Auglýsing

Hrunið markar enda­lok og nýtt upp­haf í senn. Ósjálf­bæru neyslu­fyll­eríi fólks og fyr­ir­tækja lauk hratt og með skelli. En hag­kerfið verður ekki dæmt af því hvernig það féll heldur hvernig það mun rísa. Enn eru ekki öll kurl komin til grafar en mesta póli­tíska frið­ar­skjól sem stjórn­völd hafa fengið til þess að bæta erf­iða stöðu er nú fram und­an. Ástæðan er sú að þrjú ár eru í næstu kosn­ing­ar, lengsta sam­fellda skeið á milli kosn­inga á sveit­ar­stjórn­ar- og/eða lands­mála­stigi frá hruni. Þetta tíma­bil getur rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, nýtt til þess að styrkja hag­kerfið og opna það upp á gátt fyrir mannauði og fjár­fest­ingu. Umfram allt verður að gefa fólki sjálfs­traust til þess að það trúi því að góðar hug­myndir geti orðið að veru­leika. Gert gagn.

Læra af því sem aflaga fór

Það er auð­velt að velta sér upp úr nei­kvæðum afleið­ingum hruns bank­anna og krón­unnar og það er að vissu leyti nauð­syn­legt. Sér­stak­lega að reyna að leggj­ast yfir stöð­una, safna upp­lýs­ingum saman og greina þær svo að hægt sé að fyr­ir­byggja að sam­bæri­leg staða komi upp aft­ur. Það má ekki gleyma því að neyð­ar­lögin eru ein­stök í mann­kyns­sög­unni. Aldrei fyrr hefur þjóð staðið frammi fyrir efna­hags­legu altjóni, eftir að fífldjörf hag­stjórn stjórn­mála­manna og stjórn­enda stærstu fyr­ir­tækja lands­ins leiddi landið næstum til efna­hags­legrar glöt­un­ar. Von­andi verður hægt að læra af þessum mörgu og stóru mis­tökum sem aug­ljós­lega voru gerð. Kom­andi kyn­slóðir eiga það skil­ið.

Það sem blasir nú við sem helsta verk­efnið fram undan er að finna leið út úr hafta­bú­skapn­um. Það ömur­lega við hann er að hann býr til stétta­skipt sam­fé­lag með marg­vís­legum nei­kvæðum áhrif­um. Eng­inn ætti að sætta sig við slíkt.

Að þessu sinni verður þessi staða ekki gerð að helsta umfjöll­un­ar­efni en ég trúi því að rík­is­stjórn Íslands sé ein­beitt í því að koma land­inu úr þess­ari ömur­legu ver­öld hafta og hags­muna­bar­áttu. Það er gott að hún sé að vinna með færum sér­fræð­ingum á þessu sviði en best væri að hafa gagn­sæi að leið­ar­ljósi í þeirri vinnu, þar sem almanna­hags­munir eru und­ir.

almennt_05_06_2014

Auglýsing

Jákvæðar hliðar hruns­ins

Já­kvæðar hliðar hruns­ins hafa ekki verið mikið ræddar og kannski ekki að ástæðu­lausu. Af nægu nei­kvæðu er að taka. En hinar jákvæðu hliðar eru sýni­legar og birt­ast ekki síst í kröft­ugra nýsköp­un­ar­um­hverfi en hér hefur verið um ára­bil. Ástæðan fyrir því held ég að sé mann­leg fremur en nokkuð ann­að. Þegar bank­arnir hrundu hætti margt vel menntað og reynslu­mikið fólk störfum og fór að gera eitt­hvað ann­að. Þetta á ekki síst við um tækni­menntað fólk á sviði verk­fræði og fleiri raun­greina. Þetta fólk hefur síðan látið til sín taka á öðrum vett­vangi en í fjár­mála­geir­an­um. Dæmi um þetta er fyr­ir­tækið Meniga, sem bein­línis fædd­ist í þessum aðstæð­um. Auk þess hafa fleiri fyr­ir­tæki í örum vexti á und­an­förnum árum, eins og TM Software og CCP, notið góðs af þessu þar sem hæft fólk hefur gengið til liðs við þessi fyr­ir­tæki. Þor­steinn Frið­riks­son, for­stjóri Plain Vanilla, hefur tjáð sig um það sama; hér á Íslandi séu að mörgu leyti kjör­að­stæður til þess að byggja upp fyr­ir­tæki sem hyggst hasla sér völl erlend­is. Ekki síst vegna þess hvað mann­auð­ur­inn er mik­ill.

Ég fylgd­ist með ráð­stefn­unni Startup Iceland sem fram fór í Hörpu um síð­ast­liðna helgi, en þar lýstu virtir erlendir fyr­ir­les­ar­ar, þar á meðal Bre Pett­is, for­stjóri þrí­vídd­ar­teikni­fyr­ir­tæk­is­ins Maker­Bot, Íslandi sem suðu­potti fyrir frum­kvöðla og nýsköp­un. Þeir fyndu fyrir því að þessar aðstæður væru fyrir hendi hér, ekki síst vegna mannauðs og vax­andi skiln­ings atvinnu­lífs­ins á mik­il­vægi frum­kvöðla­starf­semi. Nokkur atriði hafa skipt miklu máli í þessu sam­hengi eftir hrun­ið. End­ur­reistu bank­arnir hafa sýnt þessum anga meiri áhuga en fyrir hrun. Ekki síst hefur Startup Reykja­vík við­skipta­hrað­all­inn, sem Arion banki og Klak Innovit hafa leitt, dregið frum­kvöðla­starfið fram í skýr­ara dags­ljós og gefið fólki tæki­færi til að koma hug­myndum sínum á næsta stig. Á þeim þremur árum sem við­skipta­hrað­all­inn hefur staðið yfir hafa 30 fyr­ir­tæki á frum­þroska­stigi orðið til, og tugir starfa á árs­grund­velli í kjölfarið. Sum þess­ara fyr­ir­tækja standa á spenn­andi tíma­mótum og eru að sækja sér fé á erlenda mark­aði. Íslands­banki og Lands­bank­inn hafa enn fremur verið að styrkja fjár­fest­inga­um­hverfi á sínum vett­vangi, sett upp sjóði sem fjár­festa í nýsköpun á ýmsum sviðum og horfa til langs tíma. Þá stigu Sam­tök atvinnu­lífs­ins mik­il­vægt skref og stofn­uðu sér­stakan vett­vang, Litla Ísland, sem vinnur að fram­gangi lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja. Rann­sóknir sýna að 70 til 80 pró­sent fólks á vinnu­mark­aði starfar hjá þessum fyr­ir­­tækj­um. Athyglin í fjöl­miðlum og umræðu um hags­muna­mál atvinnu­lífs­ins er yfir­leitt ekki í sam­ræmi við þetta.

Lang­tíma­hugsun

Kraft­mikið frum­kvöðla­starf hefur eina for­sendu fyrir vel­gengni. Það er inn­byggð lang­tíma­hugsun og þol­in­mæði. Nýleg ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar, um að styrkja nýsköp­un­ar- og rann­sókn­ar­starf svo um mun­ar, er gott inn­legg í frum­kvöðla­starf í land­inu. En það má ekki falla í þá gryfju að halda að það verði strax hægt að mæla mik­inn árang­ur. Hann sést á lengri tíma. Í frum­kvöðla­fræðum er þekkt setn­ing sem er svona; Árangur yfir nótt tekur ell­efu ár. Stjórn­mála­menn, og þeir sem stýra fjár­fest­ingu og fjár­magns­hreyf­ingum yfir höf­uð, ættu að hafa þetta hug­fast þegar frum­kvöðla- og nýsköp­un­ar­starfið er ann­ars veg­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None