Að missa af stóra tækifærinu...aftur

Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri Borealis Data Center
datacenter.jpg
Auglýsing

Í viku­byrjun bár­ust af því fréttir að banda­ríski tækniris­inn Apple hafi samið við Dani um bygg­ingu gagna­vers en samn­ing­ur­inn er met­inn á um 120 millj­arða íslenskra króna.  Apple samdi jafn­framt við Íra um bygg­ingu ann­ars gagna­vers en talið er að sam­an­lögð fjár­fest­ing Apple sé sam­bæri­legar við kostnað Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Þessar tölur ríma við þær fjár­hæðir sem Google hefur fjár­fest í gagna­veri í Finn­landi, svipuð og Face­book fjár­festi í Sví­þjóð og Microsoft á Írlandi.

Lyk­il­orðin hér eru ekki aðeins App­le, Goog­le, Face­book og Microsoft, heldur ekki síður Dan­mörk, Írland, Finn­land og Sví­þjóð. Og ekk­ert Ísland.

Und­an­farin miss­eri og ár hafa full­trúar þess­ara og ann­arra stór­fyr­ir­tækja komið hingað til lands eða sent inn fyr­ir­spurnir þar sem Ísland er skoðað sem raun­hæfur mögu­leiki til að koma upp gagna­ver­i.  Með bygg­ingu gagna­vers skap­ast gríð­ar­leg verð­mæti. Fyrst við upp­bygg­ingu en svo við rekstur og við­hald gagna­ver­anna auk afleiddrar upp­bygg­ing­ar. Apple stað­hæfir til að mynda að í gagna­ver­unum mynd­ist nokkur hund­ruð fram­tíð­ar­störf. Google er með á annað hund­rað manns í vinnu við gagna­verið sitt í Finn­landi. Þessi störf eru almennt sér­fræði­störf og að auki eru fjöl­mörg afleidd störf.

Auglýsing

Apple stað­hæfir til að mynda að í gagna­ver­unum mynd­ist nokkur hund­ruð fram­tíð­ar­störf. Google er með á annað hund­rað manns í vinnu við gagna­verið sitt í Finn­landi. Þessi störf eru almennt sér­fræði­störf og að auki eru fjöl­mörg afleidd störf.

En hvers vegna fara allir þessir aðilar ann­að? Hvers vegna eru þeir ekki á Íslandi? Hvað er að Reykja­nes­inu? Svörin eru eflaust jafn mörg og spurn­ing­arn­ar. Þó eru sér­fræð­ingar almennt sam­mála um að þrír þættir skipta meg­inn máli um val á stað­setn­ingu gagna­vers.

  1. Raf­magns­verð.

  2. Netteng­ing­ar.

  3. Við­skiptaum­hverfi.

Fjórða þátt­inn má líka nefna, sem er að flestir þess­ara stóru aðila vilja end­ur­nýt­an­lega og umhverf­is­væna orku.  Þetta hefur verið lyk­il­at­riði hjá Face­book og var lyk­il­at­riði hjá Apple þegar fyr­ir­tækið samdi við Viborg í Dan­mörku. Hag­stætt raf­magns­verð og end­ur­nýj­an­leg orka er klár­lega eitt­hvað sem Íslend­ingar geta státað sig af.  Þrátt fyrir góðan vilja er við­skiptaum­hverfi á Íslandi enn ábóta­vant fyrir erlend stór­fyr­ir­tæki. Gjald­eyr­is­höft, óskýr skatta­stefna, verð­bólga og hik­andi stjórn­völd eru meðal þátta sem hafa unnið gegn Íslend­ingum á þessu svið­i.  Og þá er ekki byrjað að tala um netteng­ing­ar.

Ís­lend­ingar hafa talið sig með frá­bærar netteng­ingar og að þar skorti ekk­ert á. Stað­reyndin er hins vegar önn­ur.  Í óháðri skýrslu (Data Center Risk Index) eru borin saman 30 lönd varð­andi stað­setn­ingar á gagna­ver­um.  Þar er Ísland í 29. sæti af 30 hvað varðar netteng­ing­ar. Næst neðsta sæti.

Íslend­ingar hafa talið sig með frá­bærar netteng­ingar og að þar skorti ekk­ert á. Stað­reyndin er hins vegar önn­ur.  Í óháðri skýrslu (Data Center Risk Index) eru borin saman 30 lönd varð­andi stað­setn­ingar á gagna­ver­um.  Þar er Ísland í 29. sæti af 30 hvað varðar netteng­ing­ar. Næst neðsta sæt­i.  Til að breyta þessu þurfum við aukið öryggi, áreið­an­leika og beina teng­ingu til Banda­ríkj­anna með nýjum ljós­leið­ara streng til lands­ins.

Umtals­verðum fjár­munum hefur verið varið af opin­berum- og einka­að­ilum á borð við Íslands­stofu, Lands­virkj­un, Verne Global og fleirum í að selja Ísland sem ákjós­an­legan stað fyrir gagna­ver.  Og hefur Verne t.a.m. náð umtals­verðum árangri í að laða að erlenda við­skipta­vin­i.  Við þurfum hins vegar að ein­falda reglu­verk fyrir íviln­an­ir, skatta og senda þessum stóru aðilum skýr skila­boð um að Ísland sé til í slag­inn og vilji fá þessi við­skipti hingað til lands.

En áður en það ger­ist, þurfum við að fjár­festa í þeim innviðum sem þurfa að vera til staðar til að gagna­ver á vegum þess­ara stór­fyr­ir­tækja séu raun­hæfur kost­ur. Þar vega fjar­skiptin þyngst. Við þurfum fleiri strengi fyrir meiri áreið­an­leika og beina teng­ingu við Banda­rík­in.

Við getum ein­fald­lega ekki haldið áfram að missa af stóru tæki­fær­un­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None