Að missa af stóra tækifærinu...aftur

Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri Borealis Data Center
datacenter.jpg
Auglýsing

Í viku­byrjun bár­ust af því fréttir að banda­ríski tækniris­inn Apple hafi samið við Dani um bygg­ingu gagna­vers en samn­ing­ur­inn er met­inn á um 120 millj­arða íslenskra króna.  Apple samdi jafn­framt við Íra um bygg­ingu ann­ars gagna­vers en talið er að sam­an­lögð fjár­fest­ing Apple sé sam­bæri­legar við kostnað Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Þessar tölur ríma við þær fjár­hæðir sem Google hefur fjár­fest í gagna­veri í Finn­landi, svipuð og Face­book fjár­festi í Sví­þjóð og Microsoft á Írlandi.

Lyk­il­orðin hér eru ekki aðeins App­le, Goog­le, Face­book og Microsoft, heldur ekki síður Dan­mörk, Írland, Finn­land og Sví­þjóð. Og ekk­ert Ísland.

Und­an­farin miss­eri og ár hafa full­trúar þess­ara og ann­arra stór­fyr­ir­tækja komið hingað til lands eða sent inn fyr­ir­spurnir þar sem Ísland er skoðað sem raun­hæfur mögu­leiki til að koma upp gagna­ver­i.  Með bygg­ingu gagna­vers skap­ast gríð­ar­leg verð­mæti. Fyrst við upp­bygg­ingu en svo við rekstur og við­hald gagna­ver­anna auk afleiddrar upp­bygg­ing­ar. Apple stað­hæfir til að mynda að í gagna­ver­unum mynd­ist nokkur hund­ruð fram­tíð­ar­störf. Google er með á annað hund­rað manns í vinnu við gagna­verið sitt í Finn­landi. Þessi störf eru almennt sér­fræði­störf og að auki eru fjöl­mörg afleidd störf.

Auglýsing

Apple stað­hæfir til að mynda að í gagna­ver­unum mynd­ist nokkur hund­ruð fram­tíð­ar­störf. Google er með á annað hund­rað manns í vinnu við gagna­verið sitt í Finn­landi. Þessi störf eru almennt sér­fræði­störf og að auki eru fjöl­mörg afleidd störf.

En hvers vegna fara allir þessir aðilar ann­að? Hvers vegna eru þeir ekki á Íslandi? Hvað er að Reykja­nes­inu? Svörin eru eflaust jafn mörg og spurn­ing­arn­ar. Þó eru sér­fræð­ingar almennt sam­mála um að þrír þættir skipta meg­inn máli um val á stað­setn­ingu gagna­vers.

  1. Raf­magns­verð.

  2. Netteng­ing­ar.

  3. Við­skiptaum­hverfi.

Fjórða þátt­inn má líka nefna, sem er að flestir þess­ara stóru aðila vilja end­ur­nýt­an­lega og umhverf­is­væna orku.  Þetta hefur verið lyk­il­at­riði hjá Face­book og var lyk­il­at­riði hjá Apple þegar fyr­ir­tækið samdi við Viborg í Dan­mörku. Hag­stætt raf­magns­verð og end­ur­nýj­an­leg orka er klár­lega eitt­hvað sem Íslend­ingar geta státað sig af.  Þrátt fyrir góðan vilja er við­skiptaum­hverfi á Íslandi enn ábóta­vant fyrir erlend stór­fyr­ir­tæki. Gjald­eyr­is­höft, óskýr skatta­stefna, verð­bólga og hik­andi stjórn­völd eru meðal þátta sem hafa unnið gegn Íslend­ingum á þessu svið­i.  Og þá er ekki byrjað að tala um netteng­ing­ar.

Ís­lend­ingar hafa talið sig með frá­bærar netteng­ingar og að þar skorti ekk­ert á. Stað­reyndin er hins vegar önn­ur.  Í óháðri skýrslu (Data Center Risk Index) eru borin saman 30 lönd varð­andi stað­setn­ingar á gagna­ver­um.  Þar er Ísland í 29. sæti af 30 hvað varðar netteng­ing­ar. Næst neðsta sæti.

Íslend­ingar hafa talið sig með frá­bærar netteng­ingar og að þar skorti ekk­ert á. Stað­reyndin er hins vegar önn­ur.  Í óháðri skýrslu (Data Center Risk Index) eru borin saman 30 lönd varð­andi stað­setn­ingar á gagna­ver­um.  Þar er Ísland í 29. sæti af 30 hvað varðar netteng­ing­ar. Næst neðsta sæt­i.  Til að breyta þessu þurfum við aukið öryggi, áreið­an­leika og beina teng­ingu til Banda­ríkj­anna með nýjum ljós­leið­ara streng til lands­ins.

Umtals­verðum fjár­munum hefur verið varið af opin­berum- og einka­að­ilum á borð við Íslands­stofu, Lands­virkj­un, Verne Global og fleirum í að selja Ísland sem ákjós­an­legan stað fyrir gagna­ver.  Og hefur Verne t.a.m. náð umtals­verðum árangri í að laða að erlenda við­skipta­vin­i.  Við þurfum hins vegar að ein­falda reglu­verk fyrir íviln­an­ir, skatta og senda þessum stóru aðilum skýr skila­boð um að Ísland sé til í slag­inn og vilji fá þessi við­skipti hingað til lands.

En áður en það ger­ist, þurfum við að fjár­festa í þeim innviðum sem þurfa að vera til staðar til að gagna­ver á vegum þess­ara stór­fyr­ir­tækja séu raun­hæfur kost­ur. Þar vega fjar­skiptin þyngst. Við þurfum fleiri strengi fyrir meiri áreið­an­leika og beina teng­ingu við Banda­rík­in.

Við getum ein­fald­lega ekki haldið áfram að missa af stóru tæki­fær­un­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkubúskap Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins
Kjarninn 10. desember 2019
Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi
Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.
Kjarninn 10. desember 2019
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins
Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None