Bakherbergið: Hefði Sigríður Björk gert eins og Stefán?

sbg.jpg
Auglýsing

Stefán Eiríksson, fyrrum lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, þurfti að þola fordæmalausan þrýsting frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrum innanríkisráðherra, vegna rannsóknar lögreglu á lekamálinu. Þessar aðfarir eru staðfestar í áliti umboðsmanns Alþingis sem segir að Hanna Birna hafi farið langt út fyrir valdsvið sitt með þeim. Ráðherrann fyrrverandi dró ástæður rannsóknarinnar í efa, dylgjaði um nafngreinda lögreglumenn sem hún taldi drifna áfram af pólitískum hvötum og hótaði lögreglustjóranum því að rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara yrði sjálf rannsökuð þegar málinu yrði lokið. Ráðherrann hefur þá væntanlega búist við því að hún myndi geta valdnítt það úr þeim eðlilega farvegi sem málið var í. Stefán tilkynnti ríkissaksóknara um hótun ráðherrans, lét ekki undan ofstoppafullum þrýstingi ráðherrans og greindi umboðsmanni síðan skýrt frá þeirra samskiptum þegar eftir því var leitað.

Stefán tilkynnti ríkissaksóknara um hótun ráðherrans, lét ekki undan ofstoppafullum þrýstingi ráðherrans og greindi umboðsmanni síðan skýrt frá þeirra samskiptum þegar eftir því var leitað.

Stefán hætti síðan störfum í lok júlí 2014 og í stað hans var Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrum lögreglustjóri á Suðurnesjum, sett í valdamesta lögregluembætti landsins. Það var Hanna Birna Kristjánsdóttir sem setti hana í embættið.

Auglýsing

Síðar kom í ljós að Sigríður Björk tengdist lekamálinu. Lögreglan á Suðurnesjum, sem hún stýrði á þeim tíma, hafði rannsakað hælisleitandann Tony Omos, sem lekamálið snérist upphaflega allt um. Gísli Freyr Valdórsson, fyrrum aðstoðarmaður Hönnu Birnu, var enda dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að leka minnisblaði um Omos til Fréttablaðsins og mbl.is, líkt og heimsfrægt er orðið. Gísli Freyr játaði að lokum brotið  daginn áður en mál hans fór fyrir dóm en hafði áður þverneitað því í heilt ár.

Í nóvember 2014 var greint frá því að Sigríður Björk hefði sent Gísla Freyr greinargerð um Tony Omos sama dag og  fyrstu fréttirnar birtust upp úr minnisblaði um Tony Omos sem Gísli Freyr lak til fjölmiðla. Sigríður Björk greindi rannsakendum lekamálsins, kollegum sínum og nú undirmönnum í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem voru að reyna að komast að því hver hefði lekið minnisblaðinu fræga um Omos aldrei frá því að Gísli Freyr hafi óskað eftir greinargerð um Omos daginn eftir að minnisblaðinu var lekið. Henni hefur kannski ekki fundist þær upplýsingar hafa getað varpað ljósi á málið, hver sá seki mögulega væri, né raunverulega koma neinum öðrum við.

Í bakherberginu hafa margir velt því fyrir sér hvort Sigríður Björk, sem sá ekki nauðsyn þess að upplýsa lögregluna um samskiptin við Gísla Frey, hefði brugðist eins við í þessu máli og Stefán Eiríksson? Hefði hún staðið af sér þrýsting ráðherrans, tilkynnt um hótanir hans og upplýst umboðsmann Alþingis um óeðlilegt afskipti hans?  Eða myndi hún komast að þeirri niðurstöðu að valdníðsla kæmi ekki neinum öðrum við?

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None