Týnda viðtalið við Pál – Óhugnanlegur haftabúskapur

Auglýsing

Í nóv­em­ber í fyrra fór ég niður í Kaup­höll Íslands og hitti Pál Harð­ar­son, for­stjóra og doktor í hag­fræði frá Yale háskóla. Ég var að fara taka við hann við­tal sem átti að spil­ast í hlað­varps­þætti á vef Kjarn­ans. Því miður varð aldrei neitt af því vegna þess að ég klúðr­aði upp­tök­unni. Þetta var baga­legt þar sem þetta var eft­im­inni­legt sam­tal. Páll var væg­ast sagt gagn­rýn­inn á hafta­bú­skap­inn og þær mátt­litlu til­raunir sem gerðar hafa verið til að brjót­ast út úr hon­um.

Póli­tísk lög­fest­ing haftaPáll hefur frá upp­hafi þess að stjórn­mála­menn lög­festu höft á fjár­magns­flutn­inga, í nóv­em­ber 2008, verið mjög gagn­rýn­inn á þá ráð­stöf­un, og talið hana vera til þess að fallna að grafa undan hag­kerf­inu. Ekki hægt og bít­andi, heldur hratt og örugg­lega. Þá hefur hann einnig gagn­rýnt fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands harð­lega, og sagt hana vera til merkis um það, að það standi ekki til að taka ákvarð­anir um að afnema höft­in, heldur frekar að festa þau í sessi með því að aðlaga þarfir fjár­festa að höft­un­um. „Þetta er stór­hættu­legt“ sagði Páll. Hann sagði líka að útboðin hefðu „afar tak­mark­aða þýð­ingu“ fyrir heild­ar­vand­ann og væru alltof tíma­frek. Það er ákveðin vís­bend­ing um að það sé rétt hjá hon­um, að þeim var fyrst að ljúka núna í þessum mán­uði, tæp­lega sex og hálfu ári eftir að stjórn­mála­menn lög­festu hafta­bú­skap­inn. Ríf­lega millj­arður evra hefur komið inn í land­ið, í skiptum fyrir 206 millj­arða króna.

Hvað með almenn­ing? Er hann snjó­hengj­an?Seðla­banki Íslands hefur greint vanda­málin nokkuð ítar­lega, en það er eitt vega­mikið atriði sem hann veit ekk­ert um frekar en aðr­ir, sagði Páll. Hvert er mark­aðs­gengi krón­unn­ar? Hvernig horfa þeir sem eiga sparnað á Íslandi á stöð­una? Hvers vegna er verið að ein­blína meira á erlenda krónu­eig­end­ur, sem kall­aðir eru snjó­hengj­an, frekar en kerfið í heild sinni?

Afnemið höft­in!Páll sagði eft­ir­minni­lega í lok við­tals­ins að hann væri þeirrar skoð­unar að það ætti að afnema höft­in, bein­línis opna fyrir hefð­bundin alþjóð­leg við­skipti og fjár­magns­flutn­inga, og treysta á und­ir­stöður hag­kerf­is­ins. Mögu­leg­t væri að hin falska ver­öld hafta myndi falla, með ein­hverjum nei­kvæðum áhrif­um, t.d. falli á gengi krón­unnar og erf­ið­leikum fyrir ein­hverja, en það væru leiðir til að draga veru­lega úr þessum áhrifum og jafn­vel koma í veg fyrir þau, til að mynda með útgöngu­skatti á fjár­magn. Útgöngu­skatt­ur­inn gæti tekið mið af aðstæðum á gjald­eyr­is­mark­aði. Auð­vitað fylgdi þessu alltaf ein­hver áhætta, en það væri þess virði að gera þetta sam­t. ­Stjórn­mála­menn mættu ekki van­treysta íslenska hag­kerf­inu og atvinnu­líf­inu fyrir því að geta starfað í opnum mark­aðs­bú­skap. Hafta­bú­skap­ur­inn yrði ann­ars hluti af íslensku sam­fé­lagi ára­tugum sam­an, með til­heyr­andi spill­ingu, eigna­bólum, ójafn­vægi og sífellt versn­andi sam­keppn­is­stöðu við umheim­inn. Það væri ein­fald­lega ekki hægt að bjóða ungri og vel mennt­aðri þjóð, með sterka inn­viði, upp á slíkt.

 

 

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Naratímabilið 2: Keisaraynjan ósigrandi
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None