Ábyrgar upplýsingar eða grænþvottur

10016394766-a517f60534-z.jpg
Auglýsing

Það kall­ast „græn­þvott­ur“ þegar fyr­ir­tæki beitir blekk­ingum í mark­aðs- eða kynn­ing­ar­starfi sínu til þess að sýn­ast vera umhverf­is­vænni eða sam­fé­lags­lega ábyrg­ari en það raun­veru­lega er. Íslensk fyr­ir­tæki hafa und­an­farið í auknum mæli tekið upp hug­mynda­fræði um sam­fé­lags­á­byrgð. Stundum vakna grun­semdir um að þetta eða hitt fyr­ir­tækið sé ein­göngu að fegra ímynd sína með orða­lagi um sam­fé­lags­á­byrgð, að fyr­ir­tækið sé ekki að segja satt eða segi ekki alla sög­una þegar það aug­lýsir umhverf­is­vænar vörur eða þjón­ustu sem það tengir við sam­fé­lags­á­byrgð. Sú þarf þó ekki að vera raunin og því er nauð­syn­legt að fyr­ir­tækin sýni heil­indi og almenn­ingur kanni málið áður en dómar eru felld­ir.

Ketill B. Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Ket­ill B. Magn­ús­son, fram­kvæmda­stjóri

Festu - mið­stöðvar um sam­fé­lags­á­byrgð.

Ábyrg upp­lýs­inga­gjöfMargir eru á þeirri skoðun að betra sé að segja minna og fram­kvæmda meira. Það er vissu­lega rétt að lítil ábyrgð felst í að standa ekki við yfir­lýs­ing­ar, en það má heldur ekki draga svo úr upp­lýs­inga­gjöf um starf fyr­ir­tæk­is­ins að eng­inn viti hvernig það starfar og fólk freist­ist til að geta í eyð­urn­ar. Raunin er sú að bæði við­skipta­vinir og starfs­menn vilja gjarnan vita af því ef fyr­ir­tækið vinnur af ábyrgð gagn­vart umhvef­inu eða sam­fé­lag­inu. Ein­hvers staðar þarf að byrja og þó svo enda­mark­inu hafi ekki verið náð, þá felst ábyrgð í því að gefa raunsanna mynd af þeim áhrifum sem fyr­ir­tækið hefur á hverjum tíma á umhverfið og sam­fé­lag­ið. Hver sem hin raunsanna mynd er þá byggir fyr­ir­tækið upp traust við það að gefa upp rétta mynd af stöðu þess.

Ekki bara glans­myndFyr­ir­tækj­um, líkt og ein­stak­lingum er annt um orð­spor sitt og ímynd. Þau vilja að fólki líki við vöru­merk­ið, tengi það við jákvæða eig­in­leika og treysti því. Stundum getur þó kynn­ing­ar­starf fyr­ir­tæk­is­ins ein­blínt of mikið á jákvæðu þætt­ina í starf­semi þess að það verður ótrú­verð­ugt. Fyr­ir­tæki eru ekki full­kom­in, frekar en mann­fólk­ið, og þess vegna viljum við frekar fá heið­ar­legt svar við erf­iðum eða óund­ir­búnum spurn­ingum heldur en að fá falska glans­mynd. Við­skipta­vinir vilja að stjórn­endur stýri fyr­ir­tækjum skyn­sam­lega, að þeir bregð­ist við á réttan hátt ef vanda­mál koma upp, að til­lit sé tekið til hags­muna­að­ila, enn fremur að reynt sé að lág­marka þann skaða sem þau valda og hámarka jákvæð áhrif sín á umhverfið og sam­fé­lag­ið.

Hvað ein­kennir græn­þvottÞað getur reynst flókið að meta hvort fyr­ir­tæki stundi græn­þvott.  Banda­ríska rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið UL hefur sett fram lista yfir atriði sem bent gætu til græn­þvotts. Þar má nefna hvort athygl­inni sé beint frá aðal­at­rið­inu, hvort sann­anir fyrir stað­hæf­ingum vanti, hvort rangar merk­ingar séu not­að­ar, hvort orða­lag sé of loðið eða hvort hrein­lega sé verið að segja ósatt.

Þegar rauður varð grænn en lítið annað breytt­istFrægt dæmi um græn­þvott er þegar McDon­alds í Evr­ópu breytti litum í vöru­merki sínu úr rauðum og gulum í grænan og gulan árið 2009, að þeirra sögn til að und­ir­strika nýja umhverf­is­væna stefnu sína, án þess að breyta starf­sem­inni svo talist gæti. Eða þegar Apple var nýlega ásakað um blekk­ingar með því að selja Iphone sím­tæki með ákveðnu minnis­magni án þess að nefna að stýri­kerfið tekur stóran hluta af minn­inu svo neyt­endur neyð­ast til að kaupa auka auka minni í ský­þjón­ustu Apple.

Árangur og ábyrgð fyr­ir­tækiÞess er ósk­andi að íslenskum fyr­ir­tækjum gangi vel að sneyða hjá græn­þvotti. Það gera þau með því að end­ur­spegla raun­veru­lega stöðu þeirra hvað varðar sam­fé­lags­á­byrgð og umhverf­is­vernd og enn fremur að þau búi yfir þekk­ingu á þessum hug­tök­um. Festa – mið­stöð um sam­fé­lags­á­byrgð og Sam­tök atvinnu­líf­ins standa fyrir ráð­stefnu í Hörpu þann 29. jan­úar undir yfir­skrift­inni Árangur og ábyrgð fyr­ir­tæki. Þar munu nokkur fyr­ir­tæki deila reynslu sinni og sér­fræð­ingar gefa góð ráð um sam­fé­lags­á­byrgð.  Nán­ari upp­lýs­ingar um ráð­stefn­una má finna á vef Festu, festa­sam­felagsa­byrgd.is.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None