Týnda viðtalið við Pál – Óhugnanlegur haftabúskapur

Auglýsing

Í nóvember í fyrra fór ég niður í Kauphöll Íslands og hitti Pál Harðarson, forstjóra og doktor í hagfræði frá Yale háskóla. Ég var að fara taka við hann viðtal sem átti að spilast í hlaðvarpsþætti á vef Kjarnans. Því miður varð aldrei neitt af því vegna þess að ég klúðraði upptökunni. Þetta var bagalegt þar sem þetta var eftiminnilegt samtal. Páll var vægast sagt gagnrýninn á haftabúskapinn og þær máttlitlu tilraunir sem gerðar hafa verið til að brjótast út úr honum.

Pólitísk lögfesting hafta


Páll hefur frá upphafi þess að stjórnmálamenn lögfestu höft á fjármagnsflutninga, í nóvember 2008, verið mjög gagnrýninn á þá ráðstöfun, og talið hana vera til þess að fallna að grafa undan hagkerfinu. Ekki hægt og bítandi, heldur hratt og örugglega. Þá hefur hann einnig gagnrýnt fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands harðlega, og sagt hana vera til merkis um það, að það standi ekki til að taka ákvarðanir um að afnema höftin, heldur frekar að festa þau í sessi með því að aðlaga þarfir fjárfesta að höftunum. „Þetta er stórhættulegt“ sagði Páll. Hann sagði líka að útboðin hefðu „afar takmarkaða þýðingu“ fyrir heildarvandann og væru alltof tímafrek. Það er ákveðin vísbending um að það sé rétt hjá honum, að þeim var fyrst að ljúka núna í þessum mánuði, tæplega sex og hálfu ári eftir að stjórnmálamenn lögfestu haftabúskapinn. Ríflega milljarður evra hefur komið inn í landið, í skiptum fyrir 206 milljarða króna.

Hvað með almenning? Er hann snjóhengjan?


Seðlabanki Íslands hefur greint vandamálin nokkuð ítarlega, en það er eitt vegamikið atriði sem hann veit ekkert um frekar en aðrir, sagði Páll. Hvert er markaðsgengi krónunnar? Hvernig horfa þeir sem eiga sparnað á Íslandi á stöðuna? Hvers vegna er verið að einblína meira á erlenda krónueigendur, sem kallaðir eru snjóhengjan, frekar en kerfið í heild sinni?

Afnemið höftin!


Páll sagði eftirminnilega í lok viðtalsins að hann væri þeirrar skoðunar að það ætti að afnema höftin, beinlínis opna fyrir hefðbundin alþjóðleg viðskipti og fjármagnsflutninga, og treysta á undirstöður hagkerfisins. Mögulegt væri að hin falska veröld hafta myndi falla, með einhverjum neikvæðum áhrifum, t.d. falli á gengi krónunnar og erfiðleikum fyrir einhverja, en það væru leiðir til að draga verulega úr þessum áhrifum og jafnvel koma í veg fyrir þau, til að mynda með útgönguskatti á fjármagn. Útgönguskatturinn gæti tekið mið af aðstæðum á gjaldeyrismarkaði. Auðvitað fylgdi þessu alltaf einhver áhætta, en það væri þess virði að gera þetta samt. Stjórnmálamenn mættu ekki vantreysta íslenska hagkerfinu og atvinnulífinu fyrir því að geta starfað í opnum markaðsbúskap. Haftabúskapurinn yrði annars hluti af íslensku samfélagi áratugum saman, með tilheyrandi spillingu, eignabólum, ójafnvægi og sífellt versnandi samkeppnisstöðu við umheiminn. Það væri einfaldlega ekki hægt að bjóða ungri og vel menntaðri þjóð, með sterka innviði, upp á slíkt.

 

 

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None