Náttúrupassinn: Öflugt verkfæri til góðra verka

Þorsteinn Svavar McKinstry
14520556196-d8a5c5e5a3-z.jpg
Auglýsing

Umræðan um nátt­úrupassa­frum­varpið og nátt­úrupass­ann hefur verið fyr­ir­ferða­mikil í fjöl­miðlum og sam­fé­lags­miðlum und­an­far­ið. Flestir virð­ast nokkuð sam­mála um nauð­syn þess að bregð­ast við auknu álagi á ferða­manna­staði og nátt­úru lands­ins. Sömu­leiðis eru flestir sam­mála um að afla þarf tekna og veita fé til þessa mála­flokks. En þegar kemur að leiðum og úrræðum sýn­ist sitt hverjum sem eðli­legt er. Margir hafa bent á að allir aðrir kostir en nátt­úrupass­inn væri betri. Ekki hefur þó enn tak­ist að sýna fram á að ein­hver annar val­kostur en nátt­úrupass­inn sé betri þegar allt er vegið og met­ið. Í raun má taka mikið af rökum gegn nátt­úrupass­anum og snúa þeim upp á flesta hina val­kost­ina enda engin leiðin galla­laus frekar en nátt­úrupass­inn. Mik­il­væg­ast er að bregð­ast við hér og nú því málið þolir ekki frek­ari bið.

Það verður ekki bæði sleppt og haldiðÞetta er fyrst og fremst spurn­ingin um hver á að borga. Viljum við ein greiða fyrir upp­bygg­ingu inn­við­anna og þjón­ust­una með sköttum okkar eða viljum við að þungi kostn­að­ar­ins lendi á ferða­mönn­un­um. Ef við viljum ekki ómaka gesti okkar með smá­gjaldi til verndar nátt­úr­unni og upp­bygg­ingu ferða­manna­staða og svæða þurfum við að ákveða hvaðan pen­ing­arnir eiga að koma. Lík­leg­ast vilja hvorki almenn­ingur í land­inu né stjórn­völd hækka skatta til að standa straum af þessu. Þá blasir við að skera þarf niður í sam­neysl­unni. Hvar á þá helst að skera nið­ur; heil­brigð­is­kerf­inu, mennta­kerf­inu, vega­mál­um, byggða­málum eða land­bún­aði. Þessu er lík­leg­ast auðsvar­að: Nátt­úrupass­inn er gegn­sæ, sann­gjörn og hóf­lega verð­lögð leið til að leysa þessi verk­efni.

Hvað hefur nátt­úrupass­inn fram yfir aðrar leið­ir?Nátt­úrupass­inn eykur vit­und þeirra er taka þátt í honum um nátt­úru­vernd. Vegna þess að hann er sýni­legur ferða­mönnum sem upp­lifa hann sem öfl­ugt verk­færi og örygg­is­net fyrir nátt­úru- og menn­ing­arminjar jafn­framt því að stuðla að eðli­legri nýt­ingu sam­hliða vernd­un. Þannig getur hann opnað lokuð svæði með bættri aðkomu og aðstöðu og unnið gegn hnignun staða með réttum en oft kostn­að­ar­sömum fyr­ir­byggj­andi aðgerð­um.

Hvað annað mælir sér­stak­lega með nátt­úrupass­an­um?Nátt­úrupass­inn sem seldur er á net­inu getur boðið upp á verð­mætt sam­band við ferða­mann­inn og myndar öfl­ugan gagna­banka um þá sem heim­sækja land­ið.

Nátt­úrupass­inn á net­inu getur boðið upp á við­bót­ar­þjón­ustu, upp­lýs­ingar og auka tekju­mögu­leika fyrir tengda hags­muna­að­ila s.s. nátt­úru­vernd­ar­sam­tök hvers­kon­ar, úti­vi­star­fé­lög, félög um sér­stök nátt­úru- eða ferða­tengd verk­efni.

Þá mætti vel hugsa sér ein­hverja menn­ing­ar­lega eða afþrey­ing­ar­tengda við­bót­ar­þjón­ustu selda með nátt­úrupass­an­um. Þannig gætu fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu etv. keypt sér línu í e.k. vöru­lista þar sem fyr­ir­tæki geta fal­boðið þjón­ustu sína.

Auglýsing

Nátt­úrupass­inn sem seldur er á net­inu eða í sjálf­sölum hverfur ekki inn í og hækkar verð á flugi eða gist­ingu. En sýnt hefur verið fram á að þessir tveir þættir hafa mikil áhrif á verð­teygni þ.e. jafn­vel lít­il­lega hækkað verð á flugi og gist­ingu getur haft mikil áhrif á val á ákvörð­un­ar­stað og þar með gert Ísland minna eft­ir­sótt.

Frjáls för manna um landNátt­úrpass­inn hefur engin heft­andi áhrif á lög og hefðir um frjálsa för manna um land. Þvert á móti má sjá fyrir sér að áður lokuð svæði opn­ist vegna stuðn­ings frá nátt­úrupassa­sjóði. Þetta gætu verið við­kvæm svæði - í eigu ein­stak­linga, sveita­fé­laga eða ríkis - þar sem hefur vantað aðstöðu og vegna lít­illa eða engra fjár­hags­legra- eða ann­arra hags­muna og ekki þótt verj­andi að opna aðgang að eða ekki verið áhugi fyrir heim­sóknum ferða­manna. Ekki þyrftir að vera neitt feimn­is­mál að ein­hverjir starfs­menn eða eft­ir­lits­menn væru á vegum nátt­úrupass­ans. Hóf­legur sýni­leiki eft­ir­lits­manna væri af hinu góða og í sam­ræmi við mark­mið verk­efn­is­ins sem er að vernda Íslenska nátt­úru á sama tíma og aðgangur og öryggi ferða­manna er tryggt.

Eft­ir­lits­menn með pass­anum væri í raun óþarfir ef nátt­úrupass­inn yrði með­höndl­aður líkt og ESTA gjaldið í BNA. Engum dettur í hug að birt­ast í toll­hliði í BNA án þess að hafa gengið frá ESTA gjald­inu á net­inu. Þá þekki ég engan sem hætt hefur við ferð til BNA vegna ESTA gjalds­ins. Eftir að hafa gengið í gegnum landa­mærin inn í BNA spyr engin um ESTA stað­fest­ing­una enda búið að fram­vísa henni við landa­mær­in. Þetta gæti auð­veld­lega verið með áþekku sniði hér heima. Til að gera til­gang pass­ans áþreyf­an­legri fyrir þá er ekki sjá gagn­semi upp­bygg­ingar og vernd­unar á ferða­manna­stöðum má t.d. láta hann virka sem lykil að sal­ern­is­að­stöðu ferða­manna með ein­földum strik­a­merkja­les­ara.

Aðgangs­gjald - gón­gjald - aðstöðu­gjaldNátt­úrupass­inn er ekki gón­gjald. Ekki er verið að rukka ferða­menn fyrir að skoða eitt eða neitt heldur er nátt­úrupass­anum ætlað að standa straum af kostn­aði sem af hlýst vegna umferðar ferða­manna um svo­kall­aða ferða­manna­staði og svæði. Þá er verið að tala um göngu­stíga, útsýnis­palla, sal­erni, nest­is­að­stöðu, upp­lýs­inga­búnað og hvað annað er nauð­syn­legt getur talist til að taka á móti ferða­mönnum á öruggan og ánægju­legan hátt þannig að upp­lifun þeirra verði í sam­ræmi við vænt­ingar að minsta kosti og spilli ekki nátt­úr­unni. Ef haft er í huga að fjöldi erlendra ferða­manna hefur þre­fald­ast á s.l. 10 árum og í raun farið langt fram úr björt­ustu vonum og spám um vöxt er vel skilj­an­legt að inn­viðir anni ekki þessum aukna fjölda. Við­halda þarf og bæta núver­andi ferða­manna­staði og finna þarf nýja spenn­andi og aðlað­andi við­komu­staði til að dreyfa þessum fjölda. Allt kostar þetta pen­inga. Bent hefur verið á að þetta eigi að vera inni­falið í flug­far­gjaldi, gist­ingu, tekið af virð­is­auka­skatti eða ein­fald­lega greitt af rík­inu en þar með bæru Íslend­ingar þungan af kostn­að­in­um.

Aðrir kostir sem vissu­lega gætu fylgt öðrum útfærslum á nátt­úrupassa­hug­mynd­inniTil að allrar sann­girni sé gætt má auð­vitað segja að allt sem nátt­úrupass­anum er ætlað að gera megi gera með öðrum leið­um. Það gerir þær þó ekk­ert endi­lega betri eða nátt­úrupass­ann verri. Mest er deilt um nafnið og aðferð­ina við að inn­heimta gjaldið en minna um það sem er aðal­at­rið­ið: Hvernig ætlum við að verja þessum fjámun­um. Mik­il­væg­asta nýj­ungin er án efa 100% fjár­mögnun fram­kvæmda fyrir þátt­tak­endur í nátt­úrupassa­kerf­inu. borin saman við núver­andi kerfi sem byggir á mót­fram­lagi sem er flestum ofviða enda oft litlir eða engir tekju­mögu­leikar á móti.

100% fjár­mögn­unin gerir aðild að nátt­úrupass­anum aðlað­andi fyrir jafnt einka­að­ila sem sveita­fé­lög og ríki. Gerir það að verkum að engir aðrir hags­munir þurfa að hanga á spýt­unni en getur þó full­kom­lega gengið með fjöl­breyttri þjón­ustu og versl­un.

Hvað mælir gegn gistin­átta- og flug­gjalda­leið­inni?Verð á flugi og gist­ingu hækkar aug­ljós­lega en án auð­sýni­legrar ástæðu og hefur áhrif á ákvörðun þegar verð á flugi og gist­ingu eru borin saman milli áfanga­staða.

Aðgerðin er ósýni­leg. Ef við ætlum að verja miklum fjár­munum til verndar nátt­úru- og menn­ing­arminjum viljum við að þeir sem greiða fyrir slíkt viti af því. Það gerir okkur heim­sókn­ar­vænni í augum margra þar sem við verndum okkar nátt­úru með hjálp gest­anna okkar - allir eru þannig þátt­tak­endur í upp­byggi­legu og jákvæðu verk­efni. Gleymum því ekki að u.þ.b. 80% ferða­manna segj­ast heim­sækja Ísland vegna nátt­úr­unn­ar.

Nátt­úrupass­inn - Sýni­legt gjald fyrir sýni­leg verk­efniNátt­úrupass­inn er raun­veru­legt, áþreif­an­legt verk­efni sem eðli síns vegna á að vera sýni­legt en ekki ein­hver lymsku­lega fal­inn skatt­ur. Verk­efni sem Íslend­ingar ættu stoltir að taka þátt í. Erlendir gestir okkar munu örugg­lega glaðir ganga til liðs við okkur til verndar nátt­úr­unni og þeim menn­ing­arminjum sem þar kunna að leyn­ast. Sam­eig­in­lega getum við öll gert Ísland að þeim stað sem við getum stolt tekið á móti gestum af þeirri gest­risni sem við viljum verða þekkt fyrir án þess að nátt­úran bíði óbæt­an­legan skaða af.

Höf­undur er leið­sögu­maður ferða­manna og á sæti í stjórn Félags leið­sögu­manna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkubúskap Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins
Kjarninn 10. desember 2019
Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi
Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.
Kjarninn 10. desember 2019
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins
Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None