Að hnjóta um söguna

Helga Brekkan
stolpern.jpg
Auglýsing

Í ár eru 70 ár frá lokum seinni heim­styrj­aldar og þess víða minnst.

Stolpern á þýsku þýðir að hnjóta og í Berlín er fjöldi Stolpern- eða Hnot­steina. Hnot­steinn er götu­steinn með mess­ing­yf­ir­borði þar sem stendur nafn íbúa húss­ins og örlög. Oft er það dauði í útrým­inga­búðum nas­ista. Lista­mað­ur­inn Gunter Demnig kemur stein­unum vel fyrir í gang­stétt svo að í raun hnýtur eng­inn um hann, nema í hug­an­um.

Til eru bækur um Hnot­steina í Berlín og sögu fólks­ins á þeim. Fórn­ar­lamba nas­ism­ans er minnst víðar en í Berlín. 48.000 þús­und Hnot­steinum hefur verið komið fyrir á gang­stéttum í 18 lönd­um. Þeir eru orðnir að stærsta stríðs-minn­is­merki heims.

Auglýsing

Þegar Demnig hóf að leggja Hnot­steina í götur Berlínar og víðar vakti það athygli og virð­ingu. Und­an­farið hafa sumir steinar verið huldir svartri máln­ingu, þeir teknir í burtu eða þeim sem vernda þá verið hót­að. Nú þarf lista­mað­ur­inn lög­reglu­vernd gegn nýnas­istum og öðrum sem bók­staf­lega vilja hylja minn­ing­una um hryll­ing seinni heim­styrj­ald­ar.

Ef ein­hver setti niður Hnot­stein um fórn­ar­lömb Stalíns í Rúss­landi í dag færi hann beint í fang­elsi. End­ur­ritun sög­unnar er þar í fullum gangi og sam­kvæmt nýrri könnun Levada stofn­un­ar­innar líta 52% Rússa á Stalín sem „já­kvæða hetju“.

Joachim Gauck, forseti Þýskalands. Joachim Gauck, for­seti Þýska­lands.

Ólikt haf­ast menn að



Joachim Gauck, for­seti Þýska­lands, hélt ræðu 6. maí við heið­urs­graf­reit sov­éskra her­manna við Hol­te-Stu­ken­brock.

Þar minnt­ist hann lát­inna sóvét­manna og hörmu­legri með­ferð nas­ista á þeim. Hann þakk­aði og banda­mönnum fyrir að frelsa Þýska­land úr klóm nas­ism­ans.Gauck leggur ævin­lega áherslu í ræðum sínum á mik­il­vægi þess að þekkja og muna sög­una.

Að það sem við gerum í dag er bein afleið­ing af því sem við vitum um sögu okk­ar.

Þann 9. maí not­aði for­seti Rúss­lands Vla­dimir Pútín minn­ing­ar­dag­inn um 70 ára sigur Sov­ét­manna gegn nas­istum til að kynda undir þjóð­ern­is­kennd með her­sýn­ingu í Moskvu. Sagan er skrum­skæld til að rétt­læta ein­ræð­is­stjórn­un­ar­stíl og mik­il­vægi hern­að­ar­legs styrks Rúss­lands í dag. Flestir þjóð­ar­leið­togar snið­gengu sýn­ing­una vegna her­náms Kríms­skaga og stríðs­rekst­urs Rússa í Úkra­ínu. Leið­togar Norður Kóreu, Kína ofl. vermdu sætin við Kreml. Á stóru skilti í Moskvu var talið niður til hátíð­ar­hald­anna og sumir virt­ust að springa úr stór­veld­isstolti. Patríóta-ís, og -súkkulaði skreytt borðum hins heilaga Georgs býr til stemn­ingu meðan fjöldamorðum Stalíns er sópað undir rauða teppið á torg­inu. Yfir það óku Armata risa-skrið­drekar Pútíns í fylgd þús­unda her­manna. Ang­ela Merkel kansl­ari Þýska­lands mætti svo dag­inn eftir 10 maí til að leggja blómakrans að minn­is­merki.

Með­limir úr mótór­hjól­geng­inu Nætur­úlf­arn­ir, aðstoð­ar­menn Pútíns og vinir , voru ekki með í þetta sinn, því þeir óku til Berlín­ar. Pól­verjar og fleiri litu á ferð Nætur­úlf­anna sem ögrun og sögðu að rúss­neskir þjóð­ern­is­sinnar og aðdá­endur Stalíns mættu ekki mis­nota minn­ing­una um 70. ára stríðs­lok. Pól­verjar neit­uðu að sleppa þeim inn í landið en Ung­verjar gerðu það.

Vladimir Putin og Alexander Saldostanow. Vla­dimir Pútín og Alex­ander Saldosta­now.

Nætur­úlf­arnir eru þjóð­ern­is­sinnar sem dreymir um Stór-Rúss­land. And­stæð­ingar lýð­ræðis sem styðja her­nám Krím­skaga auk stríðs Rúss­lands í Don­bass. Þeir eru hluti af And-Mai­dan hreyf­ingu Kreml og hvetja til ofbeldis gegn þeim sem hafa aðrar skoð­an­ir. Í And-Mai­dan göngu sinni í Moskvu köll­uðu þeir Mai­dan mót­mæl­endur "Ma­i-Down­is” og sýndu um leið fyr­ir­litn­ingu sína á fólki með Downs heil­kenni, sem eins og fatl­aðir og fleiri búa við bág kjör í Rúss­landi. Leið­tog­inn Alex­ander Saldosta­now er kall­aður Kirurg, af því að hann lærði lækns­fræði. Hann snéri þó af þeirri braut er hann heill­að­ist svo mjög af kvik­mynd­inni Mad Max . Hug­mynda­fræði hans er að Rúss­land sé leik­tjöld þeirrar kvik­myndar og hann ein­hverss­konar Mel Gib­son að taka til. Síðan er kryddað með kirkju, KGB, fas­isma og homma­hatri. Sam­kvæmt nýjum skjölum frá stjórn­ar­and­stæð­ingnum Navalny hafa nætur­úlf­arnir fengið meira en milljón doll­ara af rúss­nesku skattfé til aðgerða sinna. Meðal ann­ars til svið­setja nýársleik­rit þar sem börn eru hrædd með Amer­íku og öðrum “vondum lönd­um” sem vilja Rúss­landi illt.

https://www.youtu­be.com/watch?v=94e8-3S-HoY

Vildu grilla pylsur við Dachau



Nokkrir af þessum mönnum fóru til Berlínar og voru skiptar skoð­anir um hvort ætti að veita þeim athygli. Að það væri til­gangur ferð­ar­innar að sýna rúss­neskum áhorf­endum rík­is­fjöl­miðla hvað öllum sé illa við Rúss­land í Gay-rope, Eins og Evr­ópa er kölluð á meðal þeirra vegna mann­rétt­inda sem sam­kyn­hneigðir njóta í sumum landa álf­unn­ar.

Við brott­för frá Moskvu veif­uðu nætur­úlf­arnir rauðum fánum með myndum af Stalín með slag­orðum rauða hers­ins: „Fyrir föð­ur­land­ið! Fyrir Stalín!“. Fjórða maí áðu þeir við útrým­inga­búðir nas­ista í Dachau og litu á það sem móðgun að mega ekki grilla pylsur sínar á gras­inu fyrir fram­an. Það er kannski ekki nema von að þeir viti ekki hvernig á að sýna hinum látnu virð­ingu því hvergi er minn­ingu þeirra millj­óna sem Stalin myrti í Gulag haldið lif­andi.

Eina Gulag-safni lands­ins í Perm var nýlega lok­að. Eða rétt­ara sagt ,yf­ir­völd létu skrúfa fyrir raf­magn og hita.

Sagt var frá ferða­lagi úlf­anna í rúss­neskum rík­is­fjöl­miðlum og hindr­un­unum lýst sem um hern­að­ar­að­gerðir gegn rúss­neskum frið­ar­englum væri að ræða. En þeir eru hvorki englar né hetj­ur. Heldur öfga­menn á fjár­styrks frá yfir­völdum sem taka að sér að mót­mæla og espa upp hat­urs­stemn­ingu í Rúss­landi Pútíns.

Þann 8. maí, dag­inn áður en Kirurg mætti á mótór­hjóli til Berlínar (með orðu frá Pútín í leð­ur­vest­in­u), var stríðslokanna minnst í þýska þing­inu.

Í fyrsta sinn hélt hvorki kansl­ari né ráð­herra minn­ing­ar­ræðu í Bundestag. Í þeirra stað tal­aði sagn­fræð­ing­ur­inn og pró­fess­or­inn Hein­rich Aug­ust Winkler. Winkler er nokk­urs konar „Að­alsagn­fræð­ing­ur“ Þýska­lands í dag . Hann kemur oft fram í fjöl­miðlum og segir póli­tíska mis­notkun sög­unnar ógn­vekj­andi. Hann telur end­ur­ritun Pútíns á Grið­ar­sátt­mála Hitlers og Stalíns vera : "Sér­stak­lega skelfi­lega “.

Rödd Winklers er mik­il­væg m.a. í ljósi nýlegra orða bæði Merkel kansl­ara og Stein­meier utan­rík­is­ráð­herra vegna 100 ára minn­ingar þjóð­ar­morðs á Armen­um. Sér til minnk­unar forð­uð­ust þau að minn­ast á þjóð­ar­morð til að styggja ekki við­skipti við Tyrk­land. Joachim Gauck for­seti not­aði aftur á móti óhræddur orðið þjóð­ar­morð. Fyrr á árinu sagði for­seti Þýska­lands við minn­ing­ar­at­höfn í Auschwitz : „Það er engin þýsk sjálfs­mynd án Auschwitz”. Á sama tíma eru háværar raddir sem segja að nú sé komið nóg af tali um stríðið og útrým­ingu gyð­inga. Rétt sé að draga strik yfir for­tíð­ina. En eins og Gauck hefur oft bent á þá er það ekki aðeins ómögu­legt heldur bein­línis hættu­legt.

Eitt af því sem rúss­neskar áróð­urs­stöðvar halda fram er að í Kiev sitji stjórn fas­ista. Nýlega sam­þykkti úkra­ínska þingið í Kiev að opna skjala­söfn lands­ins. Mörg þeirra voru lokuð síðan við upp­haf Sov­ét­ríkj­anna. Nú getur fólk séð hvernig komm­ún­istar stjórn­uðu og hvaða atburðir áttu sér stað í seinni heim­styrj­öld. Á sama tíma eru skjala­söfnum lokað í Rúss­landi, einnig KGB skjöl­um. Aftur til 1938 á ter­r­or­tíma Stalíns. Það er ekki stjórn­völdum í hag að að þjóðin viti hvað gerð­ist . Á næstu dögum mun skýrsla Boris Nemtsovs um rúss­neska her­menn sem berj­ast í Úkra­ínu koma út. Prent­smiðju­eig­endum hefur verið hótað og margt gert til að koma í veg fyrir að upp­lýs­ing­arnar komi fyrir sjónir almenn­ings í Rúss­landi. Boris Nemtsov var myrtur í Moskvu 27. febr­úar skömmu eftir að hann boð­aði útkomu skýrsl­unn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None