Bakherbergið: Hver höndin upp á móti annarri hjá ríkisstjórninni

15809893788_4d672520fd_z.jpg
Auglýsing

Fólkið í bak­her­berg­in­u er hugsi yfir stöðu mála í stjórn­mál­unum í augna­blik­inu, einkum er það stjórn­ar­sam­starf Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins sem er til umræðu. Rík­is­stjórnin virð­ist algjör­lega ósam­stíga, eins og takt­laust danspar, í augna­blik­inu. Einkum og sér í lagi þegar kemur að tveimur mik­il­vægum geirum, sjáv­ar­út­vegi og ferða­þjón­ustu.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, þorði ekki að koma fram með frum­varp til breyt­ingar á lögum um stjórn fisk­veiða, og var afdrátt­ar­laus þegar hann skýrði frá því hvers vegna það var í við­tali. Stjórn­ar­flokk­arnir voru algjör­lega ósam­mála um upp­legg máls­ins og efn­is­legar ástæður fyrir breyt­ing­unum á kerf­inu sem frum­varpið boð­aði, sagði Sig­urður Ingi nokkuð skýrt. Það verður að telj­ast með nokkrum ólík­indum að þetta séu lyktir máls­ins. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur lengi haft það sem stefnu­mál að leiða til lykta deilur um kvóta­kerfið með breyt­ingum sem taka af allan vafa um eign­ar­hald almenn­ings á sjáv­ar­út­vegsauð­lind­inni í kringum land­ið, og einnig að almenn­ingur eigi að njóta í rík­ara mæli góðs af auð­lind­inni og sókn í hana. Innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru þau sjón­ar­mið þekkt, að það sé ástæðu­laust að breyta kerf­inu. Þessi djúp­stæði ágrein­ingur flokk­anna, um sjálft fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­ið, hefur nú leitt til þess að ­rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir vita ekki hvað gera skuli, og málið hefur fallið niður dautt.

Nátt­úrupassi Ragn­heiðar Elínar Árna­dótt­ur, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, er síðan hálf­gert póli­tískt við­und­ur, þar sem mikil og rík and­staða er við frum­varp ráð­herr­ans í rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, bæði innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins! Fólkið í bak­her­berg­inu man ekki eftir bar­áttu­máli ráð­herra sem hefur jafn lít­inn stuðn­ing meðal stjórn­ar­flokk­anna og til­fellið er með nátt­úrupass­ann. Á meðan hug­myndin um nátt­úrupass­ann var að fæð­ast fjölg­aði ferða­mönnum reyndar svo mikið að fjölg­unin ein og sér, hefur skilað mun hærri skatt­tekjum en nátt­úrupass­inn á að skila í rík­is­kass­ann. Allt er þetta með nokkrum ólík­ind­um, og ekki aug­ljóst hver verður nið­ur­stað­an. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn virð­ist í það minnsta næstum alveg andsnúin mál­inu, og eins og áður sagði; þá er and­staðan líka mikil í flokki ráð­herr­ans.

Auglýsing

Þessi mál varða tvo stærstu geira íslenska hag­kerf­is­ins, sjáv­ar­út­veg og ferða­þjón­ustu. Það er ekki oft þar sem sést jafn glögg­lega og nú að hver höndin er uppi á móti annarri innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None