Samsærið

peningar_opt.jpg
Auglýsing

Ekki veit maður hvað veldur því en af ein­hverjum ástæðum hefur orðið nokkur fjöl­miðlaum­fjöllun um hug­myndir og við­horf tveggja manna, Hann­esar H. Giss­ur­ar­sonar og Víg­lundar Þor­steins­son­ar, til efna­hags­hruns­ins árið 2008.  Kenn­ingar beggja um þessa atburði eru ólíkar en eiga það þó sam­eig­in­legt að vera sam­sær­is­kenn­ing­ar. Þannig telur Hannes að víð­tækt sam­særi erlendra aðila, með þá einkum Bretum í broddi fylk­ing­ar, hafi lagt á ráðin um fall Íslands. Umsátrið um Ísland hafi staðið yfir allt árið 2008 og skýrst af öfund og ótta útlend­inga Íslend­inga vegna getu þeirra í banka­við­skipt­um.

Sam­særi útlend­ingaBjörn Valur Gíslason. Björn Valur Gísla­son.

Sá ein­stak­lingur sem hafi staðið í hár­inu á þessum útlend­ingum hafi verið fyrr­ver­andi Seðla­banka­stjóri, Davíð Odds­son. Raunar er það svo að Davíð var búinn að tryggja land­inu fyr­ir­greiðslu frá góðum útlend­ing­um, sem eru í þessu til­felli Rúss­ar, til að halda 2007 ball­inu áfram. En vondu útlend­ing­arnir náðu með sam­stilltu átaki svik­ara innan íslenskra stjórn­mála­manna og emb­ætt­is­manna­kerf­is­ins að stöðva Davíð í að vinna að fram­gangi lausn­ar­inn­ar. Fyrir þessu eru að vísu engin gögn en Hannes hringdi þó í félaga síns og Dav­íðs í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, Tryggva Þór Her­berts­son, til að stað­festa að þetta væri rétt. Efna­hags­hrunið 2008 varð en það var bara vegna þess að Davíð fékk ekki að afstýra því.

Sam­særi emb­ætt­is­mannaVíglundur Þor­steins­son er um margt á svip­uðum slóðum þó svo að kenn­ing hans sé ólík. Ef maður skilur Víglund rétt þá stefndi efna­hags­hrunið í að verða risa lottó­vinn­ingur fyrir þjóð­ina. Þess vegna myndi Víglundur lík­leg­ast vilja þakka útlend­ing­unum fyrir sam­særið sem Hannes teiknar upp enda átti þjóð­ar­bú­ið, svo skringi­lega sem það nú hljóm­ar, ein­stakt tæki­færi til að ná til sín hund­ruðum millj­arða. Það eina sem kom í veg fyrir að krækt var í þennan lottó­vinn­ing var að svik­arar í íslenskri stjórn­mála- og emb­ætt­is­manna­stétt gáfu þennan vinn­ing til útlend­ing­anna í stað þess að hirða hann fyrir þjóð­ina. Efna­hags­hrunið 2008 er því að mati Víg­lundar gott dæmi um það þegar menn missa af góðu við­skipta­tæki­færi. Raunar er það miklu verra en það því að gróð­inn var hafður af þjóð­inni og voru það aðilar eins og FME, Rík­is­end­ur­skoð­un, Seðla­banki Íslands, fjár­mála­ráðu­neyt­ið, efna­hags- og við­skipta­ráðu­neytið auk rík­is­stjórnar Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttir eins og hún leggur sig. Hygg meira að segja að í nýj­ustu útgáfu Víglundur hafi Ögmundur Jón­as­son verið orð­inn við­rið­inn sam­sær­ið.

Sam­særi um dauða­listaEkki gerir maður lítið úr því að Víglundur þekkti vel bis­ness­inn eins og hann var fyrir hrun, sem er heimur sem maður skildi aldrei og gerir ekki enn. Fyr­ir­tæki hans BM Vallá var í eigu félags í Lúx­em­borg og skuld­aði 11 millj­arða króna við hrunið í erlendri mynt. Sem steypu- og verk­taka­fyr­ir­tæki hefði maður talið að þegar hag­kerfið tók dýfu niður á við að þá yrði rekstur þess erf­iður með allar þessar skuldir í erlendri mynt. En það er víst ekki að mati Víg­lundar enda var fyr­ir­tækið haft af honum að því er virð­ist af sömu aðilum og höfðu lottó­vinn­ing­inn af Íslend­ing­um. Í hjá­verkum bjuggu þeir til dauða­lista fyr­ir­tækja sem af óút­skýrðum ástæðum menn vildu feig ekki það að þau voru það.

Rann­sókn á sam­særiAuð­vitað á maður að láta sam­sær­is­kenn­ingar fram­hjá sér fara. En það er svo­lítið erfitt þegar þeim er lyft af ákveðnum aðilum í sam­fé­lag­inu. Nú síð­ast tók for­sæt­is­ráð­herra undir ásak­anir Víg­lundar og hyggst fara með málið lengra. Í þeirri yfir­lýs­ingu hans felst þó lík­leg­asta stærsta fréttin í þessu sam­sær­is­kenn­ing­ar­sulli. For­sæt­is­ráð­herra tók nefni­lega undir það í fréttum RÚV að rann­saka ætti hvort íslenska stjórn­kerfið hefði gerst sekt um glæp gegn þjóð­inni og haft af henni lottó­vinn­ing­inn. Hvað þýðir það ef stjórn­kerfið er þjóf­kennt af æðsta yfir­manni þess?

Höf­undur er vara­for­maður Vinstri grænna.

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None