Bakherbergið: Ólafur Ólafsson og yfirlýsingarnar

oliyfirlysing.jpg
Auglýsing

Ólafur Ólafs­son var einn þeirra sem dæmdur til langrar fang­els­is­vistar í Al Thani mál­inu svo­kall­aða í síð­ustu viku. Ólafur tók dómnum ekki af mik­illi auð­mýkt heldur sendi frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hann efað­ist um að rétt­ar­ríki sé við lýði á Íslandi, að eflaust hafi menn­irnir verið dæmdir vegna þrýst­ings frá stjórn­mála­mönnum og almenn­ingi og að „gild­is­hlaðnar og inni­stæðu­lausar álykt­anir dóms­ins“ breyttu engu um að dóm­ur­inn hefði ekki getað bent á nein hald­bær sönn­un­ar­gögn eða fram­burð vitna um að hann væri sek­ur.

Til upp­rifj­unar þá er ein helsta ástæða þess  að menn­irnir fjórir voru dæmdir sú að send var út yfir­lýs­ing um kaup Al Thani á hlut í Kaup­þingi þar sem engu var getið um aðkomu Ólafs, sem átti að geta hagn­ast á flétt­unni, né um þá stað­reynd að Kaup­þing fjár­magn­aði kaupin á bréf­unum í sjálfu sér.

Í bak­her­berg­inu hefur enn ein yfir­lýs­ing Ólafs verið rifjuð upp að und­an­förnu. Hún var send á fjöl­miðla 19. jan­úar 2009 í kjöl­far umfjöll­unar þeirra um Al Thani flétt­una. Þar sagði Ólafur meðal ann­ars: „Sam­­kvæmt þeim upp­­lýs­ing­um sem ég hef, þá greiddi Al Thani fjöl­­skyld­an hinn 8. októ­ber 12,5 millj­­arða króna af þeim hluta láns­ins sem hún var í ábyrgð fyr­ir og hinn 21. októ­ber hafði ég per­­són­­lega milli­­­göngu um að greiða fyr­ir fjöl­­skyld­una eft­ir­­stöðv­arn­ar með vöxt­um sem þá voru 402 millj­­ón­ir króna“.

Auglýsing

Ástæða þess að þetta hefur verið rifjað upp er sú að í dómi Hæsta­réttar í Al Thani mál­inu kemur skýrt fram að Al Thani fjöl­skyldan hafi einmitt ekki greitt umrædda greiðslu þann 8. októ­ber 2008, sem var dag­ur­inn áður en Fjár­mála­eft­ir­litið tók yfir Kaup­þing. Þvert á móti.

Í dómi Hæsta­réttar seg­ir: „Ekki verður annað séð af gögnum máls­ins en að pen­inga­mark­aðs­lán Kaup­þings banka hf. til Brooks Tra­d­ing Ltd.[í eigu Al Thani] hafi verið í van­skilum frá 18. nóv­em­ber 2008 þegar gjald­daga láns­ins bar upp sam­kvæmt áður­nefndu skjali um fram­leng­ingu þess 14. októ­ber sama ár. [...] Kaup­þing hf., svo sem félagið hét þá orð­ið, gaf út stefnu 19. jan­úar 2012 á hendur MAT[Mo­hamed bin Khalifa Al Than­i], þar sem kraf­ist var aðal­lega að hann yrði dæmdur til að greiða félag­inu 12.662.854.813 krón­ur. Sú krafa var einkum reist á því að bæði skuld Ser­val Tra­d­ing Group Corp.[í eigu Al Thani] og ábyrgð MAT væru enn við lýði, enda hafi greiðsla Brooks Tra­d­ing Ltd. á skuld­inni 8. októ­ber 2008 verið „ólög­mæt og ógild sem slík.“

Það mál mun aldrei hafa verið þing­fest, en fyrir liggur að Kaup­þing hf. og þrotabú Brooks Tra­d­ing Ltd. gerðu 7. des­em­ber 2012 samn­ing við MAT og fleiri um að ljúka ágrein­ingi, sem þetta fyr­ir­hug­aða dóms­mál átti að taka til, með því að sá síð­ast­nefndi greiddi þrota­bú­inu 26.500.000 banda­ríkja­dali. Sam­kvæmt bréfi slita­stjórnar Kaup­þings hf. 21. febr­úar 2013 fékk félagið 12. sama mán­aðar greidda 25.962.735,31 banda­ríkja­dali af fram­an­greindri fjár­hæð frá þrota­búi Brooks Tra­d­ing Ltd.“

Þær geta verið vara­samar yfir­lýs­ing­arn­ar. Sér­stak­lega þegar upp­lýs­ing­arnar sem koma fram í þeim eru ekki rétt­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None