Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi

Ingrid Kuhlman segir að von sé hægt að styrkja með því að breyta því sem við teljum okkur geta stjórnað.

Auglýsing

Von byggir á bjart­sýni þ.e. að hlut­irnir muni batna, jafn­vel þegar þeir virð­ast erf­ið­ir. Hún er nauð­syn­leg til að ná settum mark­mið­um. Hún gerir okkur kleift að halda áfram þegar við lendum í áföllum og gefur okkur styrk til að berj­ast fyrir því sem við trúum á. Von er hæfi­leik­inn til að læra af fyrri reynslu og nota þá þekk­ingu til að við­halda von um fram­tíð­ina.

Nýjar rann­sóknir á sviði heila­vís­inda sýna að von er nauð­syn­leg og að auð­velt sé að rækta hana með sér. Vís­inda­menn­irnir tveir, Martin Selig­man og Steve Mai­er, sem komu fram með hug­takið „lært hjálp­ar­leysi“ á sjö­unda ára­tugn­um, hafa nú birt nýjar nið­ur­stöður 50 árum síð­ar. Þeir hafa kom­ist að því að þegar við stöndum frammi fyrir erf­ið­leik­um, bakslagi eða von­brigð­um, horfum við ekki aftur á bak til að aflæra það sem gerð­ist heldur bregst heil­inn þannig við að hann tekur stjórn og horfir fram á veg­inn. 

Erf­iðir atburðir valda kvíða

Þessar nýju upp­götv­anir félag­anna útskýra hvernig erf­iðir atburðir valda kvíða og aðgerða­leysi. Algeng við­brögð okkar eru að við verðum óvirk þegar eitt­hvað slæmt ger­ist. Það er eins og við séum með rofa sem getur slökkt á okkur til að spara orku okkar þegar aðstæður virð­ast slæm­ar. Heil­inn metur síðan hvenær það er í lagi að nota ork­una til að kveikja aftur á von­inni.

Auglýsing
Að ein­blína á það sem er hægt að gera í fram­tíð­inni frekar en á það sem gerð­ist í for­tíð­inni skapar von. Þegar við ein­blínum á það sem gerð­ist í for­tíð­inni verðum við áfram í myrkr­inu en þegar við ein­beitum okkur að fram­tíð­ar­mögu­leikum erum við í ljós­inu. Það er vonin um betri fram­tíð sem skiptir mestu máli. 

Von­ar­hringrásin

Leiðin í heil­anum sem Maier og Selig­man upp­götv­uðu kall­ast von­ar­hringrásin (e. hope circuit). Hér fyrir neðan eru þrjú skref til að rækta með sér von:

  1. Að vera með­vit­aður um ástand­ið. Von er eina jákvæða til­finn­ingin sem krefst þess að við virkjum nei­kvæðni eða óvissu. Við þurfum ekki von þegar allt er í lagi. Það mik­il­væg­asta sem við getum gert þegar eitt­hvað nei­kvætt eða óvíst ger­ist er að staldra við og gera hlé. Frekar en að láta þá til­finn­ingu sem fyrst kemur upp stjórna, sem yfir­leitt veldur því að heil­inn okkar og lík­am­inn bregð­ast við ógn­un, er gott að gefa sér augna­blik til að verða með­vit­aður um ástand­ið. Hvernig líður mér? Hvað er að ger­ast? Þetta gæti virst lít­ið, en að gera hlé gefur okkur taf­ar­lausa sjálfs­stjórn. Lyk­ill­inn að því að ná árangri er að láta aðstæð­urnar ekki ráða við­brögðum sín­um. Að gera hlé tryggir að bregð­umst við á með­vit­aðan hátt.
  2. Að leggja mat á aðstæð­ur. Næsta skref er að skoða og meta aðstæður og spyrja sjálfan þig hvað það er sem þurfi að gera og hvaða úrræði, getu og hvatn­ingu þú haf­ir. Það er lík­lega ekki hægt að stjórna öllu, en að finna út hvað þú trúir að þú getir gert mun gera gæfumun­inn og gefa von.
  3. Að grípa til aðgerða. Í bók Dan J. Toma­su­lo, Lear­ned Hopeful­ness: The Power of Positi­vity to Overcome Depression, er aðal­at­riði æfing­anna og dæmanna að sýna fram á að von er sagn­orð. Að staldra við til að spyrja sjálfan sig hvað sé að ger­ast, finna út hvað þurfi að gera og hvað þú trúir að þú getir gert er auð­vitað frá­bær byrj­un. En þú verður að gera eitt­hvað til að stað­festa að þú hafir stjórn á aðstæð­un­um.

Virkjum kraft von­ar­innar

Segjum að þú sért á leið á fund og það springur á bíln­um. Þú ert hugs­an­lega reiður eða í upp­námi. Þú gætir fundið fyrir ósigri og sest í veg­kant­inn. Þú gætir líka kennt öðrum eða sjálfum þér um að hafa ekki skipt um dekkið í tæka tíð.

Þegar þú ræktar með þér von er fyrsta skrefið að gera hlé og verða með­vit­aður um ástand­ið. Hvað er að ger­ast? Hvernig líður mér? 

Næsta skrefið er að meta aðstæð­urnar. Hvað þarf að gera? Það þarf að skipta um dekk og ég þarf að kom­ast á fund­inn. Hvaða úrræði hef ég? Á ég tjakk og vara­dekk? Veit ég hvernig á að skipta um dekk? Er ég með sím­ann? Þekki ég ein­hvern sem ég gæti hringt í til að koma og hjálpa mér?

Þriðja skrefið er aðgerðin, sem getur verið að hringja í mak­ann eða góðan vin og biðja hann um aðstoð. Einnig að láta fund­ar­menn vita að þér seinki aðeins. Auð­vitað eru margar mis­mun­andi leiðir fær­ar. Ef fund­ur­inn er mjög mik­il­vægur gæt­irðu hringt í lög­regl­una og látið hana vita að bíll­inn þinn hafi bil­að, gefið henni upp stað­setn­ingu og upp­lýs­ingar og sagt að þú komir aftur eins fljótt og auðið er. Þú gætir þá hringt í leigu­bíl til að kom­ast sem fyrst á fund­inn. Þú gætir einnig látið draga bíl­inn á hjól­barða­verk­stæði.

Von er hægt að styrkja með því að breyta því sem við teljum okkur geta stjórn­að. Þegar við ein­beitum okkur að því sem við trúum að hægt sé að gera, virkjum við kraft von­ar­inn­ar.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar