Þegar frekjuhundarnir gelta til að ná sínu fram

Auglýsing

Föstu­dag­inn 23. jan­úar skap­að­ist ­at­hygl­is­vert ástand á Íslandi. Kvöldið áður hafði maður sem hafði misst fyr­ir­tækið sitt í hendur banka, Víglundur Þor­steins­son, sent frá sér gögn til þing­manna og fjöl­miðla sem hann sagði sýna fram á að stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn og eft­ir­lits­að­ilar hafi af óbil­girni framið stór­felld lög­brot og beitt blekk­ingum til að hafa 300-400 millj­arða króna af íslenskum heim­ilum og fyr­ir­tækj­um. Þetta fé hafi þess í stað runnið til kröfu­hafa.

Rök­stuðn­ingur Víg­lundar var sá að bráða­birgða­mat Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á eignum sem fluttar voru úr þrota­búum föllnu bank­anna ætti að vera end­an­legur úrskurður um virði þeirra.

Mál­flutn­ingur Víg­lundar er vel þekkt­ur, enda var þetta í þriðja sinn sem hann steig fram og bar hann á borð.

Auglýsing

Hann er hins vegar tóm steypa, líkt og áður hefur verið rak­ið.

Ástand skap­astÞennan morgun mátti hins vegar ætla að stór­frétt hafi verið opin­beruð. Morg­un­blaðið birti frétt á for­síðu, og stóra úttekt inni í blað­inu, um ásak­anir Víg­lundar undir fyr­ir­sögn­inni „Stór­felld svik og blekk­ing­ar“. Tekið var undir ásak­an­irnar í rit­stjórn­ar­skrif­um.

Ísland í Bít­ið, morg­un­þáttur Bylgj­unn­ar, kall­aði til Sig­urð G. Guð­jóns­son lög­mann eldsnemma morg­uns til að fara yfir mál­ið. Í aðdrag­anda við­tals­ins var aldrei tekið fram að Sig­urður hefði starfað sem lög­maður Víg­lundar né að hann hafi komið fram með honum á blaða­manna­fundi sem hald­inn var árið 2013, þegar Víglundur lagði fyrst fram ásak­anir sín­ar. Í við­tal­inu fór Sig­urður G. mik­inn og sagði að bankar og hin svo­kall­aða nor­ræna vel­ferð­ar­stjórn hafi fram­kvæmt svik eða blekk­ingar gagn­vart almenn­ingi og haft af honum stór­fé. Hann tók undir allar ásak­anir Víg­lund­ar. Stjórn­endur þátt­ar­ins supu hveljur yfir þessu.

Það var samt eins og að í gang hafi farið ein­hver vél sem hafði það mark­mið að fram­leiða umfjöllun um ásak­anir Víglundar.

Skömmu síðar hringdu þeir í Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra. Annar þátt­ar­stjórn­and­inn spurði hvað for­sæt­is­ráð­herra segði við „ja, ég veit ekki hvort það eigi að kalla ásak­anir eða stað­reynd­ir...“, og átti þar við mál­flutn­ing Víg­lund­ar.

Sig­mundur Davíð sagði ásak­an­irnar býsna slá­andi og að þær þyrfti að rann­saka. Hug­mynd hans um leið­rétt­ingu verð­tryggðra lána, sem end­aði með 80 millj­arða króna „Leið­rétt­ingu“ á kostnað skatt­greið­enda, hafi átt rætur sínar að rekja í þeim eign­ar­til­færslum sem Víglundur var að fetta fingur út í. „Það er verið að gefa kröfu­höfum pen­ing­ana. Það er eitt­hvað sem er ekki hægt að horfa fram­hjá,“ sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann. Aðspurður hvort það hafi verið ráð­herra og opin­berir starfs­menn sem hafi gert þetta svar­aði Sig­mundur Dav­íð: „Já, það er það sem maður les út úr þessu.“

Sögu­legur atburður á sér sam­hliða staðÞennan sama morgun og nán­ast á sama tíma og Víg­lund­ar­bolt­anum var ýtt í gang átti sér stað sögu­legur atburður í íslenskri stjórn­mála­sögu. Umboðs­maður Alþingis var að taka Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, fyrrum inn­an­rík­is­ráð­herra, póli­tískt af lífi fyrir vald­níðslu.

Augu flestra fjöl­miðla voru eðli­lega á þeim miklu tíð­ind­um, enda lá ljóst fyrir öllum sem til þekktu að ásak­anir Víg­lundar voru ein­fald­lega end­ur­tekn­ing á því sem hann hafði áður haldið fram, og ávallt verið hrak­ið.

Það var samt eins og að í gang hafi farið ein­hver vél sem hafði það mark­mið að fram­leiða umfjöllun um ásak­anir Víg­lund­ar. Stór hópur fólks fór að þrýsta á fjöl­miðla, með sím­töl­um, tölvu­póst­send­ingum og síð­ast en ekki síst á sam­fé­lags­miðl­um. Þar var til að mynda lok­aður fjöl­miðla­spjall­vefur á Face­book, sem í eru yfir 4000 þús­und manns, und­ir­lagður af hópi fólks sem taldi frétta­birt­ingar fjöl­miðla af ásök­unum Víg­lund­ar, og þeir sem upp­fylltu ekki kröfur þessa fólks um ein­hliða frétta­flutn­ing voru vændir um að vera mál­gögn ein­hverra.

Það er þekkt og ákaf­lega hvim­leið aðferð í íslenskri umræðu­hefð að ásaka þá sem þú ert ekki sam­mála um að ganga erinda ein­hverra sérhagsmuna.

Vakt­stjóri á einni stærstu frétta­stofu lands­ins sagði mér að sím­talaflaum­ur­inn sem þangað barst til að þrýsta á umfjöllun um mál Víg­lundar eigi sér vart for­dæmi.

Frétt um ásak­anir Víg­lundar var síðan fyrsta frétt í frétta­tíma Stöðvar 2 um kvöld­ið. Frétt um álit umboðs­manns Alþingis á fram­ferði Hönnu Birnu var númer tvö.

Það sem fjöl­miðlar eiga að geraÉg hef skrifað um end­ur­skipu­lagn­ingu banka­kerf­is­ins frá því að hún hófst. Ég og sam­starfs­menn mínir þekkjum það ferli mjög vel og töldum það ábyrgð­ar­hluta að upp­lýsa les­endur um hversu illa und­ir­byggðar ásak­anir Víg­lundar væru. Það er enda hlut­verk fjöl­miðla að upp­lýsa, greina og segja sann­leik­ann, ekki að bera á borð illa studdar rök­semdir sem stað­reynd­ir.

Frétta­flutn­ingur okkar af mál­inu fór fyrir brjóstið á Sig­urði G. Guð­jóns­syni. Hann skrif­aði pistil á Press­una þar sem hann ásak­aði okkur um að ganga erinda þeirra stjórn­mála­manna sem tóku ákvarð­anir um end­ur­skipu­lagn­ingu banka­kerf­is­ins. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Sig­urður G. hef­ur, án þess  að geta rök­stutt mál sitt, ásakað Kjarn­ann um að ganga erinda ein­hverra. Hann gerði slíkt hið sama í fyrra­sum­ar, en ásak­aði okkur þá um að vera „út­gáfu á vegum emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara, svona eins og Tíund þá sem skatt­ur­inn gefur út meðal ann­ars til að segja frá eigin afrek­um“. Hann nefndi engin dæmi.

En kall­aði síðan eftir mál­efna­legri umræðu.

Stað­reyndir þarf að rök­styðja með dæmumÞað er þekkt og ákaf­lega hvim­leið aðferð í íslenskri umræðu­hefð að ásaka þá sem þú ert ekki sam­mála um að ganga erinda ein­hverra sér­hags­muna. Slíkt þarf hins vegar að rök­styðja með dæm­um. Ann­ars er gagn­rýnin mark­laus.

Til dæmis væri hægt að segja að Sig­urður G. eig­i hags­muni undir því að taka undir ásak­anir Víg­lundar þar sem hann er, eða var alla vega, lög­maður hans. Eða að Sig­urður G. eig­i hags­muni undir í því að draga úr trú­verð­ug­leika fjöl­mið­ils sem fjalli um hrun­mál vegna þess að skjól­stæð­ingar hans eru sak­born­ingar í slíkum mál­u­m eða vegna þess að hann var sjálfur í stjórn eins bank­ans sem hrundi svo eft­ir­minni­lega.

Það væri hægt að benda á að Sig­urður G. er að gæta hags­muna Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar í rift­un­ar­máli sem þrotabú Fons hefur höfðað á hendur hon­um, en Sig­urður G. var stjórn­ar­for­maður Fons áður en það félag fór á haus­inn. Sá skjól­stæð­ingur Sig­urðar G. er sak­born­ingur í máli sem sér­stakur sak­sókn­ari er með í áfrýj­un­ar­ferli fyrir Hæsta­rétti og hefur tekið opin­ber­lega undir mál­flutn­ing Víg­lundar Þor­steins­sonar um að nýju bank­arnir hafi skrifað upp dauða­lista og hirt fyr­ir­tæki af sóma­fólki eins og þeim tveim. Skjól­stæð­ing­ur­inn, Jón Ásgeir, er líka maki stærsta eig­anda þess fjöl­miðla­fyr­ir­tækis sem fjall­aði lang­mest, og gagn­rýn­is­lít­ið,  um ásak­anir Víg­lund­ar.

Þetta eru stað­reyndir og hags­mun­irnir raun­veru­leg­ir. Hver og einn verður síðan að draga sínar álykt­anir út frá þeim.

End­ur­teknar jarð­ar­farirEn horfum nú mál­efna­lega á ásak­anir Víg­lund­ar.

Fjár­mála­eft­ir­litið jarð­aði þær. Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem var fengin af stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd til að fara yfir þær, hafn­aði öllum ásök­unum Víg­lundar um svik, lög­brot og blekk­ingar og sagði það hafa „hvorki verið ólög­mætt né óskyn­sam­legt að slita­búin fengju yfir­gnæf­andi hlut í Arion banka og Íslands­banka, enda ekki óeðli­legt þar sem verið var að færa yfir skuldir og eignir gömlu bank­anna í þá nýju.“

Þótt órök­studdar og rangar ásak­anir eins og þær sem Sig­urður G. Guð­jóns­son hefur til­einkað sér að bera á torg séu hvim­leiðar þá munu þær ekki stjórna því hvernig við vinnum vinn­una okkar.

Hag­fræð­ing­ur­inn Haf­steinn Gunnar Hauks­son birti grein í Hjálmum, tíma­riti hag­fræði­nema, nýverið þar sem hann sýnir fram á að bæði Arion banki og Lands­bank­inn hafi tapað á virð­is­breyt­ingum lána­safna sinna á árunum 2009 til 2013. Íslands­banki hafi einn íslenskra banka hagn­ast á þeim. Sam­tals nemur hagn­aður bank­anna þriggja vegna virð­is­breyt­ingu lána­safna 15 millj­örðum króna, eða um fimm pró­sent af öllum hagn­aði þeirra á þessu tíma­bili. Það er ansi langt frá þeim 300 til 400 millj­örðum króna sem Víglund­ur, Sig­urður G. og for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar hafa haldið fram að hafi verið hafnir af þjóð­inni vegna þessa.

Þess utan hafa stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn og ráð­gjafar sem komu að end­ur­skipu­lagn­ingu banka­kerf­is­ins hrakið ásak­an­irnar. Það hafa þeir gert með rökum og stað­reynd­um.

Manna­læti frekju­hundaÞað er ákveðnum hópi eðl­is­lægt að setja alla umræðu í ein­hver hags­muna­hólf. Hann virð­ist ekki geta með­tekið að til sé fólk sem setji fram skoð­anir eða fjöl­miðlar sem vinni fréttir án þess að bak­við þær liggi ein­hverjir sér­hags­mun­ir. Þeim sem einu sinni hafa bitið í sig þessa kalda­stríðs­veru­leika­sýn er erfitt að snúa.

Þótt órök­studdar og rangar ásak­anir eins og þær sem Sig­urður G. Guð­jóns­son hefur til­einkað sér að bera á torg séu hvim­leiðar þá munu þær ekki stjórna því hvernig við vinnum vinn­una okk­ar. Fjöl­miðlar segja fréttir og trún­aður þeirra liggur við les­end­ur.

Ef Kjarn­inn, eða aðrir fjöl­miðl­ar, færi að láta manna­læti í frekju­hundum stýra því hvort þeir segi sann­leik­ann og vinni vinn­una sína, eða beri fyrir les­endur sína steypu án þess að reyna einu sinni að greina hana, þá værum við fyrst komin á villi­göt­ur.

Og inn á slíkar ætlum við ekki að rata.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None