Af hjólreiðum, einka­bílnum og meintri aðför

000_Par7821745.jpg
Auglýsing

Það er margt í opin­berri umræðu sem ég hrein­lega skil ekki. Eitt af því er hin svo­kall­aða aðför að einka­bílnum og öll umræðan í kringum það. Jón Gnarr, frá­far­andi borg­ar­stjóri, var í áhuga­verðu við­tali á Vísi í síð­ustu viku. Þar tal­aði hann m.a. um að það sem hefði komið honum einna mest á óvart í starfi sínu sem borg­ar­stjóri væri hversu mik­ill mót­vindur hefði verið með gerð hjól­reiða­stíga. Það þarf svo ekki annað en að skima yfir kommenta­kerfið sem fylgir við­tal­inu til þess að sjá að þessi and­staða er enn mjög lif­andi. Skemmst er líka að minn­ast umræð­unnar um Borg­ar­túnið frá því fyrr í vor.

Af hverju þessi heift?



Ég skil ekki þessa heift í umræð­unni. Af hverju er slæmt fyrir ein­hvern, sama hvaða sam­göngu­máta sá ein­stak­lingur kýs, ef fleiri hjóla? Kona sem keyrir allra sinna ferða ætti að gleðj­ast yfir því þegar fleiri hjóla, þá ætti að vera meira pláss á göt­un­um, fleiri bíla­stæði við áfanga­stað hennar o.s.frv. Karl­mað­ur­inn sem hjólar allra sinna ferða gleðst vænt­an­lega yfir bættumpassamynd hjól­reiða­stíg­um. Ég held þó að við séum flest þannig að við viljum geta valið hvaða sam­göngu­máta við notum hverju sinni enda eru þeir ólíkir og hafa allir ákveðna kosti og galla. Ég elska strætó, bíl­inn minn og hjólið mitt. Síð­ustu ár hef ég lengst af búið við þann lúxus að stunda nám og vinnu mjög nálægt heim­ili mínu, bjó í mið­bænum og gekk í Háskóla Íslands. Núna bý ég í Foss­vog­inum og vinn á Stór­höfða, rétt við Graf­ar­vog­inn.

Þegar ég byrj­aði að vinna þar keypti ég mér bíl. Minn fyrsta bíl. Það var svo sem eðli­legt, ég á líka oft erindi út í bæ vinnu minnar vegna og þá er einka­bíll­inn fínn ferða­máti. Líka í alls konar ann­að. Ég hef ekki orðið vör við að það sé ómögu­legt að vera á einka­bíl í borg­inni, en ég á það reyndar til að vera svo­lítið utan við mig. Strætó er líka frá­bær ferða­máti, t.d. ef ég er að fara að drekka bjór með vinum mínum niðri í bæ. Ég hef heldur ekki orðið vör við það hvað strætó­kerfið er ömur­legt, eins og heyr­ist oft í opin­berri umræðu.

almennt_22_05_2014

Auglýsing

Reykja­vík er frá­bær hjóla­borg



Fyrir nokkrum vikum keypti ég mér nýtt hjól og hef síðan þá reynt að nota það sem mest, þegar það hentar mér. Ég ætla að leyfa mér að full­yrða að Reykja­vík er orðin frá­bær hjóla­borg. Ég hjóla úr Foss­vog­inum upp á höfða um ynd­is­legt umhverfi Elliða­ár­vog­anna og Graf­ar­vogs­ins. Ég hjóla í Vest­ur­bæj­ar­laug­ina og niður í bæ fram­hjá Naut­hóls­vík­inni og flug­­vell­inum og á hverjum degi finn ég ein­hvern nýjan snilld­ar­stað í borg­inni sem ég hefði aldrei fundið án þess að vera á hjóli. Stemn­ingin á hjóla­stíg­unum minnir mig stundum helst á Kaup­manna­höfn, eina af mínum upp­á­halds­borg­um. Allir bros­andi glaðir á hjól­unum sín­um, sumir í gulum vestum með end­ur­skins­merki, aðrir með kaffi­bolla á stýr­inu og með blóm í körf­unni. Telj­ar­inn á Suð­ur­lands­braut­inni hjálpar líka til, ég hvet alla til að hjóla þar fram­hjá af því það er svo gam­an. Ég var nr. 722 þann dag í síð­ustu viku sem ég átti leið þar hjá.

Gefum breyt­ingum séns



Ég reyndi að grúska aðeins í tölum varð­andi kostnað við gatna­kerfið og hjóla­stíga­kerfið þegar ég var að skrifa þessa grein. Það hafa verið skrif­aðar heilu skýrsl­urnar um þetta en samt erum við ennþá að ríf­ast um þetta. Það blasir nátt­úru­­lega bara við að hjóla­stíga­kerfið er miklu ódýr­ara en gatna­kerf­ið, maður þarf ekki að vera verk­­fræð­ingur til að átta sig á því. Í hjól­reiða­­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar fyrir árin 2010-2020 segir að á þessu 10 ára tíma­bili muni spar­ast 7,3 millj­arðar í við­haldi gatna­­kerf­is­ins. Á árinu 2014 á að eyða 500 millj­ónum í göngu- og hjóla­stíga og það á að gera alveg hell­ing. Ætli upp­hæðin hafi ekki verið svipuð síð­ustu ár? Þetta eru ekki miklir pen­ingar fyrir þessa gríð­ar­legu bót á hjól­reiða­stíga­kerf­inu og lífs­gæðum borg­ar­­búa og gesta borg­ar­inn­ar. Getum við ekki alla­vega gefið þessu séns, sparað aðeins heift­ina og þá kannski leys­ast allar umferðartepp­urnar sem fara í taug­arnar á þeim sem kvarta bara af sjálfu sér? Við ættum öll að geta notið borg­ar­innar okkar og þess sem hún býður upp á, sama hvernig við kjósum að ferð­ast.

Höf­undur er ­fé­lagi í Sam­tökum um bíl­lausan lífs­stíl.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None