Að reisa virki

innanr.kisr_..uneyti.jpg
Auglýsing

Fjöl­margt hefur verið rætt og skrifað um þær umræður sem spunn­ust í kringum moskulóð­ina á síð­ustu metrum kosn­inga­bar­áttu sveita­stjórn­ar­kosn­ing­anna. Hafa ýmsir lýst yfir áhyggjum sínum af því að sú öfga­fulla umræða sem hefur um skeið fengið að leika lausum hala í evr­ópskum stjórn­málum virð­ist nú vera komin til Íslands.

Umræða um mál­efni inn­flytj­enda er ekki sér­lega langt á veg komin á Íslandi þótt hún hafi verið að sækja í sig veðrið síð­ustu árin. Ef litið er til þró­unar í nágranna­lönd­unum er ljóst að við erum enn að slíta barns­skónum í þessum efn­um. Við höfum því tæki­færi til að taka mál­efnið föstum tök­um, fylgj­ast með gangi mála hjá öðrum þjóðum og sjá hvar hægt er að gera bet­ur.

Það sem moskuum­ræðan í aðdrag­anda kosn­ing­anna leiddi meðal ann­ars í ljós var þörfin fyrir að efla upp­lýsta og um leið yfir­veg­aða umræðu í þessum efnum í stað þess að elt­ast við hraðsoðnar stað­hæf­ingar stjórn­mála­manna sem slengt er fram í hita hins póli­tíska leiks. Hér er einmitt tæki­færi fyrir okkur að brjót­ast út úr þeirri leið­in­legu hringrás sem inn­flytj­enda­um­ræðan virð­ist fest­ast í víð­ast hvar í Evr­ópu. Þar ber­ast oft sömu æsifrétt­irnar landa á milli og eiga þátt í því að skapa það hug­mynda­fræði­lega virki sem þeir öfga­fyllstu reyna af fremsta megni að byggja utan um álf­una. Innan þess býr hin evr­ópska for­rétt­inda­stétt og situr ein að kjöt­kötl­un­um. Á sama tíma er einnig víða unnið mark­visst að því að hlaða virki utan um þjóð­ríkin og þær þjóðir sem þau byggja. Þar verða til virki inni í virkj­um.

Auglýsing

bordi_2014_06_12

Normalís­er­ing for­dóma



Þegar áróður gegn útlend­ingum er far­inn að smeygja sér inn í hina almennu póli­tísku umræðu er hætta á því að for­dóma­fullar stað­hæf­ingar sem áður voru sjald­heyrðar frá ráða­mönnum þjóð­ar­innar fari að „normalíser­ast“. Þetta höfum við séð í löndum í kringum okkur þar sem for­dóma­full orð­ræða hefur smám saman nálg­ast hina póli­tísku miðju. Í nýaf­stöðnum Evr­ópu­þings­kosn­ingum fengu öfga­hægri­flokkar víða gott gengi. Stjórn­mála­flokkar sem hafa verið kenndir við „þjóð­ern­ispopúl­is­ma“ í Frakk­landi, Bret­landi og Dan­mörku unnu enn fremur stór­sig­ur. Það sem einna helst sam­einar þessa flokka ásamt gagn­rýni þeirra á Evr­ópu­sam­bandið er and­staða við inn­flytj­endur og frjálst streymi fólks yfir landa­mæri (þ.e. sín landa­mæri).

Hjá flestum þess­ara flokka hefur and­staða gegn inn­flytj­end­um, og ekki síst múslim­um, lengi verið við lýði. Í þessum löndum hafa því ófáir slagir verið teknir um moskubygg­ing­ar. Þar hefur umræðan aftur á móti þró­ast í nýja átt síð­ustu árin og má segja að fyrri skoð­unum hafi verið pakkað inn í nýjan og praktísk­ari bún­ing. Þar sem áður var barist gegn slæðum og svína­kjöti, fram­andi atvinnu­starf­semi og nýjum trú­ar­brögð­um, ásamt ýmsu fleira sem inn­flytj­endur hafa fært með sér inn í nýtt land, er nú barist fyrir því að stöðva streymið yfir landa­mærin og um leið tak­marka aðgengi nýrra íbúa að hinu opin­bera félags­kerfi. Virkið skal nú byggt utan um vel­ferð­ar­kerf­ið.

Bóta­ferða­langar og ferða­menn í hæl­is­leit



Gott dæmi um normalís­er­ingu á ann­ars for­dóma­fullum stað­hæf­ingum um flutn­ing fólks milli landa, sem teknar hafa verið upp víða í Evr­ópu, eru hug­tök sem þýdd hafa verið sem „bóta­ferða­lang­ar“ (e. benefit tourism) og „ferða­menn í hæl­is­­leit“ (e. asylum shopp­ing). Bæði vísa þau í sömu hug­mynd: að ein­stak­lingar af erlendum upp­runa sem flytj­ast til hinna vel­meg­andi landa Evr­ópu séu ein­hvers konar sníkju­dýr í leit að fríu uppi­haldi og verði þannig drag­bítar á hinu félags­lega kerfi – okkar kerfi sem við höfum borgað í. Umræðan sem slík um streymi fólks milli landa er vissu­lega mik­il­væg nú á tímum þegar miklar breyt­ingar hafa orðið á mynstri fólks­flutn­inga í Evr­ópu. En útgangs­punkt­ur­inn er oftar en ekki byggður á for­dómum og fáfræði.

Hér á landi hefur þessi angi umræð­unnar ekki farið mjög hátt en þó hefur bólað á svip­uðum við­horf­um. Ekki alls fyrir löngu var t.d. rætt í Reykja­vík­ur­bréfi Morg­un­blaðs­ins um rétt fólks til að vita af mik­illi og hraðri ásókn „ann­arra þjóða fólks“ í vel­ferð­ar­kerfi „sem það hefur ekk­ert lagt til“. Þá varð nokk­urt fjaðrafok út af orðum for­stjóra Útlend­inga­stofn­unar snemma á síð­asta ári þegar hún skýrði aukn­ingu á hæl­is­um­sóknum á Íslandi og lengri úrvinnslu­tíma þeirra m.a. með hinum svoköll­uðu „ferða­­mönnum í hæl­is­leit“ sem kæmu hingað fyrst og fremst vegna þessa fría hús­næðis og fæðis sem stæði hæl­is­leit­endum til boða meðan máls­með­ferð ætti sér stað. Gera má ráð fyrir því að meira eigi eftir að heyr­ast af þess konar mál­flutn­ingi ef íslenskir stjórn­mála­menn ætla sér að halda áfram að elta þau popúl­ísku „trend“ sem áber­andi hafa verið í stjórn­mála­lands­lagi Evrópu.

Inn­rásin



Um­ræðan um „inn­rás“ inn­flytj­enda í vel­ferð­ar­kerfi vel­meg­andi þjóða fór fyrst veru­lega af stað í hinum ýmsu Evr­ópu­löndum í aðdrag­anda þess að opna átti fyrir frjálst flæði vinnu­afls frá átta nýjum aðild­ar­ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins árið 2004. Umræðan hefur blossað upp aftur nú þegar opnað var fyrir aðild Rúm­eníu og Búlgaríu að opnum vinnu­mark­aði í byrjun árs 2014. Þrátt fyrir að umræðan hafi verið fyr­ir­ferð­ar­mikil og hafi lík­lega átt stóran þátt í góðu gengi hægri­flokka í síð­ustu Evr­ópu­þings­kosn­ingum bendir fátt til þess að ásókn í vel­ferð­ar­kerfi sé ráð­andi þáttur í fólks­­flutn­ingum innan Evr­ópu.

Ítar­leg úttekt á flæði fólks innan Evr­ópu­svæð­is­ins, sem gerð var á síð­asta ári fyrir Evr­ópu­sam­band­ið, sýnir að stað­hæf­ingar um vel­ferð­ar­túrisma eiga ekki við rök að styðj­ast. Þvert á móti þiggja inn­flytj­endur víð­ast hvar minni aðstoð frá hinu opin­bera en inn­fæddir og meðal þeirra er hlut­falls­lega lægra atvinnu­leysi. Þessum upp­lýs­ingum hefur þó ekki mikið verið haldið á lofti, enda fer það ekki saman við póli­tíska stefnu þeirra sem hæst gjamma.

Umræðan um „ferða­menn í hæl­is­leit“ er oft á svip­uðum nót­um, en hæl­is­leit­endur hafa einnig stundum verið kall­aðir „bóta­ferða­langar í dul­ar­gervi“. Hug­tökin ein og sér lýsa miklu skiln­ings­leysi á því flókna ferli sem hæl­is­leit­andi fer í gegnum og þeim erf­iðu sögum sem oft­ast búa að baki. Auð­vitað eru þessi mál ekki svart/hvít fremur en annað og ekki er hægt að alhæfa um stóran hóp fólks. Hæl­is­leit­endur ættu þó ávallt að njóta þeirrar vernd­ar­stöðu sem alþjóð­legir sátt­málar tryggja þeim. Tölur sýna að margir hæl­is­leit­endur sækja vissu­lega um hæli á fleiri en einum stað, þaðan kemur hug­myndin um ferða­mann­inn í hæl­is­leit. Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­in, sem gerir ráð fyrir því að fyrsti við­komu­staður flótta­manns í Evr­ópu skuli sjá um máls­með­ferð hans, var m.a. sett á lagg­irnar til að koma í veg fyrir slíkt. En stað­reyndin er sú að aðstæður hæl­is­leit­enda í fyrstu mót­tök­u­löndum geta verið hörmu­legar, bið­tím­inn langur og fram­tíð­ar­horf­urnar eng­ar. Víða er enga hjálp að fá og fólk bíður árum saman í ömur­legri vist eftir úrlausn mála sinna sem kannski kemur aldrei. Því er ekki að undra þótt sumir taki málin í eigin hendur og freisti gæf­unnar ann­ars stað­ar.

Opin og heið­ar­leg umræða



Aukið streymi fólks milli landa hefur vissu­lega margar breyt­ingar í för með sér og taka þarf á ýmsum krefj­andi mál­um. Hér á landi hefur gott starf verið unnið í mót­töku og aðlögun fólks af erlendum upp­runa en sífellt verða til ný verk­efni og áskor­an­ir. Nauð­syn­legt er að umræðan sé frá byrjun opin og heið­ar­leg, ann­ars er hættan sú að efi og tor­tryggni verði inn­byggð í orð­ræð­una. Var­ast ber að afskrifa inn­flytj­endur og flótta­fólk með inni­halds­lausum gíf­ur­yrðum og æsifréttum um hnign­andi heim. Þannig má von­andi koma í veg fyrir að enn eitt virkið rísi.

Greinin birt­ist fyrst í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None