Bakherbergið: Stöð 2 borgar fyrir og sýnir frá uppskeruhátíð RÚV

brynja-1.jpg
Auglýsing

Eddu­verð­launin voru veitt í gær við mikla við­höfn í Hörp­u­nni. Mikið hefur verið lagt upp úr því að glam­úr­væða hátíð­ina und­an­farin ár og færra þotu­liðs­fólk komst að en vildi. Hátíðin þótt ákaf­lega vel heppnuð að þessu sinni þótt vissu­lega heyr­ist alltaf raddir um að sam­fé­lag sem fram­leiði jafn fáar bíó­myndir og sjón­varps­þætti og það íslenska beri illa að halda jafn umfangs­mikla hátíð á hverju ári, enda er þorri alls efnis sem er fram­leitt til­nefnt.

Sjón­varpað var frá við­burð­inum á Stöð 2 og hitað upp með beinni útsend­ingu frá rauða dregl­in­um, líkt og tíðkast á stór­há­tíðum út í heimi. Þetta var líka gert í fyrra og þá var sér­stak­lega verið að velta fyrir sér fatn­aði fræga fólks­ins sem mætti á hátíð­ina, með frekar kjána­legri útkomu. Íslensku stjörn­u­rnar eru nefni­lega flestar venju­legt fólk með venju­leg laun og hafa ekki efni á hönn­un­ar­kjólum heldur versla í versl­un­ar­mið­stöðvum eins og restin af þjóð­inni.

Í bak­her­berg­inu hafa menn hrósað Stöð 2 fyrir góða fram­kvæmd á útsend­ing­unni. Hátíðin þótti skemmti­leg og vel útfærð. Það vakti hins vegar athygli að Stöð 2, sem er lang stærsta einka­rekna sjón­varps­stöð lands­ins, vann ekki ein ein­ustu verð­laun. Mörg af helstu flagg­skipum stöðv­ar­innar voru til­nefnd (Ís­land got talent, Gulli ­byggir sería 3, Logi í beinni osfr.) en ekk­ert þeirra hlaut náð fyrir augum aka­dem­í­unn­ar. Eina verkið með teng­ingu við Stöð 2 sem vann til verð­launa var heim­ild­ar­myndin Högg­ið, sem var sýnd á stöð­inni í jan­ú­ar.

Auglýsing

Slíka náð hlut­u ­sjón­varps­þættir og –fólk helsta sam­keppn­is­að­ila Stöðvar 2 hins veg­ar. RÚV, undir stjórn fyrrum sjón­varps­stjóra Stöðvar 2, Skarp­héð­ins Guð­munds­son­ar, vann nán­ast allt sem stöðin gat unn­ið. Ævar vís­inda­maður vann sem besta barna- og ung­linga­efni árs­ins, Land­inn sem frétta- eða við­tals­þáttur árs­ins, Hraunið sem leikið sjón­varps­efni árs­ins, Hæpið sem lífstíls­þáttur árs­ins, Vest­ur­farar sem menn­ing­ar­þáttur árs­ins, Orð­bragð sem skemmti­þáttur árs­ins og Brynja Þor­geirs­dóttir frá RÚV var valin sjón­varps­maður árs­ins. Til að bæta gráu ofan á svart fékk RÚV-­ar­inn Ómar Ragn­ars­son heið­ursverð­laun Edd­unnar þetta árið.

Í bak­her­berg­inu hafa menn því haft á orði að Stöð 2 hafi í raun verið að sýna frá, og borgað fyr­ir, íburð­ar­mikla upp­skeru­há­tíð RÚV í gær­kvöldi. Slíkur rausn­ar­skapur er fátíður í hörðu sam­keppn­isum­hverfi ljós­vaka­fjöl­miðl­anna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkubúskap Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins
Kjarninn 10. desember 2019
Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi
Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.
Kjarninn 10. desember 2019
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins
Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None