Smelludólgslæti og almenn leiðindi

Auglýsing

Á Íslandi þrífst um margt ein­kenni­legt fjöl­miðla­lands­lag. Lands­lag sem ein­kenn­ist einna helst af kappi án for­sjár sem virkar oft og tíðum for­heimsk­andi og bein­línis skað­legt lýð­ræð­is­legri umræðu. Hér á landi er stærsta dag­blað­inu troðið ókeypis inn um bréfalúg­una hjá flestum heim­ilum lands­ins, og svo mik­ill er yfir­gang­ur­inn að hver sá sem ekki vill fá blaðið inn í for­stof­una sína þarf að biðja sér­stak­lega um að fá það ekki óvel­komið inn á heim­ilið sitt. Þá les margur umrætt blað af vana fremur en for­vitni og prísar sig sælan yfir því að þurfa ekki að greiða fyrir sinn ráð­lagða dag­skammt af frétt­um, fróð­leik og kúríósu. Sú gleði er samt ekki fylli­lega á rökum reist, því allir þurfa jú að borga fyrir að urða papp­ír­inn sem til fellur vegna þessa.

Net­miðl­arnir á Íslandi standa í blóð­ugri sam­keppni um músasmelli, enda borga þeir reikn­ing­ana. Miðl­arnir eru fyrst og síð­ast reknir fyrir tekjur af aug­lýs­ingum og þá skiptir auð­vitað sköpum að smell­irnir séu sem flest­ir. Og þá kárnar gam­an­ið. Smellu­dólgarnir kepp­ast um músasmell­ina með veiga­litlum fréttum af aft­ur­endum alþjóð­legra stór­stjarna og hvað hitt og þetta íslenska smá­st­irnið ætlar að borða um helg­ina.

bordi_2014_06_12

Auglýsing

Allir blaða­menn og mark­aðs­menn vita að fyr­ir­sagnir selja. Eitt eft­ir­minni­leg­asta dæmið um hvað ósmekk­leg­ustu fyr­ir­sögn seinni tíma, sem einn stærsti net­mið­ill­inn birti á síð­unni sinni fyrir skemmstu til að græða á grun­lausum, hljóð­aði svo: „John Grant skaut kon­u.“ Und­ir­rit­aðan rak í rogastans við lestur fyr­ir­sagn­ar­innar og var veiddur með til­þrifum í gildru smellu­dólgs­ins með fram­setn­ing­unni. Þegar umrædd frétt var lesin kom hins vegar fljót­lega í ljós að hinn geð­þekki mjúk­radd­aði Íslands­vinur hafði alls ekki brugðið á það ráð að skjóta konu með köldu blóði, heldur greind­ar­skertur nafni hans á fimm­tugs­aldri í Wiscons­in-­fylki í Banda­ríkj­un­um. Umræddur maður skaut kon­una sína með raf­byssu, en rekja mátti atvikið til veð­máls þeirra hjóna vegna þess að konan tap­aði veð­máli um úrslit kapp­leiks sem fram fór í annarri heims­álfu.

Blaða­mann­in­um, eða smellu­dólgnum öllu held­ur, sem fannst snið­ugt að snara músa­smellum á frétt um ein­stak­lega apa­legt athæfi vestan hafs, með því að tengja hana við banda­ríska lista­mann­inn sem hefur dvalið hér­lend­is, rann kalt vatn milli skinns og hör­unds þegar sak­lausir smell­arar risu upp á aft­ur­lapp­irnar í van­þókn­un. Fyr­ir­sögn­inni á „frétt­inni“ var enda seinna breytt.

Vafa­lítið er þetta frekar sak­laust dæmi en það er nefnt hér til að und­ir­strika punkt. Alvar­legra er auð­vitað hvernig íslenskir miðlar margir hverjir kepp­ast um að birta frétta­til­kynn­ingar ýmist frá æru­lausum útrás­ar­vík­ingum eða sið­lausum stjórn­mála­mönn­um, í von­lausri sjálfs­bjarg­ar­við­leitni eða á atkvæða­veiðum á vafasömum for­send­um, gagn­rýn­is­laust. Mörg dæmi eru um að „blaða­menn“ net­miðl­anna hafi notað tölv­urnar sínar af ein­stakri kost­gæfni til að afrita og líma orð fyrir orð úr til­kynn­ingum frá þeim sem hafa hags­muna að gæta, án þess að hinkra til að hugsa. Þar skiptir hrað­inn mestu máli, að ná músasmell­unum áður en þeir fara ann­að, sann­leik­ur­inn og gagn­rýnin geta bara beð­ið. Í slíkum kapp­leikjum tapar gagn­rýnin umræða alltaf. Hversu afskræmt er þá hlut­verk blaða­manns­ins orð­ið?

Vissu­lega á fólk ekk­ert að trúa öllu sem það les, bara alls ekki, en kapp fjöl­miðl­anna hlýtur og á að snú­ast um að vera með bestu frétt­irn­ar, úthugs­uð­ustu grein­ing­arnar og annað sem skipir lýð­ræð­is­lega umræðu máli, fremur en að ná sem flestum músasmell­unum til að geta selt aug­lýs­ingar út á les­endur sína. Les­endur þeirra hljóta að eiga skilið að það sé komið fram við þá af meiri virð­ingu.

En eft­ir­spurnin ræður auð­vitað fram­boð­inu. Það blasir við þegar rennt er yfir lista yfir mest lesnu fréttir net­miðl­anna að margir hafa áhuga á því að vita hvort Tom Cru­ise er í alvöru and­set­inn, eða hvar Maggi Schev­ing og nýja kærastan hans voru að viðra sig um helg­ina. Það vekur óneit­an­lega athygli og ótta í bland að mark­aðslög­málin séu farin að hafa meira afger­andi áhrif á frétta­flutn­ing en vit­neskja um málin sem skipta sam­fé­lagið máli.

Veislan á Íslandi er að byrja aft­ur. Hljóm­sveitin GusGus er byrjuð að leika fyrir dansi í fer­tugs­af­mælum sem haldin eru í sirku­stjöldum úti í eyju. Gríð­ar­legt þenslu­skeið er í upp­sigl­ingu, með alltum­lykj­andi gullæði vegna útlendu ferða­mann­anna sem hingað koma. Þenslu­skeið sem mun aftur bíta þjóð­ina hressi­lega í aft­ur­end­ann ef við erum ekki á varð­bergi og gerum kröfur til fjöl­miðl­anna að þeir standi sig betur í stykk­inu núna. Kjarn­inn er þar ekki und­an­skil­inn.

Skiptir þess vegna ekki meira máli núna að vera upp­lýst um stöð­una á Íslandi, og að fjöl­miðlar séu gagn­rýn­ir, en að vita hvar Ásdís Rán elur mann­inn?

Þú getur veðjað músasmell­unum þínum á það.

Leið­ar­inn birt­ist fyrst í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans. Lestu hana hér.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None