Af hverju er allt í upplausn á Alþingi?

Ásgeir Berg Matthíasson
Al--ingi.jpg
Auglýsing

Um helg­ina bár­ust fregnir af því að John Nash, stundum nefndur faðir leikja­fræð­inn­ar, hefði lát­ist í bílslysi í New York ásamt konu sinni. Nash, sem kom­inn var vel á níræð­is­ald­ur, átti þrátt fyrir allt, ansi erf­iða ævi sem mark­að­ist mjög af bar­áttu hans við alvar­legan geð­sjúk­dóm. Flestir les­enda kann­ast lík­lega við Nash úr kvik­mynd­inni A Beauti­ful Mind sem fjall­aði um ævi hans.

Leikir og Nas­h-­jafn­vægi



Meðal leikja­fræð­inga er Nash þó helst þekktur fyrir upp­götvun sína á einu af lyk­il­hug­tökum leikja­fræð­inn­ar: Nas­h-­jafn­væg­inu (e. Nas­h-equili­brium). Full­komin skil­grein­ing á því hvað Nas­h-­jafn­vægi er, er ansi tækni­leg en hug­myndin sjálf er í raun ekki svo flók­in. Í sem stystu máli er leikur á máli leikja­fræð­inga líkan til að reyna að skilja hvernig ákvarð­anir eins hafa áhrif á ákvarð­anir ann­ars, þar sem tekið er til­lit til alls þess sem leik­menn geta gert og hverjar afleið­ingar gjörða þeirra eru; útkomur þeirra. Ef gert er ráð fyrir að allir leik­endur reyni að hámarka útkomu sína í leikn­um, er Nas­h-­jafn­vægið ein­fald­lega besta mögu­lega útkoma sem allir leik­menn geta feng­ið, að því gefnu að þeir viti hvaða ákvarð­anir hinir hafa þá þegar tek­ið. Stundum er þetta orðað þannig að Nas­h-­jafn­vægi sé náð þegar eng­inn leik­maður sér ástæðu til að skipta um skoðun eftir að hafa séð ákvarð­anir allra hinna.

Sá leikur sem er einna best til þess fall­inn að sýna hvað Nas­h-­jafn­vægi er, er hin svo­kall­aða „fanga­klemma“ (e. Pri­soner’s Dilemma). Klemman er þessi: Hugsið ykkur tvo ræn­ingja sem gripnir eru við iðju sína, þá Kasper og Jón­at­an. Bæj­ar­fó­get­inn segir þeim að refs­ingin við broti þeirra sé sex mán­aða fang­elsi en hann geti þó ekki sak­fellt þá nema að minnsta kosti annar játi. Það kemur þó ekki mikið að sök, því Jesper hafi sagt honum af ýmsum öðrum afbrotum þeirra og muni hann fá þá dæmda í þriggja mán­aða fang­elsi, verði þeir sýkn­að­ir. Því næst færir hann þá í fang­elsið og vistar hvorn í sínum klefa þar sem þeir geta engum skila­boðum komið hvor til ann­ars. Um nótt­ina heim­sækir hann Kasper og gerir honum eft­ir­far­andi til­boð: „Ját­irðu glæp­inn en Jón­atan ekki, þá skal ég sjá til þess að þú fáir ein­ungis tveggja mán­aða fang­elsi. Ef þið játið báð­ir, verður refs­ingin fimm mán­uð­ir. Játi Jón­atan, en þú ekki, muntu sitja inni alla sex mán­uð­ina.“ Því næst fer hann til Jón­atans og gerir honum sama til­boð. Aðgerðum og útkomum ræn­ingj­anna tveggja má lýsa með þess­ari mynd, þar sem fremri talan táknar útkomu Kaspers en sú seinni Jón­atans:

mynd af leik

Auglýsing

Á mynd­inni má sjá að alltaf er betra fyrir Kasper að játa, því útkoma hans er alltaf mán­að­ar­skemmri fanga­vist, sama hvað Jón­atan ger­ir. Ef Jón­atan þeg­ir, þá er best fyrir Kasper að játa, því ann­ars myndi hann sitja inn í þrjá mán­uði í stað tveggja. Ef Jón­atan ját­ar, ætti Kasper líka að játa, því ann­ars sæti hann inni í sex mán­uði í stað fimm. Besti kostur Jón­atans er alltaf hinn sami: að játa. Þeir félagar eru því í þeirri slæmu stöðu að best er fyrir þá hvorn um sig að játa, þrátt fyrir að það væri betra ef þeir báðir þegðu. Fyrst hvor­ugur myndi skipta um skoðun við að heyra af ákvörðun hins, er það Nas­h-­jafn­væg­ið, að báðir játi.

Í þessum leik er það lyk­il­at­riði að ræn­ingj­arnir geti ekki komið skila­boðum hvor til ann­ars, því ef svo væri, þá gætu þeir ein­fald­lega sam­mælst um að þegja og fengið allra­bestu mögu­legu útkomu fyrir heild­ina---að segja ekk­ert.

Ástandið á Alþingi og lausnin á vanda þess



Um langa hríð hefur ástandið á Alþingi verið með miklum ósköpum og svo slæmt að ekki verður lengur við unað: mörg þjóð­þrifa­mál þarf að klára á stuttum tíma en þingið kemur engu í verk. Mál­þóf, ger­ræði og vald­níðsla setja mark sitt á störf þess og virð­ing lands­manna fyrir stofn­un­inni er nán­ast eng­inn. Eng­inn þing­manna virð­ist þó vilja kann­ast við annað en að vera allur af vilja gerður til að bæta ástandið og færa störf þings­ins í betra horf. Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn jafnt sem ráð­herrar lýsa allir yfir áhyggjum sínum yfir stöðu mála og ítreka að þetta þurfi að laga ekki seinna en strax.

Ég vona að les­endur séu ekki allir orðnir svo tor­tryggnir og van­trú­aðir á ein­lægni og heið­ar­leika manna að sjá ekki að á yfir­borð­inu virð­ist þetta vera ráð­gáta: Ef allir eru í raun og veru ásáttir um að ástandið þurfi að laga, hvers vegna lag­ast það þá ekki? Svarið er að finna í leikja­fræði: Að því gefnu að allir þing­menn vilji sem best ná sínum stefnu­málum á fram­færi, eru þing­sköp með þeim hætti að best er að sýna engan sam­starfsvilja. Ef stjórnin sýnir sam­starfsvilja, þá getur stjórn­ar­and­staðan valtað yfir hana og öfugt. Fyrst allir þing­menn trúa því ein­læg­lega að best sé að þeirra mál nái fram, eða það skulum við vona, er það ekki útkoma sem þeir geta sætt sig við---að láta póli­tíska and­stæð­inga ná öllu sínu fram---og afráða þeir því að vinna ekki með þeim.

Það er því ljóst að reyni annar aðil­inn að bæta ástand­ið, getur hinn alltaf bætt útkomu sína með að mis­nota góð­vilja hins. Nas­h-­jafn­vægið á Alþingi er því það að halda öllu í upp­lausn: það er alltaf besti leik­ur­inn að halda öllu í gísl­ingu, sama hvað mót­spil­ar­inn ger­ir. Líkt og í fanga­klemm­unni væri hægt að leysa vand­ann með sam­skipt­um, að ákveða ein­fald­lega að stunda betri siði. Vand­inn við þessa lausn er að Alþing­is­menn eru líkt og þjóð­in: þeir van­treysta sjálfir Alþing­is­mönnum og geta þeir því ekki treyst að slík sátt myndi halda.

Lausnin á fanga­klemm­unni er ekki að finna betri fanga: allir góðir ræn­ingjar sem stæðu frammi vali Kaspers og Jón­atans myndu að sjálf­sögðu játa. Að sama skapi er lausnin á vanda þings­ins ekki (ein­ung­is) að kjósa betri þing­menn. Vand­inn er leikja­fræði­leg­ur, og þarf því að breyta leiknum til að fá betri útkom­ur. Það má gera með því ann­ars vegar að byggja upp traust að nýju eða breyta þing­sköp­um.

Gall­inn við fyrri leið­ina er að hún tekur tíma og er ein­ungis mögu­leg með góðu sam­starfi, sem ekki er til stað­ar. Vand­inn við hina seinni er að menn gætu freist­ast til að leysa málið með að láta of mikil völd í hendur meiri­hlut­ans. Sjálfur held ég að besta leiðin sé að færa mál­skots­rétt­inn í hendur minni­hlut­ans og þing­rofs­valdið í hendur þjóð­ar­inn­ar, en það er efni í aðra grein.

En hvort heldur sem er, þá þarf það að ger­ast án taf­ar.

Höf­undur er rök­fræð­ingur og stundar meist­ara­nám í heim­speki við háskól­ann í St. Andrews í Skotlandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None