Bakherbergið: Peningar úr sjávarútvegi streymi í nýsköpun

makríll-muynd.jpg
Auglýsing

Fólk í bak­her­berg­inu er ánægt með gott gengi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, en spyr að því hvort stærstu hlut­hafar þeirra fyr­ir­tækja sem eru að skila bestu afkom­unni í grein­inni geti hugs­an­lega beitt sér fyrir því að fyr­ir­tækin styðji við nýsköpun og frum­kvöðla­starf í atvinnu­líf­inu, í meira mæli.

Íslenskt atvinnu­líf er marg­breyti­legt, en eitt hefur ekki breyst svo mik­ið. Það er eign­ar­hald á stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum lands­ins. Það má nefna dæmi um Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Sam­herja, Skinn­ey-­Þinga­nes, Síld­ar­vinnsl­una, Vinnslutöð­ina í Vest­manna­eyjum og raunar fleiri fyr­ir­tæki. Sam­an­lagður árlegur hagn­aður þess­ara ágætu fyr­ir­tækja hefur verið vel á þriðja tug millj­arða króna und­an­farin ár, en eign­ar­haldið er í sumum þeirra bundið við fáar fjöl­skyld­ur.

Þetta eru vissu­lega vel rekin fyr­ir­tæki, en það mætti hugsa sér að þau sýndu gott for­dæmi og opn­uðu á að nýta hluta af árlegum hagn­aði beint í nýsköp­un­ar­starf í atvinnu­líf­inu, t.d. í sjáv­ar­út­vegstengdum verk­efn­um. Þau gera það mynd­ar­lega, en betur má ef duga skal. Ef að þessi stærstu fyr­ir­tæki myndu ákveða að gera þetta, með því að taka t.d. einn tíunda af árlegum hagn­aði í slíkar fjár­fest­ing­ar, þá myndu tveir til þrír millj­arðar króna fara í nýsköp­un­ar­starf og frum­kvöðla­starf­semi, bara frá þessum fyr­ir­tækjum sem hér eru nefnd.

Auglýsing

Fólk­inu í bak­her­berg­inu finnst þetta umhugs­un­ar­efni, og eitt­hvað sem fólkið sem á þessi útgerð­ar­fyr­ir­tæki mætti taka til skoð­un­ar. Það væri aðdá­un­ar­vert og til fyr­ir­myndar ef pen­ing­arnir úr sjáv­ar­út­vegnum tækju að streyma í nýsköp­un­ar­starf­ið, í meira mæli en nú er.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðleg áhrif og átök í íslenskri bókaútgáfu
Kaup streymisveitunnar Storytel á langstærstu bókaútgáfu á Íslandi hafa vakið undrun á meðal höfunda og í útgáfuheiminum. Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður skoðuðu málið frekar.
Kjarninn 3. júlí 2020
Páley Borgþórsdóttir
Páley skipuð lögreglustjóri á Norðurlandi eystra
Dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Páley hefur frá 2015 verið lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 3. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Hver gætir þeirra sem gæta vopnanna?
Kjarninn 3. júlí 2020
Alls 306 atvinnuhúsnæði nýtt sem mannabústaðir á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi atvinnuhúsnæðis sem nýtt er sem íbúðarhúsnæði án leyfis er nánast sá sami í dag og hann var fyrir þremur árum. Áætlað er að um fjögur þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði í Reykjavík og nágrenni.
Kjarninn 3. júlí 2020
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð: Góð staða getur hratt breyst til hins verra
Formaður Miðflokksins segir að Íslendingar gangi nú í gegnum mjög krítíska tíma. „Ákvarðanir skipta alltaf máli en þær skipta óvenjulega miklu máli núna.“
Kjarninn 2. júlí 2020
Úlfar Þormóðsson
Sálumessa
Kjarninn 2. júlí 2020
Hæfileg fjarlægð breytist í 1 metra samkvæmt nýju reglunum.
„Þú þarft ekki að kynnast nýju fólki í sumar“
Nýjar reglur og leiðbeiningar fyrir veitingastaði og kaffihús hafa verið gefnar út í Svíþjóð. Samkvæmt þeim skal halda 1 metra bili milli hópa. Yfir 5.400 manns hafa dáið vegna COVID-19 í landinu, þar af var tilkynnt um 41 í gær.
Kjarninn 2. júlí 2020
Ríki og borg hækka framlög til Bíó Paradísar um 26 milljónir
Framlag ríkis og borgar hækkar samtals um 26 milljónir á ári í uppfærðum samstarfssamningi við Heimili kvikmyndanna, rekstraraðila Bíós Paradísar. Stefnt er að því að opna bíóið um miðjan september en þá fagnar Bíó Paradís tíu ára afmæli.
Kjarninn 2. júlí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None