Týnda viðtalið við Pál – Óhugnanlegur haftabúskapur

Auglýsing

Í nóv­em­ber í fyrra fór ég niður í Kaup­höll Íslands og hitti Pál Harð­ar­son, for­stjóra og doktor í hag­fræði frá Yale háskóla. Ég var að fara taka við hann við­tal sem átti að spil­ast í hlað­varps­þætti á vef Kjarn­ans. Því miður varð aldrei neitt af því vegna þess að ég klúðr­aði upp­tök­unni. Þetta var baga­legt þar sem þetta var eft­im­inni­legt sam­tal. Páll var væg­ast sagt gagn­rýn­inn á hafta­bú­skap­inn og þær mátt­litlu til­raunir sem gerðar hafa verið til að brjót­ast út úr hon­um.

Póli­tísk lög­fest­ing haftaPáll hefur frá upp­hafi þess að stjórn­mála­menn lög­festu höft á fjár­magns­flutn­inga, í nóv­em­ber 2008, verið mjög gagn­rýn­inn á þá ráð­stöf­un, og talið hana vera til þess að fallna að grafa undan hag­kerf­inu. Ekki hægt og bít­andi, heldur hratt og örugg­lega. Þá hefur hann einnig gagn­rýnt fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands harð­lega, og sagt hana vera til merkis um það, að það standi ekki til að taka ákvarð­anir um að afnema höft­in, heldur frekar að festa þau í sessi með því að aðlaga þarfir fjár­festa að höft­un­um. „Þetta er stór­hættu­legt“ sagði Páll. Hann sagði líka að útboðin hefðu „afar tak­mark­aða þýð­ingu“ fyrir heild­ar­vand­ann og væru alltof tíma­frek. Það er ákveðin vís­bend­ing um að það sé rétt hjá hon­um, að þeim var fyrst að ljúka núna í þessum mán­uði, tæp­lega sex og hálfu ári eftir að stjórn­mála­menn lög­festu hafta­bú­skap­inn. Ríf­lega millj­arður evra hefur komið inn í land­ið, í skiptum fyrir 206 millj­arða króna.

Hvað með almenn­ing? Er hann snjó­hengj­an?Seðla­banki Íslands hefur greint vanda­málin nokkuð ítar­lega, en það er eitt vega­mikið atriði sem hann veit ekk­ert um frekar en aðr­ir, sagði Páll. Hvert er mark­aðs­gengi krón­unn­ar? Hvernig horfa þeir sem eiga sparnað á Íslandi á stöð­una? Hvers vegna er verið að ein­blína meira á erlenda krónu­eig­end­ur, sem kall­aðir eru snjó­hengj­an, frekar en kerfið í heild sinni?

Afnemið höft­in!Páll sagði eft­ir­minni­lega í lok við­tals­ins að hann væri þeirrar skoð­unar að það ætti að afnema höft­in, bein­línis opna fyrir hefð­bundin alþjóð­leg við­skipti og fjár­magns­flutn­inga, og treysta á und­ir­stöður hag­kerf­is­ins. Mögu­leg­t væri að hin falska ver­öld hafta myndi falla, með ein­hverjum nei­kvæðum áhrif­um, t.d. falli á gengi krón­unnar og erf­ið­leikum fyrir ein­hverja, en það væru leiðir til að draga veru­lega úr þessum áhrifum og jafn­vel koma í veg fyrir þau, til að mynda með útgöngu­skatti á fjár­magn. Útgöngu­skatt­ur­inn gæti tekið mið af aðstæðum á gjald­eyr­is­mark­aði. Auð­vitað fylgdi þessu alltaf ein­hver áhætta, en það væri þess virði að gera þetta sam­t. ­Stjórn­mála­menn mættu ekki van­treysta íslenska hag­kerf­inu og atvinnu­líf­inu fyrir því að geta starfað í opnum mark­aðs­bú­skap. Hafta­bú­skap­ur­inn yrði ann­ars hluti af íslensku sam­fé­lagi ára­tugum sam­an, með til­heyr­andi spill­ingu, eigna­bólum, ójafn­vægi og sífellt versn­andi sam­keppn­is­stöðu við umheim­inn. Það væri ein­fald­lega ekki hægt að bjóða ungri og vel mennt­aðri þjóð, með sterka inn­viði, upp á slíkt.

 

 

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkföll
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ekki unnt að svara fyrirspurn um bætur
Úttekt vegna fyrirspurnar er of umfangsmikil að ekki er hægt að taka upplýsingar saman um hve háar bætur að meðaltali hafa verið dæmdar brotaþolum vegna ólögmætrar uppsagnar, líkamsárásar og nauðgunar síðastliðin 5 ár, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None