Smelludólgslæti og almenn leiðindi

Auglýsing

Á Íslandi þrífst um margt ein­kenni­legt fjöl­miðla­lands­lag. Lands­lag sem ein­kenn­ist einna helst af kappi án for­sjár sem virkar oft og tíðum for­heimsk­andi og bein­línis skað­legt lýð­ræð­is­legri umræðu. Hér á landi er stærsta dag­blað­inu troðið ókeypis inn um bréfalúg­una hjá flestum heim­ilum lands­ins, og svo mik­ill er yfir­gang­ur­inn að hver sá sem ekki vill fá blaðið inn í for­stof­una sína þarf að biðja sér­stak­lega um að fá það ekki óvel­komið inn á heim­ilið sitt. Þá les margur umrætt blað af vana fremur en for­vitni og prísar sig sælan yfir því að þurfa ekki að greiða fyrir sinn ráð­lagða dag­skammt af frétt­um, fróð­leik og kúríósu. Sú gleði er samt ekki fylli­lega á rökum reist, því allir þurfa jú að borga fyrir að urða papp­ír­inn sem til fellur vegna þessa.

Net­miðl­arnir á Íslandi standa í blóð­ugri sam­keppni um músasmelli, enda borga þeir reikn­ing­ana. Miðl­arnir eru fyrst og síð­ast reknir fyrir tekjur af aug­lýs­ingum og þá skiptir auð­vitað sköpum að smell­irnir séu sem flest­ir. Og þá kárnar gam­an­ið. Smellu­dólgarnir kepp­ast um músasmell­ina með veiga­litlum fréttum af aft­ur­endum alþjóð­legra stór­stjarna og hvað hitt og þetta íslenska smá­st­irnið ætlar að borða um helg­ina.

bordi_2014_06_12

Auglýsing

Allir blaða­menn og mark­aðs­menn vita að fyr­ir­sagnir selja. Eitt eft­ir­minni­leg­asta dæmið um hvað ósmekk­leg­ustu fyr­ir­sögn seinni tíma, sem einn stærsti net­mið­ill­inn birti á síð­unni sinni fyrir skemmstu til að græða á grun­lausum, hljóð­aði svo: „John Grant skaut kon­u.“ Und­ir­rit­aðan rak í rogastans við lestur fyr­ir­sagn­ar­innar og var veiddur með til­þrifum í gildru smellu­dólgs­ins með fram­setn­ing­unni. Þegar umrædd frétt var lesin kom hins vegar fljót­lega í ljós að hinn geð­þekki mjúk­radd­aði Íslands­vinur hafði alls ekki brugðið á það ráð að skjóta konu með köldu blóði, heldur greind­ar­skertur nafni hans á fimm­tugs­aldri í Wiscons­in-­fylki í Banda­ríkj­un­um. Umræddur maður skaut kon­una sína með raf­byssu, en rekja mátti atvikið til veð­máls þeirra hjóna vegna þess að konan tap­aði veð­máli um úrslit kapp­leiks sem fram fór í annarri heims­álfu.

Blaða­mann­in­um, eða smellu­dólgnum öllu held­ur, sem fannst snið­ugt að snara músa­smellum á frétt um ein­stak­lega apa­legt athæfi vestan hafs, með því að tengja hana við banda­ríska lista­mann­inn sem hefur dvalið hér­lend­is, rann kalt vatn milli skinns og hör­unds þegar sak­lausir smell­arar risu upp á aft­ur­lapp­irnar í van­þókn­un. Fyr­ir­sögn­inni á „frétt­inni“ var enda seinna breytt.

Vafa­lítið er þetta frekar sak­laust dæmi en það er nefnt hér til að und­ir­strika punkt. Alvar­legra er auð­vitað hvernig íslenskir miðlar margir hverjir kepp­ast um að birta frétta­til­kynn­ingar ýmist frá æru­lausum útrás­ar­vík­ingum eða sið­lausum stjórn­mála­mönn­um, í von­lausri sjálfs­bjarg­ar­við­leitni eða á atkvæða­veiðum á vafasömum for­send­um, gagn­rýn­is­laust. Mörg dæmi eru um að „blaða­menn“ net­miðl­anna hafi notað tölv­urnar sínar af ein­stakri kost­gæfni til að afrita og líma orð fyrir orð úr til­kynn­ingum frá þeim sem hafa hags­muna að gæta, án þess að hinkra til að hugsa. Þar skiptir hrað­inn mestu máli, að ná músasmell­unum áður en þeir fara ann­að, sann­leik­ur­inn og gagn­rýnin geta bara beð­ið. Í slíkum kapp­leikjum tapar gagn­rýnin umræða alltaf. Hversu afskræmt er þá hlut­verk blaða­manns­ins orð­ið?

Vissu­lega á fólk ekk­ert að trúa öllu sem það les, bara alls ekki, en kapp fjöl­miðl­anna hlýtur og á að snú­ast um að vera með bestu frétt­irn­ar, úthugs­uð­ustu grein­ing­arnar og annað sem skipir lýð­ræð­is­lega umræðu máli, fremur en að ná sem flestum músasmell­unum til að geta selt aug­lýs­ingar út á les­endur sína. Les­endur þeirra hljóta að eiga skilið að það sé komið fram við þá af meiri virð­ingu.

En eft­ir­spurnin ræður auð­vitað fram­boð­inu. Það blasir við þegar rennt er yfir lista yfir mest lesnu fréttir net­miðl­anna að margir hafa áhuga á því að vita hvort Tom Cru­ise er í alvöru and­set­inn, eða hvar Maggi Schev­ing og nýja kærastan hans voru að viðra sig um helg­ina. Það vekur óneit­an­lega athygli og ótta í bland að mark­aðslög­málin séu farin að hafa meira afger­andi áhrif á frétta­flutn­ing en vit­neskja um málin sem skipta sam­fé­lagið máli.

Veislan á Íslandi er að byrja aft­ur. Hljóm­sveitin GusGus er byrjuð að leika fyrir dansi í fer­tugs­af­mælum sem haldin eru í sirku­stjöldum úti í eyju. Gríð­ar­legt þenslu­skeið er í upp­sigl­ingu, með alltum­lykj­andi gullæði vegna útlendu ferða­mann­anna sem hingað koma. Þenslu­skeið sem mun aftur bíta þjóð­ina hressi­lega í aft­ur­end­ann ef við erum ekki á varð­bergi og gerum kröfur til fjöl­miðl­anna að þeir standi sig betur í stykk­inu núna. Kjarn­inn er þar ekki und­an­skil­inn.

Skiptir þess vegna ekki meira máli núna að vera upp­lýst um stöð­una á Íslandi, og að fjöl­miðlar séu gagn­rýn­ir, en að vita hvar Ásdís Rán elur mann­inn?

Þú getur veðjað músasmell­unum þínum á það.

Leið­ar­inn birt­ist fyrst í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans. Lestu hana hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None