„Það má ekki segja neitt lengur“

folk2.jpg
Auglýsing

Mál­frelsi, eða öllu heldur tján­ing­ar­frelsi, er rosa­lega mik­il­vægt. Sumt fólk skilur ekki hvað það er eða af hverju það er svona mik­il­vægt. Upp­lýs­ingar gera okkur kleift að taka betri og upp­lýst­ari ákvarð­an­ir. Til þess að afla okkur eins mik­illa upp­lýs­inga og mögu­legt er þarf nauð­syn­lega frelsi til þess að miðla þeim. Allar skoð­an­ir, vondar eða slæmar, falla undir tján­ing­ar­frelsi að því gefnu að þær séu ekki bein­línis hættu­legar ein­hverjum ein­stak­ling eða hóp. Dæmi um hættu­lega tján­ingu væri þing­maður að stinga upp á að hópur 1.500 ein­stak­linga sem hafa ekk­ert hefur gert af sér þurfi að þola ofsóknir af yfir­völd­um. Það að mót­mæla bygg­ingu mosku í Reykja­vík er ekki slæm tján­ing. Það er ein­fald­lega skoð­un, sama hversu vin­sæl eða óvin­sæl hún er.

Stundum er tján­ing­ar­frelsi mis­skil­ið. Ein­hverjir virð­ast halda að það sé skjöldur til að hlífa sínum þröng­sýnu skoð­unum fyrir árásum ,,grát­kórs póli­tísks rétt­trún­að­ar” eða laga­leg heim­ild til þess að afsala sér allri ábyrgð á orðum og gjörð­um. Sú full­yrð­ing að okkur beri skylda til að virða skoð­anir ann­arra er ein­fald­lega röng.

„Það má ekki segja neitt leng­ur.“ Ósjaldan hefur maður heyrt þessum orðum hreytt af kátum lög­reglu­mönn­um, ölv­uðum borg­ar­ráðs­full­trúum eða öðrum meiri eða minni spá­mönnum á kommenta­kerfum net­miðla þegar talað er um póli­tískan rétt­trún­að. Það er jafnan undir flaggi mál­frelsis sem þessi orð eru mælt og oft ekki löngu eftir að mis­for­dóma­fullar eða þröng­sýnar skoð­anir hafa verið viðr­að­ar.

Auglýsing

 

Mál­frelsi nær enn yfir þessar skoð­anir og ég vona inni­lega að það hald­ist svo. Hins­vegar er mál­frelsi tví­eggja sverð og það er í þess eðli að allir megi tjá sínar skoð­an­ir, það er ef ein­hver kýs að tjá sína skoð­un, sama hver hún er, mega allir sem heyra hana gagn­rýna þá skoð­un. Ég end­ur­tek, svo að það kom­ist örugg­lega til skila: það mega allir sem heyra þína skoðun gagn­rýna hana.

 

Það þýðir ekki að nota sinn rétt til tján­ing­ar, blaðra ein­hverju þröng­sýnu kjaftæði og fara svo í kleinu um leið og ein­hver notar sinn eigin rétt til tján­ingar til þess að gagn­rýna fyrr­nefnt kjaftæði. Það gengur ekki að ,,þora að segja það sem segja þarf” og ætl­ast svo til þess að allir taki xen­ófó­bískum og rasískum skoð­unum þegj­andi. Þorum að segja það sem segja þarf og þorum að taka við gagn­rýn­inni sem fylg­ir.

Höf­undur er mennta­skóla­nemi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiÁlit
None