Í vikubyrjun bárust af því fréttir að bandaríski tæknirisinn Apple hafi samið við Dani um byggingu gagnavers en samningurinn er metinn á um 120 milljarða íslenskra króna. Apple samdi jafnframt við Íra um byggingu annars gagnavers en talið er að samanlögð fjárfesting Apple sé sambærilegar við kostnað Kárahnjúkavirkjunar. Þessar tölur ríma við þær fjárhæðir sem Google hefur fjárfest í gagnaveri í Finnlandi, svipuð og Facebook fjárfesti í Svíþjóð og Microsoft á Írlandi.
Lykilorðin hér eru ekki aðeins Apple, Google, Facebook og Microsoft, heldur ekki síður Danmörk, Írland, Finnland og Svíþjóð. Og ekkert Ísland.
Undanfarin misseri og ár hafa fulltrúar þessara og annarra stórfyrirtækja komið hingað til lands eða sent inn fyrirspurnir þar sem Ísland er skoðað sem raunhæfur möguleiki til að koma upp gagnaveri. Með byggingu gagnavers skapast gríðarleg verðmæti. Fyrst við uppbyggingu en svo við rekstur og viðhald gagnaveranna auk afleiddrar uppbyggingar. Apple staðhæfir til að mynda að í gagnaverunum myndist nokkur hundruð framtíðarstörf. Google er með á annað hundrað manns í vinnu við gagnaverið sitt í Finnlandi. Þessi störf eru almennt sérfræðistörf og að auki eru fjölmörg afleidd störf.
Apple staðhæfir til að mynda að í gagnaverunum myndist nokkur hundruð framtíðarstörf. Google er með á annað hundrað manns í vinnu við gagnaverið sitt í Finnlandi. Þessi störf eru almennt sérfræðistörf og að auki eru fjölmörg afleidd störf.
En hvers vegna fara allir þessir aðilar annað? Hvers vegna eru þeir ekki á Íslandi? Hvað er að Reykjanesinu? Svörin eru eflaust jafn mörg og spurningarnar. Þó eru sérfræðingar almennt sammála um að þrír þættir skipta meginn máli um val á staðsetningu gagnavers.
-
Rafmagnsverð.
-
Nettengingar.
-
Viðskiptaumhverfi.
Fjórða þáttinn má líka nefna, sem er að flestir þessara stóru aðila vilja endurnýtanlega og umhverfisvæna orku. Þetta hefur verið lykilatriði hjá Facebook og var lykilatriði hjá Apple þegar fyrirtækið samdi við Viborg í Danmörku. Hagstætt rafmagnsverð og endurnýjanleg orka er klárlega eitthvað sem Íslendingar geta státað sig af. Þrátt fyrir góðan vilja er viðskiptaumhverfi á Íslandi enn ábótavant fyrir erlend stórfyrirtæki. Gjaldeyrishöft, óskýr skattastefna, verðbólga og hikandi stjórnvöld eru meðal þátta sem hafa unnið gegn Íslendingum á þessu sviði. Og þá er ekki byrjað að tala um nettengingar.
Íslendingar hafa talið sig með frábærar nettengingar og að þar skorti ekkert á. Staðreyndin er hins vegar önnur. Í óháðri skýrslu (Data Center Risk Index) eru borin saman 30 lönd varðandi staðsetningar á gagnaverum. Þar er Ísland í 29. sæti af 30 hvað varðar nettengingar. Næst neðsta sæti.
Íslendingar hafa talið sig með frábærar nettengingar og að þar skorti ekkert á. Staðreyndin er hins vegar önnur. Í óháðri skýrslu (Data Center Risk Index) eru borin saman 30 lönd varðandi staðsetningar á gagnaverum. Þar er Ísland í 29. sæti af 30 hvað varðar nettengingar. Næst neðsta sæti. Til að breyta þessu þurfum við aukið öryggi, áreiðanleika og beina tengingu til Bandaríkjanna með nýjum ljósleiðara streng til landsins.
Umtalsverðum fjármunum hefur verið varið af opinberum- og einkaaðilum á borð við Íslandsstofu, Landsvirkjun, Verne Global og fleirum í að selja Ísland sem ákjósanlegan stað fyrir gagnaver. Og hefur Verne t.a.m. náð umtalsverðum árangri í að laða að erlenda viðskiptavini. Við þurfum hins vegar að einfalda regluverk fyrir ívilnanir, skatta og senda þessum stóru aðilum skýr skilaboð um að Ísland sé til í slaginn og vilji fá þessi viðskipti hingað til lands.
En áður en það gerist, þurfum við að fjárfesta í þeim innviðum sem þurfa að vera til staðar til að gagnaver á vegum þessara stórfyrirtækja séu raunhæfur kostur. Þar vega fjarskiptin þyngst. Við þurfum fleiri strengi fyrir meiri áreiðanleika og beina tengingu við Bandaríkin.
Við getum einfaldlega ekki haldið áfram að missa af stóru tækifærunum.