Opið bréf til þeirra þröngsýnu

Hildur Davíðsdóttir
gylfi_01.jpg
Auglýsing

Ég hef lengi vel vitað af minni jafn­rétt­is­hyggju en sjaldan hefur mér orðið jafn lík­am­lega óglatt við það að lesa um annað eins rugl.

Gylfi Ægis­son vill „vernda börn­in“. Ég líka, ég vil vernda þau frá for­dóm­um.

Ég er alls ekki að saka Gylfa Ægis­son um allt sam­an. Því miður eru til ótal fleiri þröng­sýnir ein­stak­lingar í sam­fé­lag­inu eins og hann, sem geta ekki sleppt tak­inu á þessu fárán­lega gamla hug­ar­fari. Flest ykkar ólust upp á öðrum tím­um. Tímum þar sem allir áttu að vera eins og þeir sem vog­uðu sér að skera sig úr voru útskúf­aðir úr sam­fé­lag­inu. Þið hafið engan skiln­ing á þessu. Lík­leg­ast hafið þið aldrei hitt sam­kyn­hneigðan ein­stak­ling en teljið ykkur samt geta dæmt í þessu máli.

Auglýsing

Ég held því fram að allt laga­safnið og allar gullnu regl­urnar geti fundið rætur sínar í aðeins einni reglu; Allir eiga rétt á því að lifa sínu lífi hvernig sem þeir kjósa, svo lengi sem það skaði ekki aðra.

Það er frá­bært að elska. Að vera hrif­in/n af ein­hverjum er æðis­legt. Hugs­aðu þér ef ein­hver skyldi nú bara ætla að taka það í burtu frá þér, ein­ungis vegna þess að þú ert örv­hent­ur, rauð­hærð­ur, sköll­óttur og svo fram­veg­is. Það er auð­séð hversu bjána­legt það væri enda er full­kom­lega eðli­legt að allir þessir hópar fái að elska, en sam­kyn­hneigðir fá ekki að elska í friði?

Ef við lítum á töl­fræð­ina þá lifir mað­ur­inn ekki mikið lengur en hund­rað ár. Eftir það er hann dáinn. Lífið er stutt og tel ég það því nokkuð ljóst að allir ættu að eiga rétt á því að lifa þessu lífi til fulls, hvernig sem því er hátt­að. Ég held því fram að allt laga­safnið og allar gullnu regl­urnar geti fundið rætur sínar í aðeins einni reglu; Allir eiga rétt á því að lifa sínu lífi hvernig sem þeir kjósa, svo lengi sem það skaði ekki aðra. Segðu mér Gylfi, og nú segi ég Gylfi því þú stendur nú fyrir þessum mót­mæl­um, veldur sam­kyn­hneigt fólk þér sárs­auka?

Kyn­hneigð hefur aldrei verið val, frekar en hár­lit­ur, kyn­þáttur og svo fram­veg­is. Þið sem haldið því fram að kyn­hneigð sér val; Hvernig útskýrið þið þá dýra­sam­kyn­hneigð? Hvernig útskýrið þið þá að for­eldrar hafa oft vitað af sam­kyn­hneigð barna sinna þegar börnin voru „korn­ung“ og höfðu ekki einu sinni vit á hvað kyn­hneigð var? Ekki ákváðu þau þetta?

­Þið þröng­sýnu ein­stak­lingar mót­mælið fræðsl­unni því að hún myndi ekki gera neitt fyrir ykk­ur. Þetta snýst ekki allt um ykk­ur.

Maður þarf ekki að leita langt eftir for­dóm­um. Alls kyns for­dóm­um. Ósjaldan heyri ég börn í skól­anum segja hvort við annað eitt­hvað á þennan veg: „þetta er það homma­leg­asta sem ég hef séð“, „ha, gayyyyy“ eða „djöf­uls­ins homm­inn þinn!“ Maður fer auð­vitað beint í það að dæma börnin en málið er að þau vita ekki bet­ur. Það er ekki annað hægt en að sár­vor­kenna þeim sem sam­kyn­hneigðir eru að þurfa að líða svona.

Mark­miðið með hinseg­in­fræðslu sam­tak­anna 78 fyrir börn á yngsta stigi grunn­skóla er að útrýma þess­ari mis­mun­un. Mark­miðið var aldrei að aug­lýsa sam­kyn­hneigð og von­ast til þess að öll börnin færu heim og myndu ákveða að ger­ast sam­kyn­hneigð enda er það ekki val eins og áður kom fram. Mark­miðið er að börnin læri að umbera fólk af öllum gerðum og stærðum svo að sam­kyn­hneigðir (og aðrir hópar) þurfi ekki að líða þessa mis­mun­un. Þeim börnum sem síðan upp­lifa sig sam­kyn­hneigð muni ekki líða eins og þau geti ekki verið þau sjálf og þurfi að vera eins og allir hin­ir. Þónokkrir aðilar hafa komið fram á hinum ýmsu sam­fé­lags­miðlum og greint frá því að hinseg­in­fræðsla í grunn­skóla hefði stór­bætt líðan þeirra á þeim tíma.

Þið þröng­sýnu ein­stak­lingar mót­mælið fræðsl­unni því að hún myndi ekki gera neitt fyrir ykk­ur. Þetta snýst ekki allt um ykk­ur.

Gagn­kyn­hneigðir eru ekki í útrým­ing­ar­hættu og munu aldrei vera það. Kyn­hneigð hvers og eins skiptir jafn litlu máli og augn­litur hvers og eins. Fólki er ekki mis­munað eftir augn­lit, hvers vegna er fólki þá mis­munað eftir kyn­hneigð? Ein­hver þriðji aðili ætlar að banna ham­ingju­sömu pari að vera sam­an. Ég sem hélt að allir vildu ham­ingju. Þetta er bara fáfræði og ekk­ert ann­að. Maður nán­ast skamm­ast sín að vera hluti af mann­kyn­inu á stundum sem þess­um.

Ég er hvorki gömul né sam­kyn­hneigð en skiln­ingur minn fyrir þessu mál­efni var sjálf­gef­inn, þegar ég fékk við­eig­andi fræðslu. Fræðsl­una fékk ég ekki fyrr en á ung­linga­stigi grunn­skóla­göngu minn­ar. Ég tel að ekki væri verra að fá fræðslu fyrir full­orðið fólk líka, fyrir þau sem aldrei fengu hana. Þau þurfa mest á henni að halda.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
Kjarninn 8. desember 2019
Jólahryllingssögur
Ingi Þór Tryggvason hefur skrifað bókaseríu um jólahrylling. Fyrsta sagan fjallar um strák sem horfir á Grýlu taka kærustu sýna og ákveður fara á eftir tröllinu og reyna bjarga stelpunni. Hann safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 8. desember 2019
Þórarinn Hjaltason.
Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð
Kjarninn 8. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
Kjarninn 8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
Kjarninn 8. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None