Hugarfarsbreyting í fíkniefnamálum

Hlemmur.a.almynd.jpg
Auglýsing

Tilfinningarök og frjálsleg notkun hugtaka án skýrra skilgreininga á merkingu þeirra eru stór hluti íslenskrar umræðuhefðar. Sérstaklega hvað varðar félagsleg vandamál á borð við fíkniefnavandann.
Á skjánum birtast myndir og við fáum fréttir þess efnis að fíkniefnavandinn sé stjórnlaus og að stefnan sem er við lýði virki augljóslega ekki. Þá fara heyrast kröfur um að afnema bannstefnu í fíkniefnamálum og einhvern veginn látið í veðri vaka að sé við stefnuna sjálfa að sakast. Það mætti líklegast heimfæra röksemdafærsluna „ef fólk gerir þetta hvort sem er virka lögin ekki“ upp á margt annað. Hvað með að spenna ekki bílbelti eða ganga yfir á rauðum kalli á umferðaljósum?

Afglæpun, lögleiðing og pennastrik
Mikið fer fyrir að ekki sé gerður munur á afglæpun og lögleiðingu þegar umræðan fer inn á þessa braut. Í sem skemmstu máli felur afglæpun í sér að einkaneysla fólks sé ekki ólögleg en að sala og dreifing efna sé enn ólögleg. Lögleiðing felur hins vegar í sér að ríkið taki yfir kaup og sölu á eiturlyfjum. Þessu er iðulega blandað saman í umræðunni hér. Það fer ekki heldur mikið fyrir umfangi þess að breyta stefnu í fíkniefnamálum heldur er þetta látið hljóma eins og um eitt pennastrik í lagabálknum sé að ræða.

Hugmyndafræði samfélags
Í Portúgal hefur afglæpun eiturlyfja gengið hvað lengst. Öll eiturlyf hafa verið afglæpavædd og þar með er einkaneysla á öllum eiturlyfjum leyfileg. Þetta er þó ýmsum ann­mörkum háð, þar sem markmið stefnunnar er skaðaminnkun. Það er að segja, þetta byggir á mannúðar­sjónarmiðum en ekki frelsi einstaklingsins til að fá sér eiturlyf þegar hann lystir. Í Portúgal ríkti ófremdarástand og var faraldur í heróín­neyslu sem dró fólk til dauða auk þess sem smitum HIV fjölgaði gífurlega. Það tók yfirvöld tíu ár að þróa stefnu til þess að takast á við þennan vanda. Mannúðar­sjónarmið og skaðaminnkandi nálgun eru leiðarstef afglæpunarinnar. Öflugt velferðarkerfi hefur verið byggt upp og öryggisnet fyrir einstaklinga sem á hjálp þurfa að halda. Áherslan er einnig á að fólk fari í meðferð, komist í viðeigandi úrræði að meðferð lokinni eða að fólk haldi neyslu sinni áfram en fái aðstoð við að halda skaða hennar í lágmarki. Hugmyndin er endurhæfing til að gera fólk kleift að taka þátt í samfélaginu.

Auglýsing

Vandinn á Íslandi
Hér er tölum fleygt fram um að svo og svo margir neyti eiturlyfja og að þetta gangi ekki og það þurfi að breyta stefnunni. Það sem gleymist hins vegar er að verst staddi hópurinn á Íslandi hlýtur enga aðstoð með því að eiturlyfja­neysla verði afglæpavædd. Eins og fjallað hefur verið um undanfarið er hér stór hópur einstaklinga sem glímir við sprautufíkn og geðræn vandamál. Neikvætt viðhorf er ríkjandi í garð fólks með fíknivanda. Einstaklingar í þessum hópi geta engin úrræði fengið nema verða edrú í vissan tíma fyrst og ef það gengur ekki búa þeir á götunni. Ofan á allt saman hafa tölur SÁÁ sýnt að það eru helst lyfseðilsskyld lyf sem verið er að misnota innan þessa verst stadda hóps. Þessar staðreyndir eru ekki kveikjan að umræðu um afglæpun og að stefnan virki ekki hér á landi. Hér fór umræðan almennilega í gang eftir að Kristján Þór Júlíusson lét þau ummæli falla á fundi með Heimdalli að hann væri opinn fyrir endurskoðun á fíkniefnastefnu Íslands. Heimdallur er frjálshyggjuafl og því virðist uppsprettan vera frelsi einstaklinga til að gera það sem þá langar til án afskipta yfirvalda.

Hvað þarf?
Hér þarf fleiri skaðaminnkandi úrræði, hér þarf hugarfars­breytingu og hér þarf búsetuúrræði fyrir þann hóp sem verst er staddur. Hér þarf á að halda að fólk með tvígreiningar, þ.e fíknivanda og geðsjúkdóm, búi ekki á götunni eða sé fast inni á geðdeildum. Hér þarf að takast á við þann vanda að fólk misnoti lyfseðilsskyld lyf og selji þau á svörtum markaði. Hér þarf endurhæfingu fyrir einstaklinga með fíknivanda til að geta orðið virkir í samfélaginu. Leysum þessi alvarlegu vandamál og lögum til í velferðarkerfinu áður en við komum til móts við einstaklinga sem vilja geta tekið eiturlyf án afskipta yfirvalda.
Á meðan umræðan er á þá leið að fólk með fíknivanda sé dópistar eða aumingjar sem búi í dópgrenum, þá erum við ekki komin á stað afglæpunarstefnunnar sem samfélag. Fyrst og fremst þarf að breyta viðhorfi í garð einstaklinga sem glíma við fíknivanda. Mannúðarsjónarmiðin í forgang og svo getum við talað saman.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None