Bakherbergið: Hver höndin upp á móti annarri hjá ríkisstjórninni

15809893788_4d672520fd_z.jpg
Auglýsing

Fólkið í bak­her­berg­in­u er hugsi yfir stöðu mála í stjórn­mál­unum í augna­blik­inu, einkum er það stjórn­ar­sam­starf Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins sem er til umræðu. Rík­is­stjórnin virð­ist algjör­lega ósam­stíga, eins og takt­laust danspar, í augna­blik­inu. Einkum og sér í lagi þegar kemur að tveimur mik­il­vægum geirum, sjáv­ar­út­vegi og ferða­þjón­ustu.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, þorði ekki að koma fram með frum­varp til breyt­ingar á lögum um stjórn fisk­veiða, og var afdrátt­ar­laus þegar hann skýrði frá því hvers vegna það var í við­tali. Stjórn­ar­flokk­arnir voru algjör­lega ósam­mála um upp­legg máls­ins og efn­is­legar ástæður fyrir breyt­ing­unum á kerf­inu sem frum­varpið boð­aði, sagði Sig­urður Ingi nokkuð skýrt. Það verður að telj­ast með nokkrum ólík­indum að þetta séu lyktir máls­ins. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur lengi haft það sem stefnu­mál að leiða til lykta deilur um kvóta­kerfið með breyt­ingum sem taka af allan vafa um eign­ar­hald almenn­ings á sjáv­ar­út­vegsauð­lind­inni í kringum land­ið, og einnig að almenn­ingur eigi að njóta í rík­ara mæli góðs af auð­lind­inni og sókn í hana. Innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru þau sjón­ar­mið þekkt, að það sé ástæðu­laust að breyta kerf­inu. Þessi djúp­stæði ágrein­ingur flokk­anna, um sjálft fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­ið, hefur nú leitt til þess að ­rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir vita ekki hvað gera skuli, og málið hefur fallið niður dautt.

Nátt­úrupassi Ragn­heiðar Elínar Árna­dótt­ur, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, er síðan hálf­gert póli­tískt við­und­ur, þar sem mikil og rík and­staða er við frum­varp ráð­herr­ans í rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, bæði innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins! Fólkið í bak­her­berg­inu man ekki eftir bar­áttu­máli ráð­herra sem hefur jafn lít­inn stuðn­ing meðal stjórn­ar­flokk­anna og til­fellið er með nátt­úrupass­ann. Á meðan hug­myndin um nátt­úrupass­ann var að fæð­ast fjölg­aði ferða­mönnum reyndar svo mikið að fjölg­unin ein og sér, hefur skilað mun hærri skatt­tekjum en nátt­úrupass­inn á að skila í rík­is­kass­ann. Allt er þetta með nokkrum ólík­ind­um, og ekki aug­ljóst hver verður nið­ur­stað­an. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn virð­ist í það minnsta næstum alveg andsnúin mál­inu, og eins og áður sagði; þá er and­staðan líka mikil í flokki ráð­herr­ans.

Auglýsing

Þessi mál varða tvo stærstu geira íslenska hag­kerf­is­ins, sjáv­ar­út­veg og ferða­þjón­ustu. Það er ekki oft þar sem sést jafn glögg­lega og nú að hver höndin er uppi á móti annarri innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None