„Það má ekki segja neitt lengur“

folk2.jpg
Auglýsing

Mál­frelsi, eða öllu heldur tján­ing­ar­frelsi, er rosa­lega mik­il­vægt. Sumt fólk skilur ekki hvað það er eða af hverju það er svona mik­il­vægt. Upp­lýs­ingar gera okkur kleift að taka betri og upp­lýst­ari ákvarð­an­ir. Til þess að afla okkur eins mik­illa upp­lýs­inga og mögu­legt er þarf nauð­syn­lega frelsi til þess að miðla þeim. Allar skoð­an­ir, vondar eða slæmar, falla undir tján­ing­ar­frelsi að því gefnu að þær séu ekki bein­línis hættu­legar ein­hverjum ein­stak­ling eða hóp. Dæmi um hættu­lega tján­ingu væri þing­maður að stinga upp á að hópur 1.500 ein­stak­linga sem hafa ekk­ert hefur gert af sér þurfi að þola ofsóknir af yfir­völd­um. Það að mót­mæla bygg­ingu mosku í Reykja­vík er ekki slæm tján­ing. Það er ein­fald­lega skoð­un, sama hversu vin­sæl eða óvin­sæl hún er.

Stundum er tján­ing­ar­frelsi mis­skil­ið. Ein­hverjir virð­ast halda að það sé skjöldur til að hlífa sínum þröng­sýnu skoð­unum fyrir árásum ,,grát­kórs póli­tísks rétt­trún­að­ar” eða laga­leg heim­ild til þess að afsala sér allri ábyrgð á orðum og gjörð­um. Sú full­yrð­ing að okkur beri skylda til að virða skoð­anir ann­arra er ein­fald­lega röng.

„Það má ekki segja neitt leng­ur.“ Ósjaldan hefur maður heyrt þessum orðum hreytt af kátum lög­reglu­mönn­um, ölv­uðum borg­ar­ráðs­full­trúum eða öðrum meiri eða minni spá­mönnum á kommenta­kerfum net­miðla þegar talað er um póli­tískan rétt­trún­að. Það er jafnan undir flaggi mál­frelsis sem þessi orð eru mælt og oft ekki löngu eftir að mis­for­dóma­fullar eða þröng­sýnar skoð­anir hafa verið viðr­að­ar.

Auglýsing

 

Mál­frelsi nær enn yfir þessar skoð­anir og ég vona inni­lega að það hald­ist svo. Hins­vegar er mál­frelsi tví­eggja sverð og það er í þess eðli að allir megi tjá sínar skoð­an­ir, það er ef ein­hver kýs að tjá sína skoð­un, sama hver hún er, mega allir sem heyra hana gagn­rýna þá skoð­un. Ég end­ur­tek, svo að það kom­ist örugg­lega til skila: það mega allir sem heyra þína skoðun gagn­rýna hana.

 

Það þýðir ekki að nota sinn rétt til tján­ing­ar, blaðra ein­hverju þröng­sýnu kjaftæði og fara svo í kleinu um leið og ein­hver notar sinn eigin rétt til tján­ingar til þess að gagn­rýna fyrr­nefnt kjaftæði. Það gengur ekki að ,,þora að segja það sem segja þarf” og ætl­ast svo til þess að allir taki xen­ófó­bískum og rasískum skoð­unum þegj­andi. Þorum að segja það sem segja þarf og þorum að taka við gagn­rýn­inni sem fylg­ir.

Höf­undur er mennta­skóla­nemi.

Tekjuhæstu forstjórar landsins með á þriðja tug milljóna á mánuði
Tekjublöðin koma út í dag og á morgun. Sex forstjórar voru með yfir tíu milljónir króna á mánuði í tekjur að meðaltali í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Dauðu atkvæðin gætu gert stjórnarmyndun auðveldari
Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn aftur undir 40 prósent, nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna dugar ekki til meirihluta en ekki vantar mikið upp á.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None