Aðförin að lýðræðinu

Blikur eru á lofti í lýðræðisþróun í mörgum ríkjum, meðal annars í Bandaríkjunum, skrifar Gunnar Hólmsteinn Ársælsson.

Auglýsing

Nú, á sumr­inu 2021, þegar þetta er skrifað rétt fyrir sum­ar­sól­stöður er kóvi­dinu tekið að slota víða um heim­inn, með und­an­tekn­ingum þó, en bólu­setn­ingar í fjöl­mörgum löndum ganga vel.

Far­ald­ur­inn hefur hrist upp í ýmsum hlutum og sumir segja að ver­öldin muni aldrei verða söm eftir að honum slotar af alvöru, sem verður kannski eftir um 1-3 ár, því stór svæði víða um heim eiga enn eftir að fá nægt bólu­efni, t.d. hinn svo­kall­aði „þriðji heim­ur.“ 

En heims­byggðin mun á end­anum kom­ast yfir þetta og gera það í krafti vís­inda og þekk­ing­ar.

Það er þó annað sem er mikið áhyggju­efni og mun senni­lega hafa alvar­leg áhrif til fram­tíðar en það er það sem ég vil kalla „að­förin að lýð­ræð­in­u.“

Það er nefni­lega svo að víða um heim er verið að sauma að lýð­ræð­is­legum rétt­indum almenn­ings með ýmsum hætti. Þetta er grafal­var­leg þróun og teng­ist kóvid19 með þeim hætti að í nokkrum fjölda landa hafa lög verið sett í skjóli kóvids­ins sem hefta eða draga úr lýð­ræð­inu.

Byrjum í Rúss­landi. Senni­lega hefur Rúss­land ekki verið jafn ófrjálst lengi, eða allt frá því að komm­ún­ism­inn féll og Sov­ét­ríkin hrundu árið 1991. Marg­vís­leg lög hafa verið sett í Rúss­landi á und­an­förnum árum, í valda­tíð Vla­dimírs Pútíns, sem setja frels­inu skorð­ur. Meðal ann­ars sem hefta starf­semi ýmissa frjálsra félaga­sam­taka í land­inu. Starf­semi slíkra sam­taka er nán­ast ómögu­leg í Rúss­landi sam­tím­ans. 

For­set­inn sjálf­ur, Pútín, þolir ekki gagn­rýni. Með­ferð hans á stjórn­ar­and­stæð­ingum og hreyf­ingum þeirra (nú síð­ast Alexei Navalný) er í sam­ræmi við það og sýnir að lýð­ræðið í Rúss­landi er í mol­um. Vegna Pútíns, sem senni­lega telur sig vera hinn útvalda í öllu Rúss­landi, sem er hæfur til að stjórna land­inu. Alexei Navalný hefur nú verið fang­els­aður í þrjú og hálft ár og sam­tök hans bönn­uð.

Áhrif Rússa

Áhrifa Rússa gætir svo í löndum eins og Ung­verja­landi og Hvíta-Rúss­landi. Byrjum á Ung­verja­landi, þar sem nýlega voru sett lög sem banna umfjöllun um sam­kyn­hneigð og mál­efni trans­fólks. Upp­runa­lega var lög­unum beint að kyn­ferð­is­brotum gegn börn­um, en á síð­ustu stundu var nýjum ákvæðum bætt við sem hafa vakið mikla and­spyrnu og óánægju meðal minni­hluta­hópa, sem segja þeim beint gegn sér. Meðal ann­ars eru ákvæði sem  banna að ræða sam­kyn­hneigð í land­inu.

Lög þessi eiga sér fyr­ir­mynd í Rúss­landi en þar grass­erar svokölluð „hómó­fóbía“ eða homma­hræðsla. Talið er að með setn­ingu þeirra sé Orban að tryggja sér atkvæði íhalds­samra kjós­enda í kom­andi þing­kosn­ingum á næsta ári. Til að tryggja sér þessi atkvæði þarf að búa til blóra­böggla og þá eru sam­kyn­hneigðir „gagn­leg­ir.“ Gömul trix, notuð aftur og aft­ur!

Ung­verskt lýð­ræði í molum

Lýð­ræði í Ung­verja­landi hefur staðið mjög höllum fæti undir stjórn Vikt­ors Orbans og ástandið ein­ungis versnað síðan hann tók við völd­um. Sjálfur var Orban einu sinni mikil lýð­ræð­is­sinni, en það er liðin tíð, fyrir löngu síð­an. 

Hátt í 500 lög hafa verið sett í valda­tíð Orbans (frá 2010) sem meira og minna draga úr frelsi en auka völd Orbans og fylg­is­manna hans. Land­inu er í raun stjórnað af Orban og klíku „Or­banista.“ Valdið spillir og er vand­með­far­ið.

Auglýsing
Óháði háskól­inn CEU (Central European Uni­versity) var neyddur til þess að flytja starf­semi sína til Vín­ar­borg­ar. Stofn­andi hans var George Soros, ríkur Ung­verji af gyð­inga­ætt­um, sem sætt hefur ofsóknum af hendi ung­verskra yfir­valda og er sagður vera óvinur Ung­verja­lands. Hann hefur á ferli sínum ýtt undir frjáls­lynd sjón­ar­mið, en þau „fíla“ Orban og félagar ekki leng­ur. Þeirra við­mið eru ein­ungis völdin sjálf.

Á lýð­ræð­is­mæli­kvarða banda­rísku sam­tak­anna „Freedom Hou­se“ skorar Ung­verja­land aðeins 50% af 100% mögu­leg­um. Ung­verja­land er því aðeins frjálst að hluta til og meðal ann­ars hefur verið saumað að öllum frjálsum fjöl­miðlum und­an­farin ár og flestir þeirra komnir í eigu „vina Orbans“. Segja má því að lýð­ræðið sé í molum í Ung­verja­landi, landið er „svarti sauð­ur­inn“ innan ESB og á þar í raun­inni ekk­ert heima eins og staðan er núna.

Slæmt ástand í Pól­landi og alræð­is­rík­inu Hvíta-Rúss­landi

Víðar í Aust­ur-­Evr­ópi er ástand lýð­ræðis slæmt, t.d. í Pól­landi og Hvíta-Rúss­landi. Á und­an­förnum árum hefur á ýmsum sviðum verið unnið gegn því sem kall­ast lýð­ræði og mann­rétt­indi. Til dæmis hefur réttur kvenna til fóst­ur­eyð­inga verið tak­mark­að­ur, bannað er að móðga for­set­ann og helsti valda­flokkur lands­ins PiS (Lög og rétt­ur), hefur reynt eftir fremsta megna að tak­marka gagn­rýni í fjöl­miðlum og þá hefur mark­visst verið reynt að auka völd flokks­ins í dóms­kerf­inu, til dæmis í stjórn­laga­dóm­stóls lands­ins.

Hvíta-Rúss­land er svo síð­asta vígi komm­ún­isma og hrein­rækt­aðs alræðis í Evr­ópu. Þar er skúrkur og glæpa­maður að nafni Alex­ander Lúk­asjenkó við völd og hefur verið á valda­stóli í næstum þrjá ára­tugi. Land­inu er stjórnað af ein­ræð­is­herra og þar eru mann­rétt­indi fótum troð­in, ofan í svað­ið! Í venju­legu lýð­ræð­is­ríki yrði Lúk­a­sjénkó sóttur til saka fyrir glæpi sína gagn­vart þjóð sinni.

Í grein árið 2019 fór ég yfir feril Lúka­skj­enkó, en ástandið í land­inu hefur ein­ungis versn­að. Mikil mót­mæli hafa verið í land­inu und­an­farin miss­eri og þús­undir manna verið hand­tekin af örygg­is­lög­regl­unn KGB, sem er enn starf­andi í land­inu. Pynt­ingar og lík­ams­meið­ingar eru dag­legt brauð.

Vél Ryanair neydd til lend­ingar

Nýjasta dæmið um glæp­sam­legt athæfi stjórn­valda í land­inu er þegar far­þega­þota á vegum hins írska Ryanair var þvinguð til að snúa til höf­uð­borg­ar­innar Minsk, þar sem hún var á leið­inni frá Grikk­landi til Vilnius í Lit­háen. 

Um borð var þekktur stjórn­ar­and­stæð­ingur og blaða­mað­ur, Roman Prota­sevic.  Hann var umsvifa­laust hand­tek­inn og situr nú í varð­haldi, ákærður fyrir hryðju­verka­starf­semi. Hann á yfir höfði sér dauða­refs­ingu, en Hvíta-Rúss­land og Rúss­land eru einu löndin i Evr­ópu með dauða­refs­ingu. Yfir­völd í Hvíta-Rúss­landi njóta stuðn­ings eða að minnsta kosti hlut­leysis Rússa í kúg­un­ar­að­gerðum sínum gegn almennum borg­urum þar í landi. Enn og aftur Pútín-á­hrif­in!

Kína: Engin lýð­ræð­is­þróun – Xi Jin­p­ing herðir tökin

Sé litið til Asíu blasir við að í stærsta ríki þeirrar heims­álfu og heims­ins, Kína, er ekk­ert í gangi sem kall­ast gæti lýð­ræð­is­þró­un. Þar er að verða til mesta eft­ir­lits­sam­fé­lag heims, þar sem fylgst er með hegðun fólks í gegnum ótelj­andi (millj­ón­ir?) mynda­vél­ar. Undir stjórn núver­andi vald­hafa, Xi Jin­p­ing (frá 2013) hafa tök stjórn­valda á öllu sam­fé­lag­inu ein­ungis verið hert. 

Aðgerðir kín­verskra stjórn­valda í Hong Kong eru svo sér kap­ít­uli útaf fyrir sig, en mark­visst hefur verið unnið að því síð­ustu ár að mylja í sundur það sem kall­ast gæti lýð­ræði þar. 

Bretar afhentu Kín­verjum Hong Kong (sem var nýlenda Breta) sum­arið 1997 og síðan þá hefur leiðin ein­ungis legið niður á við. Nú ríkir níst­ings­kaldur fimb­ul­vetur í lýð­ræð­is­málum í Hong Kong, sem er ein­fald­lega verið að kæfa, rétt eins og ein­stak­ling sem verið er hægt og bít­andi að kyrkja. 

Um mitt síð­asta ár voru sett ný örygg­is­lög, sem í raun er ætlað að glæpa­væða alla and­stöðu við kín­versk yfir­völd. Þungir dóm­ar, meðal ann­ars lífs­tíð­ar­dómar eru í nýju lög­un­um, sem gera lands­stjóra Hong Kong (sem val­inn er ef Pek­ing) leyfi til að ráða og reka dóm­ara og að rétt­ar­höld séu haldin fyrir luktum dyr­um. Kúgun og mann­rétt­inda­brot eru því leið­ar­stefið í mál­efnum Hong Kong um þessar mund­ir, sem eitt sinn var sá staður í Asíu sem litið var upp til.

Kín­versk stjórn­völd kúga að öllu leyti svo minni­hluta­hóp sem kall­ast „Úígúr­ar“, sem eru múslim­ar. Þeir eru um 12 millj­ónir manna, eða álíka og allir íbúar í Sví­þjóð. Síðan 1949 hafa Kín­verjar einnig kúgað og traðkað á íbúum Tíbet og kerf­is­bundið reynt að útrýma tíbetskri menn­ingu.

Ugg­væn­leg þróun í „landi hinna frjálsu“

Frá Asíu förum við yfir til „lands hinna frjálsu og híbýla hinna hug­rökku“ („land of the free, home of the brave“) eða Banda­ríkj­anna. Þeir hafa löngum stært sig af því að vera „leið­ar­ljós lýð­ræð­is­ins“ en þar komst til valda ein­stak­lingur árið 2016 sem hafði (og hefur senni­lega) enga trú á lýð­ræði. For­seta­tíð hans sner­ist um hann sjálfan og fjöl­skyld­una, hið óseðj­andi egó.

Sá gerði reyndar alvar­leg atlögu að banda­rísku lýð­ræði á valda­stóli og í stóð í raun fyrir skipu­lagðri árás á banda­rískt lýð­ræði þegar trylltur skríll réð­ist á þing­húsið í Was­hington þann 6. jan­úar á þessu ári. 

Ég er að sjálf­sögðu að tala um Don­ald Trump og fylg­is­menn hans. Fáir for­set­ar, ef eng­inn, hafa unnið jafn ötul­lega að því að van­virða og nið­ur­lægja banda­rískt lýð­ræði, auka van­trú almenn­ings á lýð­ræð­inu þar í landi og þeim stofn­unum sem það fram­kvæma. 

Ekk­ert er sem bendir til þess að svindl hafi átt sér stað í for­seta­kosn­ing­unum í nóv­em­ber eins og Trump hefur ítrekað haldið fram og hann hefur alls tapað 60 lög­sóknum um meint kosn­inga­svindl. Geri aðrir bet­ur! Orð hans þess efnis að um svindl hafið verið að ræða eru  inn­an­tómt gaspur!

Þrátt fyrir ósigur í for­seta­kosn­ing­unum í nóv­em­ber síð­ast­liðnum (sem Trump er ennþá ekki búinn að við­ur­kenna), þá eru Repúblikanar valda­miklir í mörgum fylkjum Banda­ríkj­anna og í dóms­kerf­inu. Þeir hafa mark­visst verið að koma íhalds­sömum dóm­urum að í dóms­kerf­inu og tek­ist það vel. Það er ein­fald­lega þeirra aðgerð­ar­á­ætl­un. Nú eru til dæmis sex af níu dóm­urum Hæsta­réttar skil­greindir sem íhalds­sam­ir. 

Auglýsing
En það sem er kannski meiri áhyggju­efni eru ýmis lög sem sett hafa ver­ið, eða verið er að setja í ýmsum fylkjum lög þar sem Repúblikanar eru sterkir, sem miða að því að tak­marka með ýmsum hætti kosn­inga­þátt­töku kjós­enda. Lög, sem er þá aðal­lega beint gegn svört­um, en mun fleiri þeirra kjósa Demókra­ta­flokk­inn en Repúblik­ana. 

Í mars síð­ast­liðnum birt­ist frétt í hinu virta dag­blaði Was­hington Post, þess efnis að um 250 lög væru nú í bígerð í 43 fylkjum (af 50) sem ætlað er að tak­marka póst­kosn­ingar og utan­kjör­fund­ar­kosn­ingu. Fjölda­mörg önnur ákvæði eru í mörgum þess­ara laga, til þess eins að skerða kosn­inga­frelsi. Til dæmis er í nýjum lögum í Georg­íu-­fylki búið að skil­greina það sem glæp gefa fólki sem stendur í röð og bíður eftir aða fá að kjósa, að borða og drekka.  Hversu klikkað er það? En hverjir skil­greina hvað er glæpur – jú menn­irn­ir!

Líta má á flest þess­ara laga sem við­brögð Repúblik­ana við og jafn­vel „end­ur­gjald“ („pa­yback“) fyrir þá stað­reynd að það var einmitt með utan­kjör­fundar og póst­at­kvæðum sem Demókratar tryggðu demókrat­anum Joe Biden for­seta­stól­inn. 

En nú skal komið í veg fyrir að slíkt end­ur­taki sig. Þetta er ugg­væn­leg þróun og hlýtur að draga dökkan skugga yfir banda­rískt lýð­ræði.

Í þess­ari grein hefur verið reynt að fara yfir og draga upp mynd af þróun lýð­ræðis í heim­inum árið 2021. Lýð­ræði er aðeins manna­verk og það er auð­velt að kippa því úr sam­bandi. Það var gert á aðeins hálfu ári eftir að nas­istar komust til valda í Þýska­landi árið 1933. Lýð­ræðið þarf að passa og rækta. Það er ekki gefið að alltaf ríki lýð­ræði.

En lýð­ræði eru ekki bara stjórn­mál og kosn­ing­ar, lýð­ræði eru allt það sem við köllum almenn mann­rétt­indi, rétt­indi sem hver ein­stak­lingur á að hafa til orðs og æðis. Eða eins og svo vel er að orði kom­ist í banda­rísku stjórn­ar­skránni: „Li­fe, liberty and the pursuit of happiness“ – líf, frelsi og leitin að ham­ingj­unn­i.“ Þetta eru rétt­indi sem höf­undar hennar sögðu að í raun ætti ekki að vera hægt að taka með neinum hætt af ein­stak­ling­um. Og það er rétt - og það má ekki ger­ast.

Höf­undur er MA í stjórn­mála­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar