Bakherbergið: Hver höndin upp á móti annarri hjá ríkisstjórninni

15809893788_4d672520fd_z.jpg
Auglýsing

Fólkið í bak­her­berg­in­u er hugsi yfir stöðu mála í stjórn­mál­unum í augna­blik­inu, einkum er það stjórn­ar­sam­starf Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins sem er til umræðu. Rík­is­stjórnin virð­ist algjör­lega ósam­stíga, eins og takt­laust danspar, í augna­blik­inu. Einkum og sér í lagi þegar kemur að tveimur mik­il­vægum geirum, sjáv­ar­út­vegi og ferða­þjón­ustu.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, þorði ekki að koma fram með frum­varp til breyt­ingar á lögum um stjórn fisk­veiða, og var afdrátt­ar­laus þegar hann skýrði frá því hvers vegna það var í við­tali. Stjórn­ar­flokk­arnir voru algjör­lega ósam­mála um upp­legg máls­ins og efn­is­legar ástæður fyrir breyt­ing­unum á kerf­inu sem frum­varpið boð­aði, sagði Sig­urður Ingi nokkuð skýrt. Það verður að telj­ast með nokkrum ólík­indum að þetta séu lyktir máls­ins. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur lengi haft það sem stefnu­mál að leiða til lykta deilur um kvóta­kerfið með breyt­ingum sem taka af allan vafa um eign­ar­hald almenn­ings á sjáv­ar­út­vegsauð­lind­inni í kringum land­ið, og einnig að almenn­ingur eigi að njóta í rík­ara mæli góðs af auð­lind­inni og sókn í hana. Innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru þau sjón­ar­mið þekkt, að það sé ástæðu­laust að breyta kerf­inu. Þessi djúp­stæði ágrein­ingur flokk­anna, um sjálft fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­ið, hefur nú leitt til þess að ­rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir vita ekki hvað gera skuli, og málið hefur fallið niður dautt.

Nátt­úrupassi Ragn­heiðar Elínar Árna­dótt­ur, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, er síðan hálf­gert póli­tískt við­und­ur, þar sem mikil og rík and­staða er við frum­varp ráð­herr­ans í rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, bæði innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins! Fólkið í bak­her­berg­inu man ekki eftir bar­áttu­máli ráð­herra sem hefur jafn lít­inn stuðn­ing meðal stjórn­ar­flokk­anna og til­fellið er með nátt­úrupass­ann. Á meðan hug­myndin um nátt­úrupass­ann var að fæð­ast fjölg­aði ferða­mönnum reyndar svo mikið að fjölg­unin ein og sér, hefur skilað mun hærri skatt­tekjum en nátt­úrupass­inn á að skila í rík­is­kass­ann. Allt er þetta með nokkrum ólík­ind­um, og ekki aug­ljóst hver verður nið­ur­stað­an. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn virð­ist í það minnsta næstum alveg andsnúin mál­inu, og eins og áður sagði; þá er and­staðan líka mikil í flokki ráð­herr­ans.

Auglýsing

Þessi mál varða tvo stærstu geira íslenska hag­kerf­is­ins, sjáv­ar­út­veg og ferða­þjón­ustu. Það er ekki oft þar sem sést jafn glögg­lega og nú að hver höndin er uppi á móti annarri innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kveikur
Kveikur sendir frá sér yfirlýsingu
Ritstjóri Kveiks segir að vinnubrögð RÚV og sá tími sem Samherja gafst til andsvara sé fyllilega í samræmi við lögbundar skyldur samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið og reglum sem hvíla á blaða- og fréttamönnum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Verkalýðsforystunni ekki skemmt
Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís: Mynd af græðgi sem fór úr böndunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að þær ávirðingar sem fram komu í umfjöllun Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu séu stórmál. Hún segir að sú mynd sem dregin var upp í þættinum sé mynd af græðgi sem fór úr böndunum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fékk nýlega gögn frá namibískum yfirvöldum
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur bæst í hóp fjölmargra annarra rannsóknaraðila, hérlendis og erlendis, sem eru að skoða gögn um möguleg íslensk lögbrot í Namibíu. Opinberað var í gær að Samherji liggi undir grun um að hafa framið lögbrot.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Nýi Seðlabankastormurinn hófst eftir að Kveikur nálgaðist Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur frá því í lok síðasta mánaðar ítrekað ásakað RÚV og Helga Seljan um hafa verið gerendur í rannsókn á Samherja sem hófst 2012. Þegar ásakanirnar hófust hafði Þorsteini þegar verið greint frá umfjöllunarefni Kveiks.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Segir Kristján Þór Júlíusson hafa hitt „hákarlana“ frá Namibíu
Í Stundinni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi kynnt Kristján Þór Júlíusson sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None