Bakherbergið: Ólafur Ólafsson og yfirlýsingarnar

oliyfirlysing.jpg
Auglýsing

Ólafur Ólafsson var einn þeirra sem dæmdur til langrar fangelsisvistar í Al Thani málinu svokallaða í síðustu viku. Ólafur tók dómnum ekki af mikilli auðmýkt heldur sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann efaðist um að réttarríki sé við lýði á Íslandi, að eflaust hafi mennirnir verið dæmdir vegna þrýstings frá stjórnmálamönnum og almenningi og að „gildishlaðnar og innistæðulausar ályktanir dómsins“ breyttu engu um að dómurinn hefði ekki getað bent á nein haldbær sönnunargögn eða framburð vitna um að hann væri sekur.

Til upprifjunar þá er ein helsta ástæða þess  að mennirnir fjórir voru dæmdir sú að send var út yfirlýsing um kaup Al Thani á hlut í Kaupþingi þar sem engu var getið um aðkomu Ólafs, sem átti að geta hagnast á fléttunni, né um þá staðreynd að Kaupþing fjármagnaði kaupin á bréfunum í sjálfu sér.

Í bakherberginu hefur enn ein yfirlýsing Ólafs verið rifjuð upp að undanförnu. Hún var send á fjölmiðla 19. janúar 2009 í kjölfar umfjöllunar þeirra um Al Thani fléttuna. Þar sagði Ólafur meðal annars: „Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem ég hef, þá greiddi Al Thani fjöl­skyld­an hinn 8. októ­ber 12,5 millj­arða króna af þeim hluta láns­ins sem hún var í ábyrgð fyr­ir og hinn 21. októ­ber hafði ég per­són­lega milli­göngu um að greiða fyr­ir fjöl­skyld­una eft­ir­stöðvarn­ar með vöxt­um sem þá voru 402 millj­ón­ir króna“.

Auglýsing

Ástæða þess að þetta hefur verið rifjað upp er sú að í dómi Hæstaréttar í Al Thani málinu kemur skýrt fram að Al Thani fjölskyldan hafi einmitt ekki greitt umrædda greiðslu þann 8. október 2008, sem var dagurinn áður en Fjármálaeftirlitið tók yfir Kaupþing. Þvert á móti.

Í dómi Hæstaréttar segir: „Ekki verður annað séð af gögnum málsins en að peningamarkaðslán Kaupþings banka hf. til Brooks Trading Ltd.[í eigu Al Thani] hafi verið í vanskilum frá 18. nóvember 2008 þegar gjalddaga lánsins bar upp samkvæmt áðurnefndu skjali um framlengingu þess 14. október sama ár. [...] Kaupþing hf., svo sem félagið hét þá orðið, gaf út stefnu 19. janúar 2012 á hendur MAT[Mohamed bin Khalifa Al Thani], þar sem krafist var aðallega að hann yrði dæmdur til að greiða félaginu 12.662.854.813 krónur. Sú krafa var einkum reist á því að bæði skuld Serval Trading Group Corp.[í eigu Al Thani] og ábyrgð MAT væru enn við lýði, enda hafi greiðsla Brooks Trading Ltd. á skuldinni 8. október 2008 verið „ólögmæt og ógild sem slík.“

Það mál mun aldrei hafa verið þingfest, en fyrir liggur að Kaupþing hf. og þrotabú Brooks Trading Ltd. gerðu 7. desember 2012 samning við MAT og fleiri um að ljúka ágreiningi, sem þetta fyrirhugaða dómsmál átti að taka til, með því að sá síðastnefndi greiddi þrotabúinu 26.500.000 bandaríkjadali. Samkvæmt bréfi slitastjórnar Kaupþings hf. 21. febrúar 2013 fékk félagið 12. sama mánaðar greidda 25.962.735,31 bandaríkjadali af framangreindri fjárhæð frá þrotabúi Brooks Trading Ltd.“

Þær geta verið varasamar yfirlýsingarnar. Sérstaklega þegar upplýsingarnar sem koma fram í þeim eru ekki réttar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None