Týnda viðtalið við Pál – Óhugnanlegur haftabúskapur

Auglýsing

Í nóv­em­ber í fyrra fór ég niður í Kaup­höll Íslands og hitti Pál Harð­ar­son, for­stjóra og doktor í hag­fræði frá Yale háskóla. Ég var að fara taka við hann við­tal sem átti að spil­ast í hlað­varps­þætti á vef Kjarn­ans. Því miður varð aldrei neitt af því vegna þess að ég klúðr­aði upp­tök­unni. Þetta var baga­legt þar sem þetta var eft­im­inni­legt sam­tal. Páll var væg­ast sagt gagn­rýn­inn á hafta­bú­skap­inn og þær mátt­litlu til­raunir sem gerðar hafa verið til að brjót­ast út úr hon­um.

Póli­tísk lög­fest­ing haftaPáll hefur frá upp­hafi þess að stjórn­mála­menn lög­festu höft á fjár­magns­flutn­inga, í nóv­em­ber 2008, verið mjög gagn­rýn­inn á þá ráð­stöf­un, og talið hana vera til þess að fallna að grafa undan hag­kerf­inu. Ekki hægt og bít­andi, heldur hratt og örugg­lega. Þá hefur hann einnig gagn­rýnt fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands harð­lega, og sagt hana vera til merkis um það, að það standi ekki til að taka ákvarð­anir um að afnema höft­in, heldur frekar að festa þau í sessi með því að aðlaga þarfir fjár­festa að höft­un­um. „Þetta er stór­hættu­legt“ sagði Páll. Hann sagði líka að útboðin hefðu „afar tak­mark­aða þýð­ingu“ fyrir heild­ar­vand­ann og væru alltof tíma­frek. Það er ákveðin vís­bend­ing um að það sé rétt hjá hon­um, að þeim var fyrst að ljúka núna í þessum mán­uði, tæp­lega sex og hálfu ári eftir að stjórn­mála­menn lög­festu hafta­bú­skap­inn. Ríf­lega millj­arður evra hefur komið inn í land­ið, í skiptum fyrir 206 millj­arða króna.

Hvað með almenn­ing? Er hann snjó­hengj­an?Seðla­banki Íslands hefur greint vanda­málin nokkuð ítar­lega, en það er eitt vega­mikið atriði sem hann veit ekk­ert um frekar en aðr­ir, sagði Páll. Hvert er mark­aðs­gengi krón­unn­ar? Hvernig horfa þeir sem eiga sparnað á Íslandi á stöð­una? Hvers vegna er verið að ein­blína meira á erlenda krónu­eig­end­ur, sem kall­aðir eru snjó­hengj­an, frekar en kerfið í heild sinni?

Afnemið höft­in!Páll sagði eft­ir­minni­lega í lok við­tals­ins að hann væri þeirrar skoð­unar að það ætti að afnema höft­in, bein­línis opna fyrir hefð­bundin alþjóð­leg við­skipti og fjár­magns­flutn­inga, og treysta á und­ir­stöður hag­kerf­is­ins. Mögu­leg­t væri að hin falska ver­öld hafta myndi falla, með ein­hverjum nei­kvæðum áhrif­um, t.d. falli á gengi krón­unnar og erf­ið­leikum fyrir ein­hverja, en það væru leiðir til að draga veru­lega úr þessum áhrifum og jafn­vel koma í veg fyrir þau, til að mynda með útgöngu­skatti á fjár­magn. Útgöngu­skatt­ur­inn gæti tekið mið af aðstæðum á gjald­eyr­is­mark­aði. Auð­vitað fylgdi þessu alltaf ein­hver áhætta, en það væri þess virði að gera þetta sam­t. ­Stjórn­mála­menn mættu ekki van­treysta íslenska hag­kerf­inu og atvinnu­líf­inu fyrir því að geta starfað í opnum mark­aðs­bú­skap. Hafta­bú­skap­ur­inn yrði ann­ars hluti af íslensku sam­fé­lagi ára­tugum sam­an, með til­heyr­andi spill­ingu, eigna­bólum, ójafn­vægi og sífellt versn­andi sam­keppn­is­stöðu við umheim­inn. Það væri ein­fald­lega ekki hægt að bjóða ungri og vel mennt­aðri þjóð, með sterka inn­viði, upp á slíkt.

 

 

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Matthildur Björnsdóttir
Of mikil rómantík í kringum barneignir
Kjarninn 7. desember 2019
Mótmælendur á Möltu í lok nóvember 2019
„Við megum ekki hægja á okkur“
Íslensk kona búsett á Möltu til margra ára segir að ekki megi hægja á mótmælum þar í landi en margir krefjast þess að forsætisráherrann segi af sér nú þegar vegna spillingar.
Kjarninn 7. desember 2019
Þrír flokkar leggja til þrjár leiðir sem brjóta upp tangarhald á sjávarútvegi
Verði nýtt frumvarp að lögum verður tangarhald nokkurra hópa á íslenskum sjávarútvegi brotið upp. Allar útgerðir sem halda á meira en eitt prósent kvóta verða að skrá sig á markað og skilyrði um hvað teljist tengdir aðilar þrengd mjög.
Kjarninn 7. desember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það hagnast enginn á ógagnsæi nema sá sem hefur eitthvað að fela
Kjarninn 7. desember 2019
Zúistar til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
Fjárreiður Zuism, trúfélags sem ríkið telur að sé málamyndafélagsskapur með þann tilgang að komast yfir skattfé, eru til rannsóknar hjá embætti sem rannsakar efnahagsbrot. Félagsmenn eru nú um helmingi færri en þeir voru 2016.
Kjarninn 7. desember 2019
Mikill samdráttur í innflutningi milli ára
Vöruviðskipti þjóðarbússins við útlönd eru hagstæðari nú en fyrir ári. Sé rýnt í tölurnar, sést að ástæðan er einfaldlega minni neysla heima fyrir.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None