Ekki hægt að leka sömu upplýsingum tvisvar

Auglýsing

Á mið­viku­dag fór fram heil umræða á Alþingi, undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta, sem snérist um ásak­anir Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra um að upp­lýs­ingum sem lagðar höfðu verið fyrir þverpóli­tíska sam­ráðs­nefnd um losun hafta hefði verið lekið í fjöl­miðla. Í nefnd­inni sitja full­trúar allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Sig­mundur Davíð sagði að trún­að­ar­brestur hefði orðið eftir fund sam­ráðs­nefnd­ar­innar í des­em­ber og í kjöl­farið hefði upp­lýs­inga­gjöf verið breytt þannig að þeir sem sitja í nefnd­inni fái í raun ekki lengur upp­lýs­ingar um hvað sé að ger­ast.

Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn höfðu spurt for­sæt­is­ráð­herra hvort búið væri að ákveða að not­ast við stöð­ug­leika­skatt í næstu skrefum í átt að losun hafta og sagði Sig­mundur svo vera. Guð­mundur Stein­gríms­son, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, sagði það vera „fynd­ið“ þar sem sam­ráðs­nefndin ætti að funda tveimur dögum síðar þar sem átt hafi að fara yfir stór álita­mál sem tengd­ust þeirri leið með sér­fræð­ing­um. Það væri fyndið að fara í sam­ráð ef búið væri að ákveða leið­ina.

Sig­mundur Davíð sagði að full­trúum flokka hafi verið haldið upp­lýstum í gegnum sam­ráðs­nefnd­ina. „Hins vegar dreg ég enga dul á það að það setti tölu­vert strik í reikn­ing­inn þegar að eftir einn slíkan fund var farið að dreifa upp­lýs­ingum til fjöl­miðla og farið í við­töl jafn­vel til þess að lýsa því sem gerð­ist á þessum fundi og í raun og veru dregin upp á margan hátt röng mynd af því. Það varð til þess að menn hlutu að end­ur­skoða hvernig upp­lýs­inga­gjöf á þessum fundum væri hátt­að,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra.

Auglýsing

Stjórn­ar­and­staðan tók þessum ásök­unum for­sæt­is­ráð­herra væg­ast sagt illa og upp­hófst mikil hitaum­ræða. Á meðal þeirra sem stigu í pontu var Ásmundur Einar Daða­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og aðstoð­ar­maður for­sæt­is­ráð­herra. Hann hafði með sér frétta­skýr­ingu sem birt­ist í Kjarn­anum þann 8. des­em­ber 2014, sama dag og sam­ráðs­hóp­ur­inn fund­aði síð­ast. Ásmundur Einar sagði að í þeirri frétta­skýr­ingu væri því lýst nákvæm­lega sem fram hefði farið á umræddum fundi. Það væri grafal­var­legt að þessum upp­lýs­ingum hefði verið lek­ið. Ræðu Ásmundar Ein­ars má sjá hér að neð­an.

Tvær áætl­anirÍ frétta­skýr­ing­unni sem Ásmundur Einar vís­aði til kom fram að tvær áætl­anir sem tengj­ast losun fjár­magns­hafta hefðu verið kynntar fyrir sam­ráðs­nefnd­inni í hádeg­inu þennan sama dag, 8. des­em­ber 2014. Önnur áætl­unin snýst um að knýja eig­endur aflandskróna til að skipta eignum sínum yfir í skulda­bréf í erlendum myntum til meira en 30 ára á afslætti. Sú áætlun kall­ast Project Slack. Hin áætl­unin snýst um að leggja flatan útgöngu­skatt á allar eignir sem vilja yfir­gefa íslenska hag­kerf­ið. Slíkur skattur myndi leggj­ast jafnt á inn­lendar sem erlendar eign­ir, en ekk­ert var rætt um hversu hár skatt­ur­inn ætti að vera. Síðar kom í ljóst um sá skattur hefur hlotið nafnið stöð­ug­leika­skatt­ur.

Í frétta­skýr­ing­unni kom einnig fram að á fund sam­ráðs­nefnd­ar­innar hefðu komið Glenn Kim, for­maður fram­kvæmda­stjórnar um losun fjár­magns­hafta, og Lee Buchheit, fyrir hönd lög­fræði­stof­unnar Cle­ary Gott­lieb Steen & Hamilton, sem er einn helsti ráð­gjafi stjórn­valda í mál­inu.

Frétta­skýr­ing í Morg­un­blað­inu 18. nóv­em­berÞótt frétta­skýr­ing Kjarn­ans hafi vissu­lega verið ítar­leg, og lýst því sem fram fór á fund­in­um, þá liggur fyrir að upp­lýs­ingar um þessar tvær áætl­anir sem þar voru kynntar höfðu birst í fjöl­miðlum nokkrum dögum áður. Nánar til­tekið 20 dögum áður.

Þann 18. nóv­em­ber 2014 birt­ist í Morg­un­blað­inu mjög ítar­leg, upp­lýsandi og góð frétta­skýr­ing eftir Hörð Ægis­son um mál­ið. Hér er hægt að lesa stutta frétt byggða á skýr­ing­unni. Þar sagði meðal ann­ars: „Til stendur að leggja sér­stakan skatt vegna allra greiðslna slita­búa föllnu bank­anna úr landi til erlendra kröfu­hafa. Sam­kvæmt heim­ildum Morg­un­blaðs­ins er gert ráð fyrir því fyr­ir­liggj­andi til­lögum ráð­gjafa stjórn­valda um losun fjár­magns­hafta að útgöngu­gjaldið verði 35%.

Mun gjaldið einnig ná til aflandskróna eigu erlendra aðila eftir að þeim verður skipt skulda­bréf erlendri mynt til mjög langs tíma. Skatt­ur­inn, sem er eitt af þeim þjóð­hags­legum skil­yrðum sem þarf að hafa til hlið­sjónar við veit­ingu und­an­þágna frá höft­um, verður settur til að tryggja að jafn­ræðis sé gætt við til­slökun höft­um. Eng­inn grein­ar­munur er gerður inn­lendum eða erlendum eignum slita­bú­anna enda séu allar greiðslur til erlendra kröfu- hafa háðar tak­mörk­unum vegna reglna um fjár­magns­höft.

Þrátt fyrir að ekki sé búið að taka end­an­lega ákvörðun um hver skatt­pró­sentan verður hún gæti hugs­an­lega orðið hærri en 35% er ljóst að slita­búin þyrftu að greiða sam­tals mörg hund­ruð millj­arða króna gjald til rík­is­ins hygg­ist þau inna af hendi greiðslur yfir landa­mæri til kröfu­hafa. Bók­fært virði eigna slita­búa Kaup­þings, Glitnis og gamla Lands­bank­ans (LBI) nam tæp­lega 2.600 millj­örðum króna um mitt þetta ár. Erlendir aðilar eiga 94% allra krafna hendur búun­um.“

Í frétta­skýr­ing­unni kom einnig fram að vinnu­heiti ann­arrar áætl­unar fram­kvæmda­stjórnar stjórn­valda um losun hafta sé „Project Slack“.

Tveimur dögum fyrir fund sam­ráðs­nefnd­ar­innar birti Morg­un­blaðið aðra frétta­skýr­ingu þar sem útfærsla þess­ara tveggja áætl­anna var útskýrð frek­ar. Þar kom meðal ann­ars fram að sam­kvæmt „Project Slack“ yrði útgöngu­gjald aflandskrónu­eig­enda þannig að þeir yrðu „þving­að­ir“ til að skipta krónu­eignum sínum á afslætti yfir í skulda­bréf í erlendri mynt til meiri en 30 ára.

34 fréttir um útgöngu­skatt í aðdrag­anda fundarAllt sem kom fram í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans 8. des­em­ber 2014, sem Ásmundur Einar veif­aði úr ræðu­stól Alþingis sem sönnun þess að leki hefði átt sér stað, hafði því efn­is­lega komið fram áður.

Auk þess voru skrif­aðar 34 fréttir í íslenska fjöl­miðla á milli 18. nóv­em­ber og fram að mið­nætti 7. des­em­ber þar sem minnst var á svo­kall­aðan útgöngu­skatt. Tví­vegis hafði verið skrifað um „Project Slack“, í frétta­skýr­ingum Morg­un­blaðs­ins 18. nóv­em­ber og 6. des­em­ber sem minnst er á hér að ofan. Aug­ljóst er því að búið var að leka upp­lýs­ing­unum um áætl­an­irnar sem kynntar voru á fund­inum mörgum dögum áður en þær voru nokkru sinni kynntar fyrir þeim sem sitja í sam­ráðs­hópi um losun hafta.

Það er vert að ítreka að umfjöllun Morg­un­blaðs­ins um áætl­an­irnar var mjög góð og upp­lýsandi. Blaða­mað­ur­inn sem skrif­aði frétta­skýr­ing­arnar var ein­fald­lega að vinna sína vinnu, að nýta sér tengsla­net til að ná í upp­lýs­ingar og koma þeim á fram­færi við les­endur sína. Eins og góðir blaða­menn gera.

Það er nán­ast án und­an­tekn­inga þannig að þegar ein­hver býðst til að leka upp­lýs­ingum þá hefur sá hinn sami, eða að minnsta kosti telur sig hafa, ein­hverja hags­muni af því að upp­lýs­ing­arnar kom­ist í almenna umræðu. Blaða­menn vita þetta og þurfa að meta efni lek­ans sjálf­stætt áður en þeir ákveða að gera fréttir byggðar á þeim. Það þarf að meta hvort upp­lýs­ing­arnar séu frétt­næmar og hvort þær sýni heild­ar­mynd, eða bara brot af henni.

Í þessu til­felli er aug­ljóst að allir góðir blaða- og frétta­menn hefðu nýtt sér upp­lýs­ing­arnar sem Morg­un­blaðið var með undir höndum í nóv­em­ber 2014 með sama hætti og blaðið gerði. Um er að ræða útfærslu á lausn á stærsta hags­muna­máli íslensks sam­fé­lags í dag og efnið átti sann­ar­lega erindi við almenn­ing. Þetta var stór­frétt.

En þegar búið er að fjalla um hluti opin­ber­lega þá eru þeir...op­in­ber­ir. Það er ekki hægt að leka sömu upp­lýs­ing­unum tvisvar. Það er því ein­hver annar en þeir full­trúar allra flokka sem sitja í sam­ráðs­nefnd um losun hafta sem bera ábyrgð á lek­an­um, enda voru þeir ekki upp­lýstir um efnið sem var and­lag hans fyrr en 20 dögum eftir að það birt­ist í Morg­un­blað­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None