Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?

Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar um bága stöðu þolenda í réttarkerfinu og segir lágt sakfellingarhlutfall mikið áhyggjuefni. „Hvað þýðir að mál sé „nógu líklegt til sakfellingar“? Af hverju er verið að fella svona mörg mál niður?“

Auglýsing

Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands, Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkja­banda­lag Íslands hafa skilað inn sam­eig­in­legri skugga­skýrslu til nefndar sem starfar á grund­velli samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um afnám allrar mis­mun­unar gagn­vart konum (Kvenna­sátt­mál­ans). Nefndin und­ir­býr nú fund þar sem full­trúar íslenska rík­is­ins munu sitja fyrir svörum um fram­kvæmd Kvenna­sátt­mál­ans.

Í skýrsl­unni var m.a. gerð grein fyrir bágri stöðu þolenda í rétt­ar­kerf­inu. Það þarf að ráð­ast í alls­herjar breyt­ingar á því og fara í gagn­gera end­ur­skoð­un. Þrátt fyrir að rétt­ar­kerfið virki vel ýmsum mál­um, þá virð­ist kerfið ekki vera í stakk búið til að takast á við kyn­bundið ofbeldi og þau mál sem ger­ast í skjóli einka­lífs­ins og skilar því oft ósann­gjörnum nið­ur­stöðum sem end­ur­spegla raun­veru­leika kvenna.

Auglýsing

Lágt sak­fell­ing­ar­hlut­fall er mikið áhyggju­efni. Hvað þýðir að mál sé „nógu lík­legt til sak­fell­ing­ar“? Af hverju er verið að fella svona mörg mál nið­ur? Hvers vegna er hægt að fella niður mál því það þyki „ekki lík­legt til sak­fell­ing­ar“ þegar erfða­efni (DNA) liggur fyr­ir, sem og vitni? Hvernig eiga þá önnur mál að eiga séns? Hver er að fella þessi mál nið­ur? Þetta þarf að skoða nán­ar. Ein­hverjar ástæður nið­ur­felldra mála má rekja til of ríkrar sönn­un­ar­byrðar og/eða að rann­sókn hafi tekið of langan tíma. Maður sem var kærður fyrir til­raun til nauðg­unar í októ­ber 2021 hefur ekki ennþá verið birt kær­an. 105 dagar eru liðnir frá því hann var kærður og enn er ekki búið að taka skýrslu af hinum kærða. Þegar mál drag­ast á lang­inn eiga vitni eiga erf­ið­ara með að fram­kalla minn­ingar frá atburð­in­um. Það þarf aukið fjár­magn, aukna þekk­ingu fólks sem starfar í mála­flokkn­um, sem og að ráð­ast í rót­tækar breyt­ingar eins og nefnt var hér fyrir ofan. Það þarf einnig að leggja þyngra vægi á orð þolenda og sál­fræð­inga. Eitt nei kærðs manns vegur hærra en sann­anir og orð kær­anda í kerf­inu eins og það virkar í dag.

Einnig lýsir skýrslan yfir miklum áhyggjum af því að ger­endur geti nýtt kerfið gegn þolendum sínum og beitt þau þannig áfram­hald­andi ofbeldi í formi kæru fyrir rangar sak­ar­giftir og/eða æru­meið­ing­ar. Það þarf að end­ur­skoða þessa mögu­leika og útsetja þannig að aug­ljósar vís­bend­ingar þurfi að liggja fyrir svo hægt sé að kæra fyrir rangar sak­ar­giftir eða æru­meið­ing­ar, ann­ars er þetta enn eitt þögg­un­ar- og ofbeldistólið sem ger­endur hafa aðgang að.

Það er umhugs­un­ar­efni að lands­réttur snúi við dómum í kyn­ferð­is­of­beld­is­málum oftar en í öllum öðrum málum og má setja spurn­ing­ar­merki við að kyn­ferð­is­brot fyrn­ist. Í kjöl­far vit­unda­vakn­inga í sam­fé­lag­inu eru konur opn­ari fyrir því að skila skömminni og hjá sumum felst það í að leggja fram kæru, sama hversu mörg ár hafa liðið frá atburð­in­um. Þær hins­vegar geta það ekki nema þær hafi verið undir 18 ára þegar brotið var á þeim. Þetta þarf að end­ur­skoða. Einnig þarf að skoða betur lag­ara­mmann í kringum staf­ræn kyn­ferð­is­brot og fyrn­ing­ar­tíma á þeim. Oft á tíðum eru þolendur staf­ræns kyn­ferð­is­brots ungar stúlkur sem gætu viljað kæra í náinni fram­tíð.

Auglýsing

Fólk veigrar sér að kæra kyn­ferð­is­of­beldi því þau trúa ekki að rétt­lætið muni sigra. Þetta sést svart á hvítu þegar teknar eru saman tölur frá árinu 2020 á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, frá Stíga­mótum (299 nýjar heim­sókn­ir), Bjark­ar­hlíð (827 nýjar heim­sókn­ir) og Neyð­ar­mót­töku Land­spít­al­ans (130 nýjar heim­sókn­ir) og borið saman við tölur til­kynntar til lög­regl­unnar á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu (tæp 100 mál) og þær sem rík­is­sak­sókn­ari greindi frá (325 með­höndluð mál).

Það er ólíð­andi að kerfið sem á að gæta hags­muna þolenda og vernda þá sé ítrekað að bregð­ast er tengj­ast kyn­bundnu ofbeldi. Það er ekki boð­legt að fólk veigri sér að leita réttar síns vegna þess hvernig rétt­ar­kerfið tekur á þeirra mál­um. Einnig má setja spurn­ing­ar­merki við það hvernig hæsta­rétt­ar­lög­fræð­ing­ar, aðstoð­ar­maður dóms­mála­ráð­herra, fjöl­miðl­ar, lög­reglu­fólk og sam­fé­lagið í heild sinni kom­ast upp með að hefja og við­halda aðför að þolend­um. Þetta þarf að rann­saka og taka föstum tök­um.

Að öllu upp­töldu er kannski ekki skrítið að þolendur veigri sér að leita réttar síns. Við hvetjum því íslenska ríkið til að auka fjár­magn í mál­efni sem bæta stöðu þolenda, gera kynja- og kyn­fræðslu að skyldu­náms­grein og íhuga alls­herjar breyt­ingar á kerf­inu.

Höf­undur er ein af stjórn­ar­konum Öfga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar