Ábyrgð Reykvíkinga

reykjavik_vef.jpg
Auglýsing

Við erum agn­dofa yfir þessu,“ sagði íbúi í Vest­urbæ þegar kort­lagn­ing á mögu­leikum innan hverfa Reykja­víkur var lögð fyrir nýlega. Sumir hafa talað um „hreina geð­bilun að reyna að þvinga fólk með illu út úr einka­bíl­u­m“. Hér er átt við grein­ing­ar­vinnu fyrir nýtt hverf­is­skipu­lag sem er grund­völlur sam­ráðs, íbú­a­lýð­ræðis og hvernig megi nýta land bet­ur. Ekki er verið að sam­þykkja að bíl­skúrar íbúa verði teknir eign­ar­námi. Vinna sem leggur grunn að skipu­lagi átta hverfa í borg­inni markar því tíma­mót í því hvernig við skipu­leggjum umhverfi okkar en hún hefur vakið mis­jöfn við­brögð.

magnea mynd

Reykja­vík er í örum vexti. Hús­næð­is­skortur í borg­inni er raun­veru­legt vanda­mál og þétt­ing byggðar er eina skyn­sam­­lega lausn­in. Fram­tíð­ar­sýn borg­ar­innar er mótuð í aðal­skipu­lagi og ný hverfi hafa verið byggð til að bregð­ast við mann­fjölg­un. Innan hverf­anna eru hús byggð sam­kvæmt deiliskipu­lagi sem nær yfir ein­staka lóð­ar­eiti. Frá aðal­skipu­lagi niður í deiliskipu­lag er stórt stökk í skipu­lags­stigi. Á milli liggja göt­ur, opin rými og viss yfir­sýn sem hefur orðið út undan og gleymst í sam­heng­inu. Þannig hafa heilu hverfi borg­ar­innar þró­ast sund­ur­leit og ekki alltaf með hag íbú­anna að leið­ar­ljósi.

Auglýsing

Und­an­farin miss­eri hefur verið unnið að því að brúa þetta bil og skoða ein­staka borg­ar­hluta sem heild. Nýtt hverf­is­skipu­lag mun skapa tæki­færi til að hlúa að nærum­hverfi og þjón­ustu í hverfum og gera þau vist­vænni. Eitt helsta mark­miðið er að miða skipu­lagið út frá íbú­unum sjálfum og þörfum þeirra, að færa skipu­lags­vinn­una nær not­and­an­um. Reykja­vík hefur alla burði til að vera borg með ekki bara miðbæ og úthverfi, heldur sam­an­safn af öfl­ugum hverf­um, hvert með sínu sniði. Laug­ar­dalur með frá­bærum úti­vist­ar­svæð­um, íþrótta­að­stöðu og gour­met-mat­ar­versl­un­um. Breið­holt með lit­ríkri menn­ingu úr öllum áttum eða Graf­ar­vogur með ein­stöku aðgengi að nátt­úru og sjáv­ar­síð­unni.

Helstu leiðir að betri hverfum eru bættar sam­göng­ur, betri nýt­ing á landi og aukin nær­þjón­usta. Góð hverfi eru lýð­heilsu­mál og hafa því mikið að gera með lífs­gæði okk­ar. Því er ærin ástæða til að hverfin séu þróuð í góðri sátt við íbú­ana og kallað sé eftir röddum þeirra. Akkúrat þetta er hlut­verk hverfa­skipu­lags­ins og með því gefst tæki­færi á auknu íbúa­lýð­ræði. En því fylgja auknar kröfur til íbú­anna um virkni.

almennt_08_05_2014

Ólíkar raddir þurfa að heyr­ast



Ný sveit­ar­stjórn­ar­lög kveða á um aukið sam­ráð íbúa og yfir­valda. Það er líka í takt við aukna kröfu almenn­ings þess efnis og því ber að fagna. Mikil verð­mæti fel­ast í þekk­ingu og skoð­unum íbúa á umhverfi sínu. Hverfa­skipu­lagið er verk­færi til að virkja þessi verð­mæti.

Mikil ábyrgð felst í því að búa við lýð­ræði; það þarf að gang­ast við henni og mynda sér upp­lýstar skoð­an­ir. Það þarf að skoða málið í sam­hengi, huga að heild­ar­hags­munum fram yfir einka­hags­muni og án þess að gengið sé á rétt neins.

Það má segja að við séum í betri aðstöðu nú en oft áður að nýta okkur lýð­ræði. Almenn­ingur er með­vit­aðri um rétt sinn, hefur betri aðgang að upp­lýs­ingum og er því hæf­ari til að taka þátt í ákvörð­unum um nærum­hverfi sitt. Algjör for­senda þátt­töku íbúa er að þeir hafi aðgang að upp­lýs­ing­um. Það þarf líka að vanda vel til upp­lýs­inga­gjaf­ar. Ótak­mark­aður aðgangur er ekki endi­lega lausn­in. Upp­lýs­ing­arnar þurfa að vera vel fram­settar og skilj­an­leg­ar, settar í sam­hengi. Netið er frá­bær vett­vangur og tæki til þátt­töku og upp­lýs­inga­gjafa en ekki nýta sér það all­ir.

Klessu­keyrt lýð­ræði



Æ oftar kemur upp krafa um atkvæða­greiðslu um umdeild mál en það mætti segja að atkvæða­greiðsla án upp­lýstrar umræðu sé mis­beit­ing á lýð­ræði. Kost­irnir eru þrengdir við já eða nei, af eða á. Dregnar eru upp of ein­fald­aðar myndir og hug­mynd­irnar fyrir fram ákveðn­ar. Betra væri ef hug­mynd­irnar mót­uð­ust með víð­tæku sam­ráði frá upp­hafi, byggða á upp­lýs­inga­gjöf og þar sem ólíkar raddir heyr­ast.

Á flug­völl­ur­inn að fara eða vera? Bak­við spurn­ing­una eru fjöl­margar aðrar spurn­ing­ar. Fara hvert? Og ef hann verður áfram, hvar á að koma fyrir þeirri upp­bygg­ingu sem er fyr­ir­huguð á flug­valla­svæð­inu? Fjölgun íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er áætluð um 70 þús­und til árs­ins 2040. Bygg­inga­land er tak­mörkuð auð­lind. Hvar á þá að koma því fólki fyr­ir? Það er að mörgu að huga og það þarf að skoða alla fleti í sann­girni og sátt. Að smætta svona stórar ákvarð­anir niður í tvo póla, með eða á móti, er atlaga að lýð­ræð­is­legum gild­um. Hættan er að ákvarð­anir mót­ist af áhuga þeirra sem eru virkir þáttak­endur frekar en af almanna­hag.

Glötum ekki tæki­fær­inu



Nú reynir á okk­ur, við þurfum að sýna þroska og þol­in­mæði til að sinna lýð­ræð­is­legum skyld­um. Gríð­ar­leg vinna hefur farið fram við upp­lýs­inga­öfl­un, af þver­fag­legum hópi fólks, við drög að hverfa­skipu­lagi borg­ar­inn­ar. Fyrsta skrefið hefur verið tek­ið, grund­völlur lagður og hverfin kort­lögð svo koma megi auga á tæki­fær­in.

Við viljum öll skil­virk­ari, heil­brigð­ari og betri hverfi. Verk­færið hefur verið rétt fram og nú er það okkar að nýta það. Við þurfum að kynna okkur mál­efnin og nýta okkur þann vett­vang sem hverfa­skipu­lagið skap­ar. Verk­efnið er til langs tíma og ef alvöru umræða á sér stað er hægt að þróa hverfi í sátt við íbúa og taka ákvarð­anir á traust­ari grunni. Ef þessi vinna er ekki rædd af heil­indum fer hún fyrir bí. Lýð­ræði felur í sér ábyrgð. Missum ekki sjónar af mark­mið­unum og látum ekki upp­hróp­anir og æsinga­menn slá okkur út af lag­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None