Bakherbergið: Hefði Sigríður Björk gert eins og Stefán?

sbg.jpg
Auglýsing

Stefán Eiríks­son, fyrrum lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þurfti að þola for­dæma­lausan þrýst­ing frá Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, fyrrum inn­an­rík­is­ráð­herra, vegna rann­sóknar lög­reglu á leka­mál­inu. Þessar aðfarir eru stað­festar í áliti umboðs­manns Alþingis sem segir að Hanna Birna hafi farið langt út fyrir vald­svið sitt með þeim. Ráð­herr­ann fyrr­ver­andi dró ástæður rann­sókn­ar­innar í efa, dylgj­aði um nafn­greinda lög­reglu­menn sem hún taldi drifna áfram af póli­tískum hvötum og hót­aði lög­reglu­stjór­anum því að rann­sókn lög­reglu og rík­is­sak­sókn­ara yrði sjálf rann­sökuð þegar mál­inu yrði lok­ið. Ráð­herr­ann hefur þá vænt­an­lega búist við því að hún myndi geta valdnítt það úr þeim eðli­lega far­vegi sem málið var í. Stefán til­kynnti rík­is­sak­sókn­ara um hótun ráð­herr­ans, lét ekki undan ofstoppa­fullum þrýst­ingi ráð­herr­ans og greindi umboðs­manni síðan skýrt frá þeirra sam­skiptum þegar eftir því var leit­að.

­Stefán til­kynnti rík­is­sak­sókn­ara um hótun ráð­herr­ans, lét ekki undan ofstoppa­fullum þrýst­ingi ráð­herr­ans og greindi umboðs­manni síðan skýrt frá þeirra sam­skiptum þegar eftir því var leitað.

Stefán hætti síðan störfum í lok júlí 2014 og í stað hans var Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, fyrrum lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum, sett í valda­mesta lög­reglu­emb­ætti lands­ins. Það var Hanna Birna Krist­jáns­dóttir sem setti hana í emb­ætt­ið.

Auglýsing

Síðar kom í ljós að Sig­ríður Björk tengd­ist leka­mál­inu. Lög­reglan á Suð­ur­nesjum, sem hún stýrði á þeim tíma, hafði rann­sakað hæl­is­leit­and­ann Tony Omos, sem leka­málið snérist upp­haf­lega allt um. Gísli Freyr Val­dórs­son, fyrrum aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu, var enda dæmdur í átta mán­aða fang­elsi fyrir að leka minn­is­blaði um Omos til Frétta­blaðs­ins og mbl.is, líkt og heims­frægt er orð­ið. Gísli Freyr ját­aði að lokum brotið  dag­inn áður en mál hans fór fyrir dóm en hafði áður þver­neitað því í heilt ár.

Í nóv­em­ber 2014 var greint frá því að Sig­ríður Björk hefði sent Gísla Freyr grein­ar­gerð um Tony Omos sama dag og  fyrstu frétt­irnar birt­ust upp úr minn­is­blaði um Tony Omos sem Gísli Freyr lak til fjöl­miðla. Sig­ríður Björk greindi rann­sak­endum leka­máls­ins, kol­legum sínum og nú und­ir­mönnum í lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem voru að reyna að kom­ast að því hver hefði lekið minn­is­blað­inu fræga um Omos aldrei frá því að Gísli Freyr hafi óskað eftir grein­ar­gerð um Omos dag­inn eftir að minn­is­blað­inu var lek­ið. Henni hefur kannski ekki fund­ist þær upp­lýs­ingar hafa getað varpað ljósi á mál­ið, hver sá seki mögu­lega væri, né raun­veru­lega koma neinum öðrum við.

Í bak­her­berg­inu hafa margir velt því fyrir sér hvort Sig­ríður Björk, sem sá ekki nauð­syn þess að upp­lýsa lög­regl­una um sam­skiptin við Gísla Frey, hefði brugð­ist eins við í þessu máli og Stefán Eiríks­son? Hefði hún staðið af sér þrýst­ing ráð­herr­ans, til­kynnt um hót­anir hans og upp­lýst umboðs­mann Alþingis um óeðli­legt afskipti hans?  Eða myndi hún kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að vald­níðsla kæmi ekki neinum öðrum við?

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None