Bakherbergið: Tap vegna neyðarláns öllum að kenna...nema Davíð

kjarninn_david_vef.jpg
Auglýsing

Davíð Odds­son, fyrrum banka­stjóri Seðla­bank­ans og núver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, fór mik­inn í Reykja­vík­ur­bréfi sem birt­ist í sunnu­dags­út­gáfu blaðs­ins í morg­un. Hann hjó í allar áttir og komst að þeirri nið­ur­stöðu að ekk­ert varð­andi lán­veit­ingu á nán­ast öllum gjald­eyr­is­vara­forða Íslands, um 80 millj­örðum króna, til Kaup­þings sama dag og neyð­ar­lög voru sett í land­inu, hafi verið sér að kenna. Um 35 millj­arðar króna af lán­inu skil­uðu sér aldrei aft­ur.

Davíð sagði að Geir H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra hefði tekið ákvörð­un­ina um lán­veit­ing­una, dönsk stjórn­völd hefðu full­yrt að veðið hefði verið gott og vinstri stjórnin sem bar Davíð út úr Seðla­bank­anum með valdi hafi síðan klúðrað því að vinna almenni­lega úr veð­inu með þeim afleið­ingum að tap skatt­greið­enda varð eins og það varð.

Og svo bætti hann við: „Bank­inn FIH er enn starf­andi og laus­leg skoðun á eigin fé bendir til að hann sé enn mun meira virði en veð­skuldin var. Þeir sem eiga bank­ann nú virð­ast því mega vera mjög ánægðir með við­skipti sín við Seðla­banka Íslands.“

Auglýsing

Þeir sem þekkja til máls­ins í Bak­her­berg­inu hnutu við þessa full­yrð­ingu Dav­íðs. FIH hefur nefni­lega gengið afleit­lega frá hruni og í maí síð­ast­liðnum hætti fyr­ir­tækið í raun að vera banki þegar það seldi 2/3 af við­skipta­vinum sínum til Spar Nord. Í ágúst var síðan sam­þykkt að selja lán 24 stóra við­skipta­vina til við­bótar til Nykredit-­bank­ans. FIH lánar

Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra. Geir H. Haar­de, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra.

ekki lengur út fé og tekur ekki við nýjum inn­lán­um. Frá og með mars­mán­uði munu inn­láns­eig­endur sem enn eiga inn­stæður hjá bank­anum meira að segja að þurfa að borga honum fyrir að geyma pen­ing­anna sína. Eina sem eftir er af upp­haf­legri starf­semi FIH er fyr­ir­tækja­ráð­gjöf bank­ans.

Það má vel vera að betur hefði verið hægt að vinna úr FIH-veð­inu og að nýir stjórn­endur Seðla­bank­ans og vinstri­st­jórnin hafi gert kostn­að­ar­söm mis­tök í því ferli. Það er raunar afar lík­legt miðað við þær upp­lýs­ingar sem fram hafa komið í fjöl­miðl­um.

En í Bak­her­berg­inu eru menn sam­mála um að þeir sem tóku ákvörðun um að lána Kaup­þingi nán­ast allan gjald­eyr­is­vara­forð­ann, sama dag og lög voru sett sem heim­il­uðu stjórn­völdum að taka yfir íslensku bank­anna, á meðan að fár­viðri geys­aði á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uðum og tóku veð í dönskum banka sem var kall­aður „pen­ingatankur millj­arða­klúbbs áhættu­fjár­festa“ sem fjár­festu að mestu í fast­eign­ar­þró­un­ar­verk­efnum í bólu­um­hverfi og fóru allir strax á haus­inn eftir hrun, hljóti að bera ein­hverja ábyrgð. Á meðal þeirra er Davíð Odds­son.

Seðla­bank­inn hefur hins vegar gefið það út að bank­inn hafi borið ábyrgð á lán­inu til Kaup­þings, ekki Geir H. Haar­de. Bæði Davíð og Geir neit­uðu að ræða við frétta­stofu RÚV um málið fyrr í kvöld.

Því er almenn­ingur í raun enn án vissu um hver það var sem tap­aði 35 millj­örðum af skattfé hans. Og marg­ít­rekuð krafa um að upp­taka af sím­tali Dav­íðs og Geirs þann 6. októ­ber 2008 verði birt strax enn jafn sjálf­sögð og áður.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
Kjarninn 20. janúar 2020
Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast samkvæmt Oxfam-samtökunum.
Rúmlega tvö þúsund manns eiga meiri auð en 60 prósent íbúa jarðar
Í árlegri skýrslu Oxfam-samtakanna kemur fram að 22 ríkustu karlar í heimi eigi meira af auði en allar konur sem búa í Afríku samanlagt. Ef tveir ríkustu karlar heims myndu stafla öllum fé sínu upp í bunka, og setjast á hann, þá sætu þeir í geimnum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Fimm tæknifyrirtæki í einstakri yfirburðastöðu sem efi er um að sé sjálfbær
Apple, Microsoft, Alphabet (móðurfélag Google), Amazon og Facebook eru verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna. Það er einsdæmi að fimm fyrirtæki úr tengdum geira séu í fimm efstu sætunum á slíkum lista. Í raun eru þau markaðssvæði, ekki eiginleg fyrirtæki.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None