Bakherbergið: Stöð 2 borgar fyrir og sýnir frá uppskeruhátíð RÚV

brynja-1.jpg
Auglýsing

Eddu­verð­launin voru veitt í gær við mikla við­höfn í Hörp­u­nni. Mikið hefur verið lagt upp úr því að glam­úr­væða hátíð­ina und­an­farin ár og færra þotu­liðs­fólk komst að en vildi. Hátíðin þótt ákaf­lega vel heppnuð að þessu sinni þótt vissu­lega heyr­ist alltaf raddir um að sam­fé­lag sem fram­leiði jafn fáar bíó­myndir og sjón­varps­þætti og það íslenska beri illa að halda jafn umfangs­mikla hátíð á hverju ári, enda er þorri alls efnis sem er fram­leitt til­nefnt.

Sjón­varpað var frá við­burð­inum á Stöð 2 og hitað upp með beinni útsend­ingu frá rauða dregl­in­um, líkt og tíðkast á stór­há­tíðum út í heimi. Þetta var líka gert í fyrra og þá var sér­stak­lega verið að velta fyrir sér fatn­aði fræga fólks­ins sem mætti á hátíð­ina, með frekar kjána­legri útkomu. Íslensku stjörn­u­rnar eru nefni­lega flestar venju­legt fólk með venju­leg laun og hafa ekki efni á hönn­un­ar­kjólum heldur versla í versl­un­ar­mið­stöðvum eins og restin af þjóð­inni.

Í bak­her­berg­inu hafa menn hrósað Stöð 2 fyrir góða fram­kvæmd á útsend­ing­unni. Hátíðin þótti skemmti­leg og vel útfærð. Það vakti hins vegar athygli að Stöð 2, sem er lang stærsta einka­rekna sjón­varps­stöð lands­ins, vann ekki ein ein­ustu verð­laun. Mörg af helstu flagg­skipum stöðv­ar­innar voru til­nefnd (Ís­land got talent, Gulli ­byggir sería 3, Logi í beinni osfr.) en ekk­ert þeirra hlaut náð fyrir augum aka­dem­í­unn­ar. Eina verkið með teng­ingu við Stöð 2 sem vann til verð­launa var heim­ild­ar­myndin Högg­ið, sem var sýnd á stöð­inni í jan­ú­ar.

Auglýsing

Slíka náð hlut­u ­sjón­varps­þættir og –fólk helsta sam­keppn­is­að­ila Stöðvar 2 hins veg­ar. RÚV, undir stjórn fyrrum sjón­varps­stjóra Stöðvar 2, Skarp­héð­ins Guð­munds­son­ar, vann nán­ast allt sem stöðin gat unn­ið. Ævar vís­inda­maður vann sem besta barna- og ung­linga­efni árs­ins, Land­inn sem frétta- eða við­tals­þáttur árs­ins, Hraunið sem leikið sjón­varps­efni árs­ins, Hæpið sem lífstíls­þáttur árs­ins, Vest­ur­farar sem menn­ing­ar­þáttur árs­ins, Orð­bragð sem skemmti­þáttur árs­ins og Brynja Þor­geirs­dóttir frá RÚV var valin sjón­varps­maður árs­ins. Til að bæta gráu ofan á svart fékk RÚV-­ar­inn Ómar Ragn­ars­son heið­ursverð­laun Edd­unnar þetta árið.

Í bak­her­berg­inu hafa menn því haft á orði að Stöð 2 hafi í raun verið að sýna frá, og borgað fyr­ir, íburð­ar­mikla upp­skeru­há­tíð RÚV í gær­kvöldi. Slíkur rausn­ar­skapur er fátíður í hörðu sam­keppn­isum­hverfi ljós­vaka­fjöl­miðl­anna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None