Að eiga auðlind í áskrift

Heiðar Högni Guðnason
kjarninn_makrill.jpg
Auglýsing

Kvóta­kerfið er skyn­sam­legt að því leyti að það kemur í veg fyrir að við göngum of mikið á stofn­ana en allt fjaðrafokið snýst í kringum úthlutun og fram­sals­rétt þess. Svo mælir Þórður Snær Júl­í­us­son í Kjarna­grein sinni: „Að eiga auð­lind sem aðrir græða á“. Enn fremur veltir hann fyrir sér hvers vegna þjóð, sem sam­kvæmt skil­grein­ingu, er eig­andi auð­lindar má ekki ráð­stafa henni eins og henni sýnist: „hvort það sé ekki bara heið­ar­legra að segja það beint út“ að hún megi það ekki.

Ég er að hugsa um að gera það bara. Kæri Íslend­ing­ur, ef þú ferð ekki sjálfur og veiðir þennan fisk, þá átt þú ekk­ert í hon­um!

Í upp­hafi voru veið­arnar þar til frjáls­ar, við gengum of hart að stofn­unum og rík­is­stjórnin ákvað að grípa í taumana. Kvóta­kerfið varð til, ákveðið var að úthluta eftir veiði­reynslu. Kannski væri meiri sátt í þjóð­fé­lag­inu ef lands­menn allir hefðu fengið fram­selj­an­legan kvóta í upp­hafi. Þeir sem nenntu ekki að veiða, myndu þá selja sinn hluta, og láta aðra um hark­ið.

Auglýsing

Hall­grímur Helga­son kom með skemmti­lega lýs­ingu í ann­ars nið­ur­drep­andi grein sinni um „Brun­ann mikla 2015“: „Gull finnst í Esj­unni og allir sem skóflur eiga arka af stað. Þeir sem mestan mokstur sýna fá svo mesta kvót­ann […]“. Þar sem Hall­grímur sér spill­ingu, sé ég sann­girni. Hver annar á að fá mesta kvót­ann? Varla aum­ing­inn sem nennir ekki að moka, hvaða vit er í því? Þá vil ég frekar hafa hlut­ina eins heim­spek­ing­ur­inn John Locke: „að menn njóti dugn­aðar síns eða gjaldi leti sinn­ar.“

Aum­ing­inn sem nennir ekki að moka, sá sami og hefði selt sinn hluta, hann telur sig engu að síður eiga fisk­inn í sjón­um. Tromp­ast úr öfund­ar­bræði þegar hann les í fréttum um stór­gróða útgerð­ar­manna og telur sig ver­a arð­rænd­an. Ekki það að hann nenni að vinna í fiski. Af hverju ætti hann ann­ars að gera það? Launin á gólf­inu eru ömur­leg. Ef þú stendur þig vel, þá kemur Krist­ján Lofts­son og treður bragð­daufum vanillu­í­spinna í and­litið á þér, rétt á meðan hann og aðrir stjórn­ar­menn gæða sér á hnetu­topp.

„Þjónn, hver er fiskur dags­ins?“



Fiskur dags­ins er mak­ríll. Hann er nýr, ferskur og fram­andi. Kom úr suð­ur­höfum árið 2006, og um leið og hann stakk ugg­anum inn fyrir 200 míl­urn­ar, hróp­uðum við sam­hljóða; minn! Síðan þá höfum við stofnað til ill­deilna við nán­ast hvaða þjóð í Norð­ur­-Atl­ants­hafi: Evr­ópu­sam­band­ið, Íra, Skota, Norð­menn, Fær­ey­inga – við viljum fá okkar hlut. Ef vís­inda­maður á Sval­barða henti út öngli sín­um, væri okkur skapi næst að siga gæsl­unni á hann. Rökin eru, að mak­ríl­inn kemur sársvangur í okkar lög­sögu, fyll­ir mag­ann og heldur leið sinni áfram. Eigum við að láta þennan nýtil­komna varg nota Íslands­mið sem sína per­sónu­legu fóðr­un­ar­stöð? Eft­ir­láta veið­arnar Írum og Norð­mönn­um, eftir að hann er orð­inn feitur og patt­ara­leg­ur?

„Hver á að veiða fisk­inn?“

Sig­urður Ingi Jóhanns­son rembist þessa dag­ana eins og rjúpan við að koma mak­ríl­frum­varpi sínu í gegnum þing­ið. Eng­inn er ánægð­ur. Ráð­herr­ann er að reyna að ákveða hver eigi að veiða fisk­inn. Fyrr reif­aði ég þá hug­mynd, að Íslend­ingar ættu allir að fá sinn kvóta – sinn hluta af þjóð­ar­eign­inni – þá mynd­að­ist kannski sátt. Meðal mak­ríl­veiði hefur verið síð­ast­liðin ár c.a. 150.000 tonn, það gerir u.þ.b. hálft tonn á hvern. Getum kallað þennan gjörn­ing „kvóta-­leið­rétt­ing­una“. Er ekki komið nóg af leið­rétt­ing­um? Aum­ing­inn myndi þá selja sinn hlut og lifa sátt­ur, meðan mark­að­ur­inn sveifl­að­ist kröft­ug­lega, þar til að end­ingu „bestu mokar­arn­ir“ fengu hæstan hlut á kostnað smærri útgerða. En aum­ing­inn yrði ekki sátt­ur, hann vill ekki eiga kvót­ann, hann vill vera áskrif­andi.

„En það er svo erfitt að kom­ast að!“

Sægreif­arnir koma í veg fyrir alla nýliðun í grein­inni. Já það er tor­velt að kom­ast að – þessir dallar eru dýrir – en er það ekki í mörgum öðrum greinum líka? Er eitt­hvað auð­veld­ara að stofna flug­fé­lag? Skúli Mog­en­sen er ekki aum­ingi. Hann lang­aði í flug­fé­lag svo hann keypti sér flug­vél. Ef hann hefði langað í útgerð þá hefði hann keypt sér skip.

„En hvað með alla trillukarl­ana?“

Þessi róm­an­tíska hug­mynd um trillukarl­inn, sem rær við sól­ar­upp­rás og kemur heim í faðm fjöl­skyld­unnar við sól­ar­lag, úti­leik­inn, syngj­andi, sæll og glað­ur.

Ykkur róm­an­tík­ar­ana vil ég spyrja: Hvað haldið þið að ger­ist ef við látum trill­urnar sjá alfarið um veið­arn­ar? Tökum mak­ríl­inn sem dæmi: Segjum sem svo að við tökum upp á því að banna stóru útgerð­unum (og skip­un­um) að veiða (enda bölv­aðir arð­ræn­ingjar). Látum veið­arnar í hendur syngj­andi trillukarl­anna og trillu­kvenn­anna. Hvað ger­ist? Eitt er víst að það fer meira en helm­ingi meiri olía í slíkar veið­ar. 60 lítr­ar­ per tonn miðað við 160 (Ég miða hér við rann­sókn Eyþórs Björns­sonar frá árinu 2004. ­ath. að engin gögn voru til um mak­ríl­veið­ar, svo ég vísa í síld­veiðar í flot­vörpu, enda mjög sam­bæri­legar veið­ar, þar sem teg­und­irnar veið­ast yfir­leitt sam­an).

Ég sé litla róm­an­tík í hlýnun jarð­ar. Trillu­fólkið verður bara að finna sér eitt­hvað annað að gera. Starf­stéttir koma og fara, og þær sem geta ekki fylgt straumnum drukkna. Saknar ein­hver kola­námu­manna? Skipti­borðs- eða lyftu­stjóra? Ég sé enga skyn­semi í því að þrá­ast við úreld­ar, óhag­sýn­ar, ó­um­hverf­is­væn­ar aft­ur­halds­hug­mynd­ir, sama hversu fal­leg póst­kort þær mynda. Nú tek ég kannski full sterkt til orða, er ég segi að trillu­sjó­menn séu úreld­ir, en þeir eiga a.m.k. ekk­ert heima á mak­ríl­veið­um.

„En ég á þennan fisk, það stendur í lög­un­um!“

Hvað þýðir það að eitt­hvað sé þjóð­ar­eign? Þýðir það að aum­ing­inn geti labbað niður á bryggju, bent á einn fisk­inn, sem dug­legir sjó­menn eru að skipa upp og sagt; þennan á ég!? Eða þýðir það að rík­ið, þ.e. þjóðin hefur yfir­ráð yfir honum og úthlutar honum á sem skyn­sam­leg­astan hátt í átt að almanna­heill? Ég hall­ast að því síð­ar­nefnda.

Það má vel vera, að sam­fé­lagið verði betra, ef við þjörmum hraust­lega að útgerð­ar­mönn­um. Kannski þurfum við meiri pen­ing til að borga læknum mann­sæm­andi laun. Kannski þurfum við að byggja nýjan skóla. En sú krafa, að þykj­ast eiga til­kall, í eitt­hvað sem ekki var komið nálægt að skapa, er inn­an­tóm öfund.

Höf­undur er sjó­mað­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None