Við eigum öll að berjast fyrir mannréttindum

Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir
9496829913_b0965616cd_o.jpg
Auglýsing

Það er ekki mikið leynd­ar­mál að ég er mik­ill jafn­rétt­is­sinni og ákveðin mann­eskja í því er kemur að því að berj­ast fyrir rétt­indum minni­hluta­hópa. Enda hefur það ein­hvern veg­inn alltaf verið eðli­legt fyrir mér. Ef ég á að vera hrein­skilin finnst mér erfitt að skilja hvernig það er ekki eðli­legt en nýleg umræða hefur svo sann­ar­lega gert mér grein fyrir því að það eru ekki allir á sama báti og ég.

Ég hef verið sér­stak­lega hávær í mínu sam­fé­lagi varð­andi mann­rétt­indi „hinseg­in“ fólks (LG­BTQI­A+) en það er mál­efni sem stendur mér nær vegna fjölda vina sem eru partur af LGBTQIA+ sam­fé­lag­inu. En þessi bar­átta mín og minna vina hefur vakið þær hug­myndir hjá ansi mörgum að sjálf sé ég lesbía. Mér stendur nú alveg á sama um það að fólk leyfi sér að giska á mína kyn­hneigð en ég skil ekki alveg þetta við­horf að þú getir ekki staðið upp fyrir rétt­indum ein­hvers ann­ars án þess að vera partur af hópnum sem staðið er upp fyr­ir. Af hverju þarf það að fylgja sög­unni að þú haldir að ég sé lesbía? Geta hvítir ekki staðið upp fyrir svarta? Geta karlar ekki staðið upp fyrir kon­ur? Getur gagn­kyn­hneigð mann­eskja ekki barist fyrir rétt­indum sam­kyn­hneigðra? Getur mann­eskja ekki barist fyrir mann­rétt­indum ann­arra?

Það vilja margir halda því fram að hómó­fóbía sé ekki lengur til í íslensku sam­fé­lagi. Svo­leiðis afneitun gerir engum gott.

Auglýsing

Sjálf langar mig alla­vega ekki búa í þannig heimi þar sem við berj­umst ekki fyrir rétt­indum hvers ann­ars. Mínir „hinseg­in“ fjöl­skyldu­með­limir og vinir eiga ekki að þurfa að hlusta á og lifa með þess­ari þröng­sýni sem gerir oft vart við sig í sam­fé­lag­inu. Ekki reyna að lít­il­lækka bar­áttu þeirra með því að segja „hún berst bara fyrir þessu því hún er pott­þétt lessa.“ Það er ekki það sem skiptir máli og kyn­hneigð þess er berst fyrir mál­staðnum er ekki meg­in­at­riðið - þínir fór­dómar eru vanda­mál­ið.

Það vilja margir halda því fram að hómó­fóbía sé ekki lengur til í íslensku sam­fé­lagi. Svo­leiðis afneitun gerir engum gott. Aðrir vilja meina að jöfn­uð­ur­inn sé „næg­ur“; að hómó­fóbían sé nógu lítil og þess vegna sé ekki þörf á umræð­unni leng­ur. En hvenær er jafn­rétti nógu mikið jafn­rétti? Alla­vega ekki þegar það er ekki orðið að algjöru jafn­rétti. Jafn­rétti er aldrei „næstum því,“ það verður að vera algjört.

Það sem ég var mest vör við þegar bar­áttan gegn for­dómum fór að gera vart við sig í mínu sam­fé­lagi, með stofnun Hinseg­in­fé­lags í fram­halds­skól­an­um, var hræðsla þeirra gagn­kyn­hneigðu við að taka þátt í henni, þá sér­stak­lega með félag­inu, en margir voru hræddir um það að ef þeir tækju þátt þá „munu allir halda að ég sé sam­kyn­hneigður líka“ - en mig langar að spyrja; væri það í alvör­unni endir­inn á heim­in­um? Skiptir meira máli að ein­hver viti að þú sért 100 pró­sent gagn­kyn­hneigður en að hinsegin fólk hljóti rétt­indin sem þau eiga ekki einu sinni að þurfa að berj­ast fyr­ir? Sjáið þið ekki að þetta segir okkur bara hvað vanda­málið er stórt - ef þið meikið það ekki að ein­hver gruni það að þið séuð hinseg­in, hvaða skila­boð er þá enn þá verið að senda til hinsegin fólks? Við þurfum að útrýma þeirri hugsun að það sé eitt­hvað skrítið við það að vera ekki gagn­kyn­hneigður og það sé endir­inn á heim­inum ef gagn­kyn­hneigð mann­eskja er talin sam­kyn­hneigð.

„Jóna og Stína eru hjón“ ætti að vera alveg jafn eðli­leg setn­ing í kennslu­bók grunn­skóla­nema og „Jón og Jón eru hjón.“

Hinsegin fólk er nefni­lega ekki vanda­mál­ið. Hinsegin fólk eyðir ekki tíma sínum í það að mana upp for­dóma í börnum og öðrum í kringum sig. Hinsegin fólk berst fyrir eigin mann­rétt­ind­um, mann­rétt­indum hvers ann­ars og eru sér­stak­lega núna að berj­ast fyrir því að hinsegin börn muni ekki alast upp við það að þau séu öðru­vísi, skrítin og ekki partur af hópnum eða sam­fé­lag­inu. Það er ekki verið að biðja um mikið - það er ekki verið að biðja um neitt - það er bara verið að benda á það að jafn­rétti ríkir ekki í okkar „full­komna“ sam­fé­lagi og koma með hug­myndir um það hvernig skuli breyta því. Það eru rétt­indi hvers og eins að upp­lifa sig öruggt og sam­þykkt í sínu sam­fé­lagi. Leyfum kom­andi kyn­slóðum að vera laus við for­dóma, þau fæð­ast nefni­lega ekki með þá.

„Jóna og Stína eru hjón“ ætti að vera alveg jafn eðli­leg setn­ing í kennslu­bók grunn­skóla­nema og „Jón og Jón eru hjón.“ Ef við gerum það að „norm­inu“ að það sé jafn eðli­legt að eiga tvo pabba eða tvær mömmur alveg eins og það er að eiga eina mömmu og einn pabba, þá útrýmir vanda­málið sér sjálft og sam­kyn­hneigðir krakkar þurfa aldrei að upp­lifa sig öðru­vísi og þar með mun þung­lyndi og sjálfs­vígs­hugs­anir meðal hinsegin barna snar­minn­ka, en sann­leik­ur­inn er sá að tíðni þeirra er ansi há. Þetta er svo aug­ljós lausn og þetta er svo auð­velt, það eina sem við þurfum að gera er opna aug­un, sjá og fram­kvæma.

Höf­undur er for­seti nem­enda­fé­lags Fram­halds­skól­ans í Austur Skafta­fells­sýslu.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None