Velkomin í gerbreyttan veruleika

tunnel.vision.jpg
Auglýsing

Umræðan er komin á skrýtin stað. Stjórn­mála­flokkur sem býður upp á odd­vita sem varar við því að ein trú­ar­brögð fái úthlutað lóð sam­kvæmt lands­lögum fyrir hús til að biðja í, af ótta við að það endi með lands­laga­setn­ingu til að koma í veg fyrir þvinguð hjóna­bönd, lýsir því hneyksl­an­lega yfir þegar hann er gagn­rýndur að hug­mynda­fræði hans byggi á frjáls­lyndi og skyn­semi. Það að hræð­ast eitt­hvað ein­vörð­ungu vegna þess að það er öðru­vísí, og reyna síðan að telja öðru fólki trú um að það eigi að vera hrætt við það, er í raun and­staðan við frjáls­lyndi og skyn­semi.

Líkt og alltaf rís svo póli­tísk rétt­trún­að­ar­kirkja og for­dæmir við­kom­andi ein­stak­linga og stjórn­mála­flokka með allt of miklum ofsa og vill meina þeim að fá að vera heimsk, jafn­vel með lög­um. Í kjöl­farið vakna sjálf­skip­aðir frjáls­hyggjupáfar og for­dæma rét­trún­að­inn fyrir að vilja skerða frelsi og bara leyfa „rétt­ar“ skoð­anir en sleppa því að tækla þá stað­reynd að í upp­haf­lega mál­flutn­ingnum er verið að tak­marka frelsi ákveð­inna trú­ar­bragða að byggja sér kofa við umferð­ar­æð.

Það er nefni­lega ókost­ur­inn við frelsið að margir kjósa að mis­nota það til að kæfa eða skaða aðra. Það sást vel í banka­hrun­inu. Í þeirri umræðu sem nú geisar á það við um alla ofan­greinda hópa.

Auglýsing

„Ég er ekki ras­isti, en...“

Íslend­ingar vilja meina að við séum mjög umburð­ar­lynd þjóð. Sem heild erum við það ekki. Stórir hópar innan sam­fé­lags okkar kunna til dæmis mjög vel að vera skít­hræddir við hluti sem þeir skilja ekki, þekkja ekki og vita í raun ekk­ert um.

„Ég er ekki ras­isti, en...“ er byrjun á setn­ingarunu sem ég hef heyrt í ótelj­andi skipti á minni ævi frá fólki innan fjöl­skyld­unn­ar, sem ég hef verið með í skóla, unnið með eða hitt á öðrum stað í lit­róf­inu. Í kjöl­farið fylgir iðu­lega annað af tvennu: blammer­ing á ein­hverri teg­und kyn­þáttar eða þjóðar fyrir að vera til trafala á Íslandi eða ósmekk­legur brand­ari þar sem svartur maður er kall­aður „nigg­ari“ eða Asíu­búi „grjón“. Þessi andúð og hræðsla byggir iðu­lega á til­finn­ingu, ekki rök­um. Og þar sem til­finn­ingar eru oft skyn­semi eða rök­ræðu sterk­ari eru þær gerðar að aðal­at­rið­inu þegar ákvarð­anir eru tekn­ar. Ákvarð­anir á borð við að kjósa.

Hræðsla sem vin­sælt kosn­ing­at­rikk

Það er því vin­sælt kosn­ing­at­rikk til að hala inn atkvæði með því að höfða til til­finn­inga þeirra sem láta þær stýra ákvörð­un­ar­töku sinn­i.  Það skiptir ekki máli hvort til­finn­ingin er hræðsla, upp­lifun á órétt­læti eða sam­staða gegn meintum óvin­um. Slík kosn­ing­at­rikk eiga oft ekk­ert að duga lengur en fram yfir kosn­ingar og eru sann­ar­lega ekki alltaf hluti af grund­vall­ar­stefnu þeirra stjórn­mála­flokka sem taka þau upp á sína arma.

Þegar trikkið er ekk­ert annað en inni­halds- og raka­laus hræðslu­á­róður sem í felst að minnsta kosti ýjun að skerð­ingu á stjórn­ar­skrár­vörðum mann­rétt­indum ein­hverra minni­hluta­hópa þá eru töfra­menn­irnir oft ásak­aðir um að iðka fas­isma. Og verða mjög sárir og reiðir í kjöl­far­ið.

Það er skilj­an­legt að stjórn­mála­hreyf­ingar vilji ekki láta kenna sig við fas­isma. Hann er enda mjög ómann­eskju­leg og mót­sagn­ar­kennd hug­mynda­fræði sem hefur valdið heims­byggð­inni ómældu tjóni og sárs­auka í gegnum ald­irn­ar. Og þann fas­isma sem náði fót­festu í mörgum stórum ríkjum Evr­ópu í byrjun 20. ald­ar­innar er auð­vitað ekki hægt að yfir­færa á neitt, eða alla vega mjög fátt, sem fyrir finnst í íslenskri umræðu.

En ýmis­legt í fas­ista­stefn­unni lifir góðu lífi þar og er fóðrað af rang­hug­mynd­um, lélegum upp­lýs­ingum og hræðslu við hið óþekkta af skamm­lausum stjórn­mála­mönn­um. Því fas­ismi er meðal ann­ars and­staða við ein­stak­lings­frelsi, varð­staða um kristi­legt sið­gæði, höfnun mann­rétt­inda ef það er talið til hags­bóta fyrir þá hug­mynd um almanna­hag sem við­kom­andi hefur og hvatn­ing til að mynda ein­ingu gagn­vart meintum óvinum þjóð­ar­inn­ar. Og stundum fylgir honum líka rík kyn­þátta­hyggja, þar sem einn kyn­þátt­ur, trú­ar­hópur eða þjóð­flokkur er sagður æðri öðr­um.

Það getur varla talist annað en and­staða við ein­stak­lings­frelsi og höfnun á grund­vall­ar­mann­rétt­indum þegar ýjað er að því að trú ein­hvers sé innviðum sam­fé­lags svo hættu­leg að útbreiðslu hennar verði að stöðva með almanna­hag að leið­ar­ljósi. Ann­ars geti hún verið ógn við inn­gróið krist­legt sið­gæði. Og hvatn­ing til ein­ingu gagn­vart meintum óvinum þjóð­ar­innar er eitt­hvað sem við erum orðin þræl­vön á eft­ir­hrunsár­un­um. Hvort sem hinn meinti óvinur eru Bretar og Hol­lend­ing­ar, Evr­ópu­sam­bandið eða vondir hrægamma­sjóð­ir. Sum hrá­efni í hinum órök­rétta fas­isma er því sann­ar­lega að finna í íslenskri umræðu, þótt eng­inn einn flokkur hafi gert þau að sínum helstu stefnu­mál­um.

Stjórn­ar­skrár­var­inn réttur

Það er ekk­ert nýtt af nál­inni að ala á ótta við Islam. Raunar hefur það verið nokkuð leið­andi stef í stjórn­málum margra vest­rænna ríkja á und­an­förnum árum, sér­stak­lega í kjöl­far hryðju­verka­árásanna á tví­bura­t­urn­anna í New York í sept­em­ber 2001.

En rétt­ur­inn til að trúa á himna­feðga, Múhammeð, skurð­goð, inni­skó eða lúpínu­seyði er stjórn­ar­skrár­var­inn réttur hvers og eins. Þótt hluti þeirrar sirka 1,6 millj­arð manna sem telj­ast til Islam-­trúar nýti sér sína túlkun á trú­ar­brögð­unum til að brjóta á sjálf­sögðum mann­rétt­indum þá er það engin ástæða til að hræð­ast það að þeir rúm­lega 700 múslimar sem búa á Íslandi fái að byggja sér mosku. Þeir lúta enda allir íslenskum lögum og þau öfga­fullu mann­rétt­inda­brot sem framin eru í nafni Islam víðs­vegar um heim­inn stand­ast ekki þau lög.

Sama má raunar segja um fjölda þeirra sömu brota sem framin hafa ver­ið, og eru enn víða fram­in, i nafni kristni. Stjórn­ar­skrá okkar til­tekur líka að mann­rétt­indi séu virt og lög okkar verja þau mann­rétt­indi. Sá sem vill brjóta gegn þeim mann­rétt­ind­um, hvort sem það er á grund­velli kyn­hneigð­ar, trú­ar, kyns eða hvers sem er, kemst ekki upp með það. Skiptir engu hvort við­kom­andi sé Islam-­trú­ar, krist­inn eða bara eitt­hvað handa­hófs­kennt hefð­bund­ið, illa upp­lýst íslenskt kredd­u-­fífl.

Getur ekki átt kök­una og étið hana líka

Það eru jákvæðar hliðar á því að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi náð inn tveimur borg­ar­full­trúum í Reykja­vík með því að ala á hræðslu við múslima. Nú getur sá stjórn­mála­flokk­ur, og raunar eng­inn annar held­ur, ekki lengur átt kök­una og étið hana líka. Þeir geta ekki boðið fram fram­bjóð­endur sem boða umburð­ar­leysi en samt fengið að skil­greina sig sem umburð­ar­lynda flokka.

Nú verða þeir annað hvort að koma fram fyrir skjöldu og gang­ast við því að stefna þeirra sé að tengja við lægsta sam­nefnar­ann eða hafna slíkum mál­flutn­ingi. Og ein­hverjir munu örugg­lega gera það, enda virð­ist vera til nóg af íslenskum kjós­endum sem er mót­tæki­legur fyrir útlend­inga­andúð. Tími volks­ins er lið­inn. Vel­komin í ger­breyttan veru­leika.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None