Samsærið

peningar_opt.jpg
Auglýsing

Ekki veit maður hvað veldur því en af ein­hverjum ástæðum hefur orðið nokkur fjöl­miðlaum­fjöllun um hug­myndir og við­horf tveggja manna, Hann­esar H. Giss­ur­ar­sonar og Víg­lundar Þor­steins­son­ar, til efna­hags­hruns­ins árið 2008.  Kenn­ingar beggja um þessa atburði eru ólíkar en eiga það þó sam­eig­in­legt að vera sam­sær­is­kenn­ing­ar. Þannig telur Hannes að víð­tækt sam­særi erlendra aðila, með þá einkum Bretum í broddi fylk­ing­ar, hafi lagt á ráðin um fall Íslands. Umsátrið um Ísland hafi staðið yfir allt árið 2008 og skýrst af öfund og ótta útlend­inga Íslend­inga vegna getu þeirra í banka­við­skipt­um.

Sam­særi útlend­ingaBjörn Valur Gíslason. Björn Valur Gísla­son.

Sá ein­stak­lingur sem hafi staðið í hár­inu á þessum útlend­ingum hafi verið fyrr­ver­andi Seðla­banka­stjóri, Davíð Odds­son. Raunar er það svo að Davíð var búinn að tryggja land­inu fyr­ir­greiðslu frá góðum útlend­ing­um, sem eru í þessu til­felli Rúss­ar, til að halda 2007 ball­inu áfram. En vondu útlend­ing­arnir náðu með sam­stilltu átaki svik­ara innan íslenskra stjórn­mála­manna og emb­ætt­is­manna­kerf­is­ins að stöðva Davíð í að vinna að fram­gangi lausn­ar­inn­ar. Fyrir þessu eru að vísu engin gögn en Hannes hringdi þó í félaga síns og Dav­íðs í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, Tryggva Þór Her­berts­son, til að stað­festa að þetta væri rétt. Efna­hags­hrunið 2008 varð en það var bara vegna þess að Davíð fékk ekki að afstýra því.

Sam­særi emb­ætt­is­mannaVíglundur Þor­steins­son er um margt á svip­uðum slóðum þó svo að kenn­ing hans sé ólík. Ef maður skilur Víglund rétt þá stefndi efna­hags­hrunið í að verða risa lottó­vinn­ingur fyrir þjóð­ina. Þess vegna myndi Víglundur lík­leg­ast vilja þakka útlend­ing­unum fyrir sam­særið sem Hannes teiknar upp enda átti þjóð­ar­bú­ið, svo skringi­lega sem það nú hljóm­ar, ein­stakt tæki­færi til að ná til sín hund­ruðum millj­arða. Það eina sem kom í veg fyrir að krækt var í þennan lottó­vinn­ing var að svik­arar í íslenskri stjórn­mála- og emb­ætt­is­manna­stétt gáfu þennan vinn­ing til útlend­ing­anna í stað þess að hirða hann fyrir þjóð­ina. Efna­hags­hrunið 2008 er því að mati Víg­lundar gott dæmi um það þegar menn missa af góðu við­skipta­tæki­færi. Raunar er það miklu verra en það því að gróð­inn var hafður af þjóð­inni og voru það aðilar eins og FME, Rík­is­end­ur­skoð­un, Seðla­banki Íslands, fjár­mála­ráðu­neyt­ið, efna­hags- og við­skipta­ráðu­neytið auk rík­is­stjórnar Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttir eins og hún leggur sig. Hygg meira að segja að í nýj­ustu útgáfu Víglundur hafi Ögmundur Jón­as­son verið orð­inn við­rið­inn sam­sær­ið.

Sam­særi um dauða­listaEkki gerir maður lítið úr því að Víglundur þekkti vel bis­ness­inn eins og hann var fyrir hrun, sem er heimur sem maður skildi aldrei og gerir ekki enn. Fyr­ir­tæki hans BM Vallá var í eigu félags í Lúx­em­borg og skuld­aði 11 millj­arða króna við hrunið í erlendri mynt. Sem steypu- og verk­taka­fyr­ir­tæki hefði maður talið að þegar hag­kerfið tók dýfu niður á við að þá yrði rekstur þess erf­iður með allar þessar skuldir í erlendri mynt. En það er víst ekki að mati Víg­lundar enda var fyr­ir­tækið haft af honum að því er virð­ist af sömu aðilum og höfðu lottó­vinn­ing­inn af Íslend­ing­um. Í hjá­verkum bjuggu þeir til dauða­lista fyr­ir­tækja sem af óút­skýrðum ástæðum menn vildu feig ekki það að þau voru það.

Rann­sókn á sam­særiAuð­vitað á maður að láta sam­sær­is­kenn­ingar fram­hjá sér fara. En það er svo­lítið erfitt þegar þeim er lyft af ákveðnum aðilum í sam­fé­lag­inu. Nú síð­ast tók for­sæt­is­ráð­herra undir ásak­anir Víg­lundar og hyggst fara með málið lengra. Í þeirri yfir­lýs­ingu hans felst þó lík­leg­asta stærsta fréttin í þessu sam­sær­is­kenn­ing­ar­sulli. For­sæt­is­ráð­herra tók nefni­lega undir það í fréttum RÚV að rann­saka ætti hvort íslenska stjórn­kerfið hefði gerst sekt um glæp gegn þjóð­inni og haft af henni lottó­vinn­ing­inn. Hvað þýðir það ef stjórn­kerfið er þjóf­kennt af æðsta yfir­manni þess?

Höf­undur er vara­for­maður Vinstri grænna.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None