Að duga eða drepast: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar IV

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar rekur sögu ágreinings innan Alþýðusambands Íslands síðustu fjögur ár, greinir frá sinni hlið mála og setur ágreininginn í pólitískt og sögulegt samhengi. Þetta er fjórða og síðasta greinin.

Auglýsing

Í síð­ustu grein fjall­aði ég um valda­töku fag­mennta- og stjórn­enda­stétt­ar­innar innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Ég fjall­aði jafn­framt um þær fjöl­breyttu aðferðir sem þessi stétt hefur þróað til að verja hags­muni sína, en það eru aðferðir sem standa ekki verka- og lág­launa­fólki til boða. Ég kom jafn­framt inn á að fag­mennta- og stjórn­enda­stéttin hefur löngu sagt skilið við sam­stöðu með verka- og lág­launa­fólki, og berst þess í stað fyrir við­haldi og helst aukn­ingu launa­bils milli ófag­lærðra og fag­mennt­aðra. Stétt­ar­fé­lög fag­mennta­stétt­anna vilja afleggja beittasta vopn verka- og lág­launa­fólks, verk­falls­vopn­ið, og láta kjara­við­ræður þess í stað fara fram í umhverfi þar sem stéttin er á heima­velli: umhverfi sér­fræð­inga­veldis og stétta­sam­vinnu.

Það að þessi hug­mynda­fræði, fyrst í bún­ingi Salek-verk­efnis Gylfa Arn­björns­sonar og síðar Græn­bók­ar-verk­efnis Drífu Snædal, hafi náð tang­ar­haldi á for­ystu Alþýðu­sam­bands Íslands er mikið umhugs­un­ar­efni fyrir allt félags­fólk í aðild­ar­fé­lögum sam­bands­ins. Til að skilja það hug­ar­far og póli­tísku ver­ald­ar­sýn sem leiddi til þess að nær öll heild­ar­sam­tök íslensks launa­fólks hafa geng­ist svona auð­veld­lega inn á hug­mynda­fræði fag­mennta- og stjórn­enda­stétt­ar­innar um stétta­sam­vinnu er gagn­legt að horfa til sögu og hnign­unar vinstri­hreyf­inga á Vest­ur­lönd­um. Þessi síð­asta grein í greina­flokki mínum fjallar um það, og setur þannig grein­ingu mína á kreppu íslensku verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar í stærra sam­hengi.

Breytt stétta­sam­setn­ing

Strax upp úr árinu 1980 og enn sterkar eftir árið 1990 fer að mynd­ast hug­ar­far upp­gjafar gagn­vart mark­aðs­öflum á vinstri­vængnum í stjórn­málum Vest­ur­landa, einnig á Íslandi. Kemur þar ann­ars vegar til að á eft­ir­stríðs­ár­unum náð­ist svo sann­ar­lega mik­ill árangur í að lyfta lífs­kjörum hinna verst settu, tryggja stór­bætt heil­brigð­is­kerfi og mennta­kerfi, inn­leiða félags­legar trygg­ingar svo sem atvinnu­leys­is­bætur og fleira og fleira. Sam­hliða þessu mynd­að­ist tölu­verður félags­legur hreyf­an­leiki sem leiddi til þess að fólk af verka­manna­stétt, á milli kyn­slóða og jafn­vel innan þeirra, náði að tryggja sér tekj­ur, afkomu­ör­yggi og lífs­stíl milli­stéttar sem á Íslandi hafði áður aðeins verið opinn þröngum hópi emb­ætt­is­manna, lækna, presta o.s.frv. Hlið­ar­afleið­ing þessa var að synir og dætur verka­manna­stétt­ar­innar sem barð­ist fyrir þessum umbót­um, oft með þátt­töku í starfi verka­lýðs­fé­laga, misstu sjálf tengsl við verkamanna­stétt­ina - til­heyrðu henni enda ekki leng­ur.

Með­fram þessu fækkar í röðum verka­manna­stétt­ar­inn­ar, og fyrr eða síðar fer að bera á skorti á verka­fólki til að vinna erf­ið­is­vinnu til dæmis í bygg­ing­ar­vinnu, iðn­aði og umönn­un­ar­störf­um. Strax á 7. og 8. ára­tugnum fara stór Vest­ur­-­Evr­ópu­lönd að flytja mark­visst inn fólk frá fátæk­ari löndum til að ganga í þessi störf. Verka­lýðs­fé­lög voru sökum for­dóma oft mjög lengi að horfast í augu við þessa nýju sam­setn­ingu verka­manna­stétt­ar­innar og veittu ekki inn­flytj­endum tæki­færi og hvatn­ingu til að taka þátt í félög­un­um. Þetta var mjög mis­ráðið og leiddi til veik­ingar á starfi verka­lýðs­fé­laga.

Auglýsing
Á sama tíma ger­ist það að verka­lýðs­hreyf­ing­in, rétt eins og fleiri almanna­sam­tök, er „fag­vædd“ eins fjallað var um í síð­ustu grein. Með því er átt við að raun­veru­leg for­ysta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar kemur í vax­andi mæli úr röðum sér­mennt­aðra starfs­manna en ekki félags­manna – og jafn­vel þótt full­trúar félags­manna séu enn hinir form­legu leið­togar þá urðu þeir að strengja­brúðum sér­fræð­ing­anna.

Er nóg að gert?

Sér­fræð­ing­arnir og hin veikl­aða félags­lega for­ysta í félögum almenns verka­fólks fer um þetta leyti að spyrja sig hvort að hugs­an­lega hafi verið nóg að gert í kjara­málum hinna lægst settu. Er hugs­an­lega búið að tryggja nægan félags­legan hreyf­an­leika? Eru bóta- og stuðn­ings­kerfi hins opin­bera hugs­an­lega orðin nægi­lega öflug til að hægt sé að lifa af lægstu laun­um? Getur verið að raðir virkra almennra félags­manna í félögum lág­launa­fólks séu orðnar það fámennar að engin hætta sé á meiri­háttar upp­reisn jafn­vel þótt gott verði látið heita? Einnig spilar inn í að á síð­ustu ára­tugum 20. ald­ar­innar byrja stjórn­mála­flokk­arnir sem höfðu verið mik­il­væg stoð verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar – sós­í­alde­mókrata- og komm­ún­ista­flokkar – að upp­lifa mikið fylgis­tap, innri upp­lausn og hnign­un. Peter Mair talar í bók sinni Rul­ing the Void um það hvernig sós­í­alde­mókra­ta­flokkar kusu að í reynd að rjúfa tengsl við verka­lýðs­stétt­ina og ger­ast þess í stað „catch-all” flokkar sem veðja á að höfða til jafns til allra kjós­enda – en sá ímynd­aði með­al­-kjós­andi sem þar var farið að elt­ast við átti æ minna sam­eig­in­legt með verka­lýðs­stétt­inni.

Í sam­ræmi við breytta stétta­sam­setn­ingu gerð­ist það líka að vax­andi þungi færð­ist í kjara­bar­áttu sona og dætra verka­manna­stétt­ar­inn­ar, sem gengin voru í raðir mennt­aðra sér­fræð­inga mest­megnis á launum hjá rík­inu. Á Íslandi end­ur­spegl­að­ist þetta mjög skýrt kraft­mik­illi kjara­bar­áttu BSRB um miðjan 9. ára­tug­inn þar sem nýfeng­inn verk­falls­réttur var nýttur af fullum þunga og veru­legar kjara­bætur náð­ust. Á sama tíma var félags­legt starf í verka­manna­fé­lögum á borð við Dags­brún á hraðri nið­ur­leið og verk­falls­að­gerðir meira og minna úr sög­unni.

Verka­lýðs­hreyf­ingin barin niður

Doði lagð­ist yfir for­ystu og félags­legt starf í verka­lýðs­hreyf­ing­unni, sem að hluta má að segja að hafi leitt af ágætum árangri við að tryggja hluta stétt­ar­innar tröppu­gang upp í vax­andi milli­stétt. Við þetta bætt­ust svo stórar breyt­ingar á hinu hnatt­ræna sviði sem allar fólu í sér áskor­an­ir. Upp úr 1980 náði nýfrjáls­hyggjan vopnum sínum og verka­lýðs­fé­lög um heim allan horfðu með skelf­ingu á hvernig Mar­gréti Thatcher tókst um miðjan 9. ára­tug­inn að leggja að velli eina öfl­ug­ustu hreyf­ingu verka­fólks á Bret­landseyj­um, námu­verka­manna­fé­lagið National Union of Mine Wor­kers. Skömmu síðar hrynja Sov­ét­ríkin sem höfðu verið ákveðin stoð í and­kap­ít­al­ískri heims­mynd komm­ún­ista, sem ávallt voru leið­andi í rót­tæk­ustu örmum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Upp úr því tekur alda hnatt­væð­ingar að flæða yfir vest­ræn hag­kerfi, sem leiddi til þess að störf í iðn­aði, þar sem oft hafði náðst að tryggja bestu kjörin, hverfa úr landi og eru flutt til þró­un­ar­landa. Mikið var rætt í sam­fé­lag­inu um hnatt­væð­ing­una og áhrif henn­ar, en áhrif hnatt­væð­ing­ar­innar á Íslandi voru þó ekki endi­lega að störf flytt­ust úr landi heldur fremur hitt að hlut­deild aðflutts verka­fólks í ófag­lærðum verka­manna­störfum jókst veru­lega, fyrst í fisk­vinnslu og iðn­aði, síðar í umönn­un­ar­störfum og að lokum í ferða­þjón­ustu.

Áhrif alls þessa voru almenn hnignun og hug­ar­far upp­gjafar á vinstri­vængn­um. Eitt ömur­leg­asta dæmið um það var ris Tony Blair innan Breska verka­manna­flokks­ins, en Blair kastaði fyrir róða öllum hug­sjónum og bar­áttu­málum vinstr­is­ins og verka­fólks í skiptum ekki aðeins fyrir gróða- og mark­aðs­hyggju heldur einnig áður óþekkta þjónkun við hern­að­ar­hyggju Banda­ríkj­anna þ.m.t. hina blóð­ugu og við­ur­styggi­legu inn­rás í Írak árið 2003.

Íslenska verka­lýðs­hreyf­ing­in, sér­stak­lega Alþýðu­sam­band­ið, var allar götur og fram á þennan dag mjög undir for­ræði ein­stak­linga sem tengd­ust djúpt inn í íslenska stofn­ana­vinstr­ið. Er hér átt við Alþýðu­banda­lagið og Alþýðu­flokk­inn og síðar Vinstri græn og Sam­fylk­ing­una, sér­stak­lega síð­ar­nefnda flokk­inn. Raunar voru Alþýðu­sam­bandið og Alþýðu­flokk­ur­inn form­lega sam­tengd allt til árs­ins 1940. Þeir straumar sem réðu för innan ASÍ á árunum eftir 1990 voru þeir sömu og innan evr­ópsku kra­ta­flokk­anna, hvort sem það er Breski verka­manna­flokk­ur­inn, þýski verka­manna­flokk­ur­inn eða franski sós­í­alista­flokk­ur­inn. Gagn­vart mark­aðs­öflum og sig­ur­sælum hægri­flokkum var boð­orð hinna deyj­andi sós­í­alde­mókra­ta­flokka þetta: „if you can’t beat them, join them“.

Nýir straumar

Árið 2018 stofn­aði ég ásamt félögum mínum til þess verk­efnis að bjóða fram B-lista til stjórnar Efl­ing­ar, lang stærsta stétt­ar­fé­lags ófag­lærðs verka­fólks á Íslandi. Það verk­efni hefði ekki getað verið meira á skjön við ráð­andi hug­mynda­fræði íslensku verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar sem ára­tugum saman hafði róið í þær áttir sem ég lýsti hér að ofan.

Við á B-list­anum og stuðn­ings­fólk okkar trúðum því ekki að búið væri að gera nóg til að tryggja jöfnuð í sam­fé­lag­inu og bæta kjör hinna lægst laun­uðu. Þvert á móti þá trúðum við því að meira, miklu meira, þyrfti að gera.

Við trúðum því ekki að vinnu­mark­aðs-­stjórn­kerfi undir for­ræði fag­mennta- og stjórn­enda­stétt­ar­inn­ar, kallað Salek eða ein­hverju öðru nafni, myndi gæta hags­muna okk­ar. Við vildum þess í stað skerpa það eina vopn sem í gegnum ára­tugi og aldir hefur gagn­ast lág­launa­fólki: verk­falls­vopn­ið.

Við ótt­uð­umst ekki yfir­burða­stöðu milli­stétt­ar­innar í íslenskri póli­tík og sam­fé­lags­um­ræðu, heldur trúðum á að við hefðum fjöld­ann og kraft­inn til að berj­ast á okkar eigin for­send­um, sem verka­fólk.

Auglýsing
Við trúðum því ekki að mögu­leik­arnir til að sækja fram í rétt­læt­is­bar­áttu verka­fólks væru horfn­ir, vegna ofríkis fjár­mála­afl­anna, hnatt­væð­ing­ar­innar og nýfrjáls­hyggj­unn­ar. Þvert á móti trúðum við á að hljóm­grunnur væri fyrir bar­áttu gegn þessum öflum og að við gætum unnið sigra gegn þeim.

Við aðhyllt­umst ekki for­dóma gegn verka­fólki af erlendum upp­runa, for­dóma sem sögðu að erlent verka­fólk væri úti á þekju, fáfrótt um rétt­indi sín, áhuga­laust um hags­muni sína og of jað­ar­sett í sam­fé­lag­inu til að geta staðið fyrir máli sínu. Við sýndum að aðflutt vinnu­afl á Íslandi er kraft­mik­ill og stoltur hóp­ur, og að fjar­vera þeirra úr verka­lýðs­bar­áttu síð­ustu ára var ekki vegna áhuga­leysis þeirra heldur vegna úti­lok­andi við­horfs stétt­ar­fé­lag­anna sjálfra.

Mik­il­væg­ast af öllu var þó kannski það að við trúðum því að verka­fólk sjálft hafi bar­áttu­mátt, færni og rétt til þess að taka sjálft í hendur þau vopn sem þeim eru heimil og sem í gegnum sög­una hafa nýst þeim best.

Við kunn­um, við getum

Eftir kosn­inga­sigur B-list­ans árið 2018 hafa Efl­ing­ar­fé­lagar sannað að allt þetta var ekki aðeins rétt­mætt heldur mögu­legt. Ekki bara með því að kom­ast í gegnum kjara­samn­inga, verk­falls­að­gerðir og innri átök sterk­ari heldur en áður, heldur það sem meira er, með því að ná raun­veru­legum árangri mælt í grjót­hörðum krónum og aur­um. Gögn kjara­töl­fræði­nefndar um kjara­samn­inga­lot­una 2019-2020 sýna svo ekki verður um villst að Efl­ing­ar­fé­lagar fengu meiri hækk­anir en aðr­ir, en ekki minni eins og ella hefði verið raunin ef pró­sentu­hækk­anir hefðu ráðið för. Okkur hefur tek­ist að afsanna áróður valda­stétt­ar­innar og sér­fræð­inga­veld­is­ins um að aðeins þægð og „lág­vært tif” skili árangri – við höfum sýnt að með því að vera stór, fjöl­menn, hávær, sam­stiga og sýni­leg þá náum við árangri. Árangri sem var búið að til­kynna verka­fólki að ekki væri hægt að ná.

Þegar bar­áttan við atvinnu­rek­endur hófst vet­ur­inn 2018-2019 átti ég aldrei von á öðru en að úr þeim her­búðum myndi ber­ast ýmis konar brjál­semi. Hins vegar var ég ekki við því búin að verða vitni að, eins og rakið hefur verið í þessum greina­flokki, þeirri ótrú­legu sjálfs­sefj­un, sjálfs­blekk­ingu og bjög­uðu sögu­skoðun sem ræður ríkjum innan íslensku verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, ekki síst innan ASÍ. Þaðan af síður átti ég von á því að því að Drífa Snæ­dal myndi standa svo grimman vörð um stétta­sam­vinnu sem raun hefur borið vitni.

ASÍ sem hug­mynda­fræði­legt stjórn­tæki rík­is­ins

Áður fyrr var það svo að Alþýðu­sam­band Íslands var bæði breyt­inga­afl fyrir rétt­læti í íslensku sam­fé­lagi og mót­stöðu­afl gegn órétt­læti. Í dag er Alþýðu­sam­band Íslands það ekki. Þvert á móti hefur sam­bandið orðið með­virkt með íslenska auð­valds­kerf­inu, sem er ótrú­legt í ljósi þess að ef ein­hver stofnun ætti að hafna þess konar með­virkni þá er það Alþýðu­sam­band­ið.

Franski heim­spek­ing­ur­inn Louis Alt­huss­er, sem var hlið­hollur rétt­læt­is­bar­áttu almenn­ings um allan heim, skrif­aði rit­gerð árið 1970 um þetta með­virkn­is­hlut­verk sem valda­stofn­anir taka sér oft innan kap­ít­al­ískra sam­fé­laga. Hann tal­aði í frægri rit­gerð um það hvernig stofn­anir breyt­ast í „hug­mynda­fræði­leg stjórn­tæki rík­is­ins“ en átti þó ekki endi­lega við rík­is­stofn­an­ir. Hann vís­aði til allra þeirra form­legu og óform­legu stofn­ana sem saman standa vörð um óbreytt ástand í sam­fé­lag­inu. Þessar stofn­anir eru ekki endi­lega undir beinum yfir­ráðum hins opin­bera og þær beita ekki endi­lega valdi sínu með þving­un­um, heldur styðj­ast þær oft við sjálf­vilja þátt­töku almenn­ings og nýta sér fín­gerða vefi blekk­ing­anna. Þar er sjálfs­blekk­ingin ekki und­an­skil­in. Alt­husser nefnir sem dæmi skóla­kerf­ið, fjöl­miðla, fjöl­skyld­una, menn­ing­ar­lífið og vel að merkja verka­lýðs­fé­lög. Alt­husser var glöggur að því að leyti að jafn­vel á þeim tíma þegar verka­lýðs­fé­lög í V-Evr­ópu voru miklu þrótt­meiri og rót­tæk­ari en nú (um 1970) þá átt­aði hann sig á því að hægt er að virkja þau sem eitt af hug­mynda­fræði­legum stjórn­tækjum hins ríkj­andi valds — og saga Alþýðu­sam­bands Íslands síð­ustu ára­tugi sem og örlög þess í dag hljóta að telj­ast fjarska­lega gott dæmi um einmitt það.

Útgöngu­leiðir

Hvaða leiðir eru færar fyrir íslenska verka­lýðs­hreyf­ingu út úr þeim vanda sem hér hefur lýst, nefnd dæmi um og greind­ur? Að óbreyttu mun Alþýðu­sam­bandið bug­ast undan þeirri kreppu sem það stendur frammi fyr­ir. Sam­bandið mun verða í her­kví milli þeirra afla sem krefj­ast þess að sam­bandið ræki hlut­verk sitt sem umbreyt­inga- og mót­stöðu­afl og hinna sem vilja að sam­bandið haldi áfram á braut Salek-væð­ingar og stétta­sam­vinnu. Eng­inn for­seti eða for­ysta í sam­band­inu getur leitt það með áfram þessa djúpu mót­sögn óleysta inn­an­borðs. Eins og segir í upp­hafi fyrstu grein­annar í þessum flokki þá er afsögn for­seta ASÍ fyrr í þessum mán­uði viss við­ur­kenn­ing á því hversu illi­lega það hefur mis­heppn­ast að greiða úr þessum vanda.

Í grófum dráttum hljóta tvær leiðir að vera fær­ar. Ann­ars vegar sú að Alþýðu­sam­bandið horf­ist í augu við þá breyttu stöðu sem upp er kom­in, lagi sig að henni og breyti um kúrs. Farið verði í djúpa og alvar­lega vinnu við að end­ur­meta stefn­una. Ég legg til að í þeirri vinnu verði við­ur­kennt að verk­efni íslenskrar verka­lýðs­hreyf­ingar er ekki lok­ið. Þvert á móti er raun­veru­legt og stórt verk að vinna í bar­áttu við auð­stétt­ina og sér­hags­muna­öfl­in. Skylda sam­bands­ins er að þróa og leiða þetta verk­efni, og vera óhrætt við að skora á hólm þær ýmsu stofn­anir valds­ins sem standa vörð um óbreytt ástand, sama hvort það eru líf­eyr­is­sjóð­ir, fjár­mála­kerf­ið, Sam­tök atvinnu­lífs­ins eða rík­is­stjórn­in. Þá þarf Alþýðu­sam­bandið að við­ur­kenna fyrir sjálfu sér að eina vopnið sem getur leitt til árang­urs í verka­lýðs­bar­áttu eru verk­föll eða trú­verðug hótun um beit­ingu þeirra.

Auglýsing
Það að leiða íslenskt verka­fólk í bar­áttu fyrir betra þjóð­fé­lagi krefst þess ekki endi­lega að öll verka­lýðs­hreyf­ingin sé sam­mála um loka­mark­mið bar­átt­unn­ar. Á tutt­ug­ustu öld náðu verka­lýðs­hreyf­ingar um heim allan oft miklum árangri með sam­vinnu sós­í­alde­mókrata og komm­ún­ista, sem voru á köflum ósam­mála um lang­tíma­mark­mið en gátu engu að síður starfað vel og náið saman um brýnni skamm­tíma­mark­mið. Ekk­ert segir að þetta sé ekki hægt, en hins vegar ljóst að hinir betur settu hópar innan ASÍ og ann­arra lands­sam­banda þurfa að láta af hug­myndum um fast­setn­ingu kjara­bils á milli verka­lýðs­stéttar og milli­stétt­ar, sem birt­ist bæði í Salek-hug­mynda­fræð­inni og í stefn­unni um pró­sentu­hækk­anir launa.

Þá þarf að láta af kreddu­bund­inni varð­stöðu um líf­eyr­is­sjóða­kerf­ið, sem er löngu orðin að kvöð og byrði á verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru tæki sem verka­lýðs­hreyf­ingin sjálf lét á sínum tíma smíða. Hreyf­ingin á að nýta sjóð­ina í þágu sinna mark­miða, hvort sem það er í hús­næð­is­mál­u­m,  varð­andi sam­fé­lags­á­byrgð fyr­ir­tækja eða jafn­að­ar­stefnu í launum innan fyr­ir­tækja, en ekki láta sér­fræð­inga­veldi sjóð­anna eða rödd atvinnu­rek­enda í stjórnum sjóð­anna segja sér fyrir verk­um. Þegar þessum kreddum hefur verið hent á rusla­hauga sög­unnar ættu okkur að vera fleiri leiðir fær­ar.

End­ur­nýjun verk­falls­vopns­ins

Varð­andi verk­falls­vopn­ið, þá er ljóst að verk er fyrir hönd­um. Eitt er að verka­lýðs­hreyf­ingin á almennum vinnu­mark­aði hafi sjaldan farið í verk­föll á síð­ustu ára­tug­um, en mjög strjál notkun á verk­falls­vopn­inu leiðir auð­vitað til þess að það ryðg­ar. Verka­lýðs­fé­lög þurfa að gera félags­fólk sitt í stakk búið fyrir verk­falls­að­gerð­ir, enda er hin raun­veru­lega áskorun í sam­bandi við verk­falls­að­gerðir er ekki laga­legs eðlis heldur snýst fyrst og fremst um að tryggja virkni, vilja og þol­gæði nægi­lega stórs og öfl­ugs hóps félags­fólks.

Að mínum dómi ríkir í dag innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, líka opin­beru félag­anna, van­þekk­ing á því hvað þarf til að verk­falls­hótun sé trú­verð­ug. Þar skiptir mestu máli að tryggt sé að stuðn­ingur sé við verk­fall – það er að segja, að verk­falls­boðun verði lík­lega sam­þykkt með yfir­gnæf­andi meiri­hluta – og einnig hitt, að félags­fólk sé reiðu­búið að taka þátt í verk­fall­inu ekki aðeins með því að sitja heima heldur einnig með því að vera virk og sýni­leg. Það þýðir að mæta á fjölda­sam­komur, verk­fallsvakt og fleira í þeim dúr. Þá þurfa að liggja fyrir skyn­sam­legir og raun­hæfir útreikn­ingar á því hvað hægt verði að greiða mikið í verk­falls­styrki og mat á því til hversu mik­ils er hægt að ætl­ast af félags­fólki í verk­falli í skiptum fyrir verk­falls­styrk.

Einnig þurfa verka­lýðs­fé­lögin að láta af þeim sið að setja fram­kvæmd kjara­við­ræðna í hendur örlít­illa hópa skip­aða for­manni og sér­fræð­ing­um. Félögin þurfa að hafa hug­rekki til þess að opna sig fyrir þátt­töku félags­fólks í sjálfum við­ræð­un­um, því aðeins þannig er hægt að tryggja að stuðn­ingur sé í bak­landi félaga við þær ákvarð­anir og mála­miðl­anir sem taka þarf eftir því sem við­ræðum vindur fram.

Hugs­an­leg end­ur­skipu­lagn­ing

Tak­ist ASÍ ekki að breyta um kúrs er aðeins ein önnur leið fær: Hún er sú að þau félög sem vilja starfa í verka­lýðs­hreyf­ingu sem er raun­veru­legt fram­fara- og mót­stöðu­afl skilji sig frá sam­band­inu. ASÍ er í dag eina lands­sam­band launa­fólks á almennum vinnu­mark­aði, með um 130 þús­und félags­menn. Þetta er hugs­an­lega alltof margt félags­fólk undir einum hatti, sér­stak­lega ef horft er til sam­an­burðar við opin­beru félögin og lands­sam­bönd þeirra. Opin­berir starfs­menn deil­ast niður á þrjú félög (KÍ, BSRB og BHM) sem eru hvert um sig með á bil­inu 10-24 þús­und félags­menn. Slíkur fjöldi er miklu við­ráð­an­legri, og þetta fyr­ir­komu­lag hefur hvorki hamlað opin­beru félög­unum frá því að eiga í sam­starfi sín á milli né við Alþýðu­sam­bandið eða aðra aðila vinnu­mark­að­ar­ins. Tvö eða fleiri heild­ar­sam­tök á almenna vinnu­mark­aðnum gætu auð­veld­lega starfað hlið við hlið og sam­eig­in­lega í þeim málum þar sem sam­komu­lag næðist um slíkt.

Mörgum þykir vænt um nafn og sögu Alþýðu­sam­bands Íslands, sem er skilj­an­legt, en á hinn bóg­inn getur það ber­sýni­lega ekki gengið að sam­bandið aftri eðli­legri fram­þróun og nauð­syn­legum breyt­ingum í hags­muna­bar­áttu félags­fólks. Það þarf að nálg­ast hlut­ina með opnum hug og kasta af sér fjötrum íhalds­semi og for­tíð­ar­dýrk­un­ar.

Sér­fræð­ingar sem vinna fyrir okkur

Í þess­ari grein hefur m.a. verið rætt á gagn­rýnum nótum um fag­mennta- og stjórn­enda­stétt­ina (e. pro­fessiona­l-manager­ial class). Eins og tekið var fram í síð­ustu grein ber þó ekki að skilja þau orð þannig að verka­lýðs­hreyf­ingin þurfi ekki að starfa á grunni þekk­ingar og rann­sókna, sem aflað er af hæfu fólki. Að sjálf­sögðu er nauð­syn­legt að hreyf­ingin hafi á að skipa mennt­uðum sér­fræð­ingum sem hafa sótt sér nauð­syn­lega menntun á sviði hag­rann­sókna, vinn­nu­mark­aðslög­fræði og skipu­lagn­ingar verka­lýðs­bar­áttu. Hins vegar þarf að vanda mjög til vals­ins á þeim, því stað­reyndin er sú að fag­mennta- og stjórn­enda­stéttin hefur und­ir­geng­ist veru­lega hnignum á síð­ustu ára­tug­um. Eins og Catherine Liu bendir á í bók sinni Virtue Hoarders frá 2021, sem nefnd var í síð­ustu grein, þá hefur milli­stéttin – og fag­mennta- og stjórn­enda­stéttin þar fremst í flokki – í vax­andi mæli snúið baki við verka­lýðs­stétt­inni og hallað sér að auð­valds­stétt­inni. Hvergi er þetta skýr­ara en í stétt hag­fræð­inga, þar sem tek­ist hefur að útskúfa nær öllum sjón­ar­miðum og straumum öðrum en stæk­ustu nýfrjáls­hyggju úr vopna­búri fræði­grein­ar­inn­ar. Hefur þetta m.a. leitt til and­ófs­hreyf­ingar innan stétt­ar­innar sjálfrar, sem kraf­ist hefur end­ur­skoð­unar á kennslu­háttum í fag­inu enda hafi efna­hag­skreppan 2008 sýnt fram á hættu­lega van­rækslu á gagn­rýnni hugsun meðal stétt­ar­inn­ar. Í dag er staðan sú að nær úti­lokað er að nokkur náms­maður kom­ist í gegnum nám í hag­fræði við Háskóla Íslands án þess að verða fyrir heila­þvotti nýfrjáls­hyggj­unn­ar.

Auglýsing
Til að ráða bót á þessu á íslenska verka­lýðs­hreyf­ingin að leita út fyrir land­stein­ana. Hag­fræð­ingar sem vinna út frá kenn­ingum þar sem hags­munir verka­fólks eru útgangs­punkt­ur­inn og félags­legar átakatvíddir hag­kerf­is­ins við­ur­kenndar eru svo sann­ar­lega til, þótt lítið hafi borið á þeim á Íslandi. Það er kjarna­verk­efni Alþýðu­sam­bands­ins að efla skiln­ing félags­fólks og alls almenn­ings á því hvernig sam­fé­lagið okkar er sam­sett og hvað hlut­verki stétta­bar­áttan gegnir í þróun þess, en til að það sé hægt þarf að byggja upp þekk­ingu og hæfni meðal sér­fræð­inga sam­bands­ins sem ekki er til staðar í dag.

Upp­vakn­ingur eða umbæt­ur?

Ég hef nú í fjórum greinum lýst þeim vanda sem er á höndum vegna van­máttar Alþýðu­sam­bands frammi fyrir breyt­ingum innan íslensku verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. 40 ára tíma­bili þar sem leið­togar og for­ysta hreyf­ing­ar­innar mynd­uðu sátt um stétta­sam­vinnu, und­ir­gefni við sér­fræð­inga­vald og almenna upp­gjöf gagn­vart því verk­efni að breyta sam­fé­lag­inu okkar í átt að jöfn­uði er lok­ið. Nýir tímar eru hafn­ir. Ég hef rakið í nokkuð löngu og ítar­legu máli dæmi um það hvernig sam­bandið hefur þverskall­ast við að við­ur­kenna þessa nýju tíma, og haldið dauða­haldi í afdankað klíku­veldi innan sam­bands­ins og löngu dauða hug­mynda­fræði um vinnu­mark­aðs­módel sem íslenskur almenn­ingur hefur hafn­að.

Ætli sam­bandið sér að móta stefnu sína ekki út frá skoð­unum og veru­leika félags­manna í aðild­ar­fé­lögum sam­bands­ins heldur útfrá veru­leikafirrtum hug­myndum mennt­aðrar milli­stéttar sem komið hefur sér fyrir í ráðu­neyt­um, hjá hags­muna­sam­tökum hálaun­aðra rík­is­starfs­manna og í sam­tökum atvinnu­rek­enda þá er sam­bandið ekk­ert nema upp­vakn­ingur sem við skulum öll taka höndum saman um að kveða í gröf­ina.

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar