Af nákvæmni í hagspám

10016524533-0ff5c08222-z1.jpg
Auglýsing

Kjarn­inn fjall­aði um skekkjur í hag­vaxt­ar­spám í grein sem birt­ist 26. febr­úar sl. undir fyr­ir­sögn­inni „Hag­vaxt­ar­spár Seðla­bank­ans og Hag­stofu Íslands nær alltaf rang­ar“. Í grein­inni segir að spá Seðla­bank­ans um hag­vöxt árs­ins 2006 uppá 4,2% hafi verið eina spá bank­ans sem hafi reynst rétt upp á einn aukastaf. Allar aðrar spár um hag­vöxt á tíma­bil­inu frá árinu 2000 til árs­ins 2013 hafi verið rangar miðað við þessa nákvæmni.

Ásgeir Daníelsson, forstöðumaður Rannsóknar- og spádeildar, Hagfræði- og peningastefnusviðs Seðlabanka Íslands. Þær skoðanir sem koma fram í þessari grein eru höfundar. Ásgeir Dan­í­els­son, for­stöðu­maður Rann­sókn­ar- og spá­deild­ar, Hag­fræði- og pen­inga­stefnu­sviðs Seðla­banka Íslands. Þær skoð­anir sem koma fram í þess­ari grein eru höf­und­ar.

Þessi aðferð við að mæla gæði hag­spáa er nokkuð óvenju­leg en látum það vera. Eitt af því mik­il­væg­asta en jafn­framt erf­ið­asta við kynn­ingu á hag­spám er að útskýra óviss­una í þeim. Stundum verða við­brögðin við slíkum útskýr­ingum eitt­hvað á þessa leið: „Ég heyri það vinur að þú veist bara ekk­ert um þetta.“ Fræg eru ummæli Harry Trumans fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna sem bað um ein­hentan hag­fræð­ing af því að hann var þreyttur á að hlusta á hag­fræð­inga ræða um að „on the one hand“ gæti þetta gerst en „on the other hand“ eitt­hvað ann­að. Þótt óvissa sé í spám – og oft mik­il­vægt að gera sér grein fyrir því hversu mikil hún er og fjalla sér­stak­lega um til­tekna frá­viks­mögu­leika sem eru taldir lík­legir – minnkar það ekki mik­il­vægi þeirra upp­lýs­inga sem fel­ast í (grunn)­spán­um.

Auglýsing

Spár um hag­vöxt á árinu 2006



Saga skekkj­unnar í spánni um hag­vöxt árs­ins 2006 er gott dæmi um þá spennu sem fylgir starfi þjóð­hags­spá­manna. Eins og segir í grein­inni í Kjarn­anum spáði Seðla­bank­inn í fyrsta hefti Pen­inga­mála árs­ins 2006 sem kom út í mars það ár að hag­vöxtur árs­ins yrði 4,2%. Fyrsta opin­bera tala Hag­stof­unnar um hag­vöxt árs­ins birt­ist í mars árið 2007 og hljóð­aði upp á 2,6% sem þýddi að bank­inn hafði ofspáð hag­vext­inum um 1,6 pró­sent­ur. Seinna hækk­aði Hag­stofan matið á hag­vext­inum og frá árinu 2011 var mat hennar að hag­vöxtur árs­ins 2006 hefði verið 4,7% sem þýddi að Seðla­bank­inn hafði van­spáð hag­vexti árs­ins um 0,5 pró­sent­ur. Þannig var staðan þangað til 19. sept­em­ber 2014 þegar Hag­stofan birti end­ur­skoð­aðar tölur um hag­vöxt frá árinu 1998 en þá kom í ljós að hag­vöxtur árs­ins 2006 var 4,2% og – bingó! – spáin frá því í mars 2006 reynd­ist rétt upp á einn aukastaf!

Fyrir nokkrum vikum var danski hag­fræð­ing­ur­inn Lars Christen­sen í við­tali í rík­is­sjón­varp­inu. Þar var honum lýst sem mann­inum sem spáði á árinu 2006 fyrir um krepp­una haustið 2008. Vorið 2006 kom Christen­sen til Íslands og kynnti nýlega skýrslu Danske Bank um íslenskt efna­hags­líf á frægum fundi á Grand Hot­el. Í þess­ari skýrslu er talið lík­legt að efna­hags­sam­dráttur upp á 5-10% verði á Íslandi á næstu tveim árum. Á fund­inum veif­aði Christen­sen ein­taki af Pen­inga­málum Seðla­bank­ans og sagði að þar væri svipuð spá. Þótt báðir aðilar spáðu að hag­vöxtur mundi minnka spáði hvor­ugur því að allir þrír stóru íslensku bank­arnir myndu falla. Ef því hefði verið bætt við spárnar hefðu þær orðið mun dekkri en þær voru.

­Yf­ir­lýst mark­mið þessa fræðslu­efnis er mjög virð­ing­ar­vert, að fræða íslenskan almenn­ing um fjár­mál. Margt er þarna mjög vel gert en ein­hvern veg­inn hefur það æxl­ast svo að mörg lyk­il­hug­tök í hag­fræði eru rang­lega útskýrð

Árin 2004-2006 voru góð ár í íslensku efna­hags­lífi. Hag­vöxt­ur­inn var 8,2% árið 2004, 6,0% árið 2005 og 4,2% árið 2006, allt skv. nýj­ustu tölum Hag­stof­unn­ar. Atvinnu­leysi var mjög lítið en verð­bólgan skaust uppá við á árinu 2006 í kjöl­far lækk­unar geng­is­ins. Hvort sem menn horfðu til þess að ólík­legt er að efna­hags­líf þró­aðs hag­kerfis vaxi á þessum hraða í mörg ár í röð eða höfðu áhyggjur af afleið­ingum ofþenslu, t.d. verð­bólgu, og vildu að stjórn­völd beittu stjórn­tækjum sínum til að draga úr henni, var eðli­legt að búast við því að hag­vöxtur minnk­aði. En hag­vöxtur árs­ins 2007 kom mörgum spá­mönnum óþægi­lega á óvart en þau óþæg­indi komu í áföng­um. Í mars á árinu 2007 spáði Seðla­bank­inn 0,8% vexti. Í mars 2008 þegar Hag­stofan birti fyrstu tölur um hag­vöxt árs­ins upp á 3,8% leit þessi spá ekk­ert afleit­lega út þótt hún væri kannski ekki bein­línis góð. Fljót­lega hækk­aði Hag­stofan matið á hag­vexti árs­ins 2007 og var hann tal­inn 6,0% á árunum 2010-2013 en í end­ur­skoð­un­inni sem birt var 19. sept­em­ber sl. var hag­vöxtur árs­ins orð­inn 9,7% og skekkjan í spá Seðla­bank­ans 8,9 pró­sentur sem er auð­vitað afleitt.

Mis­mun­andi aðferðir við að mæla hag­vöxt



Neðst í grein­inni í Kjarn­anum er vísað í fræðslu­efni um hug­tökin lands­fram­leiðsla og hag­vöxt en þetta efni er hluti af fræðslu­efni sem upp­haf­lega birt­ist í rík­is­sjón­varp­inu undir yfir­skrift­inni „Ferð til fjár“ en Kjarn­inn hefur birt úrdrætti úr þessum þátt­um. Yfir­lýst mark­mið þessa fræðslu­efnis er mjög virð­ing­ar­vert, að fræða íslenskan almenn­ing um fjár­mál. Margt er þarna mjög vel gert en ein­hvern veg­inn hefur það æxl­ast svo að mörg lyk­il­hug­tök í hag­fræði eru rang­lega útskýrð, m.a.s. var virtur og alvöru­gef­inn sjón­varps­maður lát­inn lesa upp ranga skil­grein­ingu á við­skipta­jöfn­uði og fara rangt með sam­hengi við­skipta­jafn­aðar við skulda­stöðu þjóð­ar­bús­ins í þætti sem sýndur var á RÚV 22. jan­úar sl. Í þætt­inum sem vísað er til í grein­inni í Kjarn­anum um spárnar er engin alvar­leg villa en þó gleym­ist ein aðferð við að mæla lands­fram­leiðslu. Hægt er að mæla lands­fram­leiðslu á þrenna vegu: Það er hægt að mæla hvernig fólk og fyr­ir­tæki ráð­stafar pen­ingum sínum til kaupa á nýfram­leiddum vörum og þjón­ustu (ráð­stöf­un­ar­upp­gjör); það er hægt að mæla virð­is­auk­ann í öllum fyr­ir­tækjum lands­ins (fram­leiðslu­upp­gjör) og  það er hægt að mæla tekjur af fram­leiðsl­unni í formi launa, vaxta, hagn­aðar og leigu (tekju­skipt­ing­ar­upp­gjör). Ef allt er rétt reiknað og allar upp­lýs­ingar sem byggt er á réttar eiga þessar þrjár aðferðir að gefa nákvæm­lega sömu nið­ur­stöðu.

En þannig er þetta ekki í reynd, hvorki hér á landi eða í útlönd­um. Hag­stofan birti í fyrsta sinn tekju­skipt­ing­ar­upp­gjör í nóv­em­ber sl. en útreikn­ingur á lands­fram­leiðsl­unni byggir enn á útreikn­ingum frá ráð­stöf­un­ar­hlið og frá fram­leiðslu­hlið. Sú var tíðin að Þjóð­hags­stofn­un, sem sá um þjóð­hags­reikn­inga þangað til hún var lögð niður árið 2002 og Hag­stofan tók þetta verk­efni yfir, birti sér­stak­lega það sem kom út úr upp­gjöri á þjóð­hags­reikn­ingum frá fram­leiðslu­hlið jafn­framt útkom­unni sem fékkst frá ráð­stöf­un­ar­hlið. Mis­munur á mæl­ingum lands­fram­leiðsl­unnar frá ráð­stöf­un­ar­hlið og frá fram­leiðslu­hlið var sýndur í töflum og nefndur „mis­munur upp­gjörs­að­ferða“. Stærstur var þessi mis­munur árið 1990 þegar hann var 8,0% af lands­fram­leiðslu skv. ráð­stöf­un­ar­upp­gjöri og árið 1983 þegar hann var 7,9%. Lægsta gildið var einnig árið 1990 þegar lands­fram­leiðsla skv. fram­leiðslu­upp­gjöri var reiknuð aftur skv. nýjum grunni. Frá árinu 1998 hefur Þjóð­hags­stofn­un/Hag­stofa ekki birt nið­ur­stöður fram­leiðslu­upp­gjörs og ráð­stöf­un­ar­upp­gjörs sér­stak­lega en töl­unum er hag­rætt þannig að útkoman sé sem næst því sem talið er að sé rétta gild­ið. Hag­stofur ann­arra landa nota flestar þessa aðferð og nýta þannig upp­lýs­ingar úr öllum þrem aðferð­unum til að mæla lands­fram­leiðsl­una. Stundum er reiknað út með­al­tal en oft­ast er reynt að leggja mat á áreið­an­leika þess­ara mis­mun­andi upp­lýs­inga og end­an­legt gildi á lands­fram­leiðslu og hag­vexti fundið út frá því.

Sum atriði í vinnslu þjóð­hags­spáa er auð­velt að sjá fyr­ir. Önnur eru erf­ið­ari við­fangs. Fyrir nokkrum vikum var t.d. ákveðið að auka loðnu­kvót­ann á yfir­stand­andi ver­tíð um 320 þús. tonn. Áhrif þess á lands­fram­leiðslu þessa árs eru senni­lega á bil­inu ½ – 1%.

Eitt sinn var hér nefnd að störfum sem hafði það verk­efni að kanna und­an­skot undan skatti og not­aði hún mis­mun upp­gjörs­að­ferða til að mæla umfang slíkra und­an­skota. Gert var ráð fyrir að ráð­stöf­un­ar­upp­gjörið mældi lands­fram­leiðsl­una rétt en að í fram­leiðslu­upp­gjörið vant­aði virð­is­auk­ann hjá þeim sem störf­uðu svart. Þótt hug­myndin að baki þess­ari áætlun sé ekki alveg út í hött er senni­legt að mis­munur upp­gjörs­að­ferða sé lélegur mæli­kvarði á umfang und­an­skota undan skatti. Hins vegar gefur umfang hans og breyti­leiki vís­bend­ingar um óviss­una í mæl­ingum á lands­fram­leiðslu.

Mik­il­vægi þess að greina spá­skekkjur



Grein­ing á skekkjum í spám er mjög mik­il­væg. Þess vegna birtir Seðla­bank­inn reglu­lega yfir­lit yfir skekkjur í spám bank­ans. Nokkur und­an­farin ár hefur umfjöll­unin um skekkjur í spánum birst í síð­asta hefti Pen­inga­mála hvers árs, síð­ast í Pen­inga­málum 2014-4 þar sem fjallað var um skekkjur í spám bank­ans á árinu 2013. Í töflu 4 kemur fram að bank­inn van­spáði hag­vext­inum á árinu 2013 í öllum heftum Pen­inga­mála sem gefin voru út á árinu 2013 og í fyrsta heft­inu sem gefið var út á árinu 2014. Þegar þetta hefti var gefið út lágu fyrir fyrstu tölur Hag­stof­unnar um lands­fram­leiðslu þriggja fyrstu fjórð­unga árs­ins 2013. Með­al­spá­skekkjan í þessum fimm spám var 1,3 pró­sentur og skekkjan í fyrstu spánni var 1,4 pró­sent­ur.

Sum atriði í vinnslu þjóð­hags­spáa er auð­velt að sjá fyr­ir. Önnur eru erf­ið­ari við­fangs. Fyrir nokkrum vikum var t.d. ákveðið að auka loðnu­kvót­ann á yfir­stand­andi ver­tíð um 320 þús. tonn. Áhrif þess á lands­fram­leiðslu þessa árs eru senni­lega á bil­inu ½ - 1%. Verð á olíu hefur lækkað mikið und­an­farna mán­uði með veru­legum áhrifum á verð­bólgu og við­skipta­jöfn­uð. Þegar metin er óvissa í spám um hag­vöxt hér á landi er skekkja upp á 1 pró­sentu ekki stór stærð. Senni­lega er óvissa í mæl­ingum Hag­stof­unnar á hag­vexti líka minnst 1 pró­senta. Þegar óvissan er þetta mikil er óvar­legt að gefa mæl­ingar og spár upp með auka­stöf­um. Þegar Hag­stofan gaf út fyrstu tölu sína um hag­vöxt árs­ins 2007 upp á 3,8% gefur hún til kynna að nákvæmnin í mæl­ing­unni sé 0,1 pró­senta, þ.e. að rétta talan liggi á bil­inu 3,75-3,85%. Afrún­ingur yfir á næstu heilu tölu, 4% í þessu til­felli, væri nær lagi, en það gæfi til kynna að nákvæmnin í mæl­ing­unni væri upp á 1 pró­sentu. Það sama gildir um spár um hag­vöxt. Með þessu er ég ekki að leggja til að Hag­stofan hætti að birta tölur um hag­vöxt upp á einn aukastaf eða að Seðla­bank­inn hætti að birta spár þar sem spáin um hag­vöxt er til­greind með einum aukastaf. Það eru alþjóð­legar hefðir í þessum málum sem erfitt er að brjóta gegn og lands­fram­leiðslan er ekki bara hag­fræði­legt hug­tak heldur hluti af fram­tali sem fram­lög rík­is­ins til alþjóða­stofn­ana tekur mið af. Hins vegar er rétt að hafa þessa stærð á óviss­unni í huga við lestur hagtalna og hag­spáa. Mun­ur­inn á spá upp á 3,2% og annarri upp á 3,3%, eða jafn­vel uppá 3,6% er innan allra eðli­legra skekkju­marka, alla vega hér á landi og senni­lega í mörgum öðrum ríkjum einnig.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None