Ábyrgar upplýsingar eða grænþvottur

10016394766-a517f60534-z.jpg
Auglýsing

Það kall­ast „græn­þvott­ur“ þegar fyr­ir­tæki beitir blekk­ingum í mark­aðs- eða kynn­ing­ar­starfi sínu til þess að sýn­ast vera umhverf­is­vænni eða sam­fé­lags­lega ábyrg­ari en það raun­veru­lega er. Íslensk fyr­ir­tæki hafa und­an­farið í auknum mæli tekið upp hug­mynda­fræði um sam­fé­lags­á­byrgð. Stundum vakna grun­semdir um að þetta eða hitt fyr­ir­tækið sé ein­göngu að fegra ímynd sína með orða­lagi um sam­fé­lags­á­byrgð, að fyr­ir­tækið sé ekki að segja satt eða segi ekki alla sög­una þegar það aug­lýsir umhverf­is­vænar vörur eða þjón­ustu sem það tengir við sam­fé­lags­á­byrgð. Sú þarf þó ekki að vera raunin og því er nauð­syn­legt að fyr­ir­tækin sýni heil­indi og almenn­ingur kanni málið áður en dómar eru felld­ir.

Ketill B. Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Ket­ill B. Magn­ús­son, fram­kvæmda­stjóri

Festu - mið­stöðvar um sam­fé­lags­á­byrgð.

Ábyrg upp­lýs­inga­gjöfMargir eru á þeirri skoðun að betra sé að segja minna og fram­kvæmda meira. Það er vissu­lega rétt að lítil ábyrgð felst í að standa ekki við yfir­lýs­ing­ar, en það má heldur ekki draga svo úr upp­lýs­inga­gjöf um starf fyr­ir­tæk­is­ins að eng­inn viti hvernig það starfar og fólk freist­ist til að geta í eyð­urn­ar. Raunin er sú að bæði við­skipta­vinir og starfs­menn vilja gjarnan vita af því ef fyr­ir­tækið vinnur af ábyrgð gagn­vart umhvef­inu eða sam­fé­lag­inu. Ein­hvers staðar þarf að byrja og þó svo enda­mark­inu hafi ekki verið náð, þá felst ábyrgð í því að gefa raunsanna mynd af þeim áhrifum sem fyr­ir­tækið hefur á hverjum tíma á umhverfið og sam­fé­lag­ið. Hver sem hin raunsanna mynd er þá byggir fyr­ir­tækið upp traust við það að gefa upp rétta mynd af stöðu þess.

Ekki bara glans­myndFyr­ir­tækj­um, líkt og ein­stak­lingum er annt um orð­spor sitt og ímynd. Þau vilja að fólki líki við vöru­merk­ið, tengi það við jákvæða eig­in­leika og treysti því. Stundum getur þó kynn­ing­ar­starf fyr­ir­tæk­is­ins ein­blínt of mikið á jákvæðu þætt­ina í starf­semi þess að það verður ótrú­verð­ugt. Fyr­ir­tæki eru ekki full­kom­in, frekar en mann­fólk­ið, og þess vegna viljum við frekar fá heið­ar­legt svar við erf­iðum eða óund­ir­búnum spurn­ingum heldur en að fá falska glans­mynd. Við­skipta­vinir vilja að stjórn­endur stýri fyr­ir­tækjum skyn­sam­lega, að þeir bregð­ist við á réttan hátt ef vanda­mál koma upp, að til­lit sé tekið til hags­muna­að­ila, enn fremur að reynt sé að lág­marka þann skaða sem þau valda og hámarka jákvæð áhrif sín á umhverfið og sam­fé­lag­ið.

Hvað ein­kennir græn­þvottÞað getur reynst flókið að meta hvort fyr­ir­tæki stundi græn­þvott.  Banda­ríska rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið UL hefur sett fram lista yfir atriði sem bent gætu til græn­þvotts. Þar má nefna hvort athygl­inni sé beint frá aðal­at­rið­inu, hvort sann­anir fyrir stað­hæf­ingum vanti, hvort rangar merk­ingar séu not­að­ar, hvort orða­lag sé of loðið eða hvort hrein­lega sé verið að segja ósatt.

Þegar rauður varð grænn en lítið annað breytt­istFrægt dæmi um græn­þvott er þegar McDon­alds í Evr­ópu breytti litum í vöru­merki sínu úr rauðum og gulum í grænan og gulan árið 2009, að þeirra sögn til að und­ir­strika nýja umhverf­is­væna stefnu sína, án þess að breyta starf­sem­inni svo talist gæti. Eða þegar Apple var nýlega ásakað um blekk­ingar með því að selja Iphone sím­tæki með ákveðnu minnis­magni án þess að nefna að stýri­kerfið tekur stóran hluta af minn­inu svo neyt­endur neyð­ast til að kaupa auka auka minni í ský­þjón­ustu Apple.

Árangur og ábyrgð fyr­ir­tækiÞess er ósk­andi að íslenskum fyr­ir­tækjum gangi vel að sneyða hjá græn­þvotti. Það gera þau með því að end­ur­spegla raun­veru­lega stöðu þeirra hvað varðar sam­fé­lags­á­byrgð og umhverf­is­vernd og enn fremur að þau búi yfir þekk­ingu á þessum hug­tök­um. Festa – mið­stöð um sam­fé­lags­á­byrgð og Sam­tök atvinnu­líf­ins standa fyrir ráð­stefnu í Hörpu þann 29. jan­úar undir yfir­skrift­inni Árangur og ábyrgð fyr­ir­tæki. Þar munu nokkur fyr­ir­tæki deila reynslu sinni og sér­fræð­ingar gefa góð ráð um sam­fé­lags­á­byrgð.  Nán­ari upp­lýs­ingar um ráð­stefn­una má finna á vef Festu, festa­sam­felagsa­byrgd.is.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None