Smelludólgslæti og almenn leiðindi

Auglýsing

Á Íslandi þrífst um margt ein­kenni­legt fjöl­miðla­lands­lag. Lands­lag sem ein­kenn­ist einna helst af kappi án for­sjár sem virkar oft og tíðum for­heimsk­andi og bein­línis skað­legt lýð­ræð­is­legri umræðu. Hér á landi er stærsta dag­blað­inu troðið ókeypis inn um bréfalúg­una hjá flestum heim­ilum lands­ins, og svo mik­ill er yfir­gang­ur­inn að hver sá sem ekki vill fá blaðið inn í for­stof­una sína þarf að biðja sér­stak­lega um að fá það ekki óvel­komið inn á heim­ilið sitt. Þá les margur umrætt blað af vana fremur en for­vitni og prísar sig sælan yfir því að þurfa ekki að greiða fyrir sinn ráð­lagða dag­skammt af frétt­um, fróð­leik og kúríósu. Sú gleði er samt ekki fylli­lega á rökum reist, því allir þurfa jú að borga fyrir að urða papp­ír­inn sem til fellur vegna þessa.

Net­miðl­arnir á Íslandi standa í blóð­ugri sam­keppni um músasmelli, enda borga þeir reikn­ing­ana. Miðl­arnir eru fyrst og síð­ast reknir fyrir tekjur af aug­lýs­ingum og þá skiptir auð­vitað sköpum að smell­irnir séu sem flest­ir. Og þá kárnar gam­an­ið. Smellu­dólgarnir kepp­ast um músasmell­ina með veiga­litlum fréttum af aft­ur­endum alþjóð­legra stór­stjarna og hvað hitt og þetta íslenska smá­st­irnið ætlar að borða um helg­ina.

bordi_2014_06_12

Auglýsing

Allir blaða­menn og mark­aðs­menn vita að fyr­ir­sagnir selja. Eitt eft­ir­minni­leg­asta dæmið um hvað ósmekk­leg­ustu fyr­ir­sögn seinni tíma, sem einn stærsti net­mið­ill­inn birti á síð­unni sinni fyrir skemmstu til að græða á grun­lausum, hljóð­aði svo: „John Grant skaut kon­u.“ Und­ir­rit­aðan rak í rogastans við lestur fyr­ir­sagn­ar­innar og var veiddur með til­þrifum í gildru smellu­dólgs­ins með fram­setn­ing­unni. Þegar umrædd frétt var lesin kom hins vegar fljót­lega í ljós að hinn geð­þekki mjúk­radd­aði Íslands­vinur hafði alls ekki brugðið á það ráð að skjóta konu með köldu blóði, heldur greind­ar­skertur nafni hans á fimm­tugs­aldri í Wiscons­in-­fylki í Banda­ríkj­un­um. Umræddur maður skaut kon­una sína með raf­byssu, en rekja mátti atvikið til veð­máls þeirra hjóna vegna þess að konan tap­aði veð­máli um úrslit kapp­leiks sem fram fór í annarri heims­álfu.

Blaða­mann­in­um, eða smellu­dólgnum öllu held­ur, sem fannst snið­ugt að snara músa­smellum á frétt um ein­stak­lega apa­legt athæfi vestan hafs, með því að tengja hana við banda­ríska lista­mann­inn sem hefur dvalið hér­lend­is, rann kalt vatn milli skinns og hör­unds þegar sak­lausir smell­arar risu upp á aft­ur­lapp­irnar í van­þókn­un. Fyr­ir­sögn­inni á „frétt­inni“ var enda seinna breytt.

Vafa­lítið er þetta frekar sak­laust dæmi en það er nefnt hér til að und­ir­strika punkt. Alvar­legra er auð­vitað hvernig íslenskir miðlar margir hverjir kepp­ast um að birta frétta­til­kynn­ingar ýmist frá æru­lausum útrás­ar­vík­ingum eða sið­lausum stjórn­mála­mönn­um, í von­lausri sjálfs­bjarg­ar­við­leitni eða á atkvæða­veiðum á vafasömum for­send­um, gagn­rýn­is­laust. Mörg dæmi eru um að „blaða­menn“ net­miðl­anna hafi notað tölv­urnar sínar af ein­stakri kost­gæfni til að afrita og líma orð fyrir orð úr til­kynn­ingum frá þeim sem hafa hags­muna að gæta, án þess að hinkra til að hugsa. Þar skiptir hrað­inn mestu máli, að ná músasmell­unum áður en þeir fara ann­að, sann­leik­ur­inn og gagn­rýnin geta bara beð­ið. Í slíkum kapp­leikjum tapar gagn­rýnin umræða alltaf. Hversu afskræmt er þá hlut­verk blaða­manns­ins orð­ið?

Vissu­lega á fólk ekk­ert að trúa öllu sem það les, bara alls ekki, en kapp fjöl­miðl­anna hlýtur og á að snú­ast um að vera með bestu frétt­irn­ar, úthugs­uð­ustu grein­ing­arnar og annað sem skipir lýð­ræð­is­lega umræðu máli, fremur en að ná sem flestum músasmell­unum til að geta selt aug­lýs­ingar út á les­endur sína. Les­endur þeirra hljóta að eiga skilið að það sé komið fram við þá af meiri virð­ingu.

En eft­ir­spurnin ræður auð­vitað fram­boð­inu. Það blasir við þegar rennt er yfir lista yfir mest lesnu fréttir net­miðl­anna að margir hafa áhuga á því að vita hvort Tom Cru­ise er í alvöru and­set­inn, eða hvar Maggi Schev­ing og nýja kærastan hans voru að viðra sig um helg­ina. Það vekur óneit­an­lega athygli og ótta í bland að mark­aðslög­málin séu farin að hafa meira afger­andi áhrif á frétta­flutn­ing en vit­neskja um málin sem skipta sam­fé­lagið máli.

Veislan á Íslandi er að byrja aft­ur. Hljóm­sveitin GusGus er byrjuð að leika fyrir dansi í fer­tugs­af­mælum sem haldin eru í sirku­stjöldum úti í eyju. Gríð­ar­legt þenslu­skeið er í upp­sigl­ingu, með alltum­lykj­andi gullæði vegna útlendu ferða­mann­anna sem hingað koma. Þenslu­skeið sem mun aftur bíta þjóð­ina hressi­lega í aft­ur­end­ann ef við erum ekki á varð­bergi og gerum kröfur til fjöl­miðl­anna að þeir standi sig betur í stykk­inu núna. Kjarn­inn er þar ekki und­an­skil­inn.

Skiptir þess vegna ekki meira máli núna að vera upp­lýst um stöð­una á Íslandi, og að fjöl­miðlar séu gagn­rýn­ir, en að vita hvar Ásdís Rán elur mann­inn?

Þú getur veðjað músasmell­unum þínum á það.

Leið­ar­inn birt­ist fyrst í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans. Lestu hana hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None