Af sveitasíma og líkþrá

Vala Hafstað
Ericsson_1939.jpg
Auglýsing

Það er mikið rætt um þá hættu sem steðjar að mál­inu okk­ar. Hvert og eitt getum við hæg­lega lagt okkar af mörkum til að varð­veita þessa ger­semi.

Frum­legir menn hafa bent á hve margt sé til dæmis líkt með Face­book og sveita­sím­anum okkar gamla og mælt með að kalla þessa víð­lesnu bók því góða nafni. Fyrir þá yngri sem ekki átta sig á töfrum sveita­sím­ans vil ég útskýra að hann var þeim kostum búinn að hver bær hafði sína hring­ingu, ýmist stutta eða langa, og mis­marg­ar.

Þar sem ég var í sveit voru hring­ing­arnar þrjár stutt­ar. Ef þannig hringdi var mér sagt að þá, og aðeins þá, ætti ég að taka upp tólið og gæta þess alltaf að tala ekki af mér­—væla til dæmis ekki yfir nokkrum hlut ef for­eldrar mínir hringdu eða masa um hluti sem engum komu við. Sím­inn væri þeirri nátt­úru gæddur að öll sveitin væri þess megnug að hlusta á sam­talið ef henni þókn­að­ist.

Auglýsing

Sími þessi var svo stór hluti af þjóð­arsál­inni að um hann var ort og Haukur Morthens söng um það hvernig upp komst um einka­mál kaupa­kon­unnar hans Gísla í Gröf, því:

„Öll sveitin í háspennu hlerar

ef hringt er að Gröf síðla dags

og Jói eða Jón heyr­ist hvísla:

Kem í jepp­anum eftir þér strax!“

Not­endur nútíma­sveita­sím­ans ættu að hafa þetta í huga þegar þeir líma athuga­semdir á síður sín­ar. Við hlerum öll í háspennu og því best að láta ekk­ert flakka sem sveit­inni kemur ekki við.

En það er ekki nóg með að við hler­um. Ástæðan til þess að við tökum upp sveita­sím­ann er einnig sú að við þráum athygli og sækj­umst eftir atkvæð­um, sem flestir kalla læk. Þetta er hálf­klúð­urs­legt orð, því að gefa læk eða læka minnir á karl­kyns­orðið læk og þar af leið­andi vatns­elg. Það er eins og við séum að skvetta kaldri gusu hvert á annað í hrifn­ingu okk­ar.

Orð­snjall maður hefur bent á að nær sé að vísa til þess að okkur líki við það sem skrifað er og gefa því lík.  Hann benti Gyrði Elí­assyni á þetta, sem umsvifa­laust átt­aði sig á að sjúk­dómur sá sem hrjáir okkur er ein­fald­lega lík­þrá. Við gjóum sífellt aug­unum í átt að far­sím­anum eða tölv­unni í óslökkvandi þrá um fleiri lík. Í hvert skipti sem við líkin bæt­ist fara hormón af stað í höfði okkar sem valda sælu­vímu, en skortur á líkum veld­ur, sam­kvæmt nýj­ustu rann­sókn­um, bæði ugg og kvíða. Þetta er nútíma­far­sótt sem hlífir eng­um.

Leggjum okkar af mörk­um. Tökum upp sveita­sím­ann, gefum líkum líf og þján­ingu okkar nafn sem henni sæm­ir.

Höf­undur er skáld og höf­undur bók­ar­inn­ar: News Muse: Humorous Poems Inspired by Strange News.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None