Að missa af stóra tækifærinu...aftur

Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri Borealis Data Center
datacenter.jpg
Auglýsing

Í viku­byrjun bár­ust af því fréttir að banda­ríski tækniris­inn Apple hafi samið við Dani um bygg­ingu gagna­vers en samn­ing­ur­inn er met­inn á um 120 millj­arða íslenskra króna.  Apple samdi jafn­framt við Íra um bygg­ingu ann­ars gagna­vers en talið er að sam­an­lögð fjár­fest­ing Apple sé sam­bæri­legar við kostnað Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Þessar tölur ríma við þær fjár­hæðir sem Google hefur fjár­fest í gagna­veri í Finn­landi, svipuð og Face­book fjár­festi í Sví­þjóð og Microsoft á Írlandi.

Lyk­il­orðin hér eru ekki aðeins App­le, Goog­le, Face­book og Microsoft, heldur ekki síður Dan­mörk, Írland, Finn­land og Sví­þjóð. Og ekk­ert Ísland.

Und­an­farin miss­eri og ár hafa full­trúar þess­ara og ann­arra stór­fyr­ir­tækja komið hingað til lands eða sent inn fyr­ir­spurnir þar sem Ísland er skoðað sem raun­hæfur mögu­leiki til að koma upp gagna­ver­i.  Með bygg­ingu gagna­vers skap­ast gríð­ar­leg verð­mæti. Fyrst við upp­bygg­ingu en svo við rekstur og við­hald gagna­ver­anna auk afleiddrar upp­bygg­ing­ar. Apple stað­hæfir til að mynda að í gagna­ver­unum mynd­ist nokkur hund­ruð fram­tíð­ar­störf. Google er með á annað hund­rað manns í vinnu við gagna­verið sitt í Finn­landi. Þessi störf eru almennt sér­fræði­störf og að auki eru fjöl­mörg afleidd störf.

Auglýsing

Apple stað­hæfir til að mynda að í gagna­ver­unum mynd­ist nokkur hund­ruð fram­tíð­ar­störf. Google er með á annað hund­rað manns í vinnu við gagna­verið sitt í Finn­landi. Þessi störf eru almennt sér­fræði­störf og að auki eru fjöl­mörg afleidd störf.

En hvers vegna fara allir þessir aðilar ann­að? Hvers vegna eru þeir ekki á Íslandi? Hvað er að Reykja­nes­inu? Svörin eru eflaust jafn mörg og spurn­ing­arn­ar. Þó eru sér­fræð­ingar almennt sam­mála um að þrír þættir skipta meg­inn máli um val á stað­setn­ingu gagna­vers.

  1. Raf­magns­verð.

  2. Netteng­ing­ar.

  3. Við­skiptaum­hverfi.

Fjórða þátt­inn má líka nefna, sem er að flestir þess­ara stóru aðila vilja end­ur­nýt­an­lega og umhverf­is­væna orku.  Þetta hefur verið lyk­il­at­riði hjá Face­book og var lyk­il­at­riði hjá Apple þegar fyr­ir­tækið samdi við Viborg í Dan­mörku. Hag­stætt raf­magns­verð og end­ur­nýj­an­leg orka er klár­lega eitt­hvað sem Íslend­ingar geta státað sig af.  Þrátt fyrir góðan vilja er við­skiptaum­hverfi á Íslandi enn ábóta­vant fyrir erlend stór­fyr­ir­tæki. Gjald­eyr­is­höft, óskýr skatta­stefna, verð­bólga og hik­andi stjórn­völd eru meðal þátta sem hafa unnið gegn Íslend­ingum á þessu svið­i.  Og þá er ekki byrjað að tala um netteng­ing­ar.

Ís­lend­ingar hafa talið sig með frá­bærar netteng­ingar og að þar skorti ekk­ert á. Stað­reyndin er hins vegar önn­ur.  Í óháðri skýrslu (Data Center Risk Index) eru borin saman 30 lönd varð­andi stað­setn­ingar á gagna­ver­um.  Þar er Ísland í 29. sæti af 30 hvað varðar netteng­ing­ar. Næst neðsta sæti.

Íslend­ingar hafa talið sig með frá­bærar netteng­ingar og að þar skorti ekk­ert á. Stað­reyndin er hins vegar önn­ur.  Í óháðri skýrslu (Data Center Risk Index) eru borin saman 30 lönd varð­andi stað­setn­ingar á gagna­ver­um.  Þar er Ísland í 29. sæti af 30 hvað varðar netteng­ing­ar. Næst neðsta sæt­i.  Til að breyta þessu þurfum við aukið öryggi, áreið­an­leika og beina teng­ingu til Banda­ríkj­anna með nýjum ljós­leið­ara streng til lands­ins.

Umtals­verðum fjár­munum hefur verið varið af opin­berum- og einka­að­ilum á borð við Íslands­stofu, Lands­virkj­un, Verne Global og fleirum í að selja Ísland sem ákjós­an­legan stað fyrir gagna­ver.  Og hefur Verne t.a.m. náð umtals­verðum árangri í að laða að erlenda við­skipta­vin­i.  Við þurfum hins vegar að ein­falda reglu­verk fyrir íviln­an­ir, skatta og senda þessum stóru aðilum skýr skila­boð um að Ísland sé til í slag­inn og vilji fá þessi við­skipti hingað til lands.

En áður en það ger­ist, þurfum við að fjár­festa í þeim innviðum sem þurfa að vera til staðar til að gagna­ver á vegum þess­ara stór­fyr­ir­tækja séu raun­hæfur kost­ur. Þar vega fjar­skiptin þyngst. Við þurfum fleiri strengi fyrir meiri áreið­an­leika og beina teng­ingu við Banda­rík­in.

Við getum ein­fald­lega ekki haldið áfram að missa af stóru tæki­fær­un­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None