Smelludólgslæti og almenn leiðindi

Auglýsing

Á Íslandi þrífst um margt einkennilegt fjölmiðla­landslag. Landslag sem einkennist einna helst af kappi án forsjár sem virkar oft og tíðum forheimskandi og beinlínis skaðlegt lýðræðislegri umræðu. Hér á landi er stærsta dagblaðinu troðið ókeypis inn um bréfalúguna hjá flestum heimilum landsins, og svo mikill er yfirgangurinn að hver sá sem ekki vill fá blaðið inn í forstofuna sína þarf að biðja sérstaklega um að fá það ekki óvelkomið inn á heimilið sitt. Þá les margur umrætt blað af vana fremur en forvitni og prísar sig sælan yfir því að þurfa ekki að greiða fyrir sinn ráðlagða dagskammt af fréttum, fróðleik og kúríósu. Sú gleði er samt ekki fyllilega á rökum reist, því allir þurfa jú að borga fyrir að urða pappírinn sem til fellur vegna þessa.

Netmiðlarnir á Íslandi standa í blóðugri samkeppni um músasmelli, enda borga þeir reikningana. Miðlarnir eru fyrst og síðast reknir fyrir tekjur af auglýsingum og þá skiptir auðvitað sköpum að smellirnir séu sem flestir. Og þá kárnar gamanið. Smelludólgarnir keppast um músasmellina með veigalitlum fréttum af afturendum alþjóðlegra stórstjarna og hvað hitt og þetta íslenska smástirnið ætlar að borða um helgina.

bordi_2014_06_12

Auglýsing

Allir blaðamenn og markaðsmenn vita að fyrirsagnir selja. Eitt eftirminnilegasta dæmið um hvað ósmekklegustu fyrirsögn seinni tíma, sem einn stærsti netmiðillinn birti á síðunni sinni fyrir skemmstu til að græða á grunlausum, hljóðaði svo: „John Grant skaut konu.“ Undirritaðan rak í rogastans við lestur fyrirsagnarinnar og var veiddur með tilþrifum í gildru smelludólgsins með framsetningunni. Þegar umrædd frétt var lesin kom hins vegar fljótlega í ljós að hinn geðþekki mjúkraddaði Íslandsvinur hafði alls ekki brugðið á það ráð að skjóta konu með köldu blóði, heldur greindarskertur nafni hans á fimmtugsaldri í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. Umræddur maður skaut konuna sína með rafbyssu, en rekja mátti atvikið til veðmáls þeirra hjóna vegna þess að konan tapaði veðmáli um úrslit kappleiks sem fram fór í annarri heimsálfu.

Blaðamanninum, eða smelludólgnum öllu heldur, sem fannst sniðugt að snara músa­smellum á frétt um einstaklega apalegt athæfi vestan hafs, með því að tengja hana við bandaríska listamanninn sem hefur dvalið hérlendis, rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar saklausir smellarar risu upp á afturlappirnar í vanþóknun. Fyrirsögninni á „fréttinni“ var enda seinna breytt.

Vafalítið er þetta frekar saklaust dæmi en það er nefnt hér til að undirstrika punkt. Alvarlegra er auðvitað hvernig íslenskir miðlar margir hverjir keppast um að birta fréttatilkynningar ýmist frá ærulausum útrásarvíkingum eða siðlausum stjórnmálamönnum, í vonlausri sjálfsbjargarviðleitni eða á atkvæðaveiðum á vafasömum forsendum, gagnrýnislaust. Mörg dæmi eru um að „blaðamenn“ netmiðlanna hafi notað tölvurnar sínar af einstakri kostgæfni til að afrita og líma orð fyrir orð úr tilkynningum frá þeim sem hafa hagsmuna að gæta, án þess að hinkra til að hugsa. Þar skiptir hraðinn mestu máli, að ná músasmellunum áður en þeir fara annað, sannleikurinn og gagnrýnin geta bara beðið. Í slíkum kappleikjum tapar gagnrýnin umræða alltaf. Hversu afskræmt er þá hlutverk blaðamannsins orðið?

Vissulega á fólk ekkert að trúa öllu sem það les, bara alls ekki, en kapp fjölmiðlanna hlýtur og á að snúast um að vera með bestu fréttirnar, úthugsuðustu greiningarnar og annað sem skipir lýðræðislega umræðu máli, fremur en að ná sem flestum músasmellunum til að geta selt auglýsingar út á lesendur sína. Lesendur þeirra hljóta að eiga skilið að það sé komið fram við þá af meiri virðingu.

En eftirspurnin ræður auðvitað framboðinu. Það blasir við þegar rennt er yfir lista yfir mest lesnu fréttir netmiðlanna að margir hafa áhuga á því að vita hvort Tom Cruise er í alvöru andsetinn, eða hvar Maggi Scheving og nýja kærastan hans voru að viðra sig um helgina. Það vekur óneitanlega athygli og ótta í bland að markaðslögmálin séu farin að hafa meira afgerandi áhrif á fréttaflutning en vitneskja um málin sem skipta samfélagið máli.

Veislan á Íslandi er að byrja aftur. Hljómsveitin GusGus er byrjuð að leika fyrir dansi í fertugsafmælum sem haldin eru í sirkustjöldum úti í eyju. Gríðarlegt þensluskeið er í uppsiglingu, með alltumlykjandi gullæði vegna útlendu ferðamannanna sem hingað koma. Þensluskeið sem mun aftur bíta þjóðina hressilega í afturendann ef við erum ekki á varðbergi og gerum kröfur til fjölmiðlanna að þeir standi sig betur í stykkinu núna. Kjarninn er þar ekki undanskilinn.

Skiptir þess vegna ekki meira máli núna að vera upplýst um stöðuna á Íslandi, og að fjölmiðlar séu gagnrýnir, en að vita hvar Ásdís Rán elur manninn?

Þú getur veðjað músasmellunum þínum á það.

Leiðarinn birtist fyrst í nýjustu útgáfu Kjarnans. Lestu hana hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None