Bakherbergið: Hver höndin upp á móti annarri hjá ríkisstjórninni

15809893788_4d672520fd_z.jpg
Auglýsing

Fólkið í bak­her­berg­in­u er hugsi yfir stöðu mála í stjórn­mál­unum í augna­blik­inu, einkum er það stjórn­ar­sam­starf Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins sem er til umræðu. Rík­is­stjórnin virð­ist algjör­lega ósam­stíga, eins og takt­laust danspar, í augna­blik­inu. Einkum og sér í lagi þegar kemur að tveimur mik­il­vægum geirum, sjáv­ar­út­vegi og ferða­þjón­ustu.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, þorði ekki að koma fram með frum­varp til breyt­ingar á lögum um stjórn fisk­veiða, og var afdrátt­ar­laus þegar hann skýrði frá því hvers vegna það var í við­tali. Stjórn­ar­flokk­arnir voru algjör­lega ósam­mála um upp­legg máls­ins og efn­is­legar ástæður fyrir breyt­ing­unum á kerf­inu sem frum­varpið boð­aði, sagði Sig­urður Ingi nokkuð skýrt. Það verður að telj­ast með nokkrum ólík­indum að þetta séu lyktir máls­ins. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur lengi haft það sem stefnu­mál að leiða til lykta deilur um kvóta­kerfið með breyt­ingum sem taka af allan vafa um eign­ar­hald almenn­ings á sjáv­ar­út­vegsauð­lind­inni í kringum land­ið, og einnig að almenn­ingur eigi að njóta í rík­ara mæli góðs af auð­lind­inni og sókn í hana. Innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru þau sjón­ar­mið þekkt, að það sé ástæðu­laust að breyta kerf­inu. Þessi djúp­stæði ágrein­ingur flokk­anna, um sjálft fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­ið, hefur nú leitt til þess að ­rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir vita ekki hvað gera skuli, og málið hefur fallið niður dautt.

Nátt­úrupassi Ragn­heiðar Elínar Árna­dótt­ur, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, er síðan hálf­gert póli­tískt við­und­ur, þar sem mikil og rík and­staða er við frum­varp ráð­herr­ans í rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, bæði innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins! Fólkið í bak­her­berg­inu man ekki eftir bar­áttu­máli ráð­herra sem hefur jafn lít­inn stuðn­ing meðal stjórn­ar­flokk­anna og til­fellið er með nátt­úrupass­ann. Á meðan hug­myndin um nátt­úrupass­ann var að fæð­ast fjölg­aði ferða­mönnum reyndar svo mikið að fjölg­unin ein og sér, hefur skilað mun hærri skatt­tekjum en nátt­úrupass­inn á að skila í rík­is­kass­ann. Allt er þetta með nokkrum ólík­ind­um, og ekki aug­ljóst hver verður nið­ur­stað­an. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn virð­ist í það minnsta næstum alveg andsnúin mál­inu, og eins og áður sagði; þá er and­staðan líka mikil í flokki ráð­herr­ans.

Auglýsing

Þessi mál varða tvo stærstu geira íslenska hag­kerf­is­ins, sjáv­ar­út­veg og ferða­þjón­ustu. Það er ekki oft þar sem sést jafn glögg­lega og nú að hver höndin er uppi á móti annarri innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None