Hugarfarsbreyting í fíkniefnamálum

Hlemmur.a.almynd.jpg
Auglýsing

Til­finn­ingarök og frjáls­leg notkun hug­taka án skýrra skil­grein­inga á merk­ingu þeirra eru stór hluti íslenskrar umræðu­hefð­ar. Sér­stak­lega hvað varðar félags­leg vanda­mál á borð við fíkni­efna­vand­ann.

Á skjánum birt­ast myndir og við fáum fréttir þess efnis að fíkni­efna­vand­inn sé stjórn­laus og að stefnan sem er við lýði virki aug­ljós­lega ekki. Þá fara heyr­ast kröfur um að afnema bann­stefnu í fíkni­efna­málum og ein­hvern veg­inn látið í veðri vaka að sé við stefn­una sjálfa að sakast. Það mætti lík­leg­ast heim­færa rök­semda­færsl­una „ef fólk gerir þetta hvort sem er virka lögin ekki“ upp á margt ann­að. Hvað með að spenna ekki bíl­belti eða ganga yfir á rauðum kalli á umferða­ljósum?

Afglæpun, lög­leið­ing og penna­strik

Mikið fer fyrir að ekki sé gerður munur á afglæpun og lög­leið­ingu þegar umræðan fer inn á þessa braut. Í sem skemmstu máli felur afglæpun í sér að einka­neysla fólks sé ekki ólög­leg en að sala og dreif­ing efna sé enn ólög­leg. Lög­leið­ing felur hins vegar í sér að ríkið taki yfir kaup og sölu á eit­ur­lyfj­um. Þessu er iðu­lega blandað saman í umræð­unni hér. Það fer ekki heldur mikið fyrir umfangi þess að breyta stefnu í fíkni­efna­málum heldur er þetta látið hljóma eins og um eitt penna­strik í laga­bálknum sé að ræða.

Hug­mynda­fræði sam­fé­lags

Í Portú­gal hefur afglæpun eit­ur­lyfja gengið hvað lengst. Öll eit­ur­lyf hafa verið afglæpa­vædd og þar með er einka­neysla á öllum eit­ur­lyfjum leyfi­leg. Þetta er þó ýmsum ann­­mörkum háð, þar sem mark­mið stefn­unnar er skaða­minnk­un. Það er að segja, þetta byggir á mann­úð­ar­­­sjón­ar­miðum en ekki frelsi ein­stak­lings­ins til að fá sér eit­ur­lyf þegar hann lyst­ir. Í Portú­gal ríkti ófremd­ar­á­stand og var far­aldur í heróín­­neyslu sem dró fólk til dauða auk þess sem smitum HIV fjölg­aði gíf­ur­lega. Það tók yfir­völd tíu ár að þróa stefnu til þess að takast á við þennan vanda. Mann­úð­ar­­­sjón­ar­mið og skaða­minnk­andi nálgun eru leið­ar­stef afglæpun­ar­inn­ar. Öfl­ugt vel­ferð­ar­kerfi hefur verið byggt upp og örygg­is­net fyrir ein­stak­linga sem á hjálp þurfa að halda. Áherslan er einnig á að fólk fari í með­ferð, kom­ist í við­eig­andi úrræði að með­ferð lok­inni eða að fólk haldi neyslu sinni áfram en fái aðstoð við að halda skaða hennar í lág­marki. Hug­myndin er end­ur­hæf­ing til að gera fólk kleift að taka þátt í sam­fé­lag­inu.

Auglýsing

Vand­inn á Íslandi

Hér er tölum fleygt fram um að svo og svo margir neyti eit­ur­lyfja og að þetta gangi ekki og það þurfi að breyta stefn­unni. Það sem gleym­ist hins vegar er að verst staddi hóp­ur­inn á Íslandi hlýtur enga aðstoð með því að eit­ur­lyfja­­neysla verði afglæpa­vædd. Eins og fjallað hefur verið um und­an­farið er hér stór hópur ein­stak­linga sem glímir við sprautu­fíkn og geð­ræn vanda­mál. Nei­kvætt við­horf er ríkj­andi í garð fólks með fíkni­vanda. Ein­stak­lingar í þessum hópi geta engin úrræði fengið nema verða edrú í vissan tíma fyrst og ef það gengur ekki búa þeir á göt­unni. Ofan á allt saman hafa tölur SÁÁ sýnt að það eru helst lyf­seð­ils­skyld lyf sem verið er að mis­nota innan þessa verst stadda hóps. Þessar stað­reyndir eru ekki kveikjan að umræðu um afglæpun og að stefnan virki ekki hér á landi. Hér fór umræðan almenni­lega í gang eftir að Krist­ján Þór Júl­í­us­son lét þau ummæli falla á fundi með Heim­dalli að hann væri opinn fyrir end­ur­skoðun á fíkni­efna­stefnu Íslands. Heimdallur er frjáls­hyggju­afl og því virð­ist upp­sprettan vera frelsi ein­stak­linga til að gera það sem þá langar til án afskipta yfir­valda.

Hvað þarf?

Hér þarf fleiri skaða­minnk­andi úrræði, hér þarf hug­ar­far­s­breyt­ingu og hér þarf búsetu­úr­ræði fyrir þann hóp sem verst er stadd­ur. Hér þarf á að halda að fólk með tví­grein­ing­ar, þ.e fíkni­vanda og geð­sjúk­dóm, búi ekki á göt­unni eða sé fast inni á geð­deild­um. Hér þarf að takast á við þann vanda að fólk mis­noti lyf­seð­ils­skyld lyf og selji þau á svörtum mark­aði. Hér þarf end­ur­hæf­ingu fyrir ein­stak­linga með fíkni­vanda til að geta orðið virkir í sam­fé­lag­inu. Leysum þessi alvar­legu vanda­mál og lögum til í vel­ferð­ar­kerf­inu áður en við komum til móts við ein­stak­linga sem vilja geta tekið eit­ur­lyf án afskipta yfir­valda.

Á meðan umræðan er á þá leið að fólk með fíkni­vanda sé dópistar eða aum­ingjar sem búi í dóp­gren­um, þá erum við ekki komin á stað afglæpun­ar­stefn­unnar sem sam­fé­lag. Fyrst og fremst þarf að breyta við­horfi í garð ein­stak­linga sem glíma við fíkni­vanda. Mann­úð­ar­sjón­ar­miðin í for­gang og svo getum við talað sam­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None