Bakherbergið: Peningar úr sjávarútvegi streymi í nýsköpun

makríll-muynd.jpg
Auglýsing

Fólk í bak­her­berg­inu er ánægt með gott gengi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, en spyr að því hvort stærstu hlut­hafar þeirra fyr­ir­tækja sem eru að skila bestu afkom­unni í grein­inni geti hugs­an­lega beitt sér fyrir því að fyr­ir­tækin styðji við nýsköpun og frum­kvöðla­starf í atvinnu­líf­inu, í meira mæli.

Íslenskt atvinnu­líf er marg­breyti­legt, en eitt hefur ekki breyst svo mik­ið. Það er eign­ar­hald á stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum lands­ins. Það má nefna dæmi um Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Sam­herja, Skinn­ey-­Þinga­nes, Síld­ar­vinnsl­una, Vinnslutöð­ina í Vest­manna­eyjum og raunar fleiri fyr­ir­tæki. Sam­an­lagður árlegur hagn­aður þess­ara ágætu fyr­ir­tækja hefur verið vel á þriðja tug millj­arða króna und­an­farin ár, en eign­ar­haldið er í sumum þeirra bundið við fáar fjöl­skyld­ur.

Þetta eru vissu­lega vel rekin fyr­ir­tæki, en það mætti hugsa sér að þau sýndu gott for­dæmi og opn­uðu á að nýta hluta af árlegum hagn­aði beint í nýsköp­un­ar­starf í atvinnu­líf­inu, t.d. í sjáv­ar­út­vegstengdum verk­efn­um. Þau gera það mynd­ar­lega, en betur má ef duga skal. Ef að þessi stærstu fyr­ir­tæki myndu ákveða að gera þetta, með því að taka t.d. einn tíunda af árlegum hagn­aði í slíkar fjár­fest­ing­ar, þá myndu tveir til þrír millj­arðar króna fara í nýsköp­un­ar­starf og frum­kvöðla­starf­semi, bara frá þessum fyr­ir­tækjum sem hér eru nefnd.

Auglýsing

Fólk­inu í bak­her­berg­inu finnst þetta umhugs­un­ar­efni, og eitt­hvað sem fólkið sem á þessi útgerð­ar­fyr­ir­tæki mætti taka til skoð­un­ar. Það væri aðdá­un­ar­vert og til fyr­ir­myndar ef pen­ing­arnir úr sjáv­ar­út­vegnum tækju að streyma í nýsköp­un­ar­starf­ið, í meira mæli en nú er.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Mótmæli hælisleitenda þann 13. mars á síðasta ári.
Umsóknir um alþjóðlega vernd hlutfallslega flestar á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin
Alls bárust 867 umsóknir um alþjóðlega vernd til Útlendingastofnunar á síðasta ári. Umsækjendur voru af 71 þjóðerni.
Kjarninn 22. janúar 2020
Hremmingarnar halda áfram hjá Boeing
Boeing, stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum þessi misserin, og reynir nú að styrkja fjárhagsstöðu sína með lánum frá bandarískum bönkum og endurskipulagningu í rekstri.
Kjarninn 22. janúar 2020
Komin inn á hættulega braut ef bóndi getur ekki verið landbúnaðarráðherra
Kristján Þór Júlíusson telur sig ekki vanhæfan til að koma að undirbúningi eða framlagningu frumvarpa um makrílkvóta þótt Samherji eigi þar undir mikla fjárhagslega hagsmuni. Sama gildi um kvótaþak. Það sé alltaf Alþingi sem á endanum setji lög.
Kjarninn 22. janúar 2020
Kristján Þór segist engra hagsmuna hafa að gæta gagnvart Samherja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að einu tengsl sín við Samherja í dag sé vinátta hans við Þorstein Má Baldvinsson, sem steig tímabundið úr stóli forstjóra Samherja í síðasta mánuði.
Kjarninn 22. janúar 2020
Ketill Sigurjónsson
Er íslenskt raforkuverð hátt eða lágt?
Kjarninn 22. janúar 2020
Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair mun ekki geta notað Max-vélarnar í sumar
737 Max-vélar Boeing fara ekki í loftið í sumar. Icelandair reiknar því ekki lengur með þeim í flug félagsins á háannatíma. Félagið býst samt sem áður við því að flytja að minnsta kosti jafn marga farþega og í fyrra til landsins.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None