Af sveitasíma og líkþrá

Vala Hafstað
Ericsson_1939.jpg
Auglýsing

Það er mikið rætt um þá hættu sem steðjar að mál­inu okk­ar. Hvert og eitt getum við hæg­lega lagt okkar af mörkum til að varð­veita þessa ger­semi.

Frum­legir menn hafa bent á hve margt sé til dæmis líkt með Face­book og sveita­sím­anum okkar gamla og mælt með að kalla þessa víð­lesnu bók því góða nafni. Fyrir þá yngri sem ekki átta sig á töfrum sveita­sím­ans vil ég útskýra að hann var þeim kostum búinn að hver bær hafði sína hring­ingu, ýmist stutta eða langa, og mis­marg­ar.

Þar sem ég var í sveit voru hring­ing­arnar þrjár stutt­ar. Ef þannig hringdi var mér sagt að þá, og aðeins þá, ætti ég að taka upp tólið og gæta þess alltaf að tala ekki af mér­—væla til dæmis ekki yfir nokkrum hlut ef for­eldrar mínir hringdu eða masa um hluti sem engum komu við. Sím­inn væri þeirri nátt­úru gæddur að öll sveitin væri þess megnug að hlusta á sam­talið ef henni þókn­að­ist.

Auglýsing

Sími þessi var svo stór hluti af þjóð­arsál­inni að um hann var ort og Haukur Morthens söng um það hvernig upp komst um einka­mál kaupa­kon­unnar hans Gísla í Gröf, því:

„Öll sveitin í háspennu hlerar

ef hringt er að Gröf síðla dags

og Jói eða Jón heyr­ist hvísla:

Kem í jepp­anum eftir þér strax!“

Not­endur nútíma­sveita­sím­ans ættu að hafa þetta í huga þegar þeir líma athuga­semdir á síður sín­ar. Við hlerum öll í háspennu og því best að láta ekk­ert flakka sem sveit­inni kemur ekki við.

En það er ekki nóg með að við hler­um. Ástæðan til þess að við tökum upp sveita­sím­ann er einnig sú að við þráum athygli og sækj­umst eftir atkvæð­um, sem flestir kalla læk. Þetta er hálf­klúð­urs­legt orð, því að gefa læk eða læka minnir á karl­kyns­orðið læk og þar af leið­andi vatns­elg. Það er eins og við séum að skvetta kaldri gusu hvert á annað í hrifn­ingu okk­ar.

Orð­snjall maður hefur bent á að nær sé að vísa til þess að okkur líki við það sem skrifað er og gefa því lík.  Hann benti Gyrði Elí­assyni á þetta, sem umsvifa­laust átt­aði sig á að sjúk­dómur sá sem hrjáir okkur er ein­fald­lega lík­þrá. Við gjóum sífellt aug­unum í átt að far­sím­anum eða tölv­unni í óslökkvandi þrá um fleiri lík. Í hvert skipti sem við líkin bæt­ist fara hormón af stað í höfði okkar sem valda sælu­vímu, en skortur á líkum veld­ur, sam­kvæmt nýj­ustu rann­sókn­um, bæði ugg og kvíða. Þetta er nútíma­far­sótt sem hlífir eng­um.

Leggjum okkar af mörk­um. Tökum upp sveita­sím­ann, gefum líkum líf og þján­ingu okkar nafn sem henni sæm­ir.

Höf­undur er skáld og höf­undur bók­ar­inn­ar: News Muse: Humorous Poems Inspired by Strange News.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast
Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None