"Sjónarmið sjötugra” á undanhaldi í Evrópu

Sara Kolka
m.tm_.li_.jpg
Auglýsing

"Sjón­ar­mið sjö­tu­gra“  er hug­tak sem er að ná fót­festu í íslenskum fjöl­miðl­um. En margir hafa mis­skilið hug­takið þar sem “sjón­ar­mið sjö­tu­gra” hafa ekk­ert að gera með venju­legt sjö­tugt fólk eða fólk á sjö­tugs­aldri almennt. Þau lýsa ákveðnu hug­ar­fari og úreltum poli­tískum hug­sjónum sem gagn­ast ekki lengur sam­fé­lag­inu sem við lifum í.

Kannski er orða­valið óheppi­legt, og þá má spyrja sig hvers vegna þetta var valið af Verdicta (ráð­gjaf­ar- og rann­sókn­ar­fyr­ir­tæki rekið af Hall­grími Ósk­ars­syn­i), því ein­hver hlýtur ástæðan að vera. Fyr­ir­tækið birti nið­ur­stöður á „grein­ingu“ eða rann­sókn síð­ast­lið­inn jan­úar en for­mál rann­sókn­ar­innar eru enn ansi óljós. Verdicta segir að rann­sóknin hafi verið unnin með því að mark­miði að „auka umræðu um mál­efni sem eru til umræðu hverju sinn­i.“ Það hefur svo sann­ar­lega tek­ist þar sem umræð­urnar á Face­book láta ekki á sér standa:











 

Sjón­ar­mið sjö­tugra vs sjón­ar­mið nútím­ans



Hvort sem fólk er ósam­mála, sam­mála eða yfir­höfuð skilur hvað átt er við, þá er áhuga­vert að velta fyrir sér hvað er verið að tala um og hver hin hliðin geti verið – við gætum til dæmis kallað and­stæð­una "sjón­ar­mið nútím­ans”. "Sjón­ar­mið sjö­tu­gra” vitnar í skoð­anir gam­alla flokks­hana sem stjórn­uðu land­inu í áraraðir fyrir hrun – fólk og hópar sem ennþá virð­ast ráða bak við tjöld­in.

Alla vega er þeirra hags­muna vel gætt: end­ur­greiðslan, lóða­út­hlut­an­ir, nið­ur­fell­ingar skulda, póli­tík sem byggir á ótta við það óþekkta svo að spill­ing geti þrif­ist og lítið um sak­fell­ingar í fjár­mála­heim­inum í kjöl­far hruns­ins svo eitt­hvað sé nefnt (að Kaup­þingi nú und­an­teld­u). Þeir sem aðhyll­ast “sjón­ar­mið sjö­tu­gra” berj­ast gegn umbótum og vilja við­halda gömlum gild­um, á kostnað heild­ar­innar (“Einka­væðum heil­brigð­is­kerfið og virkjum nátt­úr­una með skamm­tíma ávinn­ing”) en það er ekk­ert skil­yrði að vera á sjö­tugs­aldri til þess að fylgja þess­ari stefnu. Yngra stjórn­mála­fólk virð­ist hafa með­tekið boð­orðin 10 og hagar sér sam­kvæmt því sem einu sinni þótti rétt, en ekki endi­lega eftir vilja fólks­ins, eða eftir því sem væri far­sæl­ast fyrir land­ið, nátt­úr­una eða þjóð­ina. Margir stjórn­mála­menn -og konur nútím­ans haga sér á þann hátt sem stjórn­mála­menn for­tíð­ar­innar hegð­uðu sér, því þannig halda þau að stjórn­mál eigi að vera  - ver­andi eitt peð í flokkspoli­tík þar sem hugsað er um sína. Það sem þessi hópur skilur ekki er að það er eitt “fyr­ir” og “eft­ir” hrun.

Auglýsing

Eft­ir­mál hruns­ins eru þau að við þurfum að læra af reynsl­unni og líta fram á veg­inn, en ekki aftur fyrir okk­ur. Og ef við lítum til fram­tíðar hlýtur að blasa við að hlut­unum þarf að breyta ef við viljum sjálf­bært sam­fé­lag, ef við viljum sann­gjarnt Ísland, og ef við viljum lifa af.

Grikk­land og Spánn nútíma­væð­ast



Það mætti færa rök fyrir því að "Sjón­ar­mið nútím­ans” séu ekki komin til lands­ins, því þau eru í prufu erlendis og eru rétt að byrja að að gera sig þar. Sam­fé­lags­sinnar eru nýjasta trendið í póli­tík. En til þess að þau kom­ist upp á yfir­borðið virð­ist sem að löndin þurfi fyrst að ná botn­in­um. Lítum bara til Grikk­lands og Spán­ar. Í nýaf­stöðnum kosn­ingum í Grikk­landi í síð­asta mán­uði komust tveir mjög ólíkir flokkar til valda sem hafa hafið sam­starf vegna þess að þeir eru sam­mála um að vera ósam­mála því hvernig fjár­mála­kerf­inu er háttað í Evr­ópu.

Alexis Tsipras, nýrr forsætisráðherra Grikklands. Alexis Tsipras, nýrr for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands.

 

Syr­iza, flokkur Alexis Tsipras, nýja for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands og New Democracy, sem er öfga­sinn­aður hægri flokk­ur, hafa fátt annað sam­eig­in­legt en vilja fólks­ins á bak við sig til að end­ur­semja um skuldir lands­ins. Í fyrstu voru kröfur Evr­ópu­sam­bands­ins mjög strangar (skera niður rík­is­reknu líf­eyr­is­sjóð­ina, minnka lág­marks­laun og kröfur um upp­sagnir þús­undir rík­is­starfs­manna) eitt­hvað sem nýja, gríska rík­is­stjórnin hefur harð­neitað að gera. Hún er kölluð “ant­i-esta­bl­is­h­ment” og “ant­i-austerity” en kannski er hún bara strangur fylgj­andi “sjón­ar­miða nútím­ans” þar sem eig­in­hags­munir (bank­anna) eru látnir víkja fyrir hags­munum heild­ar­innar (þjóð­ar­inn­ar), þar sem trúin er á að sam­vinna leiði til fram­fara og áhersla er lögð á að byggja gott og rétt­sýnt sam­fé­lag, þar sem sömu reglur og tæki­færi gilda fyrir alla.

Á Spáni hefur svipuð fylk­ing orðið til sem styður Podemos, nýtt póli­tískt afl sem er leitt af sjar­mer­andi sjón­varps­stjörn­unni Pablo Igles­ias (rem­ixaðar ræður hans með hip hop ívafi gefa honum fylgi hjá unga fólk­inu) en fylgi flokks­ins hefur stór­auk­ist á því tæpa ári sem hann hefur verið til, hjá ungum sem öldn­um. Honum er nú spáð sigri í kosn­ingum síðar á þessu ári. Ástæðan fyrir vin­sældum flokks­ins er að hann gefur sig ekki út fyrir að vera pólítískt afl í anda for­tíð­ar­inn­ar, og þar nær hann til fólks­ins því á Spáni er mikil óánægja með aðhalds­að­gerð­irnar sem fjár­mála­hrunið hefur haft í för með sér og sömu gömlu stefn­urnar í stjórn­málum sem virka ekki.

Sam­kvæmt Igles­ias fara hag­fræði og lýð­ræði sam­an. Hann telur að harðar aðgerðir fjár­mála­heims­ins í dag hafi skaðað sam­fé­lögin okkar í heild, ollið meira atvinnu­leysi, því að fólk missir heim­ili sín og að skól­arnir séu ekki í stakk búnir til að þjóna hlut­verki sínu. Þetta vill Podemos flokk­ur­inn leið­rétta með því að end­ur­heimta lýð­ræðið til fólks­ins, þar sem það á heima. Og kosn­ing­ar­lof­orðin eru ekk­ert slor, Podemos seg­ist ætla, meðal ann­ars, tryggja líf­eyri, mat, orku og hús­næði fyrir alla, styrkja lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki, reka umhverf­is­vænna efna­hags­kerfi og binda endi á skattsvik  kaup­sýslu­manna svo eitt­hvað sé nefnt.

Stjórn­mála­hreyf­ingar sem fylgja kröfum kjós­enda



Það sem fólkið hefur skilið (en pólitisku öflin í öðrum löndum þrá­ast enn við) er að for­senda ríkis sem er rekið í skugga stór­fyr­ir­tækja og gróðra­starf­semi á hendur fárra ein­stak­linga, er ekki lengur raun­hæfur val­kost­ur. Nútíma­ríkin munu ekki einka­væða helstu nauð­synja­þjón­ustur svo ein­stak­lingar geti grætt á neyð ann­arrra (heil­brigð­is­kerf­ið) eða afsala sjálf­sögðum rétt­indum þegn­anna með því að tak­marka almenna þjón­ustu (með nið­ur­skurði á líf­eyri, skertum aðgangi að rétt­ar­kerfi eða slöku mennt­un­ar­kerf­i).

Það sem hreyf­ing­arnar í Suð­ur­-­Evr­ópu gefa til kynna, sem og umræðan eftir árás­irnar í París í jan­úar og í Kaup­manna­höfn í febr­úar , er að fleiri kalla á sam­fé­lag með jöfnum rétt­indum fyrir alla, þar sem gagn­kvæm virð­ing ríkir sem ekki er tengd inn­komu, fjöl­skyldu­arfi, trú­ar­brögðum eða lit­ar­hafti. Margir þættir þurfa að koma saman til að jafn­rétti sé tryggt en til dæmis er aðskiln­aður ríkis og kirkju eitt dæmi svo að engin ein trú­ar­brögð drottni yfir öðr­um.  Að allir standi jafnir fyrir lögum og rétt­indum er líka upp­haf­s­punktur (til dæmis ætlar Grikk­land að lög­leiða hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra). Sterkt mennta­kerfi sem und­ir­býr gagn­rýna hugsun er líka nauð­syn­legt svo breyt­ingar geti átt sér stað.

Flokk­arnir tveir sem hér hefur verið minnst á geta vel talist tals­menn "sjón­ar­miða nútím­ans” og spurn­ing er hvort að svip­aðar fylk­ingar muni spretta upp ann­ars staðar í Evr­ópu. Svip­aðar kröfur eru þegar til staðar á Írlandi og gæti landið orðið næsta Evr­ópu­ríkið sem snýr baki við aðhalds­að­gerð­um. Upp frá óánægju kjós­enda í löndum eins og Frakk­land og Dan­mörku þar sem Sós­í­alistar eru við völd,  gæti krafan um breyt­ingar líka orðið hávær. Löndin eiga það sam­eig­in­legt að leiða stefnu sem skaðar ímynd Sós­í­alista meira en þeir gera gagn með því að reka ríki eins og fyr­ir­tæki, með því að ein­blína á hag­vöxt og beita nið­ur­skurði á almanna­þjón­ustu og aðhyll­ast aðhalds­póli­tík út í eitt, eitt­hvað sem yfir­leitt er tengt hægri stjórn. Það gæti reynst hæg­ara sagt en gert að ná end­ur­kjöri ef að þessir flokkar fara ekki að svara kalli “sjón­ar­miða nútím­ans”.

Pia Kjærsgaard, er annar stofnenda Dansk Folkeparti. Hún, og flokkurinn, leggja mikla áherslu á harða afstöðu í málefnum innflytjenda. Pia Kjærs­gaard, er annar stofn­enda Dansk Fol­ke­parti. Hún, og flokk­ur­inn, leggja mikla áherslu á harða afstöðu í mál­efnum inn­flytj­enda.

 

Hins vegar er líka mögu­legt að önnur myrk og hættu­leg öfl kom­ist til valda áður en þessi lönd ná botn­in­um. Hægri öfga­flokkar eins og Dansk Fol­ke­parti (DK) og Le Front National  (FR) njóta meira fylgis en áður, meðal ann­ars vegna þess að þeir spila á hræðsl­una við inn­flytj­endur (“sem koma og taka alla vinn­una og auð­inn okk­ar”) og þess mis­skipta sam­fé­lags sem við lifum í. For­menn þess­ara flokka hafa verið dug­legir að spila inn á frétta­þörf frétta­miðl­anna og mega eiga það að þeir eru góðir að koma sögum sínum á fram­færi sem myndi krefj­ast lengri útskýr­ingar að rekja en kemst fyrir í 3 mín­útna frétt um mál­efnið í kvöld­frétta­tím­anum eða á net­síð­unni.

Óbreyttir stjórn­un­ar­hættir munu skaða fram­tíð­ina



Tími kap­ít­al­ism­ans, þar sem ofur­trúin á að mark­að­ur­inn spjari sig án laga og reglna (reglna eins og til dæmis kynja­kvóta) er lið­in, og er það ein stærsta afleið­ing fjár­mála­hruns­ins 2008. Nú þurfa þjóð­irnar að ranka við sér, eins og Spánn og Grikk­land hafa gert, og krefj­ast breyt­inga. Breyt­ing­arnar verða að koma í gengum lög­valdið og vera krafa kjós­enda. Kröfur eins og atvinna, menntun og hús­næði fyrir alla eru lág­marks­kröfur ríkra, vest­rænna sam­fé­laga. Þar að auki er hægt að bæta við auk­inni umhvef­is­vernd og sjálf­bærni sam­fé­laga sem þurfa að standa undir sér.  Við­vör­un­ar­bjöllur sér­fræð­inga hljóma úr öllum átt­um, hvort sem það eru sam­ein­uðu þjóð­irnar sem vara við óaft­ur­kræfum loft­lags­breyt­ing­um, World Economic forum sem ræðir um leiðir til að sporna við ójöfn­uði, eða hópar sem kalla á 25 stunda vinnu­viku.

Ekk­ert minna er ásætt­an­legt þar sem fram­tíðin er í húfi. Almennt ríkir sam­staða um að líf okkar eins og við þekkjum það, með áherslu á hag­vöxt fram fyrir allt, skaðar sam­fé­lög, grefur dýpri gjá á milli hópa (þeirra ofsa­ríku og allra hinna) og að plánetan er í hættu ef við eigum að lifa eftir reglum neyslu­sam­fé­lags­ins mikið leng­ur. Þetta kall­ast "Burn­ing plat­form” í fyr­ir­tækja­rekstri, og ekki getum við stólað á að fyr­ir­tæki, sem ein­blína á hagnað með skamm­tíma­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi, geri nokkuð til að spyrna við þró­un­inni. "Sjón­ar­mið nútím­ans” þurfa að taka við "sjón­ar­miðum sjö­tu­gra”, á Íslandi, sem og ann­ars stað­ar, og breyt­ingin kemur getur ein­ungis komið frá fólk­inu sem þarf að end­ur­heimta lýð­ræðið í sínar hend­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None