Bakherbergið: Peningar úr sjávarútvegi streymi í nýsköpun

makríll-muynd.jpg
Auglýsing

Fólk í bak­her­berg­inu er ánægt með gott gengi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, en spyr að því hvort stærstu hlut­hafar þeirra fyr­ir­tækja sem eru að skila bestu afkom­unni í grein­inni geti hugs­an­lega beitt sér fyrir því að fyr­ir­tækin styðji við nýsköpun og frum­kvöðla­starf í atvinnu­líf­inu, í meira mæli.

Íslenskt atvinnu­líf er marg­breyti­legt, en eitt hefur ekki breyst svo mik­ið. Það er eign­ar­hald á stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum lands­ins. Það má nefna dæmi um Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Sam­herja, Skinn­ey-­Þinga­nes, Síld­ar­vinnsl­una, Vinnslutöð­ina í Vest­manna­eyjum og raunar fleiri fyr­ir­tæki. Sam­an­lagður árlegur hagn­aður þess­ara ágætu fyr­ir­tækja hefur verið vel á þriðja tug millj­arða króna und­an­farin ár, en eign­ar­haldið er í sumum þeirra bundið við fáar fjöl­skyld­ur.

Þetta eru vissu­lega vel rekin fyr­ir­tæki, en það mætti hugsa sér að þau sýndu gott for­dæmi og opn­uðu á að nýta hluta af árlegum hagn­aði beint í nýsköp­un­ar­starf í atvinnu­líf­inu, t.d. í sjáv­ar­út­vegstengdum verk­efn­um. Þau gera það mynd­ar­lega, en betur má ef duga skal. Ef að þessi stærstu fyr­ir­tæki myndu ákveða að gera þetta, með því að taka t.d. einn tíunda af árlegum hagn­aði í slíkar fjár­fest­ing­ar, þá myndu tveir til þrír millj­arðar króna fara í nýsköp­un­ar­starf og frum­kvöðla­starf­semi, bara frá þessum fyr­ir­tækjum sem hér eru nefnd.

Auglýsing

Fólk­inu í bak­her­berg­inu finnst þetta umhugs­un­ar­efni, og eitt­hvað sem fólkið sem á þessi útgerð­ar­fyr­ir­tæki mætti taka til skoð­un­ar. Það væri aðdá­un­ar­vert og til fyr­ir­myndar ef pen­ing­arnir úr sjáv­ar­út­vegnum tækju að streyma í nýsköp­un­ar­starf­ið, í meira mæli en nú er.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None