Ábyrgar upplýsingar eða grænþvottur

10016394766-a517f60534-z.jpg
Auglýsing

Það kall­ast „græn­þvott­ur“ þegar fyr­ir­tæki beitir blekk­ingum í mark­aðs- eða kynn­ing­ar­starfi sínu til þess að sýn­ast vera umhverf­is­vænni eða sam­fé­lags­lega ábyrg­ari en það raun­veru­lega er. Íslensk fyr­ir­tæki hafa und­an­farið í auknum mæli tekið upp hug­mynda­fræði um sam­fé­lags­á­byrgð. Stundum vakna grun­semdir um að þetta eða hitt fyr­ir­tækið sé ein­göngu að fegra ímynd sína með orða­lagi um sam­fé­lags­á­byrgð, að fyr­ir­tækið sé ekki að segja satt eða segi ekki alla sög­una þegar það aug­lýsir umhverf­is­vænar vörur eða þjón­ustu sem það tengir við sam­fé­lags­á­byrgð. Sú þarf þó ekki að vera raunin og því er nauð­syn­legt að fyr­ir­tækin sýni heil­indi og almenn­ingur kanni málið áður en dómar eru felld­ir.

Ketill B. Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Ket­ill B. Magn­ús­son, fram­kvæmda­stjóri

Festu - mið­stöðvar um sam­fé­lags­á­byrgð.

Ábyrg upp­lýs­inga­gjöf



Margir eru á þeirri skoðun að betra sé að segja minna og fram­kvæmda meira. Það er vissu­lega rétt að lítil ábyrgð felst í að standa ekki við yfir­lýs­ing­ar, en það má heldur ekki draga svo úr upp­lýs­inga­gjöf um starf fyr­ir­tæk­is­ins að eng­inn viti hvernig það starfar og fólk freist­ist til að geta í eyð­urn­ar. Raunin er sú að bæði við­skipta­vinir og starfs­menn vilja gjarnan vita af því ef fyr­ir­tækið vinnur af ábyrgð gagn­vart umhvef­inu eða sam­fé­lag­inu. Ein­hvers staðar þarf að byrja og þó svo enda­mark­inu hafi ekki verið náð, þá felst ábyrgð í því að gefa raunsanna mynd af þeim áhrifum sem fyr­ir­tækið hefur á hverjum tíma á umhverfið og sam­fé­lag­ið. Hver sem hin raunsanna mynd er þá byggir fyr­ir­tækið upp traust við það að gefa upp rétta mynd af stöðu þess.

Ekki bara glans­mynd



Fyr­ir­tækj­um, líkt og ein­stak­lingum er annt um orð­spor sitt og ímynd. Þau vilja að fólki líki við vöru­merk­ið, tengi það við jákvæða eig­in­leika og treysti því. Stundum getur þó kynn­ing­ar­starf fyr­ir­tæk­is­ins ein­blínt of mikið á jákvæðu þætt­ina í starf­semi þess að það verður ótrú­verð­ugt. Fyr­ir­tæki eru ekki full­kom­in, frekar en mann­fólk­ið, og þess vegna viljum við frekar fá heið­ar­legt svar við erf­iðum eða óund­ir­búnum spurn­ingum heldur en að fá falska glans­mynd. Við­skipta­vinir vilja að stjórn­endur stýri fyr­ir­tækjum skyn­sam­lega, að þeir bregð­ist við á réttan hátt ef vanda­mál koma upp, að til­lit sé tekið til hags­muna­að­ila, enn fremur að reynt sé að lág­marka þann skaða sem þau valda og hámarka jákvæð áhrif sín á umhverfið og sam­fé­lag­ið.

Hvað ein­kennir græn­þvott



Það getur reynst flókið að meta hvort fyr­ir­tæki stundi græn­þvott.  Banda­ríska rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið UL hefur sett fram lista yfir atriði sem bent gætu til græn­þvotts. Þar má nefna hvort athygl­inni sé beint frá aðal­at­rið­inu, hvort sann­anir fyrir stað­hæf­ingum vanti, hvort rangar merk­ingar séu not­að­ar, hvort orða­lag sé of loðið eða hvort hrein­lega sé verið að segja ósatt.

Þegar rauður varð grænn en lítið annað breytt­ist



Frægt dæmi um græn­þvott er þegar McDon­alds í Evr­ópu breytti litum í vöru­merki sínu úr rauðum og gulum í grænan og gulan árið 2009, að þeirra sögn til að und­ir­strika nýja umhverf­is­væna stefnu sína, án þess að breyta starf­sem­inni svo talist gæti. Eða þegar Apple var nýlega ásakað um blekk­ingar með því að selja Iphone sím­tæki með ákveðnu minnis­magni án þess að nefna að stýri­kerfið tekur stóran hluta af minn­inu svo neyt­endur neyð­ast til að kaupa auka auka minni í ský­þjón­ustu Apple.

Árangur og ábyrgð fyr­ir­tæki



Þess er ósk­andi að íslenskum fyr­ir­tækjum gangi vel að sneyða hjá græn­þvotti. Það gera þau með því að end­ur­spegla raun­veru­lega stöðu þeirra hvað varðar sam­fé­lags­á­byrgð og umhverf­is­vernd og enn fremur að þau búi yfir þekk­ingu á þessum hug­tök­um. Festa – mið­stöð um sam­fé­lags­á­byrgð og Sam­tök atvinnu­líf­ins standa fyrir ráð­stefnu í Hörpu þann 29. jan­úar undir yfir­skrift­inni Árangur og ábyrgð fyr­ir­tæki. Þar munu nokkur fyr­ir­tæki deila reynslu sinni og sér­fræð­ingar gefa góð ráð um sam­fé­lags­á­byrgð.  Nán­ari upp­lýs­ingar um ráð­stefn­una má finna á vef Festu, festa­sam­felagsa­byrgd.is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None