Ekki við sama borð

10016377584_70a692438a_z-1.jpg
Auglýsing

Í kjöl­far hins marg­hátt­aða klúð­urs og skorts á fag­mennsku í tengslum við ferða­þjón­ustu fatl­aðs fólks nú í upp­hafi árs 2015 hafa sprottið upp miklar umræð­ur. Þessi umræða hefur óþarf­lega mikið verið bundin rauna­sögum auk þess sem sjón­ar­hornið hefur verið of þröngt. Málið snýst ekki bara um til­tekna þjón­ustu fyrir afmark­aðan hóp heldur um rétt­læti í sam­fé­lag­inu.

Ólafur Páll Jónsson. Ólafur Páll Jóns­son.

Í umræð­unni hefur stundum verið sagt að fatlað fólk eigi að sitja við sama borð og aðr­ir. En er endi­lega rétt að fatlað fólk sitji við sama borð og aðr­ir? Er borðið sem sagt er að fatlað fólk eigi að sitja við – svo haldið sé áfram með lík­ing­una – endi­lega borðið sem það kærir sig um að sitja við?

Auglýsing

Við sama borðÞegar sann­girni og rétt­læti koma til tals er oft sagt að fólk eigi að sitja við sama borð. Þetta er jafn­vel sett fram sem rétt­læt­islög­mál. Vissu­lega er oft gott að sitja við sama borð, en þessi lík­ing er vill­andi og stundum bein­línis meið­andi. Ef við skiljum lík­ing­una bók­staf­lega þá gætum við séð fyrir okkur börn sitj­andi við borð með full­orðnum og nefið rétt gægist upp fyrir borð­brún­ina. Ef þau eiga að borða við þetta borð þá endar mál­tíðin með ósköp­um, börn­unum til van­sæmdar og hinum full­orðnu til armæðu. Auð­vitað er til á þessu ein­föld lausn. Börnin eru sett á hærri stól, sér­stakan barna­stól. Þau fá hjálp­ar­tæki til að nota borð sem ann­ars er sniðið að þörfum full­orð­inna. Það er samt ekk­ert víst að börnin kæri sig um að sitja við sama borð og hinir full­orðnu þótt efn­is­legar kring­um­stæður séu gerðar þol­an­leg­ar. Kannski eru hinir full­orðnu alltaf að tala um efna­hags­mál; vexti, verðbætur, við­skipta­halla og verga lands­fram­leiðslu. Þetta finnst börn­unum hund­leið­in­legt og þau vildu gjarnan fá að sitja við annað borð þar sem til umræðu væri eitt­hvað áhuga­verð­ara. Á þessu er raunar líka til ein­föld lausn, nefni­lega að hinir full­orðnu tali við börnin og hlusti á þau. En er það gert?

Hvar liggur vald­ið?Hinir full­orðnu hafa valdið og það er undir þeim komið við hvaða borð er borð­að, á hvaða stólum er setið og um hvað er rætt. Af góð­mennsku sinni geta hinir full­orðnu vissu­lega fundið heppi­lega stóla fyrir börnin og kannski talað við þau. En það er samt undir hinum full­orðnu kom­ið. Sjón­ar­hornið er þeirra. Hversu vel börn­unum farn­ast veltur kannski fyrst og fremst á því hversu vel börn­unum tekst að ná athygli full­orðna fólks­ins og fá það til að koma auga á þá stað­reynd að börn eru mann­eskj­ur, líka borg­ar­ar, og þau hafa óskir, lang­an­ir, þarfir og áhuga­mál eins og hinir full­orðnu. Í Barna­sátt­mál­anum er und­ir­strikað að það er ekki ein­ungis undir góð­mennsku full­orð­inna komið hvernig búið er að börn­um, þau hafa bein­línis rétt á því að njóta bernskunn­ar, og það ber að hlusta á þau og taka mark á því sem þau segja.

Af hverju eru sum hjálp­ar­tæki sjálf­sagðir hlutir en önnur ekki? Ein­falda svarið er að þessi tæki gagn­ast og duga öllum fjöld­anum – og þau duga þeim sem ráða.

Með svip­uðum hætti er það ekki bara undir góð­mennsku þeirra sem halda um valdið í sam­fé­lag­inu komið að segja til um hvað séu ásætt­an­leg kjör fyrir fólk. Það eru mann­rétt­indi allra að fá að lifa með fullri reisn. Og jafn­vel þótt sumir haldi um völd­in, ýmist í krafti lýð­ræð­is­legrar verka­skipt­ingar eða vegna hefð­ar, þá er það ekki þeirra að ákvarða hvað sé ásætt­an­legt líf fyrir aðra.

Hjálp­ar­tæki dag­legs lífsAl­menn­ings­sam­göngur á Íslandi eru sniðnar að fólki sem hefur fulla hreyfi­getu, fulla sjón og er almennt vel á sig komið til lík­ama og sál­ar. Hvers vegna skyldi það vera við­mið um hvað sé góð eða við­un­andi þjón­usta fyrir alla? Mark­miðið með almenn­ings­sam­göng­um, eins og sam­göngum yfir­leitt, er að fólk geti tekið þátt í lífi sam­fé­lags­ins. Þetta líf er marg­háttað og felur bæði í sér opin­bert líf og líf á einka­vett­vangi fjöl­skyldu og vina. Í því umhverfi sem við búum geta fæstir tekið þátt í lífi sam­fé­lags­ins hjálp­ar­tækja­laust. Til að heim­sækja vin þarf maður kannski bíl, strætó eða reið­hjól. Þetta eru hjálp­ar­tæki sem fæstir geta verið án. Svo höfum við götur og gang­stéttar sem eru sér­hannað umhverfi til að þessi hjálp­ar­tæki virki. Flestir nota líka síma og tölvur með nýj­ustu sam­fé­lags­miðl­un­um. Þetta eru líka hjálp­ar­tæki. En oft er ekki litið á þetta sem hjálp­ar­tæki, heldur sem sjálf­sagða hluti.

Af hverju eru sum hjálp­ar­tæki sjálf­sagðir hlutir en önnur ekki? Ein­falda svarið er að þessi tæki gagn­ast og duga öllum fjöld­anum – og þau duga þeim sem ráða. Geta fjöld­ans skil­greinir hvað er venju­legt, en ekki berum orðum heldur er það skil­greint óbeint í athöfnum og umhverfi dag­legs lífs.

Harð­stjórn hins venju­legaÞað er venju­legt að kom­ast upp tröppur og þess vegna kallar það ekki á neina sér­staka hönnun að hafa tröppur við bygg­ing­ar. Frá sjón­ar­hóli hinna sem ekki ráða og sem þurfa að reiða sig á önnur hjálp­ar­tæki en þessi venju­legu, birt­ist hið venju­lega stundum sem harð­ræði ann­arra – jafn­vel sem hrein harð­stjórn. Harð­stjórn hins venju­lega. Af gæsku sinni setja hinir spræku vald­hafar kannski upp ramp við hlið­ina á tröpp­un­um, eða bara baka­til þar sem hann spillir ekki ásýnd­inni. Þá heitir það sér­úr­ræði og krefst sér­fjár­veit­inga – og verður oft að bíða betri tíma. En sér­úr­ræðið er til komið vegna þess að hið venju­lega tekur ekki mið af öll­um. Bara sum­um, einmitt þessum venju­legu.

Það er sam­fé­lags­ins í heild að aðstoða fólk við að yfir­stíga hindr­anir sem stafa af fötlun.

Sóma­sam­lega rétt­látt sam­fé­lag sættir sig ekki við harð­stjórn. Slíkt sam­fé­lag sættir sig ekki við harð­stjórn jafn­vel þótt meiri­hluti fólks verði ekki vart við hana – eða geti leitt hana hjá sér. Sóma­sam­lega rétt­látt sam­fé­lag leit­ast við að tryggja öllum borg­urum tæki­færi til að taka þátt í lífi sam­fé­lags­ins. Ef ein­hverjir búa við skerta getu, t.d. skerta hreyfi­getu eða skerta tján­ing­ar­getu, þá lætur sóma­sam­lega rétt­látt sam­fé­lag ekki nægja að koma fólk­inu fyrir við sama borð og aðrir sitja við. Enda er undir hæl­inn lagt hvers­konar borð það væri. Sóma­sam­lega rétt­látt sam­fé­lag gætir þess að þeir sem búa við skerta getu fái alveg sér­stakan stuðn­ing til að yfir­stíga þær hindr­anir sem á vegi þeirra kunna að verða. Það gætir þess líka að fjar­lægja hindr­anir eftir því sem nokkur kostur er. Og sóma­sam­lega rétt­látt sam­fé­lag gætir þess sér­stak­lega að setja ekki upp óþarfa hindr­an­ir.

Það er sam­fé­lags­ins í heild að aðstoða fólk við að yfir­stíga hindr­anir sem stafa af fötl­un. Og sam­fé­lagið verður að taka það verk­efni til sín sem skyldu – skyldu sem bygg­ist á því að fólk með fötlun er eins og annað fólk, borg­arar sam­fé­lags­ins og mann­eskjur sem eiga rétt á að lifa með fullri reisn.

Þegar ég hlusta á hörm­unga­sögur af ferða­þjón­ustu fatl­aðra, eða af tómum túlka­sjóði, eða af skorti á tæki­færum til mennt­unar og félags­lífs fyrir þá sem ekki fylgja meg­in­straumn­um, eða af for­eldrum sem hafa áhyggjur af því að börnin þeirra – sem kannski eru orðin full­orðið fólk – fái ekki lífs­nauð­syn­lega þjón­ustu á nótt­unni, þá finn ég til hryggðar yfir því að búa ekki í sóma­sam­lega rétt­látu sam­fé­lagi.

Höf­undur er dós­ent í heim­speki við Mennta­vís­inda­svið Háskóla Íslands.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None