Að breyta framtíðarsýn í veruleika

Guðrún Schmidt skrifar um draumaheim, þar sem mannkynið hefur náð að afstýra verstu afleiðingum loftslagsbreytinga og minnir á að þegar hafa verið settar upp vörður af alþjóðasamfélaginu sem eiga að leiða okkur þangað.

Auglýsing

Drauma­heimur

Ímynd­aðu þér drauma­heim þar sem umgengni og nýt­ing á nátt­úr­unni er með sjálf­bærum hætti, þar sem rétt­læti og jafn­rétti ríkir milli manna, þar sem fátækt, hungur og stríð heyrir sög­unni til. Það ríkir frið­ur, lýð­ræði er við völd alls stað­ar, náðst hefur að skipta gæðum Jarðar jafnt milli manna og þær eru sam­eign. Virð­ing er borin fyrir öllum líf­verum og dýra­níð heyrir sög­unni til. Vist­kerfi jarðar eru í jafn­vægi og auð­lindir eru not­aðar á skyn­saman hátt og unnið er stöðugt að því að vernda líf­fræði­lega fjöl­breytni á Jörð­inni. Ímynd­aðu þér að í þess­ari fram­tíð­ar­sýn hefði mann­kyn­inu tek­ist að halda hlýnun Jarðar innan við 1,5 gráður og þar með náð af afstýra verstu afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga og hruni vist­kerfa. Afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga voru samt tölu­verðar með til­heyr­andi mann­falli og eyði­legg­ingu en mann­kynið tókst á við málin í sam­ein­ingu með rétt­læti og sam­kennd að leiðar­ljósi. Náðst hefur ákveðið jafn­vægi í nátt­úr­unni og líf­ríkið hefur aðlag­ast breyttu lofts­lagi. Notkun jarð­efna­elds­neytis er úr sög­unni.

Ímynd­aðu þér lífið í þessum drauma­heimi. Hvernig líður þér? Hvað gerir þú og fjöl­skylda þín á hverjum degi? Hvernig er lífið í nær­sam­fé­lagi, í land­inu, heims­álf­unni og í heim­inum öll­um?

Raun­veru­leik­inn

Kannski nærð þú í smá­tíma að ímynda þér slíkan heim en svo nær raun­veru­leik­inn þér aftur niður á jörð­ina og þú hugsar þér að þetta sé bara ein­hver útópía sem verði varla hægt að ná. En nú er mik­il­vægt að staldra við. Hvernig á að vera hægt fyrir mann­kynið að leysa úr stóru áskor­unum sam­tím­ans ef það hefur enga fram­tíð­ar­sýn, drauma, ímynd­un­ar­afl og er kjarklaust? Sá sem býr til fram­tíð­ar­sýn er ekki ein­ungis draum­óra­mann­eskja. Því fram­tíð­ar­sýnin er leið­ar­ljós sem gefur okkur einnig sýn á vanda­mál sam­tím­ans og hug­myndir um breyt­ingar til að raun­gera fram­tíð­ar­sýn­ina. Ef fólk getur ímyndað sér betri heim og hefur trú á því að slíkur heimur gæti orðið að veru­leika verður til stað­föst von, þá fæð­ast hug­mynd­ir, bar­áttu­and­inn og kjarkur verða dríf­andi og breyt­ingar ger­ast. Að búa til fram­tíð­ar­sýn, hafa trú á henni og taka þátt í að stuðla að henni er því mjög öfl­ugt tæki til að koma af stað umbreyt­ing­um, til að vald­efl­ast og til að hafa trú á fram­tíð­inni frekar en að kvíða fyrir henni. Þannig verður ókomin tíð full af von­um, vænt­ingum og tæki­færum og ætti því að vera til­hlökk­un­ar­efni.

Auglýsing

Fram­tíð­ar­sýn alþjóða­sam­fé­lags

Alþjóða­sam­fé­lagið er búið að móta sína fram­tíð­ar­sýn sem ein­kenn­ist af sjálf­bærri þró­un. Orðið þróun gefur til kynna að þetta sé veg­ferð og umbreyt­ing­arnar ger­ist í skref­um. Heims­mark­miðin og sér­stak­lega und­ir­mark­miðin þar, eru þá vörður á þeirri veg­ferð, vörður sem eiga að hafa raun­gerst fyrir árið 2030. Eftir það verða vænt­an­lega sett ný mark­mið sem vörður fyrir áfram­hald­andi þróun á þess­ari veg­ferð sjálf­bærrar þró­un­ar. Fram­tíð­ar­sýnin er sem sagt til staðar og flestar þjóðir heims hafa skuld­bundið sig til að stuðla að heims­mark­mið­unum sem eru vörður á leið að sjálf­bærri þró­un. Þetta er ekki útópía, þetta er raun­veru­leg fram­tíð­ar­sýn alþjóða­sam­fé­lags­ins. Og með ímynd­un­ar- og sköp­un­ar­afli er hægt að sjá þessa sýn fyrir sér.

Við höfum val

Fram­tíð­ar­sýnin ein og sér mun ekki leiða til umbreyt­inga sam­fé­laga en er mjög mik­il­væg, skap­andi og leið­andi byrj­un. Hvort sýnin verður að veru­leika eða ekki mun vera háð því hvað mann­kynið muni taka til bragðs og hvernig við hvert og eitt munum stuðla að umbreyt­ing­um.

Enn sem komið er hefur mann­kynið val um það hvers konar fram­tíð verður að veru­leika. Verði litlu breytt í núver­andi lifn­að­ar­háttum mun hlýnun Jarð­ar­innar leiða til ham­fara sem grafa undan for­sendum sið­menn­ing­ar. Hætta er á því að núver­andi lifn­að­ar­hættir margra og ekki síst vest­rænna þjóða muni tor­tíma okkar eigin teg­und. Velji mann­kynið hins vegar leið umbreyt­inga verðum sér­stak­lega við í vest­rænum heimi að vera opin fyrir fram­tíð­ar­sýn sjálf­bærrar þró­un­ar, sleppa tak­inu á ýmsum þáttum núver­andi lifn­að­ar­hátta, breyta fram­leiðslu- og við­skipta­háttum og vera til­búin að feta nýjar slóð­ir. Hjálp­umst öll að í að velja leiðir í átt að fal­legi fram­tíð­ar­sýn!

Höf­undur er sér­fræð­ingur hjá Land­vernd. Greinin er úr vænt­an­legri hand­bók höf­undar um menntun til sjálf­bærni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar