Bakherbergið: Ólafur Ólafsson og yfirlýsingarnar

oliyfirlysing.jpg
Auglýsing

Ólafur Ólafs­son var einn þeirra sem dæmdur til langrar fang­els­is­vistar í Al Thani mál­inu svo­kall­aða í síð­ustu viku. Ólafur tók dómnum ekki af mik­illi auð­mýkt heldur sendi frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hann efað­ist um að rétt­ar­ríki sé við lýði á Íslandi, að eflaust hafi menn­irnir verið dæmdir vegna þrýst­ings frá stjórn­mála­mönnum og almenn­ingi og að „gild­is­hlaðnar og inni­stæðu­lausar álykt­anir dóms­ins“ breyttu engu um að dóm­ur­inn hefði ekki getað bent á nein hald­bær sönn­un­ar­gögn eða fram­burð vitna um að hann væri sek­ur.

Til upp­rifj­unar þá er ein helsta ástæða þess  að menn­irnir fjórir voru dæmdir sú að send var út yfir­lýs­ing um kaup Al Thani á hlut í Kaup­þingi þar sem engu var getið um aðkomu Ólafs, sem átti að geta hagn­ast á flétt­unni, né um þá stað­reynd að Kaup­þing fjár­magn­aði kaupin á bréf­unum í sjálfu sér.

Í bak­her­berg­inu hefur enn ein yfir­lýs­ing Ólafs verið rifjuð upp að und­an­förnu. Hún var send á fjöl­miðla 19. jan­úar 2009 í kjöl­far umfjöll­unar þeirra um Al Thani flétt­una. Þar sagði Ólafur meðal ann­ars: „Sam­­kvæmt þeim upp­­lýs­ing­um sem ég hef, þá greiddi Al Thani fjöl­­skyld­an hinn 8. októ­ber 12,5 millj­­arða króna af þeim hluta láns­ins sem hún var í ábyrgð fyr­ir og hinn 21. októ­ber hafði ég per­­són­­lega milli­­­göngu um að greiða fyr­ir fjöl­­skyld­una eft­ir­­stöðv­arn­ar með vöxt­um sem þá voru 402 millj­­ón­ir króna“.

Auglýsing

Ástæða þess að þetta hefur verið rifjað upp er sú að í dómi Hæsta­réttar í Al Thani mál­inu kemur skýrt fram að Al Thani fjöl­skyldan hafi einmitt ekki greitt umrædda greiðslu þann 8. októ­ber 2008, sem var dag­ur­inn áður en Fjár­mála­eft­ir­litið tók yfir Kaup­þing. Þvert á móti.

Í dómi Hæsta­réttar seg­ir: „Ekki verður annað séð af gögnum máls­ins en að pen­inga­mark­aðs­lán Kaup­þings banka hf. til Brooks Tra­d­ing Ltd.[í eigu Al Thani] hafi verið í van­skilum frá 18. nóv­em­ber 2008 þegar gjald­daga láns­ins bar upp sam­kvæmt áður­nefndu skjali um fram­leng­ingu þess 14. októ­ber sama ár. [...] Kaup­þing hf., svo sem félagið hét þá orð­ið, gaf út stefnu 19. jan­úar 2012 á hendur MAT[Mo­hamed bin Khalifa Al Than­i], þar sem kraf­ist var aðal­lega að hann yrði dæmdur til að greiða félag­inu 12.662.854.813 krón­ur. Sú krafa var einkum reist á því að bæði skuld Ser­val Tra­d­ing Group Corp.[í eigu Al Thani] og ábyrgð MAT væru enn við lýði, enda hafi greiðsla Brooks Tra­d­ing Ltd. á skuld­inni 8. októ­ber 2008 verið „ólög­mæt og ógild sem slík.“

Það mál mun aldrei hafa verið þing­fest, en fyrir liggur að Kaup­þing hf. og þrotabú Brooks Tra­d­ing Ltd. gerðu 7. des­em­ber 2012 samn­ing við MAT og fleiri um að ljúka ágrein­ingi, sem þetta fyr­ir­hug­aða dóms­mál átti að taka til, með því að sá síð­ast­nefndi greiddi þrota­bú­inu 26.500.000 banda­ríkja­dali. Sam­kvæmt bréfi slita­stjórnar Kaup­þings hf. 21. febr­úar 2013 fékk félagið 12. sama mán­aðar greidda 25.962.735,31 banda­ríkja­dali af fram­an­greindri fjár­hæð frá þrota­búi Brooks Tra­d­ing Ltd.“

Þær geta verið vara­samar yfir­lýs­ing­arn­ar. Sér­stak­lega þegar upp­lýs­ing­arnar sem koma fram í þeim eru ekki rétt­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Bjart framundan þótt faraldurinn hafi reynst erfiður – „Við erum ýmsu vön hér á hjara veraldar“
Forsætisráðherra segir að hvetja þurfi til einkafjárfestingar og að stjórnvöld muni tryggja með jákvæðum hvötum að kraftur hennar styðji við græna umbreytingu, kolefnishlutleysi og samdrátt gróðurhúsalofttegunda.
Kjarninn 1. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None