Að missa sig í kosningabaráttu

14131517555_84b7efeb67_z.jpg
Auglýsing

Það er ekki hægt að segja annað en að bar­áttan um rekt­ors­emb­ættið í Háskóla Íslands sem hefur staðið í nokkrar vikur hefur verið frekar prúð­mann­leg. Tveir reyndir fram­bjóð­endur hafa lýst áherslum sínum og sá þriðji, minna reynd­ur, hefur látið gagn­rýn­ina dynja á Háskól­an­um. Því hefur verið vel tekið mest­an­part. En nú herð­ist leik­ur­inn. Það þarf að kjósa aftur og þá er komið að því fyrir suma að finna sjálfa sig upp – á nýjan leik. Það er auð­velt að grípa til klisj­unn­ar: Annar fram­bjóð­and­inn upp­götvar að hann er nýr og ferskur, boð­beri breyt­inga og nýrra strauma. Og stuðn­ings­menn­irnir halda því fram að hinn sé búinn að hafa alltof mikil völd of lengi – hafi eig­in­lega stjórnað Háskól­anum um ára­bil og vald geti bæði „spillt og dregið úr frum­kvæð­i“, eins og einn þeirra komst að orði í Kjarn­anum í gær.

Það er dálítið merki­leg hug­mynd að Guð­rún Nor­dal komi ný að Háskóla Íslands  en Jón Atli Bene­dikts­son hafi setið þar lengi. Guð­rún á óslit­inn 22 ára feril við Háskóla Íslands og Árna­stofnun sem hún veitir nú for­stöðu. Hún hefur ekki aðeins tekið þátt í nefnda­störfum við skól­ann heldur hefur hún átt lyk­il­þátt í mörgu því sem í dag er deilt á innan háskól­ans. Hún sat til dæmis í Vís­inda­nefnd háskóla­ráðs 2004 til 2008 þegar gríð­ar­lega umdeildar til­lögur að vinnu­mats­reglum urðu til. Hún hefur verið for­maður Vís­inda­nefndar Vís­inda- og tækni­ráðs um níu ára skeið og hún hefur stjórnað einni mik­il­væg­ustu fræða­stofnun okk­ar, sem starfar náið með Háskóla Íslands í sex ár. Guð­rún er reynslu­bolti í stjórn­sýslu. Fyr­ir­fram hefði maður frekar búist við því að hún benti á margra ára reynslu sína og þátt­töku í háskóla­sam­fé­lag­inu sem meg­in­rök fyrir því að hún geti orðið góður rektor.

Vand­inn er kannski sá að reynslu­sam­an­burð­ur­inn er henni ekki að öllu leyti hag­stæð­ur. Starfs­fer­ill Jóns Atla við Háskóla Íslands er að vísu tveimur árum lengri en Guð­rún­ar, en hann er að mörgu leyti sam­bæri­leg­ur. Eins og Guð­rún hefur Jón Atli verið virkur í stjórn­sýslu um ára­bil og hann hefur setið í og stýrt ýmsum lyk­il­nefndum Háskól­ans. Jón Atli hefur verið í hlut­verki aðstoð­ar­rekt­ors síðan 2009 eða jafn­lengi og Guð­rún hefur stýrt Árna­stofn­un. Ólíkt Guð­rúnu hefur Jón Atli ekki haft nein form­leg völd sem aðstoð­ar­rektor þar sem hann sinnir fyrst og fremst ákveðnum verk­efnum í umboði rekt­ors. Og hverjum spillir þá vald­ið?

Auglýsing

Í hörðum slag hættir stuðn­ings­mönnum til að trúa eigin mælsku­list og þá geta stað­reyndir gleymst. Báðir fram­bjóð­endur eru vissu­lega hæfir til að gegna starf­inu, en hvort er hæf­ara? Í mínum huga er svarið ein­falt. Jón Atli er, eins og rekt­orar skól­ans hafa iðu­lega verið þegar þeir hafa tekið við emb­ætt­inu, í hópi okkar fremstu vís­inda­manna. Sam­hliða stjórn­un­ar­störfum hefur hann kennt nám­skeið við sína deild, hann leið­beinir dokt­or­snem­um, leiðir vís­inda­sam­starf og birtir vís­inda­grein­ar. Þeir leið­toga­hæfi­leikar sem Háskól­inn þarf á að halda eru þeir sömu og koma fólki á topp­inn í fræðum og vís­ind­um. Besta reynsla og þjálfun rekt­ors er að hafa leitt alþjóð­legt vís­inda­starf – unnið með kol­legum á sínu sviði og náð árangri í rann­sókn­um.

Eins og Einar Stein­gríms­son var óþreyt­andi að benda á er Háskóli Íslands yfir 80% íslenska vís­inda- og fræða­sam­fé­lags­ins. Við næsta rektor Háskól­ans blasir það verk­efni að tryggja heil­brigt og hvetj­andi umhverfi rann­sókna á Íslandi. Það verður ekki ein­falt mál. Þótt margir íslenskir fræði- og vís­inda­menn hafi staðið sig vel á síð­ustu árum hefur háskóla­sam­fé­lagið verið fjársvelt. Sá sem leiðir Háskóla Íslands þarf að skilja þarfir rann­sókna og háskóla­kennslu út í hörgul. Þess vegna ættum við ekki að gera lítið úr reynslu fólks eða reyna að láta líta út fyrir að hún spilli því frekar en að styrkja það. Leyfum stað­reynd­unum að njóta sín. Þær segja oft það sem máli skipt­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None