Bakherbergið: Tap vegna neyðarláns öllum að kenna...nema Davíð

kjarninn_david_vef.jpg
Auglýsing

Davíð Odds­son, fyrrum banka­stjóri Seðla­bank­ans og núver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, fór mik­inn í Reykja­vík­ur­bréfi sem birt­ist í sunnu­dags­út­gáfu blaðs­ins í morg­un. Hann hjó í allar áttir og komst að þeirri nið­ur­stöðu að ekk­ert varð­andi lán­veit­ingu á nán­ast öllum gjald­eyr­is­vara­forða Íslands, um 80 millj­örðum króna, til Kaup­þings sama dag og neyð­ar­lög voru sett í land­inu, hafi verið sér að kenna. Um 35 millj­arðar króna af lán­inu skil­uðu sér aldrei aft­ur.

Davíð sagði að Geir H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra hefði tekið ákvörð­un­ina um lán­veit­ing­una, dönsk stjórn­völd hefðu full­yrt að veðið hefði verið gott og vinstri stjórnin sem bar Davíð út úr Seðla­bank­anum með valdi hafi síðan klúðrað því að vinna almenni­lega úr veð­inu með þeim afleið­ingum að tap skatt­greið­enda varð eins og það varð.

Og svo bætti hann við: „Bank­inn FIH er enn starf­andi og laus­leg skoðun á eigin fé bendir til að hann sé enn mun meira virði en veð­skuldin var. Þeir sem eiga bank­ann nú virð­ast því mega vera mjög ánægðir með við­skipti sín við Seðla­banka Íslands.“

Auglýsing

Þeir sem þekkja til máls­ins í Bak­her­berg­inu hnutu við þessa full­yrð­ingu Dav­íðs. FIH hefur nefni­lega gengið afleit­lega frá hruni og í maí síð­ast­liðnum hætti fyr­ir­tækið í raun að vera banki þegar það seldi 2/3 af við­skipta­vinum sínum til Spar Nord. Í ágúst var síðan sam­þykkt að selja lán 24 stóra við­skipta­vina til við­bótar til Nykredit-­bank­ans. FIH lánar

Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra. Geir H. Haar­de, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra.

ekki lengur út fé og tekur ekki við nýjum inn­lán­um. Frá og með mars­mán­uði munu inn­láns­eig­endur sem enn eiga inn­stæður hjá bank­anum meira að segja að þurfa að borga honum fyrir að geyma pen­ing­anna sína. Eina sem eftir er af upp­haf­legri starf­semi FIH er fyr­ir­tækja­ráð­gjöf bank­ans.

Það má vel vera að betur hefði verið hægt að vinna úr FIH-veð­inu og að nýir stjórn­endur Seðla­bank­ans og vinstri­st­jórnin hafi gert kostn­að­ar­söm mis­tök í því ferli. Það er raunar afar lík­legt miðað við þær upp­lýs­ingar sem fram hafa komið í fjöl­miðl­um.

En í Bak­her­berg­inu eru menn sam­mála um að þeir sem tóku ákvörðun um að lána Kaup­þingi nán­ast allan gjald­eyr­is­vara­forð­ann, sama dag og lög voru sett sem heim­il­uðu stjórn­völdum að taka yfir íslensku bank­anna, á meðan að fár­viðri geys­aði á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uðum og tóku veð í dönskum banka sem var kall­aður „pen­ingatankur millj­arða­klúbbs áhættu­fjár­festa“ sem fjár­festu að mestu í fast­eign­ar­þró­un­ar­verk­efnum í bólu­um­hverfi og fóru allir strax á haus­inn eftir hrun, hljóti að bera ein­hverja ábyrgð. Á meðal þeirra er Davíð Odds­son.

Seðla­bank­inn hefur hins vegar gefið það út að bank­inn hafi borið ábyrgð á lán­inu til Kaup­þings, ekki Geir H. Haar­de. Bæði Davíð og Geir neit­uðu að ræða við frétta­stofu RÚV um málið fyrr í kvöld.

Því er almenn­ingur í raun enn án vissu um hver það var sem tap­aði 35 millj­örðum af skattfé hans. Og marg­ít­rekuð krafa um að upp­taka af sím­tali Dav­íðs og Geirs þann 6. októ­ber 2008 verði birt strax enn jafn sjálf­sögð og áður.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None