Að höggva höfuðið af snáknum

Bjartur Steingrímsson
konur.jpg
Auglýsing

Ég ætla að leggja fyrir ykkur dæmi. Segjum að það sé mann­eskja út í bæ. Þessi mann­eskja, rétt eins og aðr­ar, hefur hell­ing af skoð­unum og sumar þeirra umdeild­ari en aðr­ar. Hún er kannski virk­ari og árang­urs­rík­ari en aðrir í að tjá sumar þess­ara skoð­ana sem mætti vensla við ein­hvern mið­lægan mál­stað eða hug­mynda­fræði - og vinnur því óum­flýj­an­lega hylli sumra og hneykslun ann­arra. Svo hef­urðu fjöl­miðla, sem hafa lifi­brauð sitt á því að fjalla um það sem vekur athygli fólks. Þessi mann­eskja og sú hug­mynda­fræði sem hún er kennd við upp­fyllir einmitt þær kröfur og um hana er fjall­að. Fólk hefur eðli­lega til­hn­eyg­ingu til að tengja alls konar hluti við and­lit, og rétt eins og for­menn og for­stjórar eru and­lit sinna stjórn­mála­flokka og fyr­ir­tækja út á við verður þessi mann­eskja and­lit þess­arar hug­mynda­fræði. Það býttar litlu um hvað henni finnst um það, eða hversu vel skil­greint þetta nýtil­fengna hlut­verk og meðfylgj­andi ábyrgð er, hún er sett á stall og titl­aður tals­mað­ur, hetja, frum­kvöð­ull og skúrkur allt í senn.

Vanda­málið við þetta dæmi er tví­þætt. Í fyrsta lagi eru opin­ber and­lit hvers kyns fyr­ir­tækja, sam­taka og stjór­mála­afla til­tölu­lega vel mót­aðar stöð­ur. Þeir aðilar sem þeim gegna vita hvernig orð þeirra og gjörðir end­ur­spegla þau öfl sem þau eru í for­svari fyr­ir. Þeim er jafn­vel gefið til­hlýði­legt svig­rúm á milli per­sónu­lífs þeirra og hins opin­bera hlut­verks. Í öðru lagi fjalla fjöl­miðlar fyrst og fremst um það sem vekur athygli, og það sem vekur oftar en ekki meiri athygli en vel unnin verk og ígrunduð orð er það sem hneyksl­ar, ögrar og pirr­ar.

Þegar rætt er um jafn opið hug­tak og ein­hverja hug­mynda­fræði eins og femín­isma virð­ist liggja í augum uppi að hún getur ekki átt sér neina útvalda  for­menn, for­stjóra eða tals­menn. Ótrú­lega ólíkur hópur fólks, með ólíkar skoð­an­ir, aðferða­fræði og áherslur sam­ein­ast um að vilja vinna saman að einu grund­vallandi mark­miði. Orðið sjálft er ekki mikið meira en stimp­ill um það, stoltið yfir því að vilja krefj­ast sömu hluta og vinna saman að sömu nið­ur­stöðu. En fólk vill tengja hluti við and­lit, og fjöl­miðlar anna þeirri eft­ir­spurn með því að finna það and­lit. Þegar sá meinti tals­maður gerir vel, segir eitt­hvað snjallt eða tekur við verð­launum og hrósi er e.t.v. um það skrif­að. En hverju orði hans, ummælum og gjörðum er líka fylgt eft­ir, á hinum opin­bera vett­vangi sem hinum per­sónu­lega, í von um eitt­hvað krassandi. Þegar ein slík mann­eskja gerð­ist sek um að skrifa illa ígrund­aða stöðu­færslu á fés­bókarvegg sinn á Sjó­manna­dag­inn síð­ast­lið­inn voru við­brögðin fyr­ir­sjá­an­leg. Mis­tök hennar voru mis­tök þeirrar hug­mynda­fræði sem hún átti að standa í for­svari fyrir og „femín­is­minn“  var enn og aftur vensl­aður við hat­ur, öfgar og blindu. Blaða­maður hjá stórri fjöl­miðla­sam­steypu skrif­aði bak­síð­upist­ill í dag­blað um hvernig hún fann sig knúna til að afneita orð­inu sem umlykur þessa hug­mynda­fræði vegna hneyksl­unar sinnar á þessum meinta tals­manni sín­um. Fyrir utan að vilja ræða nokkur grund­vall­ar­at­riði um stíl­brögð og rök­fræði við téðan blaða­mann þá get ég eig­in­lega ekk­ert annað sagt en að það hljóti að telj­ast hennar vanda­mál þegar hún setur ein­stak­linga upp á stall til þess eins að hrinda þeim þaðan aftur nið­ur.

Auglýsing

Fyrir ótal­mörgu fólki eins og mér sem kallar sig femínista er það ótrú­lega ergi­legt að þess þurfi ár eftir ár að minna full­orðna ein­stak­linga á að Hildur Lilli­endahl og aðrir nafn­tog­aðir femínistar tala ekki fyrir okkur öll, ekk­ert frekar en að Ómar Ragn­ars­son tali fyrir alla umhverf­is­sinna lands­ins eða Gylfi Ægis­son fyrir alla tón­list­ar­menn. Femín­ismi er fjöl­þætt­ur, margræður og skemmti­legur hlutur sem sam­einar marga af minni kyn­slóð og veitir þeim inn­blást­ur. Nýleg átök á borð við frelsum geir­vört­una og opin­ská umræða um kyn­ferð­is­legt ofbeldi og þöggun inn á face­book hópnum Beautytips eru aðeins tvö dæmi af ótal­mörgum sem skekið hafa þjóð­fé­lags­um­ræð­una og eiga rætur sínar að ræka til femínisks hugs­un­ar­hátts og gagn­rýni. Það er því afar sorg­legt að enn virð­ast svo margir líta á femín­isma sem ein­hvers konar ógn við sig, hættu­legan hugs­un­ar­hátt og óvin sem þeir þurfa að takast á við. Þeir virð­ast halda að með því að setja and­lit á þennan óvin, finna for­svara sem þeir geta fylgst með, beint andúð sinni að og beðið eftir tæki­færi til að klekkja á og rægja þá muni þeir geng­is­fella þá hug­mynda­fræði sem hann er kenndur við í leið­inni. Slíkt er ekk­ert nema fjar­stæða. Ég get ekki annað en harmað þá vondu fjöl­miðlun og hvim­leiða hugs­un­ar­hátt sem galdrað hefur fram þennan meinta snák, ein­ungis til að þókn­ast þeim sem vilja höggva af honum höf­uð­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None