Að kynnast skammtakerfinu á eigin skinni - Hvað með álið?

Auglýsing

Þjóð í hafti eftir Jakob F. Ásgeirs­son, blaða­mann Morg­un­blaðs­ins til margra ára og nú útgef­anda, er merki­leg heim­ild um íslenska hag­kerf­ið. Hún dregur fram glögg­lega hversu tak­mark­andi hafta­bú­skap­ur, í tær­ustu mynd, getur verið fyrir fólk og fyr­ir­tæki. Hún er ógn­vekj­andi á margan hátt, sé veru­leik­inn sem í henni er lýst heim­færður til dags­ins í dag. Þó útgáfu­árið, sé meira en ald­ar­fjórð­ungi frá okkur þá búa Íslend­ingar við strangan hafta­bú­skap, kannski flestir án þess að taka mikið eftir því. Það segir líka sína sögu að efn­is­at­riði bók­ar­innar eiga greini­lega vel við sam­tím­ann, því hún er upp­seld hjá For­lag­inu, sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef þess.

Við fjöl­skyld­an, ég og konan mín og tveir strákar okk­ar, erum að und­ir­búa flutn­ing til New York. Þar ætlum við að freista gæf­unn­ar, í orðs­ins fyllstu merk­ingu. Fara í nám, skrifa um það sem gengur á í þessum púlsi heims­mál­anna og anda að okkur marg­slungnum kraft­inum í borg­inni. Það er okkar skoð­un, að þetta sé góð ákvörðun og fjár­fest­ing sem muni skila sér til baka marg­falt þegar upp er stað­ið, ekki síst fyrir strák­ana.

Eitt er ég að láta fara í taug­arnar á mér þessa dag­ana meira en ann­að, í und­ir­bún­ingi flutn­inga.  Það er veru­leik­inn sem Jakob lýsir svo vel í Þjóð í hafti. Skammta­kerf­ið, póli­tískur hafta­bú­skap­ur. Rík­is­vald­ið, í gegnum lög stjórn­mála­manna, setur okkur fjöl­skyld­unni reglur um hvernig við eigum að lifa, meðal ann­ars með fram­færslu­skammta­kerfi þar sem línan er dregin um hversu miklum fjár­munum við megum eyða þegar við erum úti. Fyrir utan hversu óþol­andi það er, að stjórn­mála­menn séu með putt­ana í þessu yfir­leitt í gegnum stofn­anir sam­fé­lags­ins, þá er líka umhugs­un­ar­efni að þetta sé yfir­höfuð gert. Ein­stak­lingar sem flytja út, venju­legt fjöl­skyldu­fólk, ógna ekki stöð­ug­leika þjóð­ar­búss­ins með sínum fram­færslu­færsl­um, sem helst ekki nema meira en 10 til 20 millj­ónum á ári.

Auglýsing

Þetta skammta­kerfi er hins vegar and­legt ofbeldi, sem grefur undan til­trú fólks á því að ein­stak­lingar séu sinnar gæfu smiðir og geti staðið og fallið með eigin ákvörð­unum á hverjum tíma. Í alþjóða­væddum heimi er þetta með nokkrum ólík­ind­um, verður að segj­ast.

Það sem ég á erfitt með að skilja, og tel mig ekki hafa fengið almenni­legar skýr­ingar á, er hvernig það getur farið saman við hug­myndir um jafn­ræði í tengslum við höft­in, að svona sé komið fram við ein­stak­linga og fjöl­skyldu­fólk sem eru að flytja úr landi á sama tíma og alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki dæla tugum millj­arða úr hag­kerf­inu innan hafta. Bein­hörðum gjald­eyr­is­tekjum af við­skiptum sín­um.

Álf­ram­leið­end­urnir Alcoa, Rio Tinto og Cent­ury Alu­m­inum koma þar helst upp í hug­ann, en heild­ar­verð­mæti vegna fram­leiðslu þeirra og sölu á Íslandi nema 227 millj­örðum króna. Um 80 millj­arðar af þeim verð­mætum verða eftir í land­inu í formi launa og þjón­ustu, en hluti af afgang­inum fer úr hag­kerf­inu með einum eða öðrum hætti. Kaup á súráli nema um 65 millj­örð­um. Svig­rúmið þarna á milli er 82 millj­arðar króna, á árs grund­velli. Nú eru að verða liðin sjö ár frá höft­um, og því er um að ræða mikla pen­inga sem ættu að vera hér innan hag­kerf­is­ins - ef allt er eðli­legt.

Alveg burt séð frá því hvort fyr­ir­tækin eru að greiða skatta og skyldur eins og önnur fyr­ir­tæki hér á landi, sem miklar efa­semdir hafa komið fram um, þá myndi ég vilja fá fram nákvæm­lega hvernig farið er með þessa 227 millj­arða króna sem Hag­stofan segir mér að álf­ram­leið­endur hér á landi komi með inn í hag­kerf­ið. Í hvað fara þessir pen­ingar nákvæm­lega. Ég er nokkuð vis­s um að gjald­eyr­inn, sem eftir er þegar búið er að draga fá inn­kaup á súráli, laun og aðkeypta þjón­ustu, sé að fara úr landi. En það væri fróð­legt að sjá hvernig þessar fjár­magns­hreyf­ingar eru. Höftin eru dauð­ans alvara og varla geta þessi fyr­ir­tæki kom­ist upp með að skilja ein­stak­linga eftir í skammta­kerfi rík­is­valds­ins, og önnur útflutn­ings­fyr­ir­tæki í strangri skila­skyldu á gjald­eyri, meðan þau koma gjald­eyr­inum úr landi.

Ég skil vel að þessi alþjóð­legu fyr­ir­tæki skuli færa fjár­muni yfir í önnur lönd eins og hentar og með þeim aðferðum sem þau kjósa að nota. En ekki eftir nóv­em­ber 2008. Þá voru sett lög um víð­tæk fjár­magns­höft á Íslandi, sem gilda fyrir alla. Álf­ram­leið­end­urnir hljóta að falla þarna undir líka. Þetta er þriðja stærsta stoðin í útflutn­ings­tekjum Íslend­inga á eftir sjáv­ar­út­vegi og ferða­þjón­ustu. Þeir tveir síð­ar­nefndu geirar skila miklum ávinn­ingi fyrir íslenskt þjóð­arbú og gjald­eyr­inn rennur sann­ar­lega hingað og þurfa þeir að und­ir­gang­ast strangar kröfur um skila­skyldu.

Alveg eins og Jakob fer yfir í Þjóð í hafti þá bjóða fjár­magns­höft upp á mis­munun í sinni ömur­leg­ustu mynd. En ég á erfitt með að sætta mig við það að þurfa að und­ir­gang­ast skammta­kerfi rík­is­valds­ins, í þágu þess að við­halda fjár­hags­legum stöð­ug­leika þjóð­ar­búss­ins, á sama tíma og erlend álf­ram­leiðslu­fyr­ir­tæki virð­ast kom­ast upp með að koma í það minnsta tugum millj­arða í erlendum gjald­eyri úr landi á hverju ári. Bróð­ur­partur þjóð­ar­innar þyrfti að flytja tíma­bundið úr landi og fara á eyðslu­fyll­er­íi, til þess að jafna áhrifin af þessu fyrir efna­hags­reikn­ing þjóð­ar­búss­ins.

Þó ég sé að setja fram þessi hugð­ar­efni með „eigin hags­muni“ mína að leið­ar­ljósi, þar sem ég stend í flutn­ing­um, eins súr­eal­ískt og það nú hljóm­ar, þá er það mikið umhugs­un­ar­efni fyrir Ísland að þurfa að búa við hafta­bú­skap­inn og nei­kvæð áhrif hans á sam­fé­lag­ið. Höftin tak­marka sjálf­sögð rétt­indi eins og pen­inga­legt sjálf­stæði ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Til lengdar grafa þau undan sam­keppn­is­hæfni, og þrýsta alþjóð­legri þekk­ingu úr landi, í skiptum fyrir lág­launa­störf. Stjórn­mála­menn hljóta að velta því fyrir sér, hvort milli­færslur hjá venju­legu fólki séu að ógna fjár­hags­legum stöð­ug­leika þjóð­ar­búss­ins eða ekki. Hvort það sé hrein­lega þess virði að setja upp tak­mark­anir eins og þessar sem að ofan er lýst, í stað þess að ein­blína á stóru fjár­magns­hreyf­ing­arnar sem skipta máli, og treysta fólk­inu. Eft­ir­litið er hvort eð er eft­ir-á mið­að, og óþarfi að setja upp skammta­kerfi sem vinnur gegn öllum til að þrengja að meintum þrjót­um. Ástæðan fyrir því að álf­ram­leið­end­urnir eru hér sér­stak­lega nefnd­ir, er að hann er langstærstur þegar kemur að beinni erlendri fjár­fest­ingu í land­inu. Þess vegna er skilj­an­legt að því sé velt upp, hvernig fjár­magns­hreyf­ing­arn­ar, til og frá land­inu, eru hjá þeim í ljósi haft­anna og skammta­kerf­is­ins á ein­stak­ling­ana.

Eigi þetta að ganga svona til lengdar þá þarf Jakob að fara end­ur­út­gefa Þjóð í hafti sem allra fyrst, og þá með nýjum dæmisögum úr hvers­dags­leik­an­um. Eftir ald­ar­fjórð­ung gætu þau skrif orðið til­efni til upp­rifj­unar í ljósi hringrásar sög­unn­ar.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None