Ábyrgar upplýsingar eða grænþvottur

10016394766-a517f60534-z.jpg
Auglýsing

Það kall­ast „græn­þvott­ur“ þegar fyr­ir­tæki beitir blekk­ingum í mark­aðs- eða kynn­ing­ar­starfi sínu til þess að sýn­ast vera umhverf­is­vænni eða sam­fé­lags­lega ábyrg­ari en það raun­veru­lega er. Íslensk fyr­ir­tæki hafa und­an­farið í auknum mæli tekið upp hug­mynda­fræði um sam­fé­lags­á­byrgð. Stundum vakna grun­semdir um að þetta eða hitt fyr­ir­tækið sé ein­göngu að fegra ímynd sína með orða­lagi um sam­fé­lags­á­byrgð, að fyr­ir­tækið sé ekki að segja satt eða segi ekki alla sög­una þegar það aug­lýsir umhverf­is­vænar vörur eða þjón­ustu sem það tengir við sam­fé­lags­á­byrgð. Sú þarf þó ekki að vera raunin og því er nauð­syn­legt að fyr­ir­tækin sýni heil­indi og almenn­ingur kanni málið áður en dómar eru felld­ir.

Ketill B. Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Ket­ill B. Magn­ús­son, fram­kvæmda­stjóri

Festu - mið­stöðvar um sam­fé­lags­á­byrgð.

Ábyrg upp­lýs­inga­gjöfMargir eru á þeirri skoðun að betra sé að segja minna og fram­kvæmda meira. Það er vissu­lega rétt að lítil ábyrgð felst í að standa ekki við yfir­lýs­ing­ar, en það má heldur ekki draga svo úr upp­lýs­inga­gjöf um starf fyr­ir­tæk­is­ins að eng­inn viti hvernig það starfar og fólk freist­ist til að geta í eyð­urn­ar. Raunin er sú að bæði við­skipta­vinir og starfs­menn vilja gjarnan vita af því ef fyr­ir­tækið vinnur af ábyrgð gagn­vart umhvef­inu eða sam­fé­lag­inu. Ein­hvers staðar þarf að byrja og þó svo enda­mark­inu hafi ekki verið náð, þá felst ábyrgð í því að gefa raunsanna mynd af þeim áhrifum sem fyr­ir­tækið hefur á hverjum tíma á umhverfið og sam­fé­lag­ið. Hver sem hin raunsanna mynd er þá byggir fyr­ir­tækið upp traust við það að gefa upp rétta mynd af stöðu þess.

Ekki bara glans­myndFyr­ir­tækj­um, líkt og ein­stak­lingum er annt um orð­spor sitt og ímynd. Þau vilja að fólki líki við vöru­merk­ið, tengi það við jákvæða eig­in­leika og treysti því. Stundum getur þó kynn­ing­ar­starf fyr­ir­tæk­is­ins ein­blínt of mikið á jákvæðu þætt­ina í starf­semi þess að það verður ótrú­verð­ugt. Fyr­ir­tæki eru ekki full­kom­in, frekar en mann­fólk­ið, og þess vegna viljum við frekar fá heið­ar­legt svar við erf­iðum eða óund­ir­búnum spurn­ingum heldur en að fá falska glans­mynd. Við­skipta­vinir vilja að stjórn­endur stýri fyr­ir­tækjum skyn­sam­lega, að þeir bregð­ist við á réttan hátt ef vanda­mál koma upp, að til­lit sé tekið til hags­muna­að­ila, enn fremur að reynt sé að lág­marka þann skaða sem þau valda og hámarka jákvæð áhrif sín á umhverfið og sam­fé­lag­ið.

Hvað ein­kennir græn­þvottÞað getur reynst flókið að meta hvort fyr­ir­tæki stundi græn­þvott.  Banda­ríska rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið UL hefur sett fram lista yfir atriði sem bent gætu til græn­þvotts. Þar má nefna hvort athygl­inni sé beint frá aðal­at­rið­inu, hvort sann­anir fyrir stað­hæf­ingum vanti, hvort rangar merk­ingar séu not­að­ar, hvort orða­lag sé of loðið eða hvort hrein­lega sé verið að segja ósatt.

Þegar rauður varð grænn en lítið annað breytt­istFrægt dæmi um græn­þvott er þegar McDon­alds í Evr­ópu breytti litum í vöru­merki sínu úr rauðum og gulum í grænan og gulan árið 2009, að þeirra sögn til að und­ir­strika nýja umhverf­is­væna stefnu sína, án þess að breyta starf­sem­inni svo talist gæti. Eða þegar Apple var nýlega ásakað um blekk­ingar með því að selja Iphone sím­tæki með ákveðnu minnis­magni án þess að nefna að stýri­kerfið tekur stóran hluta af minn­inu svo neyt­endur neyð­ast til að kaupa auka auka minni í ský­þjón­ustu Apple.

Árangur og ábyrgð fyr­ir­tækiÞess er ósk­andi að íslenskum fyr­ir­tækjum gangi vel að sneyða hjá græn­þvotti. Það gera þau með því að end­ur­spegla raun­veru­lega stöðu þeirra hvað varðar sam­fé­lags­á­byrgð og umhverf­is­vernd og enn fremur að þau búi yfir þekk­ingu á þessum hug­tök­um. Festa – mið­stöð um sam­fé­lags­á­byrgð og Sam­tök atvinnu­líf­ins standa fyrir ráð­stefnu í Hörpu þann 29. jan­úar undir yfir­skrift­inni Árangur og ábyrgð fyr­ir­tæki. Þar munu nokkur fyr­ir­tæki deila reynslu sinni og sér­fræð­ingar gefa góð ráð um sam­fé­lags­á­byrgð.  Nán­ari upp­lýs­ingar um ráð­stefn­una má finna á vef Festu, festa­sam­felagsa­byrgd.is.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None