Bakherbergið: Stöð 2 borgar fyrir og sýnir frá uppskeruhátíð RÚV

brynja-1.jpg
Auglýsing

Eddu­verð­launin voru veitt í gær við mikla við­höfn í Hörp­u­nni. Mikið hefur verið lagt upp úr því að glam­úr­væða hátíð­ina und­an­farin ár og færra þotu­liðs­fólk komst að en vildi. Hátíðin þótt ákaf­lega vel heppnuð að þessu sinni þótt vissu­lega heyr­ist alltaf raddir um að sam­fé­lag sem fram­leiði jafn fáar bíó­myndir og sjón­varps­þætti og það íslenska beri illa að halda jafn umfangs­mikla hátíð á hverju ári, enda er þorri alls efnis sem er fram­leitt til­nefnt.

Sjón­varpað var frá við­burð­inum á Stöð 2 og hitað upp með beinni útsend­ingu frá rauða dregl­in­um, líkt og tíðkast á stór­há­tíðum út í heimi. Þetta var líka gert í fyrra og þá var sér­stak­lega verið að velta fyrir sér fatn­aði fræga fólks­ins sem mætti á hátíð­ina, með frekar kjána­legri útkomu. Íslensku stjörn­u­rnar eru nefni­lega flestar venju­legt fólk með venju­leg laun og hafa ekki efni á hönn­un­ar­kjólum heldur versla í versl­un­ar­mið­stöðvum eins og restin af þjóð­inni.

Í bak­her­berg­inu hafa menn hrósað Stöð 2 fyrir góða fram­kvæmd á útsend­ing­unni. Hátíðin þótti skemmti­leg og vel útfærð. Það vakti hins vegar athygli að Stöð 2, sem er lang stærsta einka­rekna sjón­varps­stöð lands­ins, vann ekki ein ein­ustu verð­laun. Mörg af helstu flagg­skipum stöðv­ar­innar voru til­nefnd (Ís­land got talent, Gulli ­byggir sería 3, Logi í beinni osfr.) en ekk­ert þeirra hlaut náð fyrir augum aka­dem­í­unn­ar. Eina verkið með teng­ingu við Stöð 2 sem vann til verð­launa var heim­ild­ar­myndin Högg­ið, sem var sýnd á stöð­inni í jan­ú­ar.

Auglýsing

Slíka náð hlut­u ­sjón­varps­þættir og –fólk helsta sam­keppn­is­að­ila Stöðvar 2 hins veg­ar. RÚV, undir stjórn fyrrum sjón­varps­stjóra Stöðvar 2, Skarp­héð­ins Guð­munds­son­ar, vann nán­ast allt sem stöðin gat unn­ið. Ævar vís­inda­maður vann sem besta barna- og ung­linga­efni árs­ins, Land­inn sem frétta- eða við­tals­þáttur árs­ins, Hraunið sem leikið sjón­varps­efni árs­ins, Hæpið sem lífstíls­þáttur árs­ins, Vest­ur­farar sem menn­ing­ar­þáttur árs­ins, Orð­bragð sem skemmti­þáttur árs­ins og Brynja Þor­geirs­dóttir frá RÚV var valin sjón­varps­maður árs­ins. Til að bæta gráu ofan á svart fékk RÚV-­ar­inn Ómar Ragn­ars­son heið­ursverð­laun Edd­unnar þetta árið.

Í bak­her­berg­inu hafa menn því haft á orði að Stöð 2 hafi í raun verið að sýna frá, og borgað fyr­ir, íburð­ar­mikla upp­skeru­há­tíð RÚV í gær­kvöldi. Slíkur rausn­ar­skapur er fátíður í hörðu sam­keppn­isum­hverfi ljós­vaka­fjöl­miðl­anna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None