unnar felur í sér mikla áhættu fyrir þá sem leggja fjár­magn í hana, og rekstur hennar vita­skuld líka í ljósi verð­sveiflna og óvissu um þróun mála, sam­an­ber grein­ar­gerð sjömenn­ing­ana, þá er það ákveðin fífldirfska að fara út í bygg­ingu verk­smiðj­unn­ar. Fyrir mitt leyti þá vona ég þó að einka­fjár­festar séu til­búnir að taka þessa áhættu með sína eigin pen­inga. Það yrði gott fyrir hag­kerfið ef ein­hver annar en rík­is­sjóður er til­bú­inn til þess að fjár­magna verk­efnið að fullu og borga allar skuld­bind­ingar sem því fylgja. Það myndi skapa störf og hafa áhrif á þjón­ustu til góðs. Áhætta getur verið góð. Hugs­an­lega myndi þetta ganga upp. Hugs­an­lega ekki. En þá geta þeir sem stóðu í þessum fjár­fest­ingum borið ábyrgð­ina á öllu sam­an, tapi eða gróða.

Allt um áburð­inn upp á borðiðSjömenn­ing­arnir þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum þegar kemur að áburð­in­um. Í ljósi þess hve upp­lýs­ing­arnar í grein­ar­gerð­inni með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni eru fátæk­legar þá er ekki á hreinu hvað sjömenn­ing­unum gengur til með þess­ari til­lögu. Það er ekki í verka­hring stjórn­mála­manna að vera að reyna að sikta út við­skipta­tæki­færi hér og þar sem aldrei undir nokkrum kring­um­stæðum geta talist til verk­efna sem fé úr rík­is­sjóði ætti að fara í. Eins og mál standa núna þá verða sjömenn­ing­arnir að koma með fleiri upp­lýs­ingar um áburða­verk­smiðj­una sem þeir vilji að rísi upp á borð­ið. Ann­ars er ekki annað hægt en að dæma þessa end­ur­fluttu þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um áburða­verk­smiðj­una sem tóma dellu sem þing­menn eiga að ekki að vera eyða dýr­mætum tíma sínum og launum frá okkur skatt­greið­endum í.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None