„Það má ekki segja neitt lengur“

folk2.jpg
Auglýsing

Mál­frelsi, eða öllu heldur tján­ing­ar­frelsi, er rosa­lega mik­il­vægt. Sumt fólk skilur ekki hvað það er eða af hverju það er svona mik­il­vægt. Upp­lýs­ingar gera okkur kleift að taka betri og upp­lýst­ari ákvarð­an­ir. Til þess að afla okkur eins mik­illa upp­lýs­inga og mögu­legt er þarf nauð­syn­lega frelsi til þess að miðla þeim. Allar skoð­an­ir, vondar eða slæmar, falla undir tján­ing­ar­frelsi að því gefnu að þær séu ekki bein­línis hættu­legar ein­hverjum ein­stak­ling eða hóp. Dæmi um hættu­lega tján­ingu væri þing­maður að stinga upp á að hópur 1.500 ein­stak­linga sem hafa ekk­ert hefur gert af sér þurfi að þola ofsóknir af yfir­völd­um. Það að mót­mæla bygg­ingu mosku í Reykja­vík er ekki slæm tján­ing. Það er ein­fald­lega skoð­un, sama hversu vin­sæl eða óvin­sæl hún er.

Stundum er tján­ing­ar­frelsi mis­skil­ið. Ein­hverjir virð­ast halda að það sé skjöldur til að hlífa sínum þröng­sýnu skoð­unum fyrir árásum ,,grát­kórs póli­tísks rétt­trún­að­ar” eða laga­leg heim­ild til þess að afsala sér allri ábyrgð á orðum og gjörð­um. Sú full­yrð­ing að okkur beri skylda til að virða skoð­anir ann­arra er ein­fald­lega röng.

„Það má ekki segja neitt leng­ur.“ Ósjaldan hefur maður heyrt þessum orðum hreytt af kátum lög­reglu­mönn­um, ölv­uðum borg­ar­ráðs­full­trúum eða öðrum meiri eða minni spá­mönnum á kommenta­kerfum net­miðla þegar talað er um póli­tískan rétt­trún­að. Það er jafnan undir flaggi mál­frelsis sem þessi orð eru mælt og oft ekki löngu eftir að mis­for­dóma­fullar eða þröng­sýnar skoð­anir hafa verið viðr­að­ar.

Auglýsing

 

Mál­frelsi nær enn yfir þessar skoð­anir og ég vona inni­lega að það hald­ist svo. Hins­vegar er mál­frelsi tví­eggja sverð og það er í þess eðli að allir megi tjá sínar skoð­an­ir, það er ef ein­hver kýs að tjá sína skoð­un, sama hver hún er, mega allir sem heyra hana gagn­rýna þá skoð­un. Ég end­ur­tek, svo að það kom­ist örugg­lega til skila: það mega allir sem heyra þína skoðun gagn­rýna hana.

 

Það þýðir ekki að nota sinn rétt til tján­ing­ar, blaðra ein­hverju þröng­sýnu kjaftæði og fara svo í kleinu um leið og ein­hver notar sinn eigin rétt til tján­ingar til þess að gagn­rýna fyrr­nefnt kjaftæði. Það gengur ekki að ,,þora að segja það sem segja þarf” og ætl­ast svo til þess að allir taki xen­ófó­bískum og rasískum skoð­unum þegj­andi. Þorum að segja það sem segja þarf og þorum að taka við gagn­rýn­inni sem fylg­ir.

Höf­undur er mennta­skóla­nemi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None